NT


NT - 01.05.1985, Síða 17

NT - 01.05.1985, Síða 17
Miðvikudagur 1. maí 1985 17 ■ Foreldrar Jónasar; Jón Kristjánsson og Rannveig Jónsdóttir. ■ Þingdokkur framsókn- armanna árið 1925. ■ Hamragaróar. Þar var heimili Jónasar og Guórúnar, en nú er þar Félagshciinili samvinnuhreyfíngarinnar. ■ Nemendur og kennarar Kennaraskólans 1909. Jónas er þriðji frá vinstri í miðröð. lendingi, því ótvíræðar sann- anir eru fyrir því, að hinn langi samfelldi skóli nær ekki til- gangi sínum. Þegar fermingar- börn, sem notið höfðu kennslu í mörg ár í ágætum skólum, í miklu menningarlandi, voru þó búin að gleyma mjög veruleg- um hluta þess þekkingarforða, sent þau höfðu átt að nema með margra ára vinnu, þá hlýt- ur að vakna í huga manns sú spurning, til hvers var lögð slík megin áherzla á að gera öll þessi börn og alla þessa ung- linga að nokkurs konar al- fræðiorðabókum, gangandi á tveimur fótum. Og svörin liggja á reiðum höndum hjá almenningi í hverju því landi, sem gerir þessa tilraun, því að það, sem gerzt hefur í Dan- mörku og Svíþjóð og hér hefur verið vikið að, hefur líka gerzt á íslandi og í öllum þeim löndum, þar sem leiðtogar þjóðanna gerðu sig seka um þá ofrausn að ætla að gera alla landsmenn að lærðum mönnum. Þessi uppeldisaðferð er nú á góðum vegi með að sliga andlega allar þær þjóðir, sem gera þessa tilraun. Megin liluta nemenda í þessum lönd- um er misboðið með of áreynslu í skólunum. Börn og unglingar með sterka minnis- gáfu geta að vísu lært leiðinleg- ar kennslubækur utan að og staðizt hvers konar lögmæt próf, þó að kennsluefnið hafi verið fráleitt og óhrjálega framborið, en hin börnin eru miklu fleiri, sem ekki hafa til að bera sérstaka minnisgáfu, en eru gædd öðrum dýrmætum eiginleikum. Eitt barnið hefur mjög skarpan skilning, annað miklar skapandi gáfur, þriðja er afkastamikið við dagleg störf, fjórða hefur listagáfur og fimmta heppilegt skaplyndi til að stunda góða sambúð. Hver af þessum eiginleikum er jafn ágætur og jafnvel enn þýðingarmeiri við dagleg störf manna heldur en frábær minnisgáfa. Nú á dögum eru bækur og margs konar önnur tæki til stuðnings minnisgáfu manna. Það er því óþarft í nútíma lífi að geyma í huga sér allar þær staðreyndir, sem ein- hverntíma þarf að nota í dag- legu lífi. En í öllum þeim löndum, sem tekið hafa upp hinn samfellda skóla, er ætlazt til þess, að öll börn og ung- menni séu árum saman þjálfuð með umfangsmiklum minnis- æfingum, sem snúast þó að mestu leyti um þýðingarlítil málefni. Nemendur verða brátt leiðir á þessu einliliða námi, þeir fá óbeit á kennslu- bókunum, sem minna einna mest á markaskrár, og þeir fá mjög oft ótrú á öllum bókum, halda að þær séu leiðinleg verkfæri. Leiðinlegur skóli myndar þannig skilvegg milli ungu kynslóðarinnar og bóka, en í bókum er geymd vizka og snilld aldanna. Hugkvæm og dugleg börn geta átt erfitt með að nema þululærdóminn, fá lága einkunn, falla á prófi, hryggja foreldra og vanda- menn og eignast sjálf ríkulega minnimáttarkennd og vantrú á lífið. Það tekur mörg ár að öðlast aftur þann kjark og starfsvilja, sem lamaðist í skólaverunni og við ósigur í prófum um ómerkileg efni. Hér á landi eru ekki háð yfirpróf til að endurmeta störf ríkisskólanna. Vitað er, að þar er margt vel gert og unnið með elju og ástundun til að full- nægja lagakröfunum frá 1946. En þar eiga kennarar við ofur- efli að etja, hinar mörgu dreifðu námsgreinar, og lítt gert til að samhæfa viðfangsefni og meðfædda hæfileika nem- enda. Miklir annmarkar koma fram á starfi barnaskólanna, svo að mjög er áfátt lestrar- og skriftarkunnátu margra skóla- barna, og ungmenni með svo- kölluðu gagnfræðaprófi kunna ekki nærri alltaf þá reiknings- list, sem notuð er við almenna afgreiðslu í búðum. Gagnar þessum ungmennum lítt, þótt þau hafi eytt miklum tíma til að nema bókstafareikning. Hér verður ekki fjölyrt um þessa þætti skólamálanna, en vikið að þrem þýðingarmiklum atriðum, sem sanna, svo að ekki verður á móti mælt, að ríkisskólarnir eru ekki í sinni núverandi mynd, færir til að taka uppeldi æskunnar úr höndum heimilanna, eins og þó er ætlazt til með löggjöfinni um hinn samfellda skóla. Hér er átt við skólaþreytuna. vín- nautn ungmenna í skólunum og lestur æsi- og glæparita. Mjög mikill hluti skólaæsk- unnar fagnar hverri frístund frá náminu. Skólaleyfin eru eftirsóttir fagnaðarviðburðir. Mest er þó gleðin á vorin, bæði í hugum barna og ungmenna, þegar skólakennslan hættir, einkum ef hinir námsþreyttu nemendur eiga von á þátttöku í sveitavinnu við framleiðslu- störfin eða vinnu í beituskúr- um sjóþorpanna. Þetta er óeðlilegt ástand. Ef rétt er búið að nemendum um náms- efni og vinnubrögð, kvíða þeir burtförfrá náminu, meðan það á að vera iðja þeirra. Vínnautn er nú mjög út- breidd í ungmennaskólum landsins. Það þykir vel að verið í allgóðum skólum, ef ekki þarf að taka leyniáfengi af nema 20 ungmennum á hundr- að manna dansæfingu. Við skólahátíðir er mikill drykkju- skapur í mörgum skólum, einkum þeim, sem hafa langa vertíð. I kveðjuferðum nem- enda á vorin er mikið drukkið, en þó tekur út yfir allan þjófa- bálk með vínnautn á almenn- um dansleikjum, þar sem skólaæskan og lítið eitt eldra fólk stundar mannfagnað sam- eiginlega. Flest kvöld ársins koma í Reykjavík ungmenni, sem skipta hundruðum, úr 6-7 danssölum, þarsem allurfjöld- inn er undir áhrifum og sumir drukknir. Sömu sögu er að segja af almennum skemmtun- um ungra manna í bæjum og sveitum. Siðast koma glæparitin. Þau munu vera um 20, bæði inn- lend og útlend. Þetta eru fjöl- lesnustu bókmenntir hér á landi og arðsamasti atvinnu- vegur fyrir útgefendur. Þau spilla góðum smekk og máli og standa í vegi fyrir því, áð æskan hafi löngun og tíma til að stunda sér til þroska og fagnaðar hinar sígildu bók- menntir landsins. Ég hef kennt ungmennum úr öllum héruðum landsins í næstum hálfa öld. Sú kennsla fór fram í frjálsum skólum. Engir voru lokkaðir þangað, ' heldur komu nemendur af frjálsum vilja. Mér finnst æsk- an alltaf sjálfri sér lík, ef frjálsmannlega er að henni búið. Ég hef sem kennari engin óþægindi haft af námsþreytu, drykkjuskap nemenda eða ásókn þeirra í hrakbókmennt- ir, Þeir blettir, sem falla á skjöld æskunnar í þessu efni, eru ekki úrkynjunarmerki, heldur fyrst og fremst af því, að uppeldi ríkisins er í miklu’ ólagi. Æskunni er misboðið með illa völdum námsefnum, of langri skólasetu og of til- breytingarlausri og dauðri kennslu. Námsþreytan, vín- hungrið og glæparitalesturinn eru hættuleg tákn í uppeldis- málum þjóðarinnar. En þessar misfellur stafa næstum ein- göngu af gálausri og grunn- færri stefnu í þjóðaruppeldinu, þegar yfirheyrsluverkstæði ríkisins koma í staðinn fyrir uppeldi í skauti fjölskyldunnar með stuðningi frjálsra skóla. Mér sýnist að til þessara orsaka megi rekja núverandi ófarnað uppeldismálanna. Flutningur fræðslumálanna frá heimilum í skóla var of snöggur og of lítið undirbúinn. Matthíasi skáldi þótti hin óskólagengna móðir í Skógum hafa verið betri og meiri kennari heldur en spek- ingar þeir, innlendir og útlend- ir, sem hann heimsótti síðar á ævinni. Núeru skólarnir líkast- ir verksmiðjum. í tveim menntaskólum eru 800 og í gagnfræðaskóla Austurbæjar 700 nemendur og enn fleiri í sumum barnaskólunum. Víða út um land er sagan hin sama. Skólarnir eru svo stórir, að tæplega er um nokkur andleg kynni að ræða milli nemenda og kennara, sem eiga þó að koma í stað foreldra og annar- ra vandamanna. í öðru lagi er meginið af kennsluefni barna- og ung- lingaskóla frábærlega leiðin- legt og svo sundurtætt, að þaö er helzt hæft til utanbókar- náms. Hið forna þjóðarupp- eldi byggðist á því, að allir sæmilegir unglingar gátu kom- izt í kynni við sígildar bók- menntir: Ritninguna, Hallgrím, Vídalín, Snorra, ís- lendinga sögur og margháttuð Ijóð. Unglingur, sem hefur les- ið bók eftir vitran mann, býr alltaf að þeim áhrifum meðan hann lifir. Nú býður ríkisskól- inn sundurtætt námsefni oftast eftir lítt ritfæra menn. Þessi þekking er lélegur forði fram á lífsbrautina. Ef ég mætti að síðustu gefa forráðamönnum skólamálanna nokkur heilræði, mundu þau verða á þessa leið: 1) Góður skóli er eftirmynd af góðu heimili 2) Gleði og góðvild verða að drottna í skiptum kennara og nemenda. 3) Kennslan þarf að vera lif- andi og fjölbreytt. Leiðin- legur kennslutími ætti að varða við lög. 4) Bóklegt og verklegt nám þarf í hverjum skóla að haldast í hendur. 5) Það er óafsakanleg synd gagnvart komandi kynslóð- um, að bera á borð fyrir i æskuna úrgang menningar- innar, í því skyni að skapa með því fallgryfjur fyrir hraust og dugandi ung- menni. f þess stað á að flytja inn í skólana perlur hinnar andlegu sameignar úr ritningunni, náttúruvís- indunum, atvinnufræðinni, bókmenntunum og listun- um. Byrðarnar verða ef til vill misstórar, en þar er af miklu að taka. Hver maður getur úr þeim sjóði fengið nægju sína, ef hann vill bera sig eftir björginni með skynsamlegum stuðningi vandamanna og þjóðfélags- ins.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.