NT


NT - 01.05.1985, Síða 18

NT - 01.05.1985, Síða 18
Miðvikudagur 1. maí 1985 18 komst hann að raun um, að merkinu sem hann hafði reist 37 árum áður var haldið þar hátt á loft. Þá skoðun sína staðfesti hann með því að færa skólanum að gjöf myndarlegt safn bóka um félagsfræðileg efni. Mér er sérstaklega minnis- stæð síðasta skólauppsögn Jónasar, 30. apríl 1955. Hún fór fram í húsakynnum skólans í Sambandshúsinu, og voru þau skreytt í virðingarskyni við Jónas, er hann kvaddi skól- ann eftir áratuga farsæla stjórn. Fjöldi gamalla nem- enda var viðstaddur til að hlusta á kveðjuorð hins aldna meistara, svo og forráðamenn Sambandsins, auk nemenda skólans um veturinn, en þeir höfðu verið liðlega 60. Þegar Jónas hafði lokið kveðjuræðu sinni, tók til máls Sigurður Kristinsson, fyrrver- andi forstjóri Sambandsins og nú stjórnarformaður. Þakkaði hann Jónasi fyrir hið mikla og gifturíka starf hans fyrir skól- ann og samvinnuhreyfinguna, og tilkynnti honum þá ákvörð- un Sambandsstjórnar að hann skyldi halda framvegis fullum launum, svo og afnotum af þessu húsi, sem verið hafði skólastjórabústaður hans. Petta var síður en svo talin ofrausn. Jónas hafði ekki verið hátekjumaður á sinni löngu starfsævi fyrir samvinnuhreyf- inguna, enda aldrei kröfuharð- ur fyrir sjálfan sig. Þau Guðrún voru samhent í því að búa búi sínu af ráðdeiid og hófsemi, svo að þau gætu lifað af hófleg- um launum Jónasar fyrir aðal- starf sitt, en hann neytti sinna fágætu starfskrafta á sviði fé- lags- og menningarmála án þess að hugsa um aukatekjur eða bitlinga. Á þriðja áratug sættu þau sig við hina þröngu og ónæðissömu íbúð í Sam- bandshúsinu, jafnt þótt Jónas væri þingmaður eða ráðherra, og þrátt fyrir allan þann gesta- gang sem fylgdi stöðu hans og störfum, og það var ekki fyrir tilmæli hans að Sambandið hafði síðan ákveðið að búa honum hæfilegri bústað í þessu húsi. Daginn eftir skóiauppsögn- ina, hinn 1. maí, var sjötugsaf- mæli Jónasar. Gamlir nem- endur úr Samvinnuskólanum gengust fyrir afmælishófi á Hótel Borg um kvöldið. Þar voru þéttsetnir salir og margar ræður fluttar, og var ég einn í hópi ræðumanna. Eftir að Jónas lét af störfum sem skólastjóri kom hann Erlendur Einarsson Jónas frá Hriflu - framhald af bls. 15 nokkrum sinnum til mín uppí Sambandshús að ræða um sam- vinnumál. Hann óskaði þá jafnan eftir að við spjölluðum saman í Hallgrímsstofu, þar sem húsbúnaður er enn allur hin sami og þegar þar var forstjóraskrifstofa Hallgríms Kristinssonar. Þar var viðeig- andi vettvangur fyrir samræður okkar Jónasar, því að gamla manninum varð tíðræddast um hið liðna, ekki síst Hallgrím sjálfan, sem hann mat mest allra sinna samstarfsmanna og vildi láta reisa honum minn- isvarða, annað hvort í Reykja- vík eða Bifröst. Jónasi var umhugað að túlka fyrir mér hve vel hefði tekist í uppbygg- ingu samvinnuhreyfingarinnar og hvernig hún hefði náð sín- um glæsilega árangri á íslandi. Ekki verður því heldur neitað, að í þessum samtölum barst talið hjá Jónasi stundum að forystumönnum Framsóknar- flokksins, þeim sem hann hóf á sínum tíma til valda, en átti ekki lengur samleið með. Þær undir sviðu Jónasi enn, og það var eins og hann þyrfti stund- um að opna þær. Mér fannst Jónas hafa já- kvæð viðhorf til flestra nýjunga sem við vorum að brydda á í samvinnustarfinu. Hann stóð álengdar, ríkur að reynslu og þekkingu, þótt hann skynjaði kannski ekki alltaf hve ört aðstæðurnar voru að breytast. En innst inni held ég hann hafi borið í brjósti þær vonir að ungu mönnunum í Samband- inu myndi takast að vinna nýja og stærri sigra í samvinnustarf- inu. Þó hafði hann ýmislegt við starf okkar að athuga, og sumt áreiðanlega með réttu, eins og það, að hreyfingin hefði ekki nógu sterka málsvara til and- svara og gagnsóknar. Þar gat hann trútt um talað, sem sjálf- ur hafði um þriggja áratuga skeið verið óþreytandi að bera sverð og skjöld fyrir samvinnu- hreyfinguna í landinu. Og satt að segja eru einmitt nú þeir dagar að gagnrýni Jón- asar á málsvarnir hreyfingar- innar er mér ofarlega í huga. Gerningahríðin hefur sjaldan verið svartari. Nú væri þess þörf fyrir samvinnuna á ís- Íandi, ekki síður en á dögum Jónasar, að eiga til andsvara öflugasta sóknarblaðamann landsins, sem aldrei varð hrak- inn á undanhald. því að hann var í senn íþróttamaðurinn sem naut yfirburða sinna, og hugsjónamaðurinn sem vissi málstað sinn réttan. stöðu sams konar námskeiðs er haldið skyldi í Reykjavík snemma árs 1918. Vann hann að undirbúningi þess, þótt hann kenndi þar ekki sjálfur vegna fjarvista úr bænum. í staðinn lánaði hann íbúð sína sem kennslustofur og heima- vist fyrir námskeið. Þegar hér er komið sögu er Sambandið smám saman að breytast úr félagi með tak- markaðan verslunarrekstur í fyrirtæki með deildaskiptingu á aðalskrifstofu. Ljóst er að Hallgrímur Kristinsson haf ði gert upp hug sinn um það, að hann vildi hafa Jónas sér við hlið sem fastan starfsmann Sam- bandsins. Reyndin varð líka sú að frá aðalfundi 1918 var litið á hann sem slíkan, þótt ráðningin væri, eins og Jónas rifjaði stundum upp síðar, lítt formleg. Aðalfundurinn veitti fé til þess, eins og þar stendur: „að haldinn verði skóli í Reykjavík næsta vetur fyrir samvinnumenn, er standi yfir 4-5 rnánuði." Með þessari yfirlætislausu ályktun var í raun verið að stofna Samvinnuskólann, sem ári síðar var gerður að tveggja vetra skóla og fékk húsnæði í hinu nýreista Sambandshúsi við Sölvhólsgötu. Jafnframt var í rauninni verið að fastráða Jónas sem skólastjóra og rit- stjóra Tímaritsins (Samvinn- .unnar). Var honum fengin skólastjóraíbúð á saina gangi og skólastofurnar. Þar á 3. hæðinni var bústaður Jónasar í nærri aldarfjórðung þar til hann flutti að Hávallagötu 24. Hávallagötu 24. En víkjum nú aftur til ársins 1918. Sambandið hefur verið að færa út kvíarnar á verslun- arsviðinu. Auk skrifstofunnar í Kaupmannahöfn hafði verið sett á stofn skrifstofa í New York 1917 vegna ófriðarins í Evrópu. Undirbúningur til aukins innflutnings á vörum var í fullum gangi. Viðbrögð ísienskra heildsala við þessari „útþenslu" létu ekki á sér standa. Mikil blaðaskrif hefjast. Ráðist er á Sambandið og kaupfélögin. Jónas er til andsvara í Tímaritinu og Tímanum. í Tímaritinu 1918 segir: „Samband ísl. sam- vinnufélaga er nú komið á það stig að það er orðið keppinaut- ur tslenskra stórkaupmanna. Við það ýfist mótstaða þeirrar stéttar. Má segja það, að stór- kaupmönuum hafi orðið eins ‘félmt við samvinnuheildsöluna í Reykjavik eins og smákaup- mönnum varð við pöntunarfé- lögin er þau voru fyrst stofnuð hér á landi.“ Árásir heildsala á samvinnu- félögin í dagblöðunum mögnuðust svo næstu árin. Einkum voru það skrif í Morg- unblaðinu svo og sérstök rit eins og Verslunarólagið eftir Björn Kristjánsson fyrrum bankastjóra. Skattamálin komu einnig mikið inn í umræður á þessum árum. Meðal samvinnumanna er mikið rætt um tvísköttun á kaupfélögin og Sambandið, er hér átti við það, þegar endur- greiddur tekjuafgangur til fé- lagsmanna er skattlagður hjá félögunum. Árið 1920 skrifar Jónas í Tímaritið um skatta- mál: „Þar þrengist nú heldur fyrir fæti, því andstæðingar sam- vinnustefnunnar gerast þar nokkuð uppvöðslumiklir. Eru samvinnufélög skattlögð hér á miklu illvígari hátt en í nokkru öðru landi.“ ■ Fífilbrekka, sumarhús Jónasar og fjölskyldu hans í Hveragerði. Hann er mér ógleymanlegur. í Noregi hitti Jónas að máli Ole Dehli, formann norská sambandsins. Örne og Dehli voru báðir á stofnfundi sam- vinnusambands Norðurlanda í Kristianu (Osló} 26. j úlí 1918. Jónas fékk mjög góðar mót- tökur hjá samvinnuforystu- mönnunum á Norðurlöndum og gagnlegar upplýsingar fékk hann um skattareglur sem í gildi voru í þessum löndum. Ekki þarf að draga í efa að í viðræðum við þessa þekktu samvinnuleiðtoga hafi Jónas sótt gagnlegan fróðleik og hug- myndir, ekki síst til Anders örne, sem setti fram kenning- ar sínar í óvenju skýru máli, bæði í ræðu og riti. Skattamálanefndin tók sér fyrir hendur að semja frum- varp að heildarlöggjöf um samvinnufélög, þar sem meðal annars yrði kveðið á um skatt- skyldu þeirra til ríkis og sveit- arfélaga. Naut nefndin aðstoð- ar kunnáttumanna, svo sem Björns Þórðarsonar, lærðasta lögfræðings landsins. Frum- varp nefndarinnar varð að fyrstu samvinnulögum íslands, sem afgreidd voru frá Alþingi 30. apríl 1921. Jónas átti þá enn ekki sæti á þingi, en studdi málið með blaðaskrifum og hefur óefað haft hönd í bagga með meðferð þess á þingi. Með samvinnulögunum fékk samvinnustarfið í fyrsta sinn fastmótaða og viðeigandi réttarstöðu. Meðal annars voru þar ákvæði um gjöld sam- vinnufélaga til hrepps eða bæj- ar sem áttu að tryggja sann- girni á báða bóga. Jafnframt voru tekin inn í skattalög ákvæði um tekjuskatt sam- vinnufélaga, sem tryggðu þeini þann sjálfsagða rétt að endur- greiðslur til félagsmanna yrðu ekki að skattstofni hjá félögun- um sjálfum. Kynni Jónasar af erlendum samvinnufrömuðum meðan hann starfaði í skattamála- •nefndinni hafa e.t.v. átt sinn þátt í því, að hann hvatti síðar til þess að Sambandið gerðist aðili að Alþjóðasamvinnusam- bandinu sem það gekk í 1929. Jónas var fulltrúi Islands á þingum sambandsins, fékk þar tækifæri til að kynnast leiðtog- um samvinnustarfsins í öðrum löndum og fylgjast með hvað þar var helst á döfinni. Þarna var Jónas réttur maður á rétt- um stað- hinn fjölmenntaði heimsmaður, sem stóð lang- best að vígi allra íslendinga að koma á framfæri við landa sína hollum hugmyndum um sam- vinnumál, þar eð hann var í senn skólastjóri samvinnu- hreyfingarinnar, áhrifamesti málsvari hennar í ræðu og riti og náinn trúnaðarmaður sam- vinnuforystunnar í landinu. Hin fyrstu nánu kynni, sem ég fæ af Jónasi verða haustið 1939 er ég sest á bekk í Sam- vinnuskólanum. Jónas var þá mjög önnum kafinn. Hann sat á þingi, var formaður Fram- sóknarflokksins og átti sæti í fjölmörgum nefndum og stofn- unum. Hann var ritstjóri Sam- vinnunnar ásamt Guðlaugi Rósinkranz og skrifaði á þess- um árum mikið í Tímann um stjórnmál og einnig samvinnu- mál. Jónas kenndi tvö fög í Sam- vinnuskólanum, samvinnu- sögu og félagsfræði og voru kennslustundir í þessum fög- um þær fyrstu á morgnana. Jónas tók daginn snemma og ég hefi fyrir satt að ósjaldan hafi hann verið búinn að skrifa leiðara eða blaðagrein í Tímann, þegar hann mætti í skólanum kl. 8. Í tímum hjá Jónasi eru mér minnisstæðastar kennslustund- ir í félagsfræði. Þar var komið víða við, farið um alla heima og geyma, rætt um smátt og stórt. Skyggnst var inn í heims- menninguna en Jónas var þar vel að sér, hafði notað tímann vel er hann dvaldi við nám erlendis ungur að árum. í þess- um félagsfræðitímum gátum við nemendurnir rætt við Jónas um hvaðeina, sem okkur lá á hjarta. Þetta voru eins konar ■ „brainstorming“ tímar, ómiss- andi eftir á að hyggja. Ég held, að Jónas sem skóla- stjóri hafi verið í uppáhaldi hjá flestum nemendum. Hann gerði sér far um að kynnast sem flestum, vildi vita deili á mönnum og þekkti ótrúlegan fjölda manna um allt land. Þótt Jónas væri mjög pólitískur á þessum árum, þá fannst mér þess ekki gæta í umræðum við nemendur. í Samvinnuskólan- um virtist mér samvinnupó- litíkin sú ólitík sem efst var á blaðinu. samvinnusögutímum hlaut hún líka að verða í sviðsljós- inu. Ég útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum vorið 1941 og átti þá ekki von á því, að ég ætti síðar eftir að rnæta Jónasi sem sam- starfsmanni í Sambandshús- inu. Þó atvikaðist það svo, þegar ég tók við forstjórastarfi Sambandsins í byrjun árs 1955, fjórum mánuðum áður en Jón- as lét af af skólastjórastarfi við Samvinnuskólann fyrir aldurs sakir. Ekki minnist ég þess, að við Jónas ættum miklar viðræður á þessum mánuðum. Um Sam- vinnuskólann hafði sú ráðstöf- un verið gerð að flytja hann frá Reykjavík uppí Norðurárdal, og var Jónas því mótfallinn á þessum tíma. Síðar átti hann nokkrum sinnum eftir að heimsækja Samvinnuskólann í Bifröst og dvelja þar hjá skóla- stjórahjónunum, sr. Guð- mundi og Guðlaugu. Honum féll.þá vel, hve skólinn naut mikils álits í Bifröst, enda Skattamálin voru rædd á aðalfundi Sambandsins 1920. Kaus fundurinn þriggja manna nefnd til að athuga skattamál- in. í nefndina voru kosnir þeir Ólafur Briem, Þórólfur Sig- urðsson og Jónas Jónsson. Hallgrímur Kristinsson fól Jónasi að safna gögnum um skattamál samvinnufélaga í nágrannalöndunum. Fór hann útan vorið 1920 og heimsótti samvinnusamböndin í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi. Þaðan lá svo leiðin til Enska samvinnuheildsölusambands- ins í Manchester. í Danmörku ræddi Jónas við danska samvinnufrömuðinn Severin Jörgensen, formann danska sambandsins, í Svíþjóð m.a. við Anders Örne, hug- myndafræðing Svía í sam- vinnufræðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast vel Anders Örne, eftir að ég tók við for- stjórastarfi Sambandsins. ■ Með nemendum í Samvinnuskólanum 1933.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.