NT - 01.05.1985, Page 4

NT - 01.05.1985, Page 4
StJlXJBÍltJ Súpur 5 tegundir: Blómkálssúpa Lauksúpa Spergilssúpa Sveppasúpa Tómatsúpa Makkarónur 250 gr 250 gr I 500 gr Dole Ananassneiðar 567 gr Ananasmauk 567 gr r -oj RÚSSNESK Jarðarberja SUlta 450 gr Cranberry Sulta 450 gr .vöruverö í lágmarki ■ Vinnum tíl 10 á hverju kvöldi og erum búnar þegar við komum heim, - talið frá vinstri, Sigríður Guðmundsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Jónína Davíðsdóttir, og Ester Pálsdóttír. NT-mynd: Sverrir. „Leggja niður bónusinn“ - og hækka kaupið, segja fiskvinnslukonur í BÚR ■ „Það þarf að leggja bónusinn niður og hækka kaupið. Það fara allir með sig á þessum bónus og ef þeir geta borgað allan þennan bónus þá geta þeir líka eins hætt því og borgað hærra kaup,“ sögðu þær stöliur í BÚR, Sigríður Guðmundsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Jónína Dav- íðsdóttir og Ester Pálsdóttir^sem allar vinna við snyrtingu í vinnusal. „Þegar maður er búinn að venjast við þessa vinnu þá vinnur maður alltaf með jöfnum hraða og þess vegna ætti bónusinn að vera óþarfur. Við vinnum núna til 10 á hverju kvöldi á bónus og erum alveg búnar þegar við komum heim,“ sögðu þær ennfremur. Aðspurðar hvernig mætti helst bæta kjör fiskverkunarfólks voru þær samdóma um að prósentu- hækkanir væru til lítils því þá fengju þeir alltaf mest sem mest hafa. „Hvað höfum við að gera í félagi með þessu fólki sem er með miklu hærri laun. Lægst launaða fólkið á að vera í sérfélagi en eins og staðan er í dag höfum við ekkert almennilegt félag til þess að beita sérstaklega. Innan ASÍ eru svo mörg félög og margir hálaunahópar." Aðspurða um þá kröfu 1. maí nefndarinnar í ár að krefjast atvinnu- öryggis til handa fiskverkunarfólki sögðu þær hana góðra gjalda verða en þó ekki skipta neinu meginmáli. Upp- sagnir í kringum jól og hátíðar kæmu sér alls ekki illa, fólk færi þá á atvinnuleysisbætur sem væru sama og ekkert lægri en kaupið. Fyrir þá sem þyrftu að þola lengra stopp gegndi að sjálfsögðu öðru máli en hjá þeim hefði það lengst orðið frá því fyrir jólin og fram í miðjan janúar. „Við erum orðnar þreyttar og hálf- neikvæðar af því að vinna undir þessu bónusálagi. Ef maður hefði eitthvað uppúr þessari vinnu en launin eru ábyggilega með því lægsta sem gerist og okkur veitir ekki af 14 tímum til að ná endum saman. Ástandið er líka orðið þannig að það tollir enginn í þessu, nema við þessar gömlu sem fáum hvergi vinnu annarsstaðar," sagði ein þeirra og hinar tóku undir flest. „Við höfum líka heyrt að þegar kennarar komi í frystihús að sýna krökkunum þá segi þeir, hérna lendið þið ef þið lærið aldrei neitt.“ Þær vinkonur voru þó bjartsýnar og þrátt fyrir erfiða baráttustöðu ákveðnar í að fara í 1. maí göngu, - ef þær kæmu sér á fætur því það yrði unnið til klukkan 10 öll kvöld þessa viku. j .**>?■** , ■ „Verkafólk þarf að geta lifað af laununum sín- um án þess að þurfa að vinna bæði laugardaga og sunnudaga. Það sem við þurfum eru kauphækkanir og bara heinharðir pening- ar en það er það sem hinir vilja síst láta,“ sagði Odd- ur Björnsson um baráttu- málin 1. maí í ár, en Oddur hefur starfað í Kassagerð Reykjavíkur, þar sem NT tók hann tali, í tvo áratugi. Sjálfur kvaðst hann ekki eiga í erfiðleikum, hefði enda ellistyrkinn, en vissi að al- mennt launafólk næði ekki endum saman, nema með mikilli eftir- og helgidagvinnu. Oddur kvaðst vantrúaður á aðrar leiðir en beinar kaup- I ASÍforystanerekkinógu hörð - segir Oddur Bjömsson í Kassgerð Reykjavíkur Miðvikudagur 1. maí 1985 4 Hjólastólar eru til taks hjá Sjálfsbjörgu 1. maí. ■ Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í kröfugöngu allra launþega 1. maí og ganga undir kröfunni um jafnrétti. Ferðaþjónusta fatlaðra mun starfa þennan dag og eitthvað af hjólastólum verður til taks fyrir þá sem ekki treysta sér til langrar göngu. Er fólki samt bent á að hafa aðstoðarmanneskju með sér. ■ 1. maí; hátíðis- dagur hinnar vinn- andi stéttar. NT-mynd: Sverrir. hækkanir; skattalækkun eða kaupmáttartrygging væri nokkuð sem alltaf mætti fara í kringum og fólk stæði varnar- laust gagnvart slíkum svikum. „Mér finnst bara ASÍ foryst- an ekki hafa verið nógu hörð. Baráttan er líka mikið daufarin en hún var hér á árum áður,“ sagði Oddur og minntist um leið fyrri ára þegar verkföll voru rekin af mikið meiri hörku en nú er. Aðspurður hvort hann teldi eins og sumir heðfu á orði að núverandi ríkisstjórn væri launafólki fjandsamleg, kvaðst Oddur ekki geta alveg tekið undir það. „Ég held bara að við höfum bæði léllega stjórn og lélega stjórnarandstöðu." ■ Þurfum bara beinharða peninga, - Oddur Björnsson í Kassagerðinni.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.