NT - 01.05.1985, Page 6
Hf
Miðvikudagur 1. maí 1985
Mín klukka, klukkan þín
Þjóðleikhúsið: ÍSLANDS-
KLUKKAN eftir Halldór
Laxness. Tónlist eftir Jón
Nordal. Lýsing: Árni J. Bald-
vinsson. Leikmynd og búning-
ar: Sigurjón Jóhannsson. Leik-
stjóri: Sveinn Einarsson.
■ Sveinn Einarsson fer jafn-
an af smekkvísi og virðingu
með klassísk leikverk okkar.
Sýningar hans eru ekki beinlín-
is djarfar eða róttækar nýjung-
ar, en alltaf með fáguðum
menningarbrag. Svo er um
þessa sýningu á íslandsklukk-
unni. Hún er í flestu hefðinni
trú, en auðvitað með dálítið
öðru yfirbragði en eldri upp-
setningar: annað hvort væri.
Sjálfsagt finnst ýmsum sýningin
daufleg og settleg um of, sakna
þess að ekki sé látið gusta meir
um íslandsklukkuna með
nýstárlegri leikstjórnartúlkun.
En ég er sá íhaldsmaður að ég
sakna þess ekki. Maður vill
ógjarnan sjá neinar kúnstir
framdar á verki sem rnaður
hefur unnað flestum meir frá
unglingsaldri. Svona á ís-
landsklukkan að vera!
Svo oft hefur íslandsklukk-
sérkenni sem ég nefndi.
Ég nefndi virðingu leikstjór-
ans fyrir viðfangsefninu. Það
er sjálfur texti Halldórs Lax-
ness sem umfram allt verður
að sýna virðingu og láta hann
njóta sín. Og það gerir Sveinn
og leikendurnir vfirleitt. Hið
gleggst í ljós í túlkun Arneusar
sem Þorsteinn Gunnarsson
skilaði drengilega eins og hans
var von og vísa. Arneus f
meðförum hans er mildur, við-
kvæmnislegur elskhugi, tragidí
■ Sigurður dómkirkjuprestur og Snæfríður.
■ Jón Hreggviðsson,
unni verið lýst að varla þarf að
taka þar upp þráð einu sinni
enn. Þetta er ekki leikrit, held-
ur myndasýning úr skáldsögu,
og verður að metast samkvæmt
því. Leikgerð Sveins Einars-
sonar undirstrikar þetta sér-
staklega með texta úr sögunni
sem leikarar mæla fram á milli
atriða, og hver þáttur er bein-
línis kynntur nafni söguhlut-
ans. Umbúnaðurinn er nú
mjög stílfærður, horfið frá nat-
úralismanum með einfaldri
sviðsmynd. Litskyggnum er
varpað á baktjald, Kjarvals-
málverk í Þingvallasenu,
Brynjólfskirkjan í Skálholti,
samtímamyndir frá Kaup-
mannahöfn. Allt er þetta til
þess fallið að undirstrika það
hæga tempó sýningarinnar,
stundum kannski óþarflega
hæga, gefur leikhúsgestinum
gott færi á að láta textann
seytla í hugann einu sinni enn.
Og fyrr en varir er maður
bergnuminn af þessu ódrep-
andi lífi sem Halldór hefur hér
kveikt fyrir okkur, þessu mikla
drama, þessari seiðandi
orðlist.
Ég tel sem sé að sú stefna
sem Sveinn Einarsson hefur
tekið sé fullgild og skynsamleg.
Maður hefði kannski kosið
meiri snerpu á stöku stað, en
yfirleitt leggur leikstjórinn
kapp á að skila vel hinum
mannlega harmleik. Áherslan
er síður á hinum pólitíska
þætti verksins. Þetta kemur
unni merktur frá upphafi. En
hann hlýtur líka að vera bæði
slunginn og harðskeyttur,
málafylgjumaður mikill og
valdamaður. Sú hlið kom
ekki fram. Ástarsamband hans
og Snæfríðar er fallega sett
fyrir sjónir og þeim atriðum
skiluðu þau vel, Þorsteinn og
Tinna Gunnlaugsdóttir sem
Snæfríður.
Ég býst við að mest athygli
beinist að Tinnu, hinni ungu
og álitlegu leikkonu sem hér
fær sitt stærsta hlutverk við að
glíma til þessa. Tinna komst
frá því með fullum sóma og
sýndi ótvíræða hæfileika til
skapgerðarleiks sem vafalaust
eiga eftir að eflast og þroskast.
Leikur hennar er í þeim sett-
Samvinnustefna og félagshyggja
í anda Jónasar frá Hriflu
■ 1. maí samfylkingardagur
verkalýðsins er genginn í garð
og eins og venjulega ganga
nokkur hundruð manns niður
Laugaveginn með kröfuspjöld
og setja þar með fram framtíð-
arsýnir sínar. Raunar er þetta
ekki bundið við Laugaveginn
því að í flestum stærri byggða-
kjörnum er gengið.
Raunar má búast við dræmri
þátttöku í dag, því að þó launin
hafi verið skert þá er samfylk-
ingarbarátta verkalýðsins í lág-
marki um þessar mundir.
Grunnt er á því góða milli
hópa launafólks. ASÍ menn
stunda ekki stéttarbaráttu um
þessar mundir, ástunda þvert á
móti samráðin af kappi, við
vinnuveitendur sína og hafa að
því er best verður séð fallist á
þær röksemdir að andstæðir
aðilar geti reiknað sig áfram til
samninga um kaup og kjör.
VerkföII og önnur óáran sæmi
ekki og gangi ekki upp í
nútímasamfélagi velmegunar
og fjölbreyttrar verkaskipting-
ar. En á sama tíma eflast þeir
til stríðs sem hér til hafa talið
að leið röksemda og þekkingar
dygði best. Háskólamenn hafa
ekki áður óskað verkfallsréttar
- en gera það nú í kjölfar
Kjaradóms sem færði þeim
ekki þær hækkanir sem þeir
höfðu vænst. Áður höfðu þeir
ríkisstarfsmenn sem ekki státa
af háskólaprófi, eða setja það
ekki á oddinn í sinni kjarabar-
áttu, gefist upp á röklegu leið-
inni. Þeir fengu verkfallsrétt
1976, eftir harða baráttu og
láir það þeim enginn því kjara-
dómur hafði haldið launum
þeirra niðri um langt skeið. En
BSRB getur ekki státað af
miklum árangri eftir þau tvö
verkföll sem bandalagið hefur
háð á tæpum áratug, þannig að .
utanaðkomandi skoðara virð-
ist að verkfallsrétturinn hafi
ekki verið það afl sem vonir
■ Stílsnilldin, eldmóðurinn
var hans undirskrift.
voru bundnar við. Þó má ekki
gleyma því að verkfallsrétt má
telja til mannréttinda. Það
hlýtur að vera réttur hvers
manns að geta stöðvað sölu á
vinnuafli sínu, sé það ekki
metið eftir þeim verðleikum
sem hver og einn telur sann-
gjarna.
Hinn almenni armur verka-
lýðshreyfingar er sem sagt nú
um stundir að fikra sig inn á
leið stéttarsamvinnu á meðan
embættismenn ríkisins blása í
herlúðra. Öðru vísi mér áður
brá.
Að lifa af eigum sínum
Hvað sem þessum bolla-
leggingum líður þá er næsta
ljóst að daglaun á íslandi eru
alltof lág. Þess vegna vinna
menn alltof rnikið, nauðbeygð-
ir, og það kemur niður á fjöl-
skyldum og heimilum. Þessu
þurfum við fortakslaust að
breyta því að þó vinna sé
manninum nauðsynleg þá má
hún ekki breytast í áþján og
strit. Þessu er þó eins og öðru
óttalega misskipt. Gífurlega
margir hafa þokkalegar tekjur
fyrir lítinn vinnutíma og svo
býður undirrituðum í grun að
eflst hafi sú stétt á íslandi sem
þarf ekki að vinna, heldur
getur lifað af eignum sínum,
lausum eða föstum. Ákveðnar
ættir, einkum hér í Reykjavík
hafa frá fornu fari meira og
minna lifað af eignum sínum
og það er svona tilfinning
undirritaðs að þessi stétt
manna vaxi á kostnað þeirra
sem vinna myrkranna á milli
fyrir fæði og skæði.
Jónas frá Hriflu
Það er orðið æði langt síðan
frískir vindar hugsjóna og eld-
móðs hafa leikið um þetta
blessaða sker okkar og raunar
ekki hressilega frá því að ungur
kennari kom heim frá Bret-
landi og hót" af kappi að efla
unga þjóð til dáða í Skinfaxa
og öðrum ritum. Hann ritaði
nafnlaust. Stílsnilldin, eld-
móðurinn var hans undirskrift.
Jarðvegurinn var frjósamur.
Þjóðin horfði fram til fullveldis
og þrátt fyrir styrjöld úti í
Evrópu tókst hinum unga
menntamanni að blása svo í
glæður ungmennafélagshug-
sjóna að ungt fólk um land
gjörvallt svipti sér undan
grámu hversdagsleikans og tók
virkan þátt í að skapa þá fram-
tíð sem við upplifum nú. Þá
unnu menn þjóð sinni. Hagur
hennar skipti öllu og samtaka-
mátturinn varð bað afl er lyfti
greltistökum. Hámarki náði
þessi eldur í lok þriðja ára-
tugarins er stjórn Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks undir
forystu Jónasar og Tryggva
Þorkelssonar gjörbreytti sjálfs-
mynd þjóðarinnar, lagði grunn