NT - 01.05.1985, Page 19
Miðvikudagur 1. maí 1985
. Jónas Jónsson frá Hriflu:
Þrjár ritgerðir
Hrifla í Ljósavatnsskarði 1896.
Teikning Daníel Bruun.
Eru fá-
tækling-
arrétt-
lausir?
Eitt af þeim fáu rökum, sem
þjóðleiðtogar bera fram í
landsmálum, er það, að hærri
gjaldendur einir hafi rétt til að
hlutast til um, hvernig landinu
sé stjórnað. Fátæklingarnir
gjaldi nær enga skatta og eigi
því ekki að hafa veg né vanda
af landsstjórn né löggjöf. Ný-
lega hefir einn kunnasti fræði-
maður landsins tekið þettatil
nýrrar meðferðar á afarfjöl-
mennum fundi. Hann benti á,
að þjónastéttirnar í landinu
bæru svo lítinn hlut af byrði
þjóðfélagsins, að eigi hlýddi
að ætla þeim sömu réttindi og
efnamönnuum, útvegs-
mönnunum, kaupmönnum og
embættismönnum.
Þessir góðu, fróðu menn
álíta, að hærri gj aldendur land-
sjóðs séu meginsúlur þjóðar-
hofsins, það séu þeir, sem
herja auð úr skauti náttúrunn-
ar bæði á sjó og landi. En að
þeim fylgi, og þróist í skjóli
þeirra, lítilsigldur mann-
söfnuður, vesalir þjónar,
smalar, vinnumenn og vinnu-
konur, sjómenn og handverks-
menn. Þessi gæfulitli hópur
halda fræðimennirnir að sé
gagnslaus sníkjudýr, sem af
náð tína molana fallna af borð-
um drottnanna, menn, sem
fæðast, lifa og enda auma daga
sína í miskunnsömum skugga
og skjóli efnamannanna.
Og fyrst svo sé, þá beri
þeim, sem sitja svo lágt á
þrepum mannfélagsstigans, að
láta vera að skipta sér af, hvert
þjóðarfleyið sigli. Þeir hafa
ekki lagt afl né efni til. Feir eru
réttlausir.
En er nú þetta satt? Reynum
að líta á veruleikann, látum
ekki blinda okkur glæsileg
nöfn og nafnbætur framsögu-
mannanna, svo að við játum
rökum þeirra rannsóknarlaust.
Þeir segja, að fátæklingarnir
eigi að vera réttlausir, af því að
þeir séu gagnslausir. Ef svo er,
þá mættu þeir hverfa að
ósekju; mannfélagið mundi
standa óhaggð sníkjudýra-
laust. Setjum þá svo, að eitt
hvert stórkostlegt þjóðarböl
sópaði burtu af landi lífsins
öllum þeim íslendingum, sem
bera svo lítið úr býtum fyrir
vinnu sína, að nær ekkert er
afgangs verði daglegra nauð-
þurfta. Setjum svo, aðsjómað-
urinn hnigi örendur með færið
við borðstokkinn, kolaberinn
með pokann milli bryggju og
búðar, þvottakonan við laug-
arnar, þjónustukonan við eld-
inn eða gólfþvottinn, vinnu-
mennirnir við orfið og mjalta-
konurnar í kvíunum. Engill
dauðans hefði á andartaki los-
að landið við gagnslausa byrði
fátæklinganna. Máttarstoðir
þjóðfélagsins stæðu eftir í ein-
manalegri tign eins og háar
eikur, sem njóta sín best, þeg-
ar kjarrið, sem vex í kringum
þær, er höggvið frá þeim.
Eftir væru í landinu allir
hærri gjaldendur þess: stjórn-
arráðið, allir sýslumenn og
dómarar, allt þingið, allirpróf-
essorarnir, allir lögmennirnir,
allir kaupmenn og útvegs-
menn, allir umboðssalar og
agentar, allir „brókar“ og
fjárglæframenn, allir prangar-
ar og prakkarar í stuttu máli
allir nytjamenn í landinu, allir
frumherjar þjóðarinnar. Lítils-
háttar breytingar munu þó
leiða af þessu mannhruni.
Fiskiskipin fúnuðu framan við
borg eigendanna. Grasið söln-
aði óslegið á engjum og túnum
í sveitinni. Fénaðurinn hryndi
niður hirðingarlaus í vetrar-
hörkunum. I höfuðborginni
væru húsin vatnslaus og gas-
laus, óræstuð, brotin og lek.
Hvergi væri mat eða drykk að
fá, því að allir, er lifðu, væru
of menntaðir til að seðja hung-
ur sitt eða leita sér skjóls.
Stutta stund horfðu embættis-
mennirnir á þurran landsjóð-
inn, lögmennirnir héldu upp
málaferlunum, þingmennirnir
héldu í sér hita við að bræða
upp stjórnarskrá, sem leyfði
að ráðherrar væru margir. En
um síðir drægi þó líf og dáð úr
öllum, hvíld dauðans færðist
líka yfir hina hærri gjaldendur
og að lokum heyrðist aðeins
ein rödd, rödd hrópandans í
eyðimörkinni. Það væri sein-
asti íslendingurinn, þáverandi
prófessor í sögu, sem skjálf-
andi í hrolli dauðans, er færðist
yfir hann, rökleiddi yfir náum
landa sinna, að þeir, sem fram-
leiða lífsnauðsynjarnar séu
gagnminnstu verurnar í hverju
þjóðfélagi.
Þá er komið að kjarnanum.
Lífið sjálft, reynslan, heilbrigð
skynsemi heilbrigðra manna
mótmælir þessari réttleysisárás
á fátæklingana. Árásar-
mennirnir skipta um á réttu og
röngu, kalla þá menn gagns-
lausa, sem halda uppi á Herk-
úlesarherðum sínum himni
þjóðarinnar, en hyggja marga
þá menn nýta og réttháa, sem
þiggja daglegt brauð sitt og
allt, sem þeir hafa í gjöld og
aðra eyðslu, frá erfiði þeirra
manna,sem þeir fyrirlíta og
neita um einföldustu og sjálf-
sögðustu laun fyrir starfa
þeirra. Því að hvað sem blindir
menn segja, þá er vinnan móð-
ir auðsins; án vinnu er engin
velmegun, ekkert líf, engin
menning. Og þeir, sem vinna á
sjó og landi, hvað sem verkið
heitir, og hvað sem líður auð-
legð þeirra, þeir eru þær sönnu
stoðir þjóðfélagsins.
En hverjum þeim, sem þetta
athugar, getur varla nema
blöskrað óskammfeilni hinna
sönnu þurfenda, sem kalla sig
gefendur, og dómgreindarleysi
gefendanna, sem klappa lof í
lófa óheilli tungu brjóstmylk-
inga sinna, sem launa fórn
þeirra með fyrirlitning og
rangsleitni.
i Slútnesi
Sumarið þegar ég var kaup-
maður á Grímsstöðum í Mý-
vatnssveit var það aukaverk
karlmannanna að fylgja gest-
um í Slútnes og sýna þeim alla
fegurð eyjarinnar, trjágróður-
inn, blómaskrúðið, víkur og
voga og vatnið sjálft. Gríms-
staðamenn fengu á hverju vori
nokkur þúsund egg til sölu og
heimaneyslu úr varpinu. Mest
var varpið í Slútnesi. Það þurfti
því að beita mikilli varúð í allri
umgengni í Slútnesi, þegar
varptíminn stóð í blóma. Þar
mátti engin styggð koma að
fuglinum, allra síst mæðrun-
um, sem sátu rólegar í hreiðr-
um sínum. Fylgdarmenn frá
Grímsstöðum fluttu gesti út í
eyna, það var hálftíma róður.
Síðan varð að fylgja gestunum
fet fyrir fet um allan hólmann.
Það varð að sýna þeim allt,
sem merkilegt var að sjá, svara
ótal spurningum um allt, sem
hægt var að skýra um hina
hrífandi fegurð þessarareýjar.
Um eina helgi komu tvær
ungar stúlkur úr minni sveit til
að fá að sjá Slútnes. Þær gistu
sunnudagsnóttina á Grims-
stöðum. Önnur ferðakonan
var mér kunnug. Hún var systir
vinar míns og skólabróður,
Konráðs Erlendssonar. Hina
konuna hafði ég ekki áður séð.
Hún hét Guðrún Stefánsdóttir
frá Granastöðum í Köldukinn.
Ég veitti henni strax mikla
eftirtekt, hún var vel vaxin,
fölleit, augun dökk og hárið
fallega svart. Þessi stúlka var
greindarleg og sýnilega vilja-
sterk, mjög háttvís í fram-
komu. Síðar kom í Ijós, að við
vorum svo að segja jafngömul.
Sveitinni okkar var skipt í
þrjár sóknir, og ungt fólk
kynntist helst á þeim tímum í
sambandi við messur og
kirkjuferðir.
Mér var falið af húsbændum
mínum að róa með þessa tvo
Ljósvetninga út í Slútnes og
sýna þeim allt, sem leyfilegt
var að sjá. Ég var fús til þessa
ferðalags. Mér þótti þetta
skemmtileg sunnudagsferð. í
Slútnesi var margt að sjá og
allt fallegt. Ég var þá fyrir
skömmu kominn frá góðum
grasafræðingi, Stefáni á
.Möðruvöllum, og hafði nokkra
æfingu við að þekkja og greina
blómin. Sú þekking er vel
nothæf í skemmtiferðum, ekki
síst, þar sem ungt fólk, piltar
og stúlkur, mega dvelja mikinn
hluta dags í góðu veðri í Slút-
nesi, einum yndislegasta stað
sem til er á landinu.
Brátt leið að kveldi, bátur-
inn kom með fargesti sína í
hina rólegu höfn í Grímsstaða-
túni. Stúlkurnar bjuggust til
heimferðar og þökkuðu
skemmtilega ferð í Slútnes.
Síðan liðu svo nokkur ár, að ég
sá ekki aftur þessa rómantísku
ungu stúlku með íslenska lund
og suðrænt yfirbragð, sem
hafði verið með í Slútnesferð-
inni. Þó að mánuðir og ár liðu,
gleymdi ég ekki þessari ferð í
Slútnes.
Hér lýsir Jónas því er hann sá
í fyrsta sinn Guðrúnu Stefáns-
dóttur sem síöar varð eiginkona
hans.
Áhugi
Hálfdán lávarður, mjöggóð-
kunnur stjórnmálamaður á
Englandi, hélt nýlega ræðu til
ungra manna.
Eg gef ykkur aðeins eitt ráð,
sagði þessi lávarður, verið
áhugasamir, með opin augu
fyrir þeirri miklu fegurð og
göfgi, sem til er í heiminum.
Ekkert er eins hættulegt og að
vera trúlaus á allt og sama um
allt. Þeir menn, sem svo eru
gerðir, eru þjóðfélaginu minna
en einskis virði. Þeir eru beint
skaðlegir.
Ég held því fram, og ég hefi
ekki alllitla lífsreynslu og
mannþekkingu að baki mér,
að hver ungur maður, sem vill
gera eitthvað og komast eitt-
hvað í heiminum, verði að
hafa áhugamál, sem fylla sál
hans og láta hann skilja, hvílík
dýpt og göfgi er í hinum miklu
áhugaefnum mannlífsins. Það
skiptir næstum engu, hvort
þetta áhugaefni er trúin, vís-
indin, heimspekin eða hinar
fögru listir. Það, sem öllu
skiptir, er að vera úti á hinum
djúpu vötnum, að vera kominn
í náið og innilegt samband við
einhverja aðalgrein heims-
hugsunarinnar.
Það er létt að greina menn
samkvæmt þessu - cftir á-
vöxtunum. Þá kemur í ljós, að
sumir þeir menn, sem mest er
gumað af, hafa alls ekkert gert
og geta aldrei neitt nema að
tylla sér á tá. Þeir hafa vanrækt
eða ekki haft hæfileika til að
verða hrifnir af göfugum við-
fangsefnum; þess vegna orðið
tómir, haldlausir og kraftalausir.
Hins vegar eru aðrir menn,
sem lítið ber á, fyrr en þeir eru
fallnir frá. Það eru þeir, sem
„hlaupa í skarðið“, þar sem
hættan er mest og fæstir vilja
standa. Það eru þeir, sem lyfta,
þar sem hinir áhugalausu draga
niður.
Fyrir þá, sem standa á vega-
mótum, skiptir öllu, hvora
leiðina þeir lenda. Þeim, sem
þora að fara þrönga og grýtta
veginn, sem til lífsins leiðir,
verður varla fenginn betri leið-
arsteinn en þessi orð Goethes:
„Opnaðu hug og hjarta fyrir
öllu því, sem stórt er og göfugt
í samtíð þinni, og þá munu
verkin fylgja."
19