Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 15 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 EIGNIR ÓSKAST Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Garðabær – Lundir - skipti á raðhúsi í Móunum Höfum kaupanda að einbýlishúsi í Lundunum. Eignin má kosta frá 24-26 millj. Kaupandi á glæsilegt raðhús í Móunum. Upplýsingar veitir Sigurður Karl í síma 866 9958. Fossvogur Höfum ákveðinn kaupanda að rað- eða parhúsi í Fossvogi. Kaupverð 23-30 millj. Húsið verður að hafa fjögur svefnherbergi. Upplýsingar veitir Magnús í síma 865 2310. Einbýli í Hamrahverfi Erum með kaupanda að ca 200 fm einbýli ásamt bílskúr í Hamra- hverfinu í Grafarvogi. Húsið verður að hafa fjögur svefnherbergi og má kosta frá 23-26 millj. Upplýsingar veitir Magnús í síma 865 2310. Ef þú ert að leita, skráðu þig á heimasíðu okkar www.midborg.is og fáðu sendar upplýsingar um eignir sem henta þér, um leið og þær koma í sölu til okkar. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id Lögfræðiskrifstofa, Kringlunni 4-12, 4. hæð, stóra turni, 103 Reykjavík sími 5858 400, fax 5858 401, logthing@logthing.is Vilhjálmur Bergs hdl. og lögg. fasteignasali Landspilda við Borgarfjörð Landspilda úr landi Hafnar í Leirár- og Melahreppi. Heildarstærð landsins er 2053 hektarar. Land þetta nær yfir stærstan hluta und- irlendis við Hafnarfjall, fjallið sjálft og dalina austan við það. Um er að ræða gott beitiland bæði í fjalli og á láglendi. Láglendið niður að sjó er um 680 ha og eru þar af skipulagðir 195 ha undir nytja- skóga. Stór hluti láglendis eru birkiskógar og mólendi og því til- valið til sumarbústaðabyggðar. Falleg fjara með miklu fuglalífi og silungsveiði í sjó. Þetta er fallegur staður. Einungis um 45-50 mín. akstur úr Reykjavík. Miklir tekjumöguleikar fyrir rétta aðila. Tilvalið fyrir hestamenn og annað útivistarfólk. TILBOÐ ÓSKAST. Upplýsingar veitir Vilhjálmur hjá Lögþingi í síma 5858 400 AÐ MINNSTA kosti 15 létu lífið og 112 slösuðust í gærmorgun þegar mikil sprenging varð í háþrýstigas- leiðslu í verksmiðju í iðnaðarsvæðinu Ghislenghien í Belgíu, 30 km suðaust- ur af Brussel. Jörð skalf í margra kílómetra rad- íus frá sprengingunni og eldlogarnir teygðu sig í um 100 metra hæð. Meðal þeirra sem slösuðust voru slökkviliðs- menn og lögreglumenn sem kallaðir höfðu verið til eftir að verkamenn gerðu fyrir slysni gat á gasleiðslu sem lá á sex metra dýpi. Elise Hoffmann, sem býr um 4 km frá slysstaðnum, sagði hús sitt hafa skolfið og þegar hún hefði hlaupið út hafi himinháir logar blasað við. „Þetta gerðist fyrir 45 mínútum síðan en ég skelf ennþá,“ sagði Hoffmann. Hermenn voru sendir á svæðið til stjórnunar og hjálparstarfa og tugir sjúkrabíla og sex herþyrlur fluttu hina særðu á spítala. Þá sendu emb- ættismenn í norðurhluta Frakklands hjúkrunarlið, sjúkrabíla og þyrlu til aðstoðar. Sumir hinna særðu voru fluttir alla leið til Parísar, um 240 km leið. Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Belgíu, Michele Vanderplaetsen, sagði að 14 væru látnir samkvæmt talningu embættismanna á hádegi í gær en varaði við því að þeim gæti fjölgað. Um helmingur hinna særðu væru með brunasár. Gasdreifingarfélagið Fluxys sagði að leiðslan, sem lekinn kom að, lægi frá hafnarborginni Zeebrugge til Frakklands. Mannskæð gassprenging í Belgíu Á annan tug manna týndi lífi Brussel. AP. Fjórði fanginn handtekinn í Svíþjóð SÆNSKA lögreglan handtók í gær Tony Olsson, strokufangann sem slapp úr fangelsi á miðvikudag ásamt þremur öðrum föngum. Lögreglan hand- tók hina þrjá degi síðar og Olsson í gær- morgun. Danska dag- blaðið Jyllands- Posten segir Ols- son ekki hafa veitt mótspyrnu við handtökuna. Lögregla handtók Olsson í kjölfar umfangsmikillar leitar í fyrrinótt og hafði uppi á honum með hjálp vitna sem töldu sig hafa séð til hans. Hafði hann hann falið sig í hlöðu á bæ nokkr- um, ekki fjarri staðnum þar sem fangarnir skildu eftir flóttabílinn. Notuðu lögreglumennirnir með- al annars hunda við leitina og stungu mjóum stöngum inn í heyið í hlöðunni þar til þeir fundu Ols- son. Olsson var dæmdur í lífstíð- arfangelsi fyrir bankarán og morð á tveimur lögreglumönnum árið 1999. „Tansaníu- maðurinn“ handtekinn AHMED Khalfan Ghailani, sem er einn 22ja eftirlýstra hryðjuverka- manna á lista bandarísku alrík- islögreglunnar FBI, var handtek- inn í Pakistan sunnudaginn s.l. að sögn innanríkisráðherra Pakist- ans. Ghailani, sem gengur einnig undir nafninu „Tansaníumað- urinn“, er grunaður um aðild að sprengjuárásum á bandarísku sendiráðin í Tansaníu og í Kenýa á árinu 1998 en þau urðu 224 manns að bana og særðu næstum því 5.000 manns. Yfirvöld í Bandaríkjunum höfðu lagt 25 milljónir dollara, um 1, 8 milljarða íslenskra króna, til höf- uðs Ghailani en hann er talinn háttsettur maður í hryðjuverka- samtökum Osama bin Ladens, al- Qaeda. Vilji til friðarvið- ræðna á Sri Lanka STJÓRNMÁLAFLOKKUR sem nýtur stuðnings skæruliðahreyf- ingar Tamíl-tígra (LTTE) á Sri Lanka lýsti í gær yfir ánægju sinni með vilja ríkisstjórnar landsins til að taka upp friðarviðræður að nýju. Viðvörun frá norskum stjórn- völdum, sem haft hafa milligöngu um friðarviðræður frá árinu 1995, þess efnis að frekari tafir á frið- arferlinu gætu leitt til stríðs, virð- ist hafa ýtt við forsetanum Chand- rika Kumaratunga sem vill hefja friðarviðræður við LTTE. Tamíl-Tígrar hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki á Sri Lanka frá árinu 1983. Árásir gerðar á sendiráð TVEIR menn féllu í það minnsta í þremur sprengjuárásum á sendi- ráð Bandaríkjanna og Ísraels og skrifstofu ríkissaksóknarans í Tashkent, höfuðborg Úsbekistans, í gær. Ekki er ljóst hvort um sjálfs- morðsárás var að ræða. Verulegur fjöldi gyðinga býr í Úsbekistan. Tilræðin eru talin tengjast rétt- arhöldum sem hófust í Tashkent 26. júlí yfir 15 meintum al-Qaeda- liðum sem játað hafa á sig hryðju- verk, morð og trúarofstæki. Þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir fjölda sprengjuárása í mars og apríl síðastliðnum í Tashkent og suðvesturhluta landsins sem urðu 47 manns að bana og særðu marga. Tony Olsson Reuters UNGUR drengur lítur inn í stórskemmt hús í þorpinu Agas, sem 330 km norðaustur af Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Síðustu daga hafa verið mikil flóð í landinu og hafa kostað a.m.k. átta manns lífið og nokkurra er saknað. Hafa þau valdið verulegu tjóni víða í landinu. Stórtjón í flóðum í Rúmeníu ÞRJÁTÍU og tveggja ára gamall sænskur prestur hefur verið dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir að fá unga konu með brögðum til að myrða eig- inkonu sína. Héraðsdómur í Uppsölum komst að þeirri niðurstöðu að hvítasunnu- presturinn Helge Fossmo hefði fengið Söru Svensson, 27 ára konu er starfað hafði hjá prestinum sem barnfóstra, til að skjóta eiginkonu Fossmos, Alexöndru, á meðan hún svaf á heimili þeirra í Knutby, norður af Stokkhólmi. Svensson skaut einn- ig Daniel Linde, nágranna Fossmo- hjónanna, en hann lifði árásina af. Geðlæknar töldu að Svensson væri ekki sakhæf og var hún dæmd til að dvelja á stofnun fyrir ósakhæfa af- brotamenn. Svensson viðurkenndi að hafa skotið eiginkonu Fossmos en sagði að presturinn hefði sannfært sig um að hún ætti að gera það, m.a. með því að senda henni SMS-skila- boð í farsíma hennar og segja henni að um væri að ræða orðsendingar frá Guði. Einnig kom fram við réttar- höldin að þau Svensson og Fossmo hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Saksóknarar sögðu að Fossmo hefði viljað konu sína og Linde feig svo hann gæti gifst eiginkonu Lindes. Fossmo var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrri konu sína sem fannst látin í baðkari árið 1999. Upphaflega var talið að um slys hefði verið að ræða, en saksókn- arar tóku málið upp að nýju og full- yrtu að Fossmo hefði barið höfði konunnar utan í vatnskranann á bað- kerinu. Dómirinn taldi hins vegar ekki að nægilegar sannanir væru fyrir sekt Fossmos. Sænskur prestur í lífstíðarfangelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.