Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 27 L jóst er að atburðarás undanfarinna vikna gefur ríkt tilefni til þess að farið verði yfir I. og II. kafla stjórn- arskrárinnar þar sem fjallað er um stöðu og hlutverk æðstu handhafa ríkisvaldsins. Sérstaklega er ár- íðandi að skýra betur þau ákvæði sem snerta valdmörk forseta og Al- þingis þannig að ekki þurfi að vera um þau ágreiningur. Allir hljóta að vera sammála um mikilvægi þess að mörkin séu skýr þannig að í framtíðinni þurfi ekki að koma til sams konar óvissuástands og stefndi í nú í sumar. Rétt er að minnast þess að hugmyndir um endurskoðun þessara kafla stjórn- arskrárinnar eru ekki nýjar af nál- inni. Þegar þingmenn luku við setn- ingu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 var beinlínis gert ráð fyrir slíkri endurskoðun og á liðnum vetri vakti forsætisráðherra máls á hugmyndum um að farið yrði í þá vinnu við ágætar undirtektir for- ystumanna úr öllum flokkum. Kom þetta bæði fram við umræður á Al- þingi í haust þegar forsætisráð- herra svaraði fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar um endurskoðun stjórnarskrárinnar og eins í febrúar þegar ráðherrann gerði málið að umtalsefni í ræðu á málþingi í Há- skóla Íslands, sem haldið var í til- efni af 100 ára afmæli heima- stjórnar. Endurskoðun brýn í ljósi atburða sumarsins Vert er að hafa í huga að þessi sjónarmið um endurskoðun stjórn- arskrárinnar komu fram löngu áður en nokkrum kom í hug að forseti myndi synja lögum staðfestingar í fyrsta sinn í 60 ára sögu lýðveld- isins. Enginn getur því haldið því fram með rökum, að þessar hug- myndir hafi orðið til í tengslum við deilurnar um fjölmiðlalögin svoköll- uðu, þótt margt í þeirri atburðarás hafi vissulega dregið fram grund- vallarágreining varðandi túlkun nú- gildandi stjórnarskrárákvæða. Því má segja að fyrirfram hafi verið full ástæða til að taka þessa endur- skoðun á dagskrá en í ljósi atburða síðustu mánaða sé verkefnið enn brýnni en áður. Að sjálfsögðu er mikilvægt að um endurskoðun stjórnarskrárinnar verði leitað eins víðtækrar póli- tískrar samstöðu og mögulegt er. Í umræðum undanfarinna vikna hafa vissulega komið fram mismunandi sjónarmið um einstök efnisatriði, einkum um valdheimildir forseta samkvæmt 26. gr., en ástæða er til ætla að auðveldara verði að ná samstöðu í þeim efnum þegar frá líður og öldurnar sem risu út af fjölmiðlamálinu lægir. Verkefnið verður þá að setja skýrar og ótví- ræðar reglur, sem gilda eiga til frambúðar, óháð afdrifum eins til- tekins deilumáls og jafnframt óháð því hverjir eru í stjórn og stjórn- arandstöðu á hverjum tíma eða hver gegnir embætti forseta Ís- lands. Æskilegast er að sátt verði um sem flesta þætti en jafnvel þar sem skoðanir kunna að vera skiptar er áríðandi að taka af öll tvímæli um vilja stjórnarskrárgjafans þann- ig að ekki komi til deilna milli stjórnmálamanna, fræðimanna og annarra um grundvallarþætti gild- andi stjórnskipunar eins og við höf- um séð að undanförnu. Hvaða spurningum þarf að svara? Í mínum huga er skýrt að mik- ilvægasta markmið endurskoðunar I. og II. kafla stjórnarskrárinnar verði að færa orðalag viðkomandi ákvæða hennar til samræmis við þá framkvæmd og réttarvenjur sem viðteknar hafa verið mestan hluta lýðveldistímans. Það fyrirkomulag hefur í öllum meginatriðum reynst vel og að túlkunarvandi hefur fyrst og fremst komið upp þegar vikið hefur verið frá hefðinni. Þannig þarf að taka afstöðu til þess hvort forsetaembættið eigi að hafa raun- veruleg afskipti af lagasetningu eða hvort aðkoma þess eigi ein- vörðungu að vera formlegs eðlis eins og framkvæmdin var allt frá lýðveldisstofnun og fram til 2. júní á þessu ári. Æskilegasta fyr- irkomulagið er að mínu mati, að ágreiningsefni um löggjöf séu útkljáð á vett- vangi Alþingis og embætti forseta sé haldið utan við pólitískt dægurþras. Þing- menn eru kjörnir sem fulltrúar mismunandi flokka og sjónarmiða og hafa beinlínis það hlutverk að takast á um ólíkar leiðir við stjórn landsins. Forsetinn á hins vegar að hafa það hlutverk að vera samein- ingartákn þjóðarinnar bæði inn á við og fulltrúi hennar gagnvart öðr- um þjóðum, en ljóst er að með af- skiptum af pólitískum deilumálum fjarar hratt undan því sameining- arhlutverki. Ýmsir kunna að vera mér ósam- mála í þessum efnum, en þeir sem vilja sjá forsetann sem virkan þátt- takanda í löggjafarstarfi verða að átta sig á að með því breytist eðli embættisins í grundvallaratriðum og sá friður sem lengst af hefur verið um embættisfærslu forseta er horfinn. Ef vilji manna stendur raunverulega til þess að hafa póli- tískt forsetaembætti, eins og vissu- lega eru dæmi um í ýmsum lýðræð- isríkjum, þyrfti að sníða ákvæðin um valdmörk hinna mismunandi handhafa ríkisvaldsins að slíkri skipan. Raunar efast ég um að al- mennur vilji sé meðal þings og þjóðar til að gera slíka grundvall- arbreytingu og tel því rétt að orða- lag stjórnarskrárinnar verði skýrt og ótvírætt á þá leið að aðkoma for- seta að löggjafarstarfinu felist ein- vörðungu í formlegri staðfestingu þeirra laga, sem Alþingi setur. Verði hins vegar talið nauðsynlegt að hafa í stjórnarskrá einhver ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur um lagasetningu, er miklu heppi- legra að skylda til slíkrar atkvæða- greiðslu byggi á kröfu annaðhvort tiltekins fjölda þingmanna eða til- tekins hluta kosningabærra manna, eins og ýmis dæmi eru um í ná- grannalöndunum. Þjóðaratkvæða- greiðslur kunna að eiga rétt á sér í ákveðnum undantekningartilfellum, en ástæðulaust er að tengja ákvarð- anir í þeim efnum forsetaembætt- inu, enda er ljóst að um tilefni og framkvæmd slíkra atkvæða- greiðslna getur iðulega orðið mikill pólitískur ágreiningur. Skýra þarf valdmörk handhafa ríkisvaldsins Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokks í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eftir Birgi Ármannsson ’Æskilegasta fyrirkomu-lagið er að mínu mati að ágreiningsefni um löggjöf séu útkljáð á vettvangi Al- þingis og embætti forseta sé haldið utan við pólitískt dægurþras.‘ friði í mestum hluta landsins, breitt út barnaskólamenntun og tekist á við al- næmisfaraldurinn af hugrekki og hug- kvæmni. Norðanvert landið er hins vegar í hróplegu ósamræmi við þennan árangur – og stefnir honum í hættu. Eitt af meginhlutverkum ríkisstjórna er að tryggja borgurunum vernd. Stjórn Úganda hefur brugðist fólkinu í þessum efnum og heimsbyggðin hefur nánast ekkert gert til hjálpar. Ríkisstjórnir heimsins hafa aðeins lofað um 20% af þeirri 127 milljóna dollara aðstoð (níu milljarða kr.) sem Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir. Næturferðalangarnir eru óhugnanlegt dæmi um það sem getur gerst þegar hluti þjóðfélagsins nýtur engrar verndar. UNICEF hefur einsett sér að lina þjáningar barnanna í norðurhluta Úganda með aukafjárframlögum og aukinni hjálp- arstarfsemi í miðju átakasvæðisins. Ljóst er þó að miklu meira þarf að gera til að stöðva þetta stríð á hendur börnum. Við skorum á stjórn Úganda og þjóðir heims að beita þeim pólitíska vilja sem þarf til að leysa þetta vandamál með sama hætti og gert hefur verið á öðrum svæðum. Hræðslan við myrkrið er hvarvetna hluti af uppvextinum. En fyrir piltana og stúlkurnar í norðurhluta Úganda er svo sannarlega ástæða til að óttast næt- urmyrkrið. Þeir sem hafa bolmagn og vald til að stöðva þessa martröð mega ekki láta hana viðgangast lengur. vatn og teppi og notað kamra. í kirkjum, rútubiðskýlum eða nngöngum húsa. Á morgnana aftur heim til sín eða í skóla. er réttilega álitið fyrirmynd- óunarmálum í Afríku. Stjórn usevenis forseta hefur komið á arnir í Úganda n sem eru numin á um þeirra aðeins , eru hneppt í kyn- uð í uppreisn- m, neydd til að em þrælar eða til st hermenn.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Reuters Reuters t liðsmenn Andspyrnuhers Drottins ( LRA ), sem ræna þeim og hneppa í kynlífsánauð eða hermennsku. frekara nám og störf á vinnumarkaði. En valkostir um þær breytilegu leiðir sem ég nefndi að ofan eru góðir kostir og ekkert sem knýr á um að þeir séu samræmdir og lokað að fullu fyrir fjögurra ára námið. Lækkun útskriftaraldurs verður einnig að byggjast á betri tengingu grunnskólans og framhaldsskólastigsins. Til að nýta betur tíma á námsstigunum fram að útskrift. Verk- og listnám verður að stórefla, og brýnt er að fjölga valkostum í formi styttri námsbrauta sem undirbúa þátttöku í at- vinnulífinu. Því eiga slíkar meginbreyt- ingar að byggjast á heildstæðri skoðun á öllu skólakerfinu þar sem hvert stigið er nýtt til að bæta hitt og styðja. býður upp á tveggja ára nám og Mennta- skólinn við Sund upp á þriggja ára nám í gegnum bekkjarkerfið. Þá bjóða fjöl- brautaskólarnir upp á mjög breytilegan námshraða þannig að nemandinn getur hagað seglum að mestu eftir vindi. Því vaknar spurning um hvort lengra þurfi að ganga. Er ekki allt í lagi að nokkr- ir bekkjarkerfisskólar bjóði upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs kjósi nemendur þá leið? Er ekki mikilvægara verkefni og brýnna að efla verknámið og styttri starfs- brautir og eyða þannig brottfallinu sem er skammarblettur á menntakerfinu? Miklu skiptir fyrir íslensk ungmenni ef jafnaldrar þeirra geta hafið sérhæft nám á háskólastigi, eða þátttöku í atvinnulífinu, ári fyrr en þeir. Markmiðið með lækkun út- skriftaraldurs úr framhaldsskólum hlýtur því að vera að búa nemendurna betur undir að nýrra tillagna væri að vænta nu. ur styttingar á að vera víðtækt menntasamfélagið og hún þarf t á heildstæðri skoðun á skóla- . Frá leikskóla og upp í háskóla. m.a. máli að skoða tengingu og framhaldsskóla. Ekkert af m að ræða við vinnu tillagna ns í fyrra og vonandi að betur að málum nú og með fylgi ull framtíðarsýn á skólakerfið íðarsýn sem skortir með öllu og arið fyrir í ríkisstjórnartíð ar- og Sjálfstæðisflokks síðasta arf að ganga lengra? náms til stúdentsprófs hefur nú fram að hluta. Hraðbrautin r nauðsynleg Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Sverrir ð móta nýja skólastefnu, segir greinarhöfundur. Myndin er tekin á námskeiði ætluðu bráðgerum börnum í grunnskólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.