Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar fólk sem ábörn saman skilureða slítur sambúð getur verið erfitt að finna út úr því hvernig haga eigi umgengni við börnin. Í flestum tilvikum tekst foreldrum að semja um umgengnina sín á milli. Samkvæmt tölum frá sýslumanninum í Reykja- vík virðist þó færast í vöxt að leitað sé eftir aðstoð embættisins við úrlausn umgengnismála. En jafn- vel þótt málin fari til sýslumanns er ekki þar með sagt að þeim lykti með úrskurði. Í meiri- hluta tilvika er hægt að ljúka málunum með sáttum. Sautján sinnum á síðasta ári kvað sýslumaðurinn í Reykjavík upp úrskurð í umgengnismálum. Úrskurður frá sýslumanni er þó fjarri því að vera endapunktur í umgengnismáli eins og fram kem- ur í frásögn föður, sem hefur litla sem enga umgengni fengið við börn sín í á fjórða ár, og birtist á baksíðu blaðsins í dag. Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína, segir í fyrstu grein barnalaganna sem tóku gildi 1. nóvember 2003. Í þeim stutta kafla sem fjallar um umgengnis- rétt segir að sýslumaður geti mælt svo fyrir í úrskurði sínum að umgengni skuli fara fram und- ir eftirliti eða með liðsinni barna- verndarnefndar þegar ástæða þyki til. Að sögn Hrefnu Friðriksdótt- ur, lögfræðings hjá Barnavernd- arstofu og stundakennara í barnarétti við Háskóla Íslands, hafa forsjárlaus foreldri aðeins tvö úrræði skv. lögum ef um- gengni er ekki virt. Annað er dag- sektir á hendur því foreldri sem hefur forsjá og hitt er að ná fram umgengni með þvingunum. Síð- ara úrræðið var tekið upp með nýjum barnalögum sem tóku gildi í nóvember 2003. „Tálmanir af hendi þess foreldris sem barn býr hjá eru fyrsta skilyrðið fyrir því að hægt sé að beita úrræðum. Ef það þykir sýnt að umgengni sé tálmuð þá getur sýslumaður skyldað forsjárforeldrið til að láta af þeim að viðlögðum dagsekt- um,“ segir hún. Samkvæmt lögunum er tekið tillit til vilja barns í þessum efn- um og verður vægi frásagnar barnsins meira eftir því sem það eldist. Að sögn föðurins sem blaða- maður ræddi við er það gagnrýni- vert hversu langan tíma tekur að leysa úr umgengnisdeilum. Hann hefur svo lítið fengið að hitta börn sín frá skilnaði að þau þekkja hann varla lengur. „Ég tók mjög mikinn þátt í uppeldi barna minna áður og vildi halda áfram að sinna þeim eftir skilnað,“ segir hann. Vegna þess hve mál hans hefur tekið langan tíma hefur sam- bandið við börnin rofnað. Hrefna segir það vera bagalegt hvað það taki langan tíma að fá úrskurðað í umgengnismálum. „Mér finnast þessi mál óþarflega þung í vöfum. Umgengnismál hafa þá sérstöðu, miðað við önnur ágreiningsmál, að niðurstaða er ekki eins endanleg og í mörgum öðrum málum. Það er alltaf hægt að fá nýjan úrskurð ef aðstæður breytast,“ segir Hrefna. Hrefna tekur fram að um- gengnismál heyri ekki undir Barnaverndarstofu. Hins vegar leiti sýslumenn oft umsagnar og liðsinnis barnaverndaryfirvalda í umgengnismálum, sér í lagi þegar erfiðlega gengur að koma um- gengni á. Barnaverndaryfirvöld hafi þó engar heimildir til að skikka það foreldri sem hefur for- sjána til að koma umgengni á. Sé þvingunum beitt geti þurft lið- sinni lögreglu. Vantar fagþekkingu á umgengnismálum Félag ábyrgra feðra hefur beitt sér fyrir því að umgengnismálum sé komið í betra horf hérlendis. Að mati Garðars Baldvinssonar, formanns félagsins, vantar fag- lega þekkingu á slíkum málum hér á landi. Hann segir manneklu há sýslumannsembættum við úr- lausn mála. Þá telur hann að þekkingu skorti á því hvaða mat beri að leggja á frásagnir barna af forsjárlausa foreldrinu. „Ef barnið tjáir sig um að það vilji ekki hitta föðurinn þá eru þær fullyrðingar ekkert skoðaðar nán- ar. Þetta er hugsað þannig að barnið eigi að njóta vafans en nið- urstaðan verður sú að barnið sit- ur uppi með sökina. Barnið elur með sér sektarkennd og kennir sjálfu sér um það síðar að hafa ekki umgengist föður sinn, eða það foreldri sem ekki hefur for- sjána, í öll þessi ár,“ segir Garðar. Feðrum var fyrst tryggður réttur til umgengni við börn sín eftir skilnað árið 1973 þegar gerð var lagabreyting í kjölfar dóms í Hæstarétti. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, en eins og frásögn föðurins gefur til kynna eru umgengnismál ekki auðsótt. Langan tíma tekur að fá úr þeim skorið og úrræði og fagþekkingu skortir til að fylgja úrskurðum eftir. Fréttaskýring | Barátta föður fyrir því að fá að hitta börn sín gengur hægt Erfitt að fá umgengni Sífellt fleiri foreldrar leita aðstoðar sýslumanns vegna umgengnismála Börn eiga rétt á umgengni við foreldra. Fagþekkingu skortir í umgengnismálum  Umgengni feðra við börn sín eftir skilnað varð ekki að sjálf- sögðum hlut hér á landi fyrr en árið 1973. Frásögn föður af hrakförum í kerfinu til að fá að umgangast börn sín bendir til þess að slík mál séu ekki auðsótt. Úrskurðir sýslumanns og ráðu- neytis auk liðsinnis barnavernd- aryfirvalda duga ekki til að tryggja föðurnum umgengni við börn sín. Félag ábyrgra feðra segir fagþekkingu skorta á um- gengnismálum. eyrun@mbl.is ÞESSIR ungu piltar brugðu á leik í frítíma sínum frá steypuvinnu við Hamrahlíð og léku knattspyrnu á göt- unni. Ekki var annað að sjá en að þarna færu fagmenn, bæði hvað varðar knattleikni og steypuvinnu. Morgunblaðið/Eggert Hlé frá steypuvinnunni ÖSSUR hf. gefur vanalega góðan af- slátt af stoðtækjum sem eru fram- leidd fyrir þróunarlönd. Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar hf., bendir þó á að fyrirtækið bjóði upp á háþró- aðar lausnir fyrir fólk á Vesturlönd- um. Þar af leiðandi séu vörurnar dýrar og það sé erfið ákvörðun hvort gefa eigi tíu manns lélegri stoðtæki eða einum hágæðavöru. Agnes Bragadóttir blaðamaður stakk upp á því í grein sinni í Morg- unblaðinu í gær að Össur hf. kæmi að þróunaraðstoð á Sri Lanka með því að smíða gervilimi fyrir börn og þá jafnvel fyrir söfnunarfé frá Íslend- ingum. Jónasi Þ. Þórissyni, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, líst vel á hugmyndina þótt enn sé of snemmt að segja til um hvort mögu- legt sé að hrinda henni í fram- kvæmd. „Við höfum þá stefnu að vera mjög heiðarleg og förum ekki inn í svona verkefni og seljum of dýr tæki. Við viljum þá frekar að skipt sé við aðra,“ segir Jón Sigurðsson. Tækin verða að henta aðstæðum Össur hf. hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í stríðshrjáðum löndum. T.d. eru hundruð manna í Bosníu með gervifætur frá Össuri auk þess sem fyrirtækið mun í samstarfi við íslensk yfirvöld taka þátt í uppbygg- ingu í Írak. Jón segir að það gæti hugsanlega komið til greina að ná samningum um að framleiða einfald- ari vörur sem gætu hentað hjálpar- samtökum eða öðrum sem vilja styrkja uppbyggingu í stríðshrjáð- um löndum á þennan hátt. „Þróun- araðstoð í heiminum fer mjög mikið eftir því hvað gefandinn vill en ekki þiggjandinn,“ segir Jón og áréttar mikilvægi þess að vörurnar henti að- stæðum þess fólks sem þær eiga að koma að gagni. Tengjumst Sri Lanka Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil starfað í Tamil Nadu-ríki á Indlandi en eins og nafnið bendir til eru Tamílar einnig búsettir þar. Hann segist hafa rætt hugmynd Agnesar við stjórnarformann Hjálp- arstarfsins, Einar Karl Haraldsson, en báðum líst vel á hana. Ljóst sé þó að slíkt verkefni yrði dýrt og óvinn- andi nema með samstarfi við ríkið, Össur og hugsanlega Morgunblaðið. Jónas segir að víða um heim sé þörf fyrir gervilimi fyrir fólk sem hefur orðið fórnarlömb stríðsátaka en þar sem Íslendingar hafi sent friðar- gæsluliða til Sri Lanka hafi þeir sér- stök tengsl við landið. Gefa góðan afslátt af stoð- tækjum fyrir þróunarlönd Í SUMAR vinnur Vegagerðin að því að halda þjóðvegi nr. 1 fjárlausum í gegnum Húnaþing vestra með því lag- færa þær girðingar sem liggja að honum. Að sögn Ragn- ars Ármannssonar, verkstjóra Vegagerðarinnar á Hvammstanga, er um að ræða tilraunaverkefni en í gegnum árin hefur verið mikið um lausagöngu fjár á þessum kafla. „Þetta er mjög þarft verk og nauðsynlegt en mörg slys hafa hlotist vegna lausagöngu búfjár. Það má segja að það sé girðing beggja vegna við þjóðveginn langleiðina í gegnum sýsluna en þær eru misjafnlega gamlar og margar hverjar illa farnar.“ Ragnar segir að byrjað hafi verið að undirbúa verkið í fyrra og að byrjunarörðugleikar hafi gert vart við sig. „Það hefur komið upp að fé hafi komið inn á veginn en það hefur verið sent jafnharðan til baka. Það er því tölu- vert verk framundan,“ segir Ragnar og bendir á að mikið af fé á svæðinu sé í girðingum en hafi ekki verið sett á heiði. Verkið er unnið í samvinnu við sveitarfélag Húnaþings vestra sem í byrjun sumars auglýsti lausagöngubann á þjóðvegi 1. Að sögn Ragnars ber Vegagerðin kostnað af framkvæmdunum en sveitarfélagið heldur uppi eftirliti. „Sveitarfélagið er með mann á sínum snærum sem rekur fé af veginum ef svo illa tekst til að fé fer inn á hann. Hann lætur einnig vita ef það eru göt á girðingum.“ Unnið að því að halda þjóðvegi 1 fjárlausum í Húnaþingi „Þarft verk og nauðsynlegt“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ragnar Már Helgason og Sigurður Hólm Arnarsson lagfæra girðingu í Húnaþingi vestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.