Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ H ugmyndir forsvars- manna sjónvarps- stöðvarinnar Skjás eins um að sýna hluta leikja í ensku knattspyrnunni með lýsingu enskra þula í stað íslenskra hafa vakið deilur. Íþróttafréttamenn Stöðvar tvö og Sýnar, sem hafa haft ensku knattspyrnuna á sinni dagskrá undanfarin sex ár, hafa risið til varnar fyrir íslenska tungu og hald- ið því fram að það væri hneisa að sýna enska boltann með ensku tali, auk þess sem það stangaðist á við áttundu grein útvarpslaganna. Forsvars- menn Skjás eins ætla hins vegar að láta reyna á lögin eins og Davíð Scheving gerði þegar hann gekk í gegnum tollinn með bjór og fékk innflutningsbanni aflétt í kjölfarið. Líklega líta skjásmenn svo á að það sé ekki lengur þörf á því að hafa vit fyrir Íslendingum þegar tungan er annars vegar frekar en það var ástæða til þess að tak- marka bjórneyslu landsmanna öllu lengur. Þessi óvænti sam- sláttur máls og mjaðar leiðir líka óneitanlega hugann að því að hugsanlega verður að líta svo á að það sé hverjum manni frjálst að nota þá tungu sem honum sýnist eins og það er hverjum manni frjálst að drekka það sem honum sýnist. Íslendingar tala íslensku. Þetta er fullyrðing sem stenst skoðun, að mati Bernards Spolskys sem er höfundur bókarinnar Language Policy eða Málstefna sem kom út á dögunum hjá Cambridge Univers- ity Press (2004). Spolsky segir að fá lönd heims geti í raun og veru eða því sem næst kallast algerlega eintyngd en líkast til sé Ísland eina dæmið. Þar búi 270.000 manns og allir tali íslensku sem fyrsta mál. Þar séu reyndar töluð önnur tungumál einnig. Sextán þúsund manns tali táknmál heyrn- arlausra, sem byggt sé á dönsku táknmáli, og flestir kunni einhver skil á dönsku og ensku. Þeir sem eiga heima á Íslandi vita að ekki alveg allir Íslendingar tala íslensku sem fyrsta mál. Hér á landi er að finna sívaxandi hóp aðfluttra Íslendinga sem tala að vísu flestir íslensku en misvel eins og gengur og eiga aðra tungu að móðurmáli. En í meginatriðum er þetta rétt. Hins vegar bendir Spolsky á að það stendur ekkert í stjórnarskránni um að Íslend- ingar skuli tala íslensku eða að ís- lenska sé þjóðtunga þeirra sem hér eiga heima. Rannsóknir hafa raunar sýnt að eintyngd lönd eru líkleg til að hafa meiri áhyggjur af formi málsins eða málnotkun en opinberri stöðu tungu sinnar. Og það á sannarlega við um Ísland, segir Spolsky. Strax á sautjándu öld tóku Íslendingar að leita leiða til að hreinsa tungu sína af erlend- um áhrifum og allar götur síðan hafa þeir í og með rekið harðsvír- aða hreintungustefnu sem fyrst í stað miðaðist sérstaklega að því að verjast áhrifum frá dönsku en hef- ur síðar meir beinst að áhrifum úr enskri tungu. Spolsky nefnir einnig Frakk- land sem dæmi um eintyngda þjóð. Þar er franska þjóðtunga samkvæmt stjórnarskrá. En mun- urinn er sá að í Frakklandi er fjöldi svokallaðra jaðarmála sem misstórir hópar þjóðarinnar tala. Frakkar hafa, eins og Íslendingar, rekið harðsvíraða hreintungu- stefnu, einkum með það að mark- miði að verja frönskuna fyrir enskum áhrifum, en þeir hafa einnig þurft að verjast áhrifum innlendra tungna, jaðarmálanna. Og þrátt fyrir þrotlausa vinnu og ótrúlega mikla áherslu á að halda frönskunni hreinni og einráðri í Frakklandi hafa Frakkar ekki haft erindi sem erfiði. Ástæðuna telur Spolsky vera þá að mál- stefnur þjóða, hvort sem þær heita hreintungustefna eða eitt- hvað annað, eru ákaflega gagns- litlar; reynslan sýnir að mál- stefnur skila litlum sem engum árangri. Að auki berst franskan við sí- aukna áherslu á að það séu borg- araleg réttindi og mannréttindi að fá að nota það tungumál sem hverjum og einum hentar best. Þetta á fyrst og fremst við um rétt minnihluta- eða jaðarhópa til þess að fá opinbera viðurkenningu á móðurmálum sínum eins og Spolsky bendir á. En spurningin er hvort þessi réttindi eigi eftir að verða víðtækari. Hér á landi hafa til að mynda talsmenn úr við- skiptalífi haft uppi hugmyndir um að gera ensku jafnhátt undir höfði og íslensku. Og nú eru menn til- búnir til þess að fara með enskuna í gegnum tollinn í Keflavík og láta reyna á útvarpslögin sem leggja áherslu á að íslenska skuli notuð í íslenskum sjónvarpsstöðvum. Þetta er auðvitað stórmerkilegt og niðurstaðan í málinu gæti ekki aðeins orðið prófsteinn á rétt- arstöðu málnotenda og miðla held- ur einnig á íslenska málstefnu, hreintungustefnuna, sem sjaldan hefur verið véfengd og hefur raun- ar verið eins konar þjóð- artestamenti. Verði óheftur inn- flutningur á ensku leyfður, eins og reyndin varð með bjórinn á sínum tíma, er það óneitanlega áhuga- vert merki um að þjóðerniskennd Íslendinga er að breytast en að auki gæti það verið enn eitt merk- ið um að endingargóð hug- myndafræði rómantíkurinnar sé að láta undan og önnur sjónarmið að verða ofan á. Það er svo túlkunaratriði hvort óheftur innflutningur á ensku (og þá væntanlega öðrum tungu- málum) yrði til jafn mikils menn- ingarauka og óheftur innflutn- ingur á bjór hefur orðið. Réttur til mjaðar og máls Líklega líta skjásmenn svo á að það sé ekki lengur þörf á því að hafa vit fyrir Íslendingum þegar tungan er annars vegar frekar en það var ástæða til þess að takmarka bjórneyslu lands- manna öllu lengur. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ✝ Hreiðar Sigur-jónsson fæddist í Heiðarbót í Reykja- hverfi í Þingeyjar- sýslu 7. ágúst 1920. Hann lést á Húsavík 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Sigurðardótt- ir húsmóðir og Sig- urjón Pétursson, bóndi í Heiðarbót. Hreiðar var yngstur fimm alsystkina en aldursröðin er þessi: Sigurður, Þuríður Hólmfríður, Helga, Stefán Pétur og Hreiðar. Auk þess átti hann yngri hálfbróður, sam- feðra, Sigtrygg. Á lífi eru Sigurð- ur, Þuríður Hólmfríður og Helga. Hreiðar kvæntist 26. desember 1948 Öldu Guðlaugsdóttur, f. 21.12. 1928, d. 24.11. 1996. Hún var fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum og foreldrar hennar voru Guðlaugur Halldórsson og Ragn- hildur Friðriksdóttir. Systkini í aldursröð eru þessi: Friðþór, Alda, tvo vetrarparta í skóla, annan vet- urinn var hann í Brekkukoti og hinn í Kaldbak. Vinnusemi, vand- virkni, samviskusemi og heiðar- leiki var Hreiðari í blóð borið. Eft- ir fermingu stundaði hann bústörf og vegavinnu í sveitinni og garð- yrkjustörf að Hveravöllum í Reykjahverfi. Þá var hann tvö sumur á síldarvertíð á Raufarhöfn. Hreiðar var einn af stofnendum og eigendum Bifreiðastöðvar Þingey- inga ásamt bræðrum sínum og bræðrunum Jóni og Þorvaldi Árnasonum og Jóhannesi Helga- syni. Þeir gerðu út vöru- og fólks- flutningabifreiðar um 15 ára skeið og héldu uppi m.a. sérleyfi milli Akureyrar og Húsavíkur til ársins 1960. Akstur var ævistarf Hreið- ars og var hann afar farsæll og vinsæll í starfi vegna dugnaðar og ósérhlífni. Hreiðar söng ásamt bræðrum sínum og föður í kvartett sem kom fram á ýmsum skemmtunum í sýsl- unni. Hann söng einnig í Karlakór Reykhverfinga sem faðir hans stofnaði og stjórnaði. Um áratuga skeið söng hann í Karlakórnum Þrym sem bróðir hans Sigurður stjórnaði. Útför Hreiðars var gerð frá Húsavíkurkirkju 23. júlí, í kyrrþey að ósk hins látna. tvíburasysturnar Elín og Guðbjörg og Vig- fúsína. Á lífi eru Elín og Guðbjörg. Hreiðar og Alda eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Ragnhildur, starfar á rannsóknarstofu Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga, f. 30.8. 1948, gift Sveini Rúnari Arasyni. Þau eru búsett á Húsavík og eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Sigurjón, flugvirki hjá Flugleiðum, f. 5.12. 1952, kvæntur Helgu Árnadóttur. Þau eru búsett í Keflavík og eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 3) Hreiðar, lögregluvarðstjóri á Húsavík, f. 4.4. 1966, kvæntur Steingerði Ágústu Gísladóttur. Þau eru búsett á Húsavík og eiga þrjú börn. Hreiðar ólst upp í glaðværum systkinahópi á menningarlegu heimili að Heiðarbót. Það var mik- ið sungið á því heimili. Hreiðar var Það er mér ógleymanleg stund þegar ég hitti þau hjón Öldu Guð- laugsdóttur og Hreiðar Sigurjónsson í fyrsta sinn. Við hjónin buðum þeim í heimsókn til að kynnast væntanleg- um tengdaforeldrum dóttur okkar, Steingerðar, sem hafði ákveðið á skömmum tíma að dansa í gegnum líf- ið með yngsta syni þeirra hjóna, Hreiðari. Þarna voru mætt falleg og myndarleg hjón sem geisluðu af góð- mennsku og heiðarleika. Upp frá þessari stundu bundumst við sterkum fjölskylduböndum. Steingerður og Hreiðar ákváðu að setjast að á Húsa- vík og fyrsta árið bjuggu þau að Baughóli 27, hjá Öldu og Hreiðari við gott atlæti. Heimsóknir urður tíðar á Baughólinn og þau komu til okkar á Akureyri við hin ýmsu tækifæri. Samverustundirnar geymum við í minningu okkar og sumar erum við svo heppin að eiga á myndböndum, þar sem dillandi hlátur Öldu og fal- legt bros Hreiðars er geymt vel og vandlega. Hreiðar hélt sér ótrúlega vel og hafði ekki vitund breyst frá því við kynntumst fyrst. Maðurinn var kom- inn yfir áttrætt, hár og grannur, tein- réttur í baki, alltaf snyrtilega og fal- lega klæddur, gekk upp um fjöll og firnindi, ræktaði kartöflur í stórum HREIÐAR SIGURJÓNSSON ✝ Aðalheiður Jóns-dóttir fæddist að Hafursstöðum á Fellsströnd í Dala- sýslu 10. febrúar 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi miðvikudaginn 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Eiríksson, f. 7. mars 1864, d. 16. júní 1941, bóndi á Hafursstöðum á Fellsströnd og kona hans, Jónína Ingi- björg Bæringsdóttir f. 16. nóv- ember 1881, d. 18. júní 1925, hús- móðir á Hafursstöðum. Aðalheiður var elst þriggja systra, en hinar voru: Margrét, f. 3. apríl 1904, d. 23. júní 1976 og Kristín, f. 18. sept. 1909, d. í ágúst 1931. Aðalheiður naut barnafræðslu í heimahúsum, en var ekki í far- skóla. Í foreldrahúsum gekk hún í öll tilfallandi sveitastörf auk húsverka. Þá vann hún sem rit- ari í kvenfélaginu á Fellsströnd- inni og í Reykhólasveit. Eftir lát föður síns fluttist Að- alheiður að heiman og vann tvö sumur við garðyrkjunám á vegum Huldu Jak- obsdóttur á Mar- bakka í Kópavogi. Þar kynntist hún mannsefni sínu Þór- arni Kristjánssyni, f. 20. júní 1907, d. 22. september 1986 og hófu þau búskap á Illugastöðum í Múlasveit og giftu sig 4. júlí 1944. Þeim varð ekki barna auðið. For- eldrar Þórarins voru Engilbert Kristján Arason bóndi á Illuga- stöðum og Friðrika Steinunn Friðriksdóttir. Þórarinn dvaldi á Sjúkrahúsi Akraness í rúmt ár áður en hann lést. Aðalheiður var um tíma til húsa hjá Gerðu og Andrési á Skagabraut 25, en síðar keypti hún sér hús að Skagabraut 24 og bjó þar þangað til hún flutti á Dvalarheimilið Höfða 1. maí 1990. Útför Aðalheiðar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Gamall nágranni og einstakling- ur, Aðalheiður Jónsdóttir, eða Alla eins og hún var ævinlega kölluð, er dáin. Hér fer kona sem lengi hefur þurft að standa ein. Með okkur tókst mikil vinátta og hefur aldrei borið skugga þar á. Við kynntumst fyrst í Búðardal og síðan hélst okkar vinskapur eft- ir að hún fluttist á Akranes. Við höfum átt saman ógleymanlegar stundir, höfum gengið saman í gegnum gleði og sorg. Þú varst alltaf með hugann hjá mér, eiginmanni mínum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, og við kunnum öll svo sannarlega að meta alla þína umhyggju, fróð- leik og styrk sem þú veittir okkur. Tryggðin er góð gjöf og eru þeir fátækir sem ekki kynnast henni. Ég lagði mig fram við að standa við hlið þína og nú á kveðjustund er mér ljúft að segja frá því að all- ar þær óskir sem þú barst upp við mig varðandi hvernig skyldi staðið að útför þinni hafa verið uppfyllt- ar. Alla las mikið og „grúskaði djúpt“ og hún átti það til að setja saman vísur. Hér er ein: Í æsku ei lífið reyndist létt, ýmsu þurfti að sinna. Út og suður í einum sprett, alltaf þurfti að vinna. Guð blessi minningu þína, elsku- lega vinkona. Erla Þórðardóttir. Elsku Aðalheiður eða Alla eins og ég kallaði þig ávallt. Nú er komið að síðustu kveðju okkar. Ég man fyrst eftir þér í Búðardal, þá bjuggum við í næsta húsi við ykk- ur Tóta. Við systkinin vorum ekki há í loftinu þegar við trítluðum til ykkar og fengum eitthvert góðgæti og alltaf stóð heimili ykkar opið þegar á þurfti að halda. Já, þú hef- ur alltaf fylgst með okkur systk- inunum þó að við séum orðin 7 talsins og það sama á einnig við um börnin okkar eftir að þau fæddust. Börnunum mínum fannst þú al- veg rosalega gömul, enda varst þú orðin 98 ára. Þú sagðir mér líka ýmislegt um þína sveit og fólkið þar og þannig gerði ég mér betur grein fyrir hvernig lífið var á þess- um árum. Ég þakka þér fyrir allt, Alla, það var ávallt gaman að koma til þín þú gast alltaf spjallað um eitthvað og fannst gaman að fá nýjar frétt- ir. Takk fyrir allt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Guðrún Fanney. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Alla mín. Ég vil þakka þér alla þína tryggð og vináttu sem þú hefur sýnt mér alla tíð. Blessuð sé minning þín. Guðjón Smári. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.