Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 43
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 43 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðum til Kanarí, Austurríkis, Karíba- hafið og glæsisiglingar með Costa Cruises skipafélag- inu. Kynntu þér glæsilegt ferðaframboð og lægri verð en nokkur sinni fyrr. Munið Mastercard ferðaávísunina Vetrar- ævintýri Heimsferða Verð kr. 28.095 M.v. hjón með 2 börn, Paraiso Maspal- omas, vikuferð, 4. janúar, með 10 þús- und kr. afslætti. Netverð. Lægsta verðið til Kanarí hjá Heimsferðum Verð kr. 39.290 M.v. 2 í íbúð, Paraiso Maspalomas, vikuferð, 4. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti. Netverð. 4. janúar - vikuferð 4. janúar - vikuferð Bæklingurinn er kominn · 22% afsláttur, m.v. verð 2003 - Paraiso. · 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 400 sætunum. Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti. · Gildir ekki um flugsæti eingöngu. · M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 1. sept. 2004 eða meðan afsláttarsæti eru laus. 22% verðlækkun til Kanarí Við þökkum ótrúlegar viðtökur við Kanaríferðum Heimsferða og kynn- um nú nýja glæsilega valkosti í vetur, hvort sem þú velur hótelgistingu með hálfu fæði, eða íbúðarhótel. Skíðaferðir til Austurríkis Heimsferðir bjóða nú þriðja árið í röð beint flug til Salzburg í Austurríki og glæsilegt úrval gististaða í Zell am See og Saalbach Hinterglemm. Þú getur einnig valið um flugsæti eingöngu og frábært verð á bíla- leigubílum í vetur. Siglingar með Costa Cruises Ein glæsilegustu skemmtiferðaskipin í boði í dag. Einkaumboð Heimsferða tryggir þér ótrúleg kjör í ævintýraferðir um Karíbahafið og víðar. Jamaica og Kúba Spennandi sérferðir til Jamaica og Kúbu í vetur á ótrúlegum kjörum. Hér nýtur þú þess besta í Karíbahafinu sem völ er á. Stórborgir Evrópu Kynntu þér spennandi tilboð á beinu flugi Heimsferða til Prag, Kraká, Rómar, Budapest, Sorrento og Barcelona. Sagt er að finnska þjóðskáld-inu Johan Ludvig Runeberghafi þótt vænt um flugur og mýs og svo var hann kvensamari en góðu hófi gegndi. Í ár eru tvö hundruð ár liðin (5. febrúar) frá fæðingu Runebergs (1804–1877). Einna frægastur var Runeberg fyrir Fänrik Ståls Sägner (1848, 1860) og sérstaklega ljóðið um Svein Dúfu sem barðist af hjartans einlægni við erkióvininn Rússa og hlífði sér ekki. Hjartað var stórt í þeim manni. Matthías Jochumssson þýddi Svein Dúfu, ljóðið um mann- inn sem talinn var hafa lélegt höfuð en gott hjarta. Einu sinni kunnu all- ir þetta ljóð en þeim hefur að von- um fækkað nú: Við fátækt mikla, forn og grár, bjó faðir Dúfu-Sveins, en hafði fyrrum höggvið stórt í hríðarveðri fleins, er landið þurfti varnar við, nú vann hann fyrir sér einn, og átti barna ærinn hóp og yngst var þessi Sveinn. En þau ljóð sem menn minnast nú oftast eru ástarljóð Runebergs sem eru mörg hver falleg og í fullu gildi. Ég nefni til dæmis Den enda stund- en meðal fjölmargra tilfinninga- ljóða. Í því ljóði, sem er einfalt og auðskilið, er ort um hina skammlífu stund sem varð eilíf, í senn ljúf og bitur. Þannig mætti lengi halda áfram að rifja upp ástaljóð Runebergs. Söguljóðin eru aftur á móti orðin nokkuð framandleg á okkar gagn- rýnu tímum.    Runeberg var finnskur en hannskrifaði öll verk sín á sænsku eins og þá tíðkaðist. Við getum jafnað honum við nítjándu aldar þjóðskáld okkar og kemur þá margt fram sem er líkt með skyldum. En hann er til dæmis nútímalegri í ástaljóðum sínum en flestir Íslendinganna en ekki endi- lega betri. Mér kemur einkum í hug Grímur Thomsen.    Stytta er af Runeberg í miðborgHelsingfors og styttur af hon- um eru víða. Sagt er að þegar Finnar sjái styttur af vörpulegum mönnum, bæði heima og erlendis, telji þeir Runeberg þar á ferð. Ekkert finnskt skáld er Finnum ofarlegar í huga. Það er við hæfi að syngja hann við tónlist Sibeliusar. Hann er Sibelius skáldskaparins. Í fáum borgum eru styttur af jafn mörgum skáldum og í Helsingfors. Maður hefur á tilfinningunni að Finnar kunni að meta skáld sín og séu forvitnir um þau. Runeberg bjó ekki við góða heilsu síðustu árin sem hann lifði, fékk heilaáfall, en kona hans, Fred- rika Runeberg, annaðist hann vel og gætti þess að hrifning annarra kvenna af honum gengi ekki of langt. Hann var þakklátur henni fyrir umhyggjuna og hafði orð á því. Hann gat ekki tekið undir með stúlkunni í Hjartans vetur, ljóðinu sem Páll Ólafsson þýddi svo ágæt- lega: Snjórinn huldi fjöll og frosnar grundir, allir fuglar flognir vóru’ úr landi. Berfætt stúlka döpur gekk um gaddinn, bróðir hennar bar á eftir skóna: „Finnst þér ekki’ á fótum þínum vetur?“ „Fætur mínir finna ei til vetrar, frost og vetur finnst í hjarta mínu. Hjartans vetri veldur ekki snjórinn, en frá móður minni’ er hjartans vetur, því hún gaf mig þeim, sem ég ei elska.“ Í Háskólabókasafninu í Hels- ingfors stendur nú yfir sýning um Runeberg og í Borgå þar sem þau hjón bjuggu í 25 ár er hús þeirra opið gestum, en þar hefur lengi verið Runebergsafn. Hjartað það var gott ’Stytta er af Runeberg ímiðborg Helsingfors og styttur af honum eru víða. Sagt er að þegar Finnar sjái styttur af vörpulegum mönnum, bæði heima og erlendis, telji þeir Runeberg þar á ferð.‘AF LISTUM eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Dieter Roth, svissnesk-þýskimyndlistarmaðurinn, átti sérathvarf til margra ára á Seyðisfirði, þar sem hann gat flúið skarkala heimsmenningarinnar, en hann leit á Seyðisfjörð sem sitt annað heimili. Eitt af verkefnum hans hér á landi var að ljósmynda og láta ljós- mynda fyrir sig hvert einasta hús á Seyðisfirði. Verkið var unnið um vet- urinn 1988 og síðan sumarið 1995, og nefndi listamaðurinn það „Seyð- isfjarðarskyggnur“. Skyggnurnar eru merk heimild um byggingarlist og breytingar í lífi staðarins, auk þess að gefa góða mynd af þeirri hug- myndafræði sem lá að baki sumum verka Dieters, er tengjast skráningu og söfnun. Í dag kl. 16.00 verður opnuð í íþróttasal gamla Alþýðuskólans á Eiðum sýning á verkinu, og hafa upp- haflegu litskyggnurnar verið verið stækkaðar á pappír og telja 850 myndir. Sonur Dieters, Björn Roth myndlistarmaður, setti sýninguna upp ásamt syni sínum, Oddi Roth, svo það eru þrjár kynslóðir sem koma að verkinu, sem sett er upp í samvinnu við Sigurjón Sighvatsson, einn eig- enda Eiða. Verkið á sér forsögu á ferli listamannsins Sýningin afhjúpar að skrautbygg- ingar og skúrar lúta sömu lögmálum – lögmálum tímans – en segja má að tímahugtakið leiki stórt hlutverk í sýningunni. Daglegt líf, skráning og miðlun á því er einnig veigamikill þáttur í verkinu. Sýningin var fyrst sett upp sem skyggnusýning í einu elsta bryggjuhúsi Seyðisfjarðar, Angró, á 100 ára afmæli kaupstað- arins 1995. Í fréttatilkynningu um sýninguna kemur fram að verkið eigi sér vissa forsögu á ferli listamannsins er teng- ist áhuga hans á arkitektúr, en Dieter lét til að mynda taka myndir af öllum húsum í Reykjavík og sjoppum við þjóðveginn á mismunandi árstímum. Aðstoðarmenn hans við þá iðju voru Páll Magnússon, Eggert Einarsson, Birta Jóhannesdóttir og synir hans Björn og Karl. Seyðisfjarðarmynd- irnar tóku þeir Björn og Eggert. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björn Roth, af þessu tilefni, að auð- vitað væru ýmsar tilfinningar tengd- ar þessari sýningu, bæði vegna þess að þetta eru myndir föður hans, en einnig vegna þess að hverri mynd fylgir ákveðin saga. Þarna geta Seyð- firðingar komið og skoðað sína sögu, ekki bara í mynd af sínu húsi og öllu sem fylgir slíkri mynd, heldur einnig í breytingum og þróun í stærra sam- hengi. Í tilefni sýningarinnar verður end- urútgefinn sýningarbæklingurinn sem Dieter vann árið 1995, en þar gefur að líta myndir úr verkinu og handskrifaðar umþenkingar Dieters um sýninguna, húsin og sögur þeirra. Myndlist| Seyðisfjarðarskyggnur Dieters Roth á Eiðum Morgunblaðið/Lóa Björn Roth, sonur Dieters Roth, í óðaönn við að setja upp sýninguna á Eiðum, ásamt Magnúsi Reyni Jónssyni. Skráning og miðlun á daglegu lífi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.