Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2004 31 HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Halldóra Magn-úsdóttir fæddist á Hólmavík 16. janúar 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 18. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Lýðssonar bónda og járnsmiðs og Elínar Jónsdóttur. Dóttir Halldóru er Elín Heiðberg Lýðs- dóttir. Halldóra vann á símstöðinni á Hólma- vík til ársins 1965 er hún flutti til Reykjavíkur. Þar hóf hún störf hjá Landsíma Íslands og vann þar til ársins 1991. Útför Halldóru var gerð frá Bú- staðakirkju 27. júlí. Nú er hún Dóra frænka búin að kveðja þessa jarðvist. Í gegnum hugann þjóta minningar, marg- ar og ljúfar frá liðnum árum. Ég vil með þess- um fáu orðum þakka henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig. Ég var lánsöm að eiga að þessa góðu frænku. Þegar ég átti heima í Reykjavík með Þröst minn lítinn var hún allt- af boðin og búin að rétta mér hjálparhönd, ég þurfti ekki að biðja hana, hún fylgdist með okkur og var alltaf í sambandi við mig. Heimilið í Álfheimum 30 var svo sannarlega opið hvenær sem var, það var mér ómetanlegt. Þau voru öll svo góð við Þröst og höfðu ánægju af að fylgjast með honum. Eftir að ég flutti norður þurfti ég á læknishjálp að halda í Reykjavík. Þá bauð hún mér að vera í Álfheimum, þar var ég að mestu leyti í 2 mánuði. Þá naut ég hennar kærleiksríku um- hyggju og hlýju sem hún var svo rík af. Ég fann þá vel að það sem stóð hjarta hennar næst var að hugsa um velferð fjölskyldu sinnar sem hún unni svo mjög. Dóra hafði yndi af að ferðast, marg- ar ferðirnar fórum við saman bæði hér um landið og til annarra landa. Hún var góður ferðafélagi og naut þess að fara um nýjar slóðir. Hún hafði einnig ánægju af að fara á kaffi- hús og í leikhús, margar voru þær stundir sem við systurnar nutum með henni. Ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Dóra, hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi hið eilífa ljós lýsa þér. Geymi þig góður Guð. Anna Guðrún (Gunna). Ástkær frænka mín og vinkona Kristborg Kristinsdóttir er látin, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég á margar yndislegar minningar um Kristborgu frá því að ég var barn til dagsins í dag. Þegar ég var ellefu ára gömul eignaðist Kristborg yngri son sinn Egil, fyrir átti hún Kristin Ólaf (Kiddó) sem er sjö árum eldri en Egill. Ég var svo lánsöm að fá að passa Egil, það þótti mér alltaf mjög gaman og mikill heiður að vera treyst fyrir þessu yndislega barni. Þegar ég komst svo á unglingsár fékk ég stundum að vinna með Krist- borgu á hótelinu við að þrífa herberg- KRISTBORG KRISTINSDÓTTIR ✝ Kristborg Krist-insdóttir fæddist í Reykjavík 8. októ- ber 1962. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 14. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 24. júlí. in þar en þar var mín fyrsta alvöru vinna. Með okkur Kristborgu hefur alla tíð ríkt góð og traust vinátta sem ég verð æv- inlega þakklát fyrir og alltaf var maður velkom- inn til Kristborgar á fal- lega heimilið hennar og fjölskyldu hennar. Við fráfall Kristborg- ar er mikið skarð höggv- ið í okkar fjölskyldu en við sem eftir lifum reyn- um að styrkja hvert annað í þessari miklu sorg og ylja okkur við ljúfar minningar um góða, fallega og yndislega konu, sem mun lifa í hjört- um okkar um alla tíð. Ég vil þakka Kristborgu fyrir stutta en yndislega samfylgd á lífs- leiðinni og votta öllum ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæra frænka Margrét Pálmadóttir. 14. júlí. – Sit hérna í sófanum sem þú gafst mér. Fjarlæg, sorgmædd. Kertaljósin kringum mig sefa sökn- uðinn í huga mér. Í logunum birtast myndir um ljúfar og einlægar stundir sem við áttum saman í vetur og sum- ar. Þakka þér fyrir að fá að kynnast þér, Kristborg baráttukona. Ég skal hafa auga með Agli þínum í skólanum eins og þú baðst mig um. Skrýtið með þetta líf, það er eins og leikrit. Sumir hreppa aðalhlutverkin og fá að vera með allt lífið, heilbrigðir. Því miður fékk Kristborg ekki að leika lengur. Þó svo hugurinn hafi ætlað sér stærra og lengra hlutverk beið líkaminn ósigur fyrir hinum ill- skeytta óvini. Leikritið heldur áfram. Áfram án hennar, tómlegra, sárara. Sárast þó fyrir Egil, Kiddó, Egil, foreldra, systkini og nánustu ættingja. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og hvers- dagsleikann. Hvíl í friði, vinkona mín. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný K.) Auður Rafnsdóttir. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR STEFÁNS KARLSSONAR, Baldursgötu 26. Innilegar þakkir til allra, sem önnuðust hann í veikindum hans og sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir frábæra umhyggju og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Margrét Sveinsdóttir, Gunnar Viðar Guðmundsson, Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir, Karl Birgir Guðmundsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Björgvin Grétar Guðmundsson, Hildur Pálmadóttir, Þórir Baldur Guðmundsson, Hafdís Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SIGRÍÐUR ELLINGSEN, áður til heimilis á Ægisíðu 80, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, fimmtudaginn 22. júlí. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Óttar B. Ellingsen, Stefanía L. Jónsdóttir, Steingrímur Ellingsen, Anna Birna Jóhannesdóttir, Lára María Ellingsen, Erlingur Aðalsteinsson, Björg Ellingsen, Broddi Broddason, Dagný Ellingsen, Garðar V. Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, tengda- pabbi, tengdasonur, bróðir, mágur og svili, ÞRÖSTUR HELGASON kennari, Hófgerði 12, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 3. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands eða heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Hulda Brynjúlfsdóttir, Drífa Kristín Þrastardóttir, Heiðar Þór Þrastarson, Úlfur Ingi Jónsson, Marta Rúnarsdóttir, Ingiríður Árnadóttir, Brynjúlfur Sigurðsson, Svala Helgadóttir, Erla Helgadóttir, Sverrir Guðmundsson, Valur Helgason, Ásta Gísladóttir, Haukur Helgason, Eyrún Kjartansdóttir, Örn Helgason, Elísabet Hannam, Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, Jón Óskarsson, Sigurður Brynjúlfsson, Anna María Karlsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN VIGNIR JÓNSSON framkvæmdastjóri, Sævangi 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Soffía Jónsdóttir, Jón Rúnar Jónsson, Dagbjörg Traustadóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Steingrímur Magnússon, Bragi Vignir Jónsson, Rut Helgadóttir, Sigurður Ól. Jónsson, Dagrún Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 4. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg Hermannsdóttir, Halldór Guðmundsson, Brynjar Guðmundsson, Geirþrúður Þorbjörnsdóttir, Steinþór Ómar Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir og frændsystkini. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐBJARGAR BÁRÐARDÓTTUR. Svavar Símonarson, Jóhanna Melberg Madsen, Svend Madsen, Gíslína Melberg Sigurgísladóttir, Unnur Melberg Sigurgísladóttir, Pétur Óskarsson, Bára Melberg Sigurgísladóttir, Páll Einar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og hlýhug við andlát elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DROPLAUGAR BENEDIKTSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 1. júlí sl. Benedikt Þ. Jónsson, Fanney Helga Friðriksdóttir, Hannes J. Jónsson, Auður Gunnarsdóttir, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Stefán Ásgeirsson, Andrea K. Jónsdóttir, Jóhannes Ingi Kolbeinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.