Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 2

Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 24 Viðskipti 13/14 Minningar 25/29 Erlent 15 Dagbók 32/34 Höfuðborgin 17 Listir 35/37 Suðurnes 17 Af listum 36 Akureyri 18 Bíó 38/41 Landið 18 Fólk 38/41 Umræðan 20/24 Ljósvakamiðlar 42 Forystugrein 22 Staksteinar 43 Viðhorf 24 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #           $         %&' ( )***                  VIKTORÍA Áskelsdóttir sjósund- kona er meira en hálfnuð með sund- ið yfir Breiðafjörð. Hún syndir í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hvetur aðra til að fylgja sínu fordæmi, gerast heimsforeldrar og styðja þannig við bakið á Barnahjálpinni. „Ég myndi segja að ég væri vel hálfnuð. Ég ætlaði að ljúka sundinu á laugardag eða sunnudag en ég gæti trúað að það yrði ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag,“ sagði Viktoría um Breiðafjarðarsundið í samtali við Morgunblaðið í gær. Sundinu lýkur í Flatey. Er hún er spurð hvort henni sé ekki kalt í sjónum segist hún ekki finna mikið fyrir því. Hiti sjávar á Breiðafirði á þessum árstíma er um 9–11 gráður. „Það er alltaf kuldi þegar maður dettur ofan í. Svo syndi ég áfram og þá verður þetta bara heitt og nota- legt. Þegar ég er búin að synda í nokkurn tíma fara fingurnir að dofna og vilja leita í sundur eins og klær. En ég finn ekki mikið fyrir því,“ segir þessi 47 ára gamla sund- kona. Sjósund Viktoríu á lítið skylt við venjulegar sundferðir sem margir stunda reglulega. Viktoría syndir eftir GPS-punktum sem fundnir eru út með aðstoð GPS-staðsetningar- tækis. „Ég hugsa að ég klári að fara í Gassasker í kvöld. Það er aðeins farið að blása, en ég held að það sé rétt átt þannig að það ætti ekki að vera mikið brot á móti,“ sagði Vikt- oría í gær áður en hún stakk sér í sjóinn í annað sinn þann dag. Vefdagbók Viktoríu má nálgast á slóðinni www.unicef.is, sem er vef- ur Íslandsdeildar Barnahjálpar SÞ. Viktoría segist lítið finna fyrir kulda. Þegar líði á hvern sundáfanga vilji fingurnir þó dofna. Komin meira en hálfa leið                                                               !    "                                                                                  #$% & % &  BÆNDUR í Húnavatnssýslum eru vel birgir fyrir veturinn og við flesta bæi í héraðinu má sjá stórar stæður af heyrúllum. Héraðsráðunauturinn, Anna Mar- grét Jónsdóttir frá Sölvabakka, seg- ir að spretta hafi verið prýðileg og heyfengur í sumar hafi verið góður þó hann slái fyrrasumar ekki út. Vorið hafi verið sérlega gott en þurrkar hafi heldur dregið úr sprettu. Vegna tíðarfarsins hafi margir dregið úr áburðargjöf, þó ekki kúabændur sem þurfa prótein- ríkt hey fyrir mjólkurkýrnar. „Ástandið er mjög gott, það er held- ur ekki gott að safna alltof miklum fyrningum,“ segir hún. Annað er uppi á teningnum í Kelduhverfi en þar hafa þurrkar gert það að verkum að uppskera er um helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni, segir að ekki hafi rignt almennilega frá 17. júní til 20. júlí. Flestum bændum hafi þó tekist að verða sér úti um hey, ýmist með því að slá seinni slátt eða heyja tún eyði- býla. „Ég held að það verði engin vandræði en það er fyrst og fremst því að þakka að það hafa verið svo góð ár undanfarið,“ segir hann. Svo sé ágætt ef eitthvað gangi á fyrn- ingar. Gamlar heyrúllur þyki ekki fögur sjón til sveita. „Ég held að það verði engin vandræði“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LÍKIÐ AF SRI FUNDIÐ Lögreglan í Reykjavík fann í gær líkið af Sri Rhamawati í þriggja metra djúpri hraunsprungu suður af Hafnarfirði. Grjót hafði verið sett yfir líkið og telur lögregla fullvíst að það hefði aldrei fundist nema vegna þess að Hákon Eydal, banamaður Sri, féllst í gær á að greina frá því hvar það væri. Davíð skorinn upp Davíð Oddsson forsætisráðherra var í gærmorgun skorinn upp öðru sinni þar sem niðurstöður rann- sókna í framhaldi af fyrri skurð- aðgerð sýndu að illkynja mein væri í skjaldkirtli. Læknar Landspítala – háskólasjúkrahúss ákváðu að fjar- lægja skjaldkirtilinn og nærliggj- andi eitla. Í frétt frá forsætisráðu- neytinu segir að ráðherra heilsist vel og að læknar segi batahorfur hans mjög góðar. Súdanstjórn gefur eftir Yfirvöld í Súdan tilkynntu í gær, að þau vildu deila völdunum í land- inu með minnihlutahópum, til dæmis fulltrúum blökkumanna í suðurhluta landsins. Virðist sem stjórnin sé að láta undan þrýstingi frá alþjóða- samfélaginu en öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefur gefið henni mán- aðarfrest til að afvopna sveitir araba, sem hafa herjað á blökku- menn. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, hefur fagnað yfirlýsing- unni en fulltrúi hans segir, að enn sé um að ræða ofsóknir í Darfur-héraði þar sem hundruð þúsunda manna svelta heilu hungri. Manndráp í sporvagni Maður gekk berserksgang með hníf í sporvagni í Ósló í gær og stakk einn mann til bana en særði fimm, suma lífshættulega. Var hans ákaft leitað í gærkvöld af fjölmennu lög- regluliði. UM mánaðamótin hækkaði Slátur- félag Austur-Húnvetninga verð á flestum flokkum nautgripakjöts til bænda. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi nautgripabænda greiðir félagið nú að jafnaði hæsta verð allra sláturhúsa á Norðurlandi. Sláturhúsið á Hellu greiðir þó enn hæsta verð landsins á öllum algeng- ustu flokkum nautgripakjöts en slát- urhúsið er í eigu bænda. Verð til bænda fyrir algengasta kjötflokkinn er á bilinu 310–332 krónur. Er þá miðað við fallþunga en þá er greitt fyrir allan skrokk dýrsins. Hækkunin er upp undir 10%. Hærra verð í kjölfar samdráttar Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssambands nautgripa- bænda, segir að framleiðsla á þessu ári hafi heldur dregist saman og í kjölfarið hafi verð til bænda smám saman hækkað. Fyrir um viku hafi verð hækkað sunnanlands og Slátur- félag Austur-Húnvetninga sé fyrsti sláturleyfishafinn á Norðurlandi til að taka við sér. Snorri telur að verð til bænda sé enn ekki nægilega hátt en teikn séu á lofti um að það muni enn hækka. „Það er ekki langt í að þetta verði í lagi,“ segir hann. Snorri býst þó ekki við að verð til neytenda þurfi að hækka og bendir á að útsöluverð hafi hækkað þrátt fyr- ir að verð til bænda hafi staðið í stað. Hann segir samskipti bænda og sláturleyfishafa hafa tekið stakka- skiptum. Fyrir 3–4 árum hafi verið svo mikið framboð að biðlistar hafi verið fyrir gripi í sláturhús. Nú hafi sláturleyfishafar hins vegar sam- band við bændur að fyrra bragði og biðji þá um að láta slátra hjá sér. „Þetta er alveg búið að snúast við,“ segir hann. Verðhækkun til neytenda hefur skilað sér Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, segir að verð- hækkun til neytenda hafi þegar skil- að sér og verð muni ekki hækka vegna verðhækkunar til bænda. Þá bendir hann á að á síðustu árum hafi verið offramboð á kjöti og verð stað- ið í stað eða lækkað. Hann telur að markaðurinn þoli nú innan við 5% aukningu í sölu á nautakjöti. Verð til bænda fyrir nautakjöt fer hækkandi „Ekki langt í að þetta verði í lagi“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.