Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 9
ÚTIMÁLNING
OG
VIÐARVÖRN
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
50% afsláttur
af öllum vörum
Tilboðsslár
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Erum að
taka upp
nýjar vörur
Útsalan
heldur áfram
Str. 36-60
undirfataverslun
Síðumúla 3 - Sími 553 7355
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15.
Lokað í dag
Útsalan
hefst
á morgun
Útsala
Síðustu dagar
Viðbótar-
afsláttur
Laugavegi 63, sími 551 4422
V
e
r
ð
h
r
u
n
þessa viku
ÞESSIR líflegu krakkar víluðu ekki fyrir sér að stinga
sér út í ískalt vatnið á dögunum þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins, sem var á ferðinni í Vatnaskógi,
smellti mynd af þeim. Veðrið var með besta móti þenn-
an dag og var um átján stiga hiti í forsælu og auðvelt að
una við ýmsa leiki í vatni og skógi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Líf og fjör í Vatnaskógi
Í DAG hefst ný mæling á hnitakerfi
landsins, svokölluðu grunnstöðvaneti
sem byggt er á 119 mælistöðvum sem
notaðar eru við kortagerð og margs
konar skipulagsvinnu. Í frétt frá
Landmælingum Íslands segir að
GPS-kerfið sé sífellt meira notað til
staðarákvörðunar og að vegna hreyf-
ingar á jarðskorpu landsins sé talið
nauðsynlegt að mæla netið á 10 ára
fresti.
Landmælingar Íslands standa að
endurmælingunni í samvinnu við
ýmsar stofnanir og sveitarfélög um
landið allt. Verkefnið hefst í dag við
mælistöð nálægt Reykholti í Borgar-
firði þar sem Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra annast fyrstu mæl-
inguna. Að því loknu munu 19
mælingahópar hefja mælingar á 34
stöðvum á Norðurlandi og síðar um
landið allt. Í hópunum eru 34 mæl-
ingamenn og aðstoðarmenn þeirra
sem fara um á vel út búnum jeppum
en mældar verða þær 119 stöðvar
sem mældar voru síðast árið 1993 auk
11 til viðbótar. Eru stöðvarnar bæði í
byggð og óbyggðum. Verkefnið
stendur til 14. ágúst.
„Áætla má að einungis flekarek
Ameríku- og Evrópuflekanna sé um 2
cm á ári. Síðan bætast við miklar jarð-
skorpuhreyfingar eins og á Suður- og
Norðausturlandi en þar er hreyfing
lands mest. Vöktun á hreyfingum er
mikilvægt markmið og þess vegna
vinna Landmælingar Íslands náið
með ýmsum stofnunum. Sameiginleg
viðleitni mun leiða til skilvirkara við-
halds grunnstöðvanetsins á Íslandi
sem kemur jafnt almenningi og hinu
opinbera til góða,“ segir einnig í frétt
frá Landmælingum.
Hnitakerfi landsins mælt
að nýju á 130 stöðum
BYGGÐAÞING á vegum samtak-
anna Landsbyggðin lifi verður
háð á Hólum í Hjaltadal 28. og 29.
ágúst næstkomandi. Verða þar
flutt nokkur erindi um byggðamál
og byggðaþróun og efnt til pall-
borðsumræðna.
Fyrsta erindi þingsins flytur
Ragnar Stefánsson, formaður
samtakanna, og mun hann þar
fjalla um grasrótarhlutverk
þeirra í þróun byggðar. Þá flytur
Magnús B. Jónsson, rektor Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri,
erindi um héraðs- og landshluta-
vald í byggðaþróun og Guðrún
Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri
ferðamáladeildar Hólaskóla, ræð-
ir um ferðaþjónustu í dreifbýli og
byggðaþróun. Þóroddur Bjarna-
son, prófessor í félagsfræði- og
lagadeild HA, ræðir um æskuna
og landsbyggðina, Líneik Anna
Sævarsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Fræðsluneti Austurlands, fjallar
um fræðslunetið og byggðaþróun
og Þórarinn Sólmundarson hjá
Byggðastofnun fjallar um hlut-
verk hennar í atvinnuþróun á
landsbyggðinni. Frekari upplýs-
ingar um þingið er að finna á vef-
síðu samtakanna, landlif.is.
Landsbyggðin lifi
stendur fyrir
byggðaþingi