Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 13
● FJÓRIR fyrrverandi framkvæmda-
stjórar hjá U.S. Foodservice, sem er
einn angi hollensku stórversl-
anakeðjunnar Ahold, hafa verið
ákærðir fyrir verðbréfasvik og annað
glæpsamlegt athæfi í tengslum við
ráðabrugg til þess að fegra afkomu-
tölur fyrirtækisins, en það er talið
hafa kostað fjárfesta 6 milljarða doll-
ara.
Hinir ákærðu eru Michael Resnick
fyrrum fjármálastjóri U.S. Food-
service, Mark Kaiser fyrrum mark-
aðsstjóri fyrirtækisins, Timothy J.
Lee fyrrum aðstoðarinnkaupastjóri
og William F. Carter sem einnig er
fyrrverandi aðstoðarinnkaupastjóri.
Tveir fyrrnefndu eru ákærðir fyrir
verðbréfasvik, samsæri og fölsun
skjala til bandaríska fjármálaeftirlits-
ins SEC. Tveir síðarnefndu hafa þeg-
ar játað á sig samsæri og verðbréfa-
svik og hafa þeir heitið samvinnu um
að upplýsa málið. Lee hefur að auki
játað á sig innherjasvik og fölsun
skjala til yfirvalda.
SEC mun fara fram á að fyrrverandi
stjórnendunum verði gert að end-
urgreiða illa fenginn gróða með vöxt-
um, greiða sekt og verði bannað að
starfa sem forsvarsmenn fyrirtækja,
að því er segir í Wall Street Journal.
Fjórir fyrrum stjórn-
endur Ahold ákærðir
● OLÍUVERÐ hækkaði mikið í gær
þegar forseti OPEC, Samtaka olíu-
útflutningsríkja, tilkynnti, að þau
hefðu lítið svigrúm til að auka olíu-
framleiðslu á næstunni. Þá hafði
hryðjuverkaviðbúnaðurinn í Banda-
ríkjunum einnig áhrif til hækkunar.
Í New York fór verð á olíufati í
44,24 dollara snemma í gær og hef-
ur aldrei verið hærra. Í London fór
verð á Norðursjávarolíu í 40,45 doll-
ara og hefur ekki verið hærra síðan í
október 1990, í kjölfar innrásar Íraka
í Kúveit, þegar það fór í 40,95 doll-
ara.
Purnomo Yusgiantoro, orku-
málaráðherra Indónesíu og forseti
OPEC, sagði í
gær, að olíuverðið
væri orðið „hreint
brjálæði“ en ekki
væri unnt að
auka framleiðsl-
una strax, það
tæki tíma. Verðið
væri nú það
hæsta síðan nú-
verandi verð-
viðmiðanir hefðu verið teknar upp
1980.
Aukinn viðbúnaður í Bandaríkj-
unum vegna hugsanlegra hryðju-
verkaárása hefur orðið til að ýta und-
ir verðhækkun á olíunni og það sama
er að segja um skemmdarverk á olíu-
leiðslunni milli Kirkuk í Írak og Tyrk-
lands.
Olíuverð í hæstu
hæðum
Purnomo
Yusgiantoro
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
ingarfyrirtækinu Seymour Pierce, að yfirtaka
á BFG sé ólíkleg. Þá er einnig haft eftir verð-
bréfasala í Cardiff, að þar sem nokkrir af
stjórnendum BFG hafi keypt hlutabréf í félag-
inu að undanförnu, bendi það til þess að þeir
hafi ekki vitneskju um hugsanlegt yfirtökutil-
boð. Hefðu þeir slíka vitneskju myndu þeir
ekki hafa heimild til kaupa á hlutabréfum í fé-
laginu. Því sé yfirtaka ekki líkleg.
Gengi hlutabréfa í BFG hefur lækkað tölu-
vert frá því það fór hæst í um 180 pens á hlut í
febrúar síðastliðnum, en það hefur verið rúm-
lega 80 pens að undanförnu. Segir í greininni í
SÉRFRÆÐINGAR á fjármálamarkaði í Bret-
landi eru enn á ný farnir að spá því að yfirtaka
á bresku smásöluverslanakeðjunni Big Food
Group (BFG) sé hugsanlega yfirvofandi. Er
talað um að stjórnendur félagsins hafi jafnvel í
hyggju að bjóða í það. Í grein í breska blaðinu
Observer um síðustu helgi segir að orðrómur í
þessa veruna hafi heyrst á ný í síðustu viku,
sem hafi gert að verkum að gengi hlutabréfa í
samsteypunni hafi hækkað lítillega.
Í frétt á vefmiðlinum IcWales, sem flytur
fréttir sem tengjast Wales, en þaðan er BFG
runnið, er haft eftir sérfræðingi hjá fjárfest-
Observer að sú hækkun sem orðið hafi á geng-
inu að undanförnu, í tengslum við orðróminn
um hugsanlega yfirtöku stjórnenda félagsins,
hljóti að hafa glatt Baug Group, sem á 22% hlut
í BFG.
Segir Observer að Baugur taki orðróm um
hugsanlega yfirtöku stjórnenda BFG á félag-
inu ekki mjög alvarlega því slíkur orðrómur
hafi oft heyrst áður. Annars sé það af Baugi að
frétta að félagið vilji fjárfesta í fimmtu kven-
fataverslanakeðjunni, líklega Phase Eight, en
fyrir á Baugur í Oasis, Karen Millen, Whistles
og Coast.
Orðrómur um hugsanlega
yfirtöku á Big Food Group
Morgunblaðið/Eggert
Í yfirtökuhug? Orðrómur er á kreiki um að
Bill Grimsey, forstjóri Big Food Group, og
fleiri stjórnendur vilji kaupa fyrirtækið.