Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 11 H ann er sagður stefna fast að settu marki og þó svo að leiðirnar að því marki lokist hver af annarri, þá finni hann sér ævinlega nýja leið. Á að baki farsælt bjórævintýri í Rúss- landi, hefur stýrt gríðarmikilli upp- byggingu fyrirtækjasamsteypu á lyfjamarkaði og tekið þátt í að einkavæða fjármálafyrirtæki. Nú beinir Björgólfur Thor Björg- ólfsson sjónum sínum að fjar- skiptamarkaði. Á síðasta ári leiddi hann kaup á 65% hlut í búlgarska landssímanum BTC. Þetta árið er það tékkneska fjarskiptafyrirtækið Ceske Telekomunikaze en þar fer hann fyrir hópi fjárfesta, en þeirra á meðal eru Straumur Fjárfesting- arbanki og Landsbanki Íslands, sem hefur eignast 72% eignarhlut í fyr- irtækinu og stefnir á að eignast það að fullu. „Það var á síðasta ári að ég fór að velta fyrir mér að fjárfesta í öðrum geirum en lyfja- og bankageiranum en ég einbeiti mér aðallega að mörk- uðum í fjárfestingum mínum, sam- anber bjórmarkaðinn og lyfjamark- aðinn. Þá sá ég að símageirinn hefur átt í talverðum hremmingum und- anfarin fjögur ár. Þegar ég fór að kynna mér málin kom í ljós að grunnrekstur símafyrirtækja er yf- irleitt mjög góður en mörg þeirra urðu fórnarlömb markaðsæðisins sem varð eftir netbóluna. Í kjölfar þess hef ég leitað að tækifærum á þessum markaði, fór inn í BTC þeg- ar mér var boðið að aðstoða við það og hef ég verið að kynna mér mark- aðinn síðan.“ Lærdómur sem nýtist vel Ceske Telekomunikaze (CRa) hefur nú bæst við en kveikjuna að þeirri fjárfestingu má rekja til ára- langs samstarfs Björgólfs Thors við Deutsche Bank, m.a. í Búlgaríu og Rússlandi, en það var bankinn sem átti áður eignarhlutinn í CRa. Eign- in var sett í þann sjóð sem Björg- ólfur og félagar hafa fjárfest í en Deutsche Bank annast rekstur hans. Fjárfestingin er tvíþætt, að sögn Björgólfs Thors. Annars vegar sé meirihlutaeign í móðurfélaginu CRa, sem er fjarskipta- og þjón- ustufyrirtæki með einkaleyfi til sjónvarps- og útvarpsútsendinga í Tékklandi og víðtækt dreifikerfi fyr- ir allar helstu sjónvarps- og útvarps- stöðvar þar í landi. Á hinn bóginn sé tæplega 40% eign í farsímafyrirtæk- inu T-Mobile, en sá eignarhlutur er langstærsta eign CRa. „Í mínum huga eru þetta tvær eignir í sjóðnum,“ segir Björgólfur Thor og leggur áherslu á að verð- mætin liggi í T-Mobile. „CRa er ágætt fyrirtæki til að byggja upp, það gengur vel og hægt að gera mikið með það en ég hef mestan áhuga á farsímafyrirtækinu. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að þetta er góður rekstraraðili sem má læra mjög mikið af. Mér fannst spenn- andi að fara inn í fyrirtæki sem er í öðrum rekstri en búlgarski síminn, þ.e. búlgarski síminn er í fastlínu- kerfinu en þetta fyrirtæki í far- símakerfinu, og hef áhuga á að draga ákveðinn lærdóm af þessari fjárfestingu sem hægt verði að nýta sér. Enda hef ég trú á því að mark- aðurinn í Búlgaríu muni hegða sér á og helsti keppinauturinn, Eurotel, er í eigu tékkneska landssímans Cesky Telecom. Björgólfur Thor segir að aðeins muni hársbreidd á fyrirtækjunum tveimur í markaðs- hlutdeild og telur hann að T-Mobile muni takast að verða númer eitt. Miklir hagræðingarmöguleikar Móðurfélagið CRa rekur, sem fyrr segir, dreifikerfi fyrir sjón- varps- og útvarpssendingar og fast- línukerfi. Félagið er mun minna í sniðum en T-Mobile, velti 6 millj- örðum króna á síðasta ári og þar starfa 810 manns. Það er mat stjórnar CRa að tékk- neski fjarskiptamarkaðurinn þurfi á samrunum að halda þar sem nokkrir keppinauta félagsins eigi í fjárhags- erfiðleikum. Tékkneski landssíminn Cesky Telecom (CT) er nú lang- stærst á tékkneska fjarskiptamark- aðnum og er talið að hægt sé að ná fram verulegri hagræðingu ef það tekst með samrunum smærri fyr- irtækjanna að skapa landssímanum verðugan keppinaut. Svipað og gerðist á Íslandi. Björgólfur Thor segir að vissu- lega séu miklir hagræðingarmögu- leikar fyrir hendi og CRa hafi tæki- færi til að vera í forystuhlutverki í þeim efnum vegna fjárhagslegs styrks sem aðrir hafi ekki. „Ef það tekst að kaupa upp eða sameinast einhverjum af keppinautunum, en það er alveg óvíst að það gerist, þá verður hægt að ná fram betri fram- legð og kostnaðarhagræðingu.“ Hvað varðar sameiningu móð- urfélagsins við sambærilegt fyr- irtæki í öðru landi segir hann það koma vel til greina, það þurfi bara að skoða hvert mál fyrir sig. Mörg tækifæri á svæðinu „Sú reynsla sem við fáum úr far- símakerfinu hérna í Tékklandi mun ekki einungis nýtast mér sem fjár- festi í uppbyggingu BTC í Búlgaríu, heldur einnig til að koma auga á tækifæri í löndum á svæðinu hér í kring. Það er víða mikil uppstokkun, verið að einkavæða fjölda fyrirtækja og svo eru fyrirtæki sem hafa verið einkavædd en reksturinn ekki geng- ið á. Það er því mikið um sameining- armöguleika á svæðinu og við erum að skoða ýmislegt. Ég er með nokkra menn í fullri vinnu við grein- ingar á símafyrirtækjum í Austur- og Vestur-Evrópu og nærliggjandi löndum,“ segir hann en vill ekki fara nánar út í hvað er verið að skoða. En gefur þó upp að miðað sé við að farsímanotkun sé ekki meiri en 50% enda sé þá möguleiki á miklum vexti. Meðal þeirra símafyrirtækja sem til stendur að einkavæða er tékk- neski landssíminn, CT, sem er u.þ.b. tífalt stærra en CRa. Gert er ráð fyrir að farið verði af stað með þá sölu á næstu mánuðum eða næsta ári. Björgólfur Thor segist ekki geta sagt til um hvort hann muni sækjast eftir að kaupa hlut ríkisins í CT. „Við vitum ekki hvenær hann verður einkavæddur og hvaða form verður á því, þ.e hver skilyrðin verða og hvort við uppfyllum þau. Eina sem við vitum er að það á að einkavæða og svo verður bara að koma í ljós hvað verður.“ Tyrkland í skoðun Einkavæðing tyrkneska lands- símans er einnig á döfinni. Hvort stefnt sé að sameiningu símafyr- irtækja á milli landa, t.d. Búlgaríu og Tyrklands, þar sem landamæri þeirra liggi saman, segir Björgólfur að það verði bara að koma í ljós. „Vissulega er tækifæri þar, við höfum skoðað það en tyrkneski sím- inn er mjög stór og það er ekkert launungarmál að tyrkneska sam- steypan sem var að keppa á móti okkur í kaupunum á búlgarska sím- anum, var með alla anga úti við að reyna að ná búlgarska símanum. Það var til þess að geta verið í að- stöðu til að bjóða í tyrkneska sím- ann, en það verða að vera símafyr- irtæki sem bjóða í hann. Að við séum komnir óbeint inn í farsíma- fyrirtæki og beint inn í fastlínufyr- irtæki gefur okkur tækifæri til að fara að bjóða í þessi símafyrirtæki.“ Leitar frekari tæki- færa á símamarkaði Viðtal | Björgólfur Thor Björgólfsson er farinn að láta að sér kveða á fjarskiptamarkaði í Evr- ópu en hann kemur nú að rekstri símafyrirtækja í Tékklandi og Búlgaríu. Soffía Haralds- dóttir ræddi við Björgólf Thor sem stefnir á enn frekari landvinninga í fjarskiptum í Evrópu. Morgunblaðið/Soffía Haraldsdóttir Safnar reynslu í Prag „Sú reynsla sem við fáum hérna í Tékklandi mun ekki einungis nýtast í uppbyggingu BTC í Búlgaríu, heldur einnig til að koma auga á tækifæri í löndum á svæðinu hér í kring,“ segir Björgólfur Thor. HAGNAÐUR af samstæðu Ceske radiokomunikaze nam á árinu 2003 4,8 milljörðum króna fyrir skatta en árið áður nam hagn- aðurinn tæpum 130 milljónum. Tekjur ársins voru 5,9 millj- arðar og drógust saman um 9% frá fyrra ári. Rekstrartap sam- stæðunnar nam 104 milljónum en var árið áður tæplega 1,3 millj- arðar króna. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 3,1 milljarður og jókst, í hlutfalli af tekjum, úr 33% í 52% frá fyrra ári. Uppistaðan í hagnaði samstæð- unnar er komin frá hlutdeild- arfélaginu T-Mobile en hlutdeild í hagnaði af þeim rekstri nam 4,9 milljörðum króna árið 2003 og er það 930 milljóna króna aukning hlutdeildarinnar frá fyrra ári. Alls nam hagnaður T-Mobile 12 milljörðum króna, tekjur félags- ins voru 66 milljarðar og EBITDA-hagnaður 29 milljarðar eða rúm 44% í hlutfalli af tekjum. Hagnaður varð einnig af rekstri móðurfélagsins CRa á árinu 2003 sem nam 265 millj- ónum króna en árið 2002 varð 2 milljarða króna tap af rekstr- inum. EBITDA-hagnaður nam 3,1 milljarði eða 52% af tekjum. Tekjur móðurfélagsins voru 6 milljarðar króna og var það 10% samdráttur frá árinu áður. Einnig lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins 2004 um 6% miðað við sam- bærilegt tímabil árið 2003. Með minnkandi tekjum á árinu 2003 og þrátt fyrir 22% lækkun kostn- aðar varð 155 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi fyrirtæk- isins en 85 milljóna króna tap varð á fyrri hluta 2004. Meginástæða tekjuminnkunar- innar er rakin til lækkunar verðs á fjarskiptaþjónustu í kjölfar aukinnar samkeppni. Björgólfur Thor segir einnig að skornar hafi verið niður þær tekjulindir sem ekki reyndust arðbærar m.a. með sölu einstakra rekstrarþátta. „Við sækjumst ekki eftir mikilli veltu, viljum heldur hafa minni veltu með betri kennitölum enda erum við metnir á kennitölum.“ Uppistaða hagnaðar komin frá T-Mobile soffia@mbl.is Skoðar símafyrirtæki í Austur- og Vestur-Evrópu og nærliggjandi löndum      !" # $ !  %  & '()*+,-.       / /   /           / //      0&&1  0&&1  svipaðan hátt og hefur verið í Tékk- landi á síðustu fimm árum. Þetta verkefni er komið lengra og það gef- ur mér færi á að kynnast mark- aðnum betur.“ Mun stærra en BTC Þýska símafyrirtækið Deutsche Telecom á meirihluta í T-Mobile á móti CRa en Björgólfur Thor hefur ekki áætlanir um að auka við hlutinn í T-Mobile. „Fyrirtækið gengur mjög vel og við erum með mjög hag- stætt hluthafasamkomulag okkar á milli. Það stefnir í að fyrirtækið verði skuldlaust um áramótin og þá fara arðgreiðslur að verða veru- legar. Það er mjög hagstætt fyrir fjárfestana.“ Hann bendir á að tæplega 40% hluturinn sem CRa á í T-Mobile sé stærri en Landssími Íslands í heild sinni, hvort sem mælt sé í veltu, hagnaði eða framlegð. Og fyrirtækið í heild sé mun stærra en búlgarski síminn. Velta T-Mobile á síðasta ári nam um 66 milljörðum króna og starfs- menn eru 2.500 talsins en T-Mobile er annað stærsta farsímafyrirtækið í Tékklandi, hlutdeild þeirra af far- símamarkaði er um 41%, eða um 4 milljónir notenda. Þess má geta að um 10 milljónir manna búa í Tékk- landi en farsímanotkun er þar vel yfir 90%. Stærsta farsímafyrirtækið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.