Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Síðustu dagar útsölunnar HANNA Gunnarsdóttir innanhúss- hönnuður segist ekki stórtæk í rabarbaramatreiðslu, en nýti þó alltaf uppskeruna úr garðinum. Hún dugi venjulega í nokkrar krukkur af sultu. Hanna notast við sultuuppskrift sem er fljótleg en með því að nota vel þroskaða stilka og púðursykur á móti strásykr- inum verður sultan fallega rauð á lit. Ef sultan er notuð sem grunnur í rabarbaragraut má nota ein- göngu strásykurinn. Rabarbarasulta 300 gr. rabarbarastilkar 75 gr. strásykur 75 gr. púðursykur Stilkarnir snyrtir og skornir í u.þ.b. 1 cm bita. Rabarbarinn sett- ur í pott ásamt sykrinum og suðan látin koma hægt upp. Mallað í 15– 20 mínútur á vægum hita. Til þess að fá þykkara mauk, má sjóða sult- una lengur. Of hár hiti getur brennt sultuna. Hræra skal fram og aftur Harpa Arnardóttir leikkona býr til einkar ljúffengan rabarbar- agraut sem oft er hafður með í för þegar lagt er á hálendið. Systir Hörpu er leiðsögumaður og hafa þær því komið sér upp uppskrift sem fæðir 40 svanga göngugarpa. Uppskriftina sækir Harpa til sí- gildrar matreiðslubókar Helgu Sigurðardóttur, sem ítrekar mik- ilvægi þess að hræra „fram og aft- ur“ í grautnum en ekki í hring, svo hann verði ekki seigur. Harpa lum- aði líka á uppskrift að ljúffengri og hollri rabarbara-hjónabandssælu sem hægt er að gera ýmist úr hveiti eða spelti. Rjómi er auðvitað ómissandi með hvoru tveggja. Rabarbaragrautur fyrir 40 5 kg rabarbarasulta (sjá uppskrift hér að ofan) 5,5 l vatn 350 gr. kartöflumjöl 1,5 lítri kalt vatn (hrært í kart- öflumjöl) Suða látin koma upp á vatninu og rabarbarasultu hellt út í. Kart- öflumjöl hrært út í kalda vatninu og jafningnum hellt smám saman út í pottinn með því að hræra fram og aftur í grautnum við vægan hita. Þegar grauturinn er orðinn þykkur og heitur má bera hann fram. Rabarbara- hjónabandssæla 250 gr. smjör 3 bollar haframjöl 2 bollar hveiti eða spelti 3 tsk. lyftiduft 1 egg rabarbarasulta eftir smekk Öllu nema sultunni hrært saman í skál og deigi dreift í botninn á smurðu og djúpu kökuformi. Dá- góðum skammti af rabararbara- sultu smurt yfir, „eins miklu og kemst fyrir“ og afgangi af deigi stráð yfir. Bakað við 200 gráður í 40 mínútur. Veik fyrir rabarbaranum Helga Eysteinsdóttir hjá Út- flutningsráði er að eigin sögn mjög veik fyrir rabarbaranum, og lagar hún alltaf mikið af kökum, sultum og eftirréttum úr honum. Einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar er rabarbaraís, sem Helga bjó til uppskriftina að með því að prófa sig áfram. Rabarbaraís 4 egg 1 bolli sykur (2–2,5 dl) ½ l rjómi 500 gr. rabarbari 75–100 gr. sykur Rabarbarinn skorinn í litla bita og soðinn með 75–100 gr. af sykri við vægan hita þar til rabarbarinn er orðinn meyr. Látið kólna. Eggin eru þeytt með sykrinum. Rjóminn þeyttur. Rabarbaramaukinu er blandað við eggjahræruna og að síðustu er rjóminn settur varlega út í. Ísinn er frystur. Sykurmagnið getur verið mismunandi eftir því hve rabarbarinn er súr. Blönduð rabarbarasulta 1 kg rabarbarastilkar 1 kg sykur ½ kg bláber og/eða krækiber Rabarbarinn er snyrtur, skorinn í bita og settur í skál. Sykrinum hrært saman við og blandan látin liggja yfir nótt. Sett í pott ásamt berjunum og soðið við vægan hita í klukkustund. Kryddaður rabarbari Matarkistan komst yfir upp- skrift að krydduðu rabarbar- amauki sem nota má með öllum mat og geymist vel. Hefur upp- skriftin gengið manna á milli á Morgunblaðinu og fær bestu með- mæli. Kryddað rabarbaramauk 1 kg sneiddur rabarbari 200 gr. niðursn. laukur 600 gr. púðursykur 200 gr. rúsínur eða kúrenur 12 gr. sinnepsduft 1 tsk. allrahanda 1 tsk. engiferduft 1 tsk. pipar 1 tsk. salt chayenne-pipar á hnífsoddi Öllu blandað saman í pott og soðið í klukkustund við vægan hita. Hellt beint í krukku sem hefur verð þvegin upp úr sjóðandi vatni og þurrkuð með hreinu stykki. Morgunblaðið/Sverrir Rabarbari: Frábær í sultur, kökur og eftirrétti. Heimagerð sulta: Rabarbarasulta Helgu Eysteins- dóttur er vinsæl meðal vina og vandamanna. Rabarbaraís: Ljúffengur. Morgunblaðið/Árni Torfason Tilvalið: Út á skyrið. heida@mbl.is  MATARKISTAN Telst rabarbari til grænmetis eða ávaxta? Formlega er þessi náttúruafurð, sem vex villt í görðum landsmanna, talin til grænmetistegunda en flestir hafa þó snætt hann í formi eftirrétta, sæta- brauðs eða sultu. Matarkistan hafði uppi á nokkrum sígildum og forvitni- legum rabarbarauppskriftum. Rabarbari og aftur rabarbari ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.