Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 49
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 49 TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag. Annars vegar er um að ræða sam- sýningu fimm listamanna frá Hafn- arfirði og Düsseldorf í Apóteki og Sverrissal, en hins vegar landslags- myndir úr smiðju Þorbjargar Hösk- uldsdóttur. Gamall draumur „Það er mér að kenna að þessi sýning á sér stað hér í Hafnarborg,“ segir Jón Thor Gíslason myndlist- armaður um samsýninguna íslensk- þýsku, sem ber yfirskriftina Stefnu- mót: Düsseldorf-Hafnarfjörður. „Ég hef búið í 15 ár í Þýskalandi og er núna búsettur í Düsseldorf. Ég hef alltaf gert í því að koma með sýn- ingar hingað heim til að viðhalda tengslum við landið og það hefur lengi verið í huga mér að koma með listamenn sem eru starfandi í Düss- eldorf. Svo varð úr því núna.“ Myndlistarmennirnir sem taka þátt í samsýningunni eru Ansgar Skiba, Joachim Stallecker, Krist- bergur Pétursson og Zipora Raf- aelov, auk Jóns Thors. „Það hefur lengi verið draumur Ansgar Skiba að koma til Íslands. Fyrir utan tert- ur og kokkteila sem hann er þekktur fyrir að mála, eru öldur og jöklar áberandi viðfangsefni hjá honum. En hann hefur aldrei séð alvöru jök- ul og því fannst mér tilvalið að bjóða honum með.“ Jón Thor segist vera mikill aðdá- andi eiginkonu hans, Ziporu Raf- aelov, sem einnig tekur þátt í sýn- ingunni. „Hún er með innsetningar og vinnur mikið með ljós og skugga. Verkin hennar eru mjög skemmti- leg. Joachim Stallecker vinnur mjög ólíkt þeim báðum, enda vildum við gjarnan tefla saman ólíkum verkum og hafa fáa listamenn. Hann er bæði með hluti, leðurflugu í þessu tilfelli, og vatnslitamyndir sem hann vann á Akureyri fyrr í sumar. Hann ferðast út um allan heim, dvelur ákveðinn tíma á hverjum stað og málar vatns- litamyndir þar.“ Kristbergur Pét- ursson er hafnfirskur málari sem Jón Thor vildi gjarnan hafa með í sýningunni. „Ég er sjálfur fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og vildi gjarnan hafa annan slíkan með mér, vegna þess að við erum nú að sýna hér í Hafnarborg. Því valdi ég Krist- berg, sem hefur alltaf verið í uppá- haldi hjá mér. Þannig kom til heiti sýningarinnar, enda er þarna á ferð- inni stefnumót Hafnarfjarðar við Düsseldorf.“ Ný verk Þorbjargar Sýning Þorbjargar Höskulds- dóttur opnar einnig í dag, en þar gefur að líta ný olíu- og akrýl- málverk og vatnslitamyndir. Í mynd- um sínum blandar Þorbjörg saman tveimur viðfangsefnum, náttúrunni og geómetrískum manngerðum hlutum. Hún segist hafa fengist við þetta efni síðan árið 1972, þegar hún byrjaði að mála. „Bæði hef ég gam- an af því að fást við rými og svo vil ég gjarnan sýna þetta harða sem mannfólkið teflir svo oft gegn nátt- úrunni,“ segir hún og bendir á mynd af fjalli þar sem stórir staurar, sem minna ef til vill á rafmagnslín- ustaura, líða niður fjallshlíðina. Í annarri mynd vísar Þorbjörg í virkj- anaframkvæmdir á hálendinu. „Við erum með allt mögulegt upp um fjöll og firnindi. Auðvitað er það hluti af okkar nútímaþægindum, en það get- ur líka verið yfirþyrmandi.“ Í mynd- um sínum á Þorbjörg það líka til að vísa í gamla menningu, flísagólf leynast víða frammi fyrir fjöllunum. „En ég er fyrst og fremst hrifin af náttúrunni og ferðast mikið,“ segir hún. Þorbjörg segist þó ekki mála á staðnum, hún ýmist skissi upp með vatnslitum eða olíukrít eða noti myndavél. „Veðurfarið hér á landi leyfir manni tæpast að mála utan- dyra, nema þá helst í akrýllit. En það er líka svo skemmtilegt við okkar birtu að ef þú stendur fyrir framan sama fjallið og ætlar að vera ein- hvern tíma að mála þar, þarftu sennilega að mála mörg fjöll. Birtan gerir það að verkum að sama fjallið lítur sjaldan eins út,“ segir Þor- björg. „En ljósmyndin hentar líka vel vegna þess að maður nær oft að fanga einhverja stemningu í ljós- mynd sem maður man eftir og getur nýtt sér þegar farið er að vinna mál- verkin.“ Bláir tónar eru einkennandi í myndum Þorbjargar, enda eiga ís- lensk fjöll í hlut sem viðfangsefni. „En blár litur hefur alltaf fylgt mér mjög sterkt í listsköpun minni, og rauður. Græni liturinn hefur hins vegar alltaf vafist fyrir mér. Einu sinni var ég staðráðin í að mála mjög græna mynd og setti barrtré í for- grunninn. Þau enduðu á því að vera öll blá, þannig að ég kallaði þau blá- greni! Hver listamaður hefur sinn litaskala.“ Hvað varðar áhrifavalda í mynd- list sinni segist Þorbjörg ekki geta nefnt neinn sérstaklega. En hvað með unga listamenn? „Auðvitað eru verk þeirra misjöfn að gæðum eins og annarra. Þau fara mörg aðrar leiðir, sem tilheyrir bara nýjum tím- um. Listin þarf alltaf á breytingum að halda. Sjálf hef ég þó aldrei breyst á ferli mínum, enda er hann ekki það langur. En ég veit svosem ekkert hvernig ég myndi vinna ef ég væri að byrja ferilinn núna,“ segir Þorbjörg að síðustu. Sýningarnar tvær eru opnar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Þeim lýkur báðum 23. ágúst. Myndlist | Tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg í dag Nýjar myndir eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur prýða veggi Hafnarborgar. Fjarlægðin gerir fjöllin blá Morgunblaðið/Árni Torfason Íslensku og þýsku myndlistarmennirnir sem sýna á Stefnumótum: Düsseldorf-Hafnarfjörður. ingamaria@mbl.is STEINGRÍMUR Eyfjörð opnar sýninguna Afterimage í Kling & Bang galleríi að Laugavegi 23 á efri hæð í dag. Heitið vísar að sögn í það sjónræna ferli er á sér stað þegar manneskja horfir til dæmis á græn- an flöt og lokar augunum og sér þá rautt. Á sýningunni leitast Stein- grímur við að yfirfæra þessa sjón- skynjun yfir í hugmyndir. Í sýningarskrá segir meðal ann- ars: „Gæði og magn frelsis er meðal þess sem Steingrímur Eyfjörð setur spurningarmerki við með sýningu sinni. Atferli hans og umsvif varpa óumflýjanlega ljósi á þetta viðfangs- efni; – fylgist því vel með birting- armyndum hans um þessar mundir.“ Afterimage stendur til og með 29. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Einnig stendur yfir sýningin Sheep Plug með bandarísku listamönnunum Jason Rhoades og Paul McCarthy á jarðhæð og í kjallara. Hún er opin á sama tíma. Myndlist | Steingrímur Eyfjörð sýnir Afterimage er heiti sýningar Steingríms Eyfjörð í Kling & Bang í dag. Myndin eftir á Dagskrá aðalfundarins er skv. 13. gr. laga félagsins. Framboðum til stjórnar og formanns skal skilað til stjórnar félagsins á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll eigi síðar en fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Sjá nánar www.frelsi.is Aðalfundur Heimdallar félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 14. ágúst 2004 kl. 13.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.