Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 29 Í ÞVÍ ágæta blaði „Bæjarins bestu“, sem er héraðsfréttablað Vestfirðinga, birtist fyrir skömmu frétt þar sem bent er á að sautján vottorð þurfi fyrir veitingaleyfi en tvö til skotvopnasölu. Þetta er í sam- ræmi við það sem Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa verið að benda á und- anfarin misseri. Að gefnu tilefni þykir rétt að bæta við upplýsingar héraðs- fréttablaðsins og munu leyfin og vottorðin þeim fylgjandi vera 25–30 eftir fyr- irtækjum og flestöll kosta þau eitthvað og sum mikið. Árum sam- an hafa Samtök ferða- þjónustunnar barist fyrir breytingum á þessum makalausu leyfisveitingum enda ekki vanþörf á. Veitingasala er einn af grunnþáttum í ferðaþjónustu hér á landi og nauðsynlegt að slík fyr- irtæki búi við aðhald, bæði frá við- skiptavinum svo og þeim sem eiga að gæta að bæði öryggis- og samkeppn- ismálum hér á landi, en jafnmik- ilvægt er að stjórnvöld geri fyr- irtækjum kleift að sækja um leyfi án allrar þessarar fyrirhafnar og kostn- aðar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að veitingastaðir sæki um aðeins eitt starfsleyfi og geti það verið með eða án vínveit- ingaleyfis. Leyfi til tóbakssölu á að vera innifalið í veitingaleyfi og það er löngu kominn tími til að afnema skemmtanaleyfið sem er gamall og illa skilgreindur skattur. Samtökin hafa margbent á að leyfisveitandi eigi að geta kallað eftir hinum ýmsu vottorðum og staðfestingum frá um- sagnaraðilum á netinu. En hver skyldu nú þessi leyfi og vottorð vera hjá veitingastað sem vill bjóða upp á fjölbreytta þjónustu?  Veitingaleyfi frá lögreglustjóra skv. lögum um skipulag ferðamála  Starfsleyfi heilbrigðiseftirlits  Eldvarnareftirlit tekur út stað- inn og kannar ástand og gefur umsögn  Vinnueftirlitið þarf að staðfesta að staðurinn uppfylli reglur  Viðkomandi bæjarstjórn þarf að samþykkja staðinn  Byggingarfulltrúi í viðkomandi bæjarfélagi þarf að gefa út leyfi  Vottorð þarf úr fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands  Vottorð um búsforræði fyr- irtækisins frá Héraðsdómi í hverj- um landshluta  Staðfestingu þarf fyrir virð- isaukaskattsnúmer í viðkomandi skattstofu  Vottorð frá lífeyrissjóðum starfsmanna um skuldastöðu fyr- irtækisins. Algengt að lífeyrissjóðirnir séu þrír  Vottorð frá rík- issjóði um skulda- stöðu fyrirtækisins frá sýslumanni  Sakavottorð vegna umsækjanda, fæst hjá sýslumanni  Sakavottorð allrar stjórnar fyrirtæk- isins, fæst hjá sýslu- manni  Búsetuvottorð umsækjanda frá Þjóðskrá  Forræðisvottorð umsækjanda frá Héraðsdómi  Vottorð um skuldastöðu um- sækjanda við ríkissjóð  Vottorð um skuldastöðu allrar stjórnar fyrirtækisins við rík- issjóð  Sakavottorð vegna ábyrgð- armanns rekstursins  Vottorð um skuldastöðu ábyrgðarmanns við ríkissjóð  Vínveitingaleyfi frá viðkomandi sveitarstjórn  Staðfesting á að umsækjandi hafi keypt tryggingu fyrir greiðslu krafna á hendur honum ef til gjaldþrotaskipta kemur  Tóbakssöluleyfi frá viðkomandi sveitarstjórn  Skemmtanaleyfi frá viðkom- andi lögreglustjóra  Leyfi til útiveitinga Það er síðan umhugsunarvert og efni í fleiri greinar hvers kyns rekstrarumhverfi veitingarekstur býr við þegar þessum umsókn- arfarsa lýkur. Samkvæmt nýrri skýrslu sem Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands gerði fyrir forsæt- isráðuneytið nýlega kemur í ljós að matarverð á Íslandi var árið 2001 að meðaltali 50% hærra en í Evrópu- sambandslöndunum og samkvæmt könnun SAF er áfengisgjald á létt vín og bjór 100% hærra en í því landi sem næst kemur innan ESB. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að starfsumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu eigi að verða sambærilegt við það sem ger- ist meðal samkeppnisþjóða. Er því ekki kominn tími til að bretta upp ermar? Viltu opna veitingastað? Erna Hauksdóttir skrifar um leyfisveitingar ’Árum saman hafaSamtök ferðaþjónust- unnar barist fyrir breyt- ingum á þessum maka- lausu leyfisveitingum enda ekki vanþörf á.‘ Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum eins og t.d. Kan- ada, Íslandi, sumum fámennari ríkjum Suður-Ameríku og víð- ar.“ Á mbl.is Aðsendar greinar NOKKRAR umræður hafa verið í Mbl. undanfarið um GSM-þjónustu á íslenskum vegum. Í frétt í blaðinu nýlega var mynd af skilti sem Vegagerðin hefur komið upp við Skálanes í Reykhóla- hreppi þar sem segir „GSM-samband hér.“ Þarna geta menn sem sagt stöðvað bifreiðar sínar og hringt úr sím- um sínum að vild, en einungis á þessum stað. Undir myndinni stóð m.a. að skiltið væri „við Skálanes á Barðaströnd“ þar sem víða er þó alls ekkert samband. Við þennan stutta myndatexta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi er Skálanes ekki á Barðaströnd! Hin eina sanna Barðaströnd, sem Austur- og Vest- ur-Barðastrand- arsýslur eru kenndar við, er sennilega í meira en 100 km fjar- lægð frá Skálanesi og m.a.s. í annarri sýslu. Það er vaxandi til- hneiging bæði hjá fólki og fjölmiðlum að gefa allri norðurströnd Breiðafjarðar þetta nafn og kalla hana Barðaströnd. Sannleikurinn er sá að norðurströnd Breiðafjarðar hefur ekkert eitt nafn og virðist nú bara eðlilegast ef tala þarf um norðurströnd Breiðafjarðar að nota nákvæmlega þetta orðalag; norðurströnd Breiðafjarðar. Barðaströnd er hins vegar nokk- urra kílómetra strandlengja í Vest- ur-Barðastrandarsýslu (fyrir vestan Hótel Flókalund) og er sannarlega heimsóknar virði, enda mjög fallegt svæði. Síðara atriðið sem er athugavert við þennan myndatexta er at- hugasemdin um það að „víða sé alls ekkert GSM-samband“ á Barða- strönd (þ.e. við norðurströnd Breiðafjarðar). Ég held nú að íbúum við norður- strönd Breiðafjarðar fyndist þetta nokkuð kyndugt orðalag og flokkast sennilega undir það sem enskumælandi menn kalla „und- erstatement“ og heitir úrdráttur á íslensku. Sannleikurinn er sá að GSM-samband á norðurströnd Breiða- fjarðar er svo óvenju- legt fyrirbæri að sjálf Vegagerðin kostar því til að koma upp sér- stöku skilti og áning- arstað þar sem slíkt fyrirfinnst! Ég held því að blaða- maður Mbl. hefði í myndatextanum átt að tala um að skiltið væri „við Skálanes á norður- strönd Breiðafjarðar þar sem víðast hvar er alls ekkert GSM- samband“. Samkvæmt fréttum blaðsins vilja sam- gönguyfirvöld að síma- fyrirtækin komi upp GSM-sambandi á fá- mennum svæðum á sinn kostnað. Símafyr- irtækin eru hins vegar reiðubúin til þess ef rík- issjóður borgar brús- ann. Það virðist því ríkja algjör pattstaða í málinu. Á meðan aka íbúar þétt- býlisstaða um landið á sumrin með GSM-símann sinn og átta sig ekkert á því hvað bíður þeirra ef þeir þurfa skyndilega að ná sambandi við ann- að fólk. Og íbúar dreifbýlissvæða verða að búa við það að e.t.v. ein- ungis 40% íbúa sveitarfélaga njóti GSM-sambands á heimilum sínum en það hlutfall gildir sennilega um Reykhólahrepp í Austur-Barða- strandarsýslu. „Barðaströnd“ og GSM-þjónusta Einar Örn Thorlacius skrifar um samgöngumál Einar Örn Thorlacius ’GSM-sambandá norðurströnd Breiðafjarðar er svo óvenjulegt fyrirbæri að sjálf Vegagerðin kostar því til að koma upp sér- stöku skilti og áningarstað þar sem slíkt fyr- irfinnst!‘ Höfundur er sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.