Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 21 Reykjavík | Mikið fjör hefur verið hjá krökkunum sem hafa verið á leikj- anámskeiðum ÍTR í Bústöðum í sum- ar, að sögn Heru Sigurðardóttur, um- sjónarmanns leikjanámskeiðanna í Bústöðum. Leikritagerð og furðufataball er meðal þess sem krakkarnir hafa brallað í sumar en á ballinu var dans- aður diskó- og ásadans og farið í limbó. Auk þess fór hópurinn í veiði- ferð niður í Fossvogsdal. „Krakkarnir komu með sína eigin háfa eða sigti sem við breyttum í háfa. Margar krakkanna fengu síli, þó þau hafi verið lítil. Þau söfnuðu þeim í krukku og reyndu að láta þau lifa eins lengi og hægt var,“ segir Hera. Krakkarnir hafa einnig haft sinn eigin garð í Skólagörðunum og verið með kofa í smíðum á smíðavellinum við Breiðagerðisskóla. Í júní var svo staðið fyrir Ólympíu- leikum Bústaða og var bæði keppt í inni- og útigreinum. Innigreinarnar voru ása- og stoppdans, limbó og veiðimaður en meðal útigreina voru reipitog, boðhlaup, húlla, spretthlaup og pokahlaup. „Svo fengu allir viður- kenningu í lok leikanna,“ segir Hera. Krakkarnir gáfu svo út Bústaða- blaðið í júlí með ýmiskonar efni. Hera segir krakkana hafa alfarið séð um blaðið en meðal efnis voru brandarar, viðtal við verkefnisstjórann, spurn- ingaleikur, ljóð og myndir. Fremst voru stuttar fréttir um málefni líðandi stundar og var aðalfréttin sú að einn leiðbeinandanna, sem spilar með meistaraflokki Víkings í fótbolta, hefði brotið í sér framtennurnar í leik gegn Grindavík. Hera segir að blaðið hafi komið vel út og krakkarnir jafnt sem foreldrar verið hinir ánæguðustu með framtakið. Námskeiðin standa yfir til 20. ágúst og er skráning enn í fullum gangi. Blómarós: Guðrún Anna skemmti sér vel í sumar eins og fleiri. Bústaðafjör í sumar Reykjavík | Þórólfur Árnason borg- arstjóri leit í heimsókn í Múlalund, vinnustofu SÍBS, í gærmorgun, kynnti sér starfsemina og spjallaði við starfsfólkið. Hann tók svo að sjálfsögðu ekki annað í mál en að prófa nokkur af störfunum sem unn- in eru á Múlalundi. Þórólfur prófaði margt af því sem þarf að gera til að búa til möppur, og þótti liðtækur í flestum störfum þó afköstin væru í lægri kantinum hjá óvönum manninum. Meðal þess sem hann tók sér fyrir hendur var að setja saman kápuna, gera brot í möppurnar, letra á þær og setja festingarnar í þær. Eftir þessa reynslu segist hann hugsa öðruvísi um möppur. „Nú mun maður hugsa allt öðruvísi um bókhaldið. Þó ég reyni að umgang- ast möppur þannig að ég safni ekki of miklu í þær þá eru þær alltaf nauðsynlegar, sérstaklega í heim- ilisbókhaldinu,“ segir Þórólfur. Hann reyndi einnig að gera mott- ur sem hægt er að nota undir tölvu- mýs o.fl. Þar komst hann að því að það er allt annað en auðvelt verk og mikla nákvæmni og æfingu þarf til að pressa saman öll lögin, svamp, pappír og plast. Starfsmenn voru þó ánægðir með vinnu borgarstjóra og sögðu flestir að hann gæti eflaust plumað sig vel í starfi hjá Múlalundi, í það minnsta eftir að hann fengi að komast í smá- æfingu í starfi. Flókin vinna og stundum erfið Þórólfur var ánægður að lokinni heimsókninni. „Ég hef sjálfur unnið ýmiss konar vinnu, með höndunum ekki síður en með höfðinu. Það sem maður dáist að hér er færni fólks í þessari vinnu. Þetta er flókið sumt af þessu og erfið stillingarvinna þar sem þarf að hugsa um margt í einu.“ Samfélagslegt gildi þess að hafa vinnustaði eins og Múlalund má ekki vanmeta, segir Þórólfur. „Hér er fólk sem þarf aðlögun til að komast inn á þennan harða vinnumarkað, sem verður sífellt harðari, og gerir, kannski því miður, stífar kröfur. Þess vegna þarf aðlögun.“ Þórólfur segir Reykjavíkurborg að sjálfsögðu versla við Múlalund, auk þess sem borgin styrkir starf- semina einnig beint. Hann hvetur alla til að versla við Múlalund og kynna sér hvernig hægt sé að nýta þá möguleika sem boðið er upp á. Biðlistar eftir störfum Helgi Kristófersson, fram- kvæmdastjóri Múlalundar, segir starfsmennina á staðnum um 50, og talsverðir biðlistar séu eftir störfum á Múlalundi. Hann var ánægður með það framtak borgarstjóra að líta í heimsókn og spreyta sig á störf- unum, enda mikilvægt starf sem unnið er á Múlalundi. Morgunblaðið/Þorkell Nákvæmnisverk: Þórólfur fékk leiðbeiningar og góð ráð og hvatningu við starfið frá Sveinbirni Axelssyni verkstjóra og Ingibjörgu Sæmundsdóttur. Borgarstjóri heim- sótti Múlalund Hefur mikið samfélagslegt gildi Verkvit: Sveinn Kjartansson sýndi borgarstjóra hvernig er best að bera sig að við að gata plast. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.