Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 53 Tölvulán Námufélögum býðst allt að 300.000 króna tölvulán í allt að 3 ár. Þetta gildir fyrir tölvu og fylgihluti, s.s. tösku, prentara, aukaminni o.s.frv. Á landsbanki.is geturðu reiknað út afborganir og fyllt út umsókn um tölvulán. 410 4000 | landsbanki . is Banki allra námsmanna Náman - námsmannaþjónusta IBM ThinkPad fartölva frá Nýherja á frábæru verði fyrir Námufélaga, 154.900 kr. Intel Pentium M 1,5GHz, 256MB minni, 40GB diskur með APS fallvörn, 15” TFT skjár (1024x768), Combo drif (CD-RW / DVD), þráðlaust netkort 802.11b 11Mb ÞÝSK-svissneski listamaðurinn Dieter Roth hlýtur að vera besti Ís- landsvinurinn hvað myndlistina snertir, enda bjó hann hér löngum, keypti sér hús á Seyðisfirði og átti sinn þátt í að breyta listvitund ís- lenskra myndlistarmanna. Hið mikla listalíf sem er á Austurlandi, sérstaklega á Seyðisfirði, er senni- lega til komið vegna áhuga á Dieter Roth og hans nærveru þar. Roth, sem lést árið 1998, hefur sjaldan verið jafn vinsæll og nú, sérstaklega eftir yfirlitssýningar á verkum hans í New York, Basel og Köln. Að vissu leyti enduruppgötvaður myndlist- armaður sem er sagður af mörgum spekúlöntum vera jafn áhrifamikill í Evrópu og Josef Beuys, en féll í skugga hans sökum félagslegrar vanhæfni. Beuys var semsagt fé- lagslega virkur en Roth dálítill ein- fari. Roth spannar mjög vítt svið innan myndlistar, var t.d. frum- kvöðull í gerð myndlistarbóka. Er þó sennilega þekktastur fyrir rotn- andi eða hnignandi hluti (decay objects). En það eru skúlptúrar úr efni eins og osti, ávöxtum eða kúk sem rotna af sjálfsdáðum, eyðast með tímanum. Margt í list Roths bendir til þess að hann hafi heillast af tómleika í eyðingu eða hrörnun tímans. Heimildarverk hans, eins og Reykjavíkurskyggnur og Seyð- isfjarðarskyggnur – Húsin á Seyð- isfirði, sýna tómleg hús, sjaldan er manneskja á ferð og húsunum oft illa við haldið. Seyðisfjarðarskyggnur voru fyrst sýndar á Seyðisfirði árið 1995 og voru þá staðbundið verk, enda gaf listamaðurinn bænum verkið í af- mælisgjöf. Í upprunalegri útgáfu mátti sjá 850 myndir af húsum á Seyðisfirði renna gegnum lit- skyggnur, hverja á eftir annarri. Verkið hefur nú verið fært í nýtt form. Myndirnar prentaðar á pappír og eru til sýnis í íþróttasal gamla Alþýðuskólans á Eiðum. Einnig hef- ur upprunaleg sýningarskrá verið endurprentuð eins og heimild um heimild af sýningu. Hvers vegna verkið hefur verið fært í nýjan bún- ing er mér óljóst. Kannski er hug- myndin komin frá Birni Roth sem var lengi aðstoðarmaður Dieters og hefur staðið í því að setja upp sýn- ingar á verkum hans í áðurnefndum borgum, eða kannski poppaði þetta bara upp á miðilsfundi. Allavega er það hvergi tekið fram í tilkynningu um sýninguna, á boðsmiða eða í við- tali við Björn Roth í Morgunblaðinu hvers vegna verkið er sýnt í nýjum búningi á Eiðum. Við sjáum jú myndirnar af húsunum á Seyð- isfirði. En upplifunin hlýtur að vera annars konar af 850 papp- írsmyndum sem er raðað þétt sam- an á veggi og milliveggi, jafnvel á glugga í íþróttasalnum, og steypast yfir mann allar í einu, heldur en þegar þær eru taldar ofan í mann með litskyggnuvélum. Rýmisnotk- unin er gerólík, efnistilfinningin önnur og myndefnið sýnt frá allt öðru sjónarhorni sem ein heild. Hvernig sem á það er litið þá gefur augaleið að þetta er allt annað verk þótt það kunni að vera byggt á sömu hugmyndinni. Hvarflar það að mér að þegar Dieter Roth gaf Birni syni sínum leyfi til að halda áfram með verk sín hafi hann meðvitað eða ómeðvitað verið að tryggja að þeim myndi hnigna eftir daga sína. Í breyttu formi og ýmiss konar aðlög- un fjarlægast verkin höfund sinn, breytast í eitthvað annað og með tímanum hverfa þau frá uppruna sínum. MYNDLIST Eiðar Opið alla daga. Stendur fram í desember. LJÓSMYNDIR DIETER ROTH Morgunblaðið/Ransu Frá verki Dieters Roths, Húsin á Seyðisfirði. Jón B.K. Ransu CLIVE Gillin- son, sem stýrt hefur Lund- únasinfóníunni síðastliðin 20 ár og var selló- leikari með sveitinni 14 ár þar á undan, hefur verið ráðinn list- rænn stjórnandi og fram- kvæmdastjóri Carnegie Hall í New York. Gillinson kemur í stað Robert J. Harth, sem hafði gegnt stöðunni síðan árið 2001 en lést skyndilega í vor sem leið. Gillinson, sem er 58 ára, mun taka við stöðunni í júlí á næsta ári og sagðist í samtali við The New York Times afar ánægður með ákvörðunina. „Auðvitað var hún erfið vegna þess að ég hef eytt undanförnum 34 árum með Lundúnasinfóníunni og það getur verið erfitt tilfinn- ingalega. En ég trúi því stað- fastlega að stjórnunarstaða við Carnegie Hall sé besta starf sem hægt sé að hlotnast í tón- listarheiminum.“ Nýr stjórnandi hjá Carn- egie Hall Clive Gillinson Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.