Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 35
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 35 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta klukkan 11 fé- lagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur séra Þór- hildur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Organisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til kirkjustarfsins. Ólafur Jóhannsson. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM- ILI: Guðsþjónusta kl. 10.30. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hreinn S. Há- konarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Pálsson. Organisti Hörður Ás- kelsson. Félagar úr Mótettukór leiða safn- aðarsöng. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Lokað frá 1. júlí–9. ágúst vegna sumarleyfa. Sr. Pálmi Matthíasson í Bú- staðakirkju þjónar Langholtsprestakalli á meðan. LAUGARNESKIRKJA: Sumarleyfi til 15. ágúst. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Sigurður Árni Þórð- arson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11.00. Ritningarlestur, bæn og sálma- söngur. Altarisganga. Einsöngur Margrét Grétarsdóttir, sópran, sem einnig leiðir safnaðarsöng. Sr. Arna Grétarsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 20.30. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Frá 4. júlí til fyrri hluta ágústs mánaðar verða ekki almenn- ar guðsþjónustur á sunnudögum vegna sumarleyfa starfs- fólks. Kirkjan verður opin fyrir aðrar at- hafnir í sumar. Upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu hjorturm@frikirkj- an.is BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Bjart- ur Logi Guðnason. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digranes- og Lindasókna kl. 20.00 í kapellu á neðri hæð. Prestur: sr. Magnús Björn Björnsson. Kór Lindakirkju. (sjá nán- ar www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta klukkan 20.00. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00 Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti Hörður Bragason HJALLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Jón Ólaf- ur Sigurðsson leikur undir sálmasöng og félagar úr kór kirkjunnar leiða sönginn. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðþjónusta kl. 11. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20 Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20.00.Vilborg og Friðrik Schram pre- dika og segja frá ferð á kristniboðsslóðir í Eþíópíu. Skrifstofa kirkjunnar opin aftur eftir sumarfrí. Þátturinn „Um trúna og til- veruna“ er sýndur á Ómega kl. 13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: samkoma kl. 20.00. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Boðið er upp á gæslu fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Upplýsingar á www.- kefas.is. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Elísabet Har- aldsdóttir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnakirkjan hefst aftur í sept- ember. Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20.00 er bænastund. Bænastundir virka morgna kl. 6.00. filadelfia@gospel.is www.gospel.is VEGURINN: Bænastund kl. 19.30. Sam- koma kl. 20.00, Ashley Schmierer predik- ar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag eftir samkomu í kaffisalnum. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30 Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðsþjón- usta kl. 11.00. Ræðumaður: Biblíustarfs- mennirnir frá Bandaríkjunum. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.00. Ræðumaður: Guðný Kristjánsdóttir Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guð- þjónusta kl. 11.00. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11.00 Guðsþjónusta Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn Guðmundar H. Guðjóns- sonar. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Opin kirkja kl. 11, kveikt á bænakertum. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi- hald fellur niður í ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl 20.30. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 20.00 og frá Hleinum/Hrafnistu kl. 20.10 og til baka að athöfn lokinni. Þetta er síðasta kvöld- guðsþjónustan í Garðakirkju á þessu sumri, en næsta sunnudag hefjast á ný guðsþjónustur í Vídalínskirkju kl. 11.00. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða safn- aðarsönginn undir stjórn Jóhanns Bald- vinssonar, organista. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta á á púttvellinum við Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja kl. 13 ef veður leyfir annars í Röst- inni. Hið árlega púttmót verður haldið að athöfn lokinni. Prestur: Sigfús B. Ingvarsson, organisti: Hákon Leifsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng, kaffiveitingar í Kirkjulundi að móti loknu. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sr. Magnús Erlings- son. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl. 20.30. Krossbandið leikur og leiðir söng fyrirbænir sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, morg- untíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 11. VALÞJÓFSSTAÐARPRESTAKALL: Úti- messa verður við Snæfell kl. 14.00. Messað verður í nágrenni Snæfellsskála. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir, pré- dikar og þjónar við messuna. Messugest- um er bent á að koma hlýlega klæddir til messunnar og taka með sér nesti. SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ: Messa kl. 14.00. Almennur safnaðarsöngur. ÞINGVALLAKIRKJA: Kvöldstund með KK laugardagskvöld kl. 20. Messa sunnudag kl. 14 með aðstoð KK sem flytur nokkur lög. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson, prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. VIÐEYJARKIRKJA: Kl. 14 messa. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarson þjónar ásamt org- anista og sönghóp úr Dómkirkjunni. Ferm- ing kl. 15.30. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Fermd verða: Andrea Harðardóttir, Funalind 13, Kópa- vogi og Marteinn Sigurðarson, Ásvallagötu 18, Reykjavík. MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi: Ferming- armessa í Mosfellskirkju Fermd verða systkinin Óðinn og Freyja Melsted. Heim- ilisfang þeirra er: Pratsdorf 53, Petten- bach, Austurríki. Prestur er sr. Gunnar Björnsson, organisti Jörg E. Sondermann. Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. ( Lk. 16. ) Morgunblaðið/GolliViðey Klausturmessa í Viðeyjarkirkju Á SUNNUDAGINN 8. ágúst kl. 14 verður messa sem tekur tilefni af klausturlífinu í Viðey á miðöld- um. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarson þjónar ásamt organista og söng- hóp úr Dómkirkjunni. Kirkjukaffi í Viðeyjarstofu með fræðsluerindi á eftir. Einnig verður leiðsögn um klausturrústirnar. Viðeyjarferjan fer frá Korngarði kl. 13:30. Ferm- ing verður kl. 15:30. Árbæjarkirkja, fermingar og fjölskyldumessa FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA kl. 11. Sunnudagaskólastemmm- ing, m.a. söngur, leikir, brúður og grillaðar pylsur. Farin verður ný leið í ferming- arfræðslunni í Árbæjarkirkju. Fermingarbörn sem ætla að fermast næsta vor eru boðuð á námskeið vikuna 16.-20. ágúst kl. 9-13 alla dagana. Guðsþjónusta verður 22. ágúst þar sem fram- haldið verður kynnt. Þau sem ekki eiga þess kost að taka þátt í námskeiðinu fá nánari upplýs- ingar eftir guðsþjónustuna. Nán- ari upplýsingar og skráning á skrifstofunni fyrir hádegi alla daga. Sumarkirkjan á Kirkjubæjarklaustri og í Vík SAMKOMUR á vegum „Sum- arkirkjunnar“ verða í Minning- arkapellu sr. Jóns Steingríms- sonar á Kirkjubæjarklaustri þriðjudagskvöldið 10. ágúst, kl. 20:30 og í Víkurkirkju í Mýrdal, miðvikudagskvöldið 11. ágúst kl. 20:30. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og stjórnar samkom- unum ásamt séra Haraldi M. Kristjánssyni prófasti. Háteigskirkja eldri borgarar ELDRI borgara starf í Háteigs- kirkju fer fram í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilisins sem hér segir: Mánudaga, félagsvist klukkan 13, miðvikudaga, morg- unstund/ fyrirbænir í kirkjunni klukkan 11, brids frá 13–16.30. Á lóð kirkjunnar er 9 holu pútt- völlur. Föstudagar: Bridsaðstoð frá 13–16. Foreldrar ungra barna, fimmtudaga frá 10–12. MÓTSHALDARAR alþjóðlegra skákmóta í Evrópu halda þau iðulega á sumrin enda þá heppilegast að lokka að þá tugi þúsunda skákáhuga- manna sem búa í álfunni. Flest mótin hafa verið haldin ár eftir ár og saga þeirra jafnvel farin að spanna marga áratugi. Íslenskir skákáhugamenn hafa í vaxandi mæli nýtt sumarleyfin í taflmennsku og eru mót í Austur– Evrópu vinsælasti áningarstaðurinn. Í ár gætti þó nokkurra tilbrigða og ís- lensku skákmennirnir dreifðu sér víð- ar enda kannski orðnir lúnir á að tefla alltaf á sömu stöðunum. Skákhátíðin í Biel Sviss er þekkt fyrir ýmislegt, s.s. osta- og súkkulaðigerð og úrsmíði. Biel er nefnd höfuðborg úrsmíðinnar en þar hafa verið haldin alþjóðleg skákmót síðan 1968. Vatnið í kringum borgina er ægifagurt og án efa tilvalið fyrir skákmenn sem vilja langar gönguferðir til að róa hugann. Hátíðin skiptist í mörg mót og marga flokka en mest ber á stórmeistaramótinu þar sem etja kappi sex af sterkustu skák- mönnum heims. Á síðasta ári sigraði Alexander Morozevich með fáheyrð- um yfirburðum og endurtók hann leikinn í ár með því að fá 7½ vinning af 10 mögulegum. Samhliða stórmeist- aramótinu var haldið sterkt opið skákmót og tóku tveir Íslendingar þátt í því. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson fékk sjö vinninga af ell- efu mögulegum og hafnaði í 16.–19. sæti en Sigurlaug Friðþjófsdóttir fékk þrjá vinninga og hafnaði 110. sæti af 112 keppendum. Árangur Braga var vel viðunandi og lagði hann m.a. skákdrottninguna Alexöndru Kosteniuk að velli. Politiken Cup Ritari þessara lína hefur ávallt haft horn í síðu þess sem sér um Politiken Cup eftir að hann ætlaðist til að stór- meistarinn myndi gista í kompu og ís- lenskt ungviði í svínastíu þegar mótið 1998 átti að hefjast degi síðar. Þetta varð til þess að stórmeistarinn tók ekki þátt í mótinu jafnvel þótt hann hefði unnið það árið áður. Ferðum Ís- lendinga á þetta mót hefur eitthvað fækkað hin síðari ár en nú tóku hvorki færri né fleiri en sjö þátt í því. Sig- urbjörn Björnsson stóð sig með mik- illi prýði en hann hefur greinilega tek- ið til fyrirmyndar hinn kunna endasprettsmann Paul Keres þar sem hann eftir skrykkjótt gengi fram- an af mótinu vann þrjár síðustu skák- irnar og endaði í 4.–13. sæti með sjö og hálfan vinning af tíu mögulegum. Þetta dugði að vísu ekki til ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en með frammistöðunni varð hann m.a. fyrir ofan ofurstórmeistarana Alexei Federov og Alexander Beljavsky! Gengi annarra íslenskra skákmanna varð sem hér segir: 25.–48. Sævar Bjarnason 6½ v. 105.–139. Hafsteinn Ágústsson 5 v. 140.–170. Sverrir Þorgeirsson og Þorgeir Sigurðsson 4½ v. 198.–214. Ingvar Ásbjörnss. 3½ v. 229.–236. Sverrir Ásbjörnss. 2½ v. Alls tóku 237 keppendur þátt í mótinu. Atskákmót í Litháen Fyrr í sumar fór Hannes Hlífar Stefánsson í tveggja vikna ferð til Litháens fyrir tilstyrk Margeirs Pét- urssonar, stórmeistara og viðskipta- jöfurs, að stúdera með þarlendum stórmeistara ásamt því að sinna kennslu. Sjálfsagt hefur þessi heim- sókn haft þau áhrif að honum var boð- ið á sterkt atskákmót sem fram fór í Liepajas Rokade í nágrannalandinu Lettlandi. Hann hafnaði þar í 6.–8. sæti af fjórtán keppendum með sjö vinninga af þrettán mögulegum. Eist- neski stórmeistarinn Kaido Kulaots vann mótið með níu vinninga en kempur á borð við Jaan Ehlvest og fyrrverandi FIDE-heimsmeistarann Alexander Khalifman deildu þriðja sætinu. Pardubice Sé einhver skákhátíð á sumrin orð- in að Íslendinganýlendu þá er það sú sem haldin er í Pardubice í Tékklandi. Að þessu sinni tóku fimmtán Íslend- ingar þátt, tíu í A-flokki og fimm í B- flokki. Samhliða skákinni eru ýmsir viðburðir haldnir svo sem fótbolta- mót, bridgemót og önnur mót í borðs- pilum. Þátttakendur í hátíðinni eru í kringum tvö þúsund og færir þannig mikið líf í þessa annars ófögru iðn- aðarborg. Eins og Sigurbjörn Björns- son tók Arnar Erwin Gunnarsson mikinn endasprett sem fleytti honum í 14.–19. sæti í A-flokki með sex og hálfan vinning af níu mögulegum. Þessi nýjasti alþjóðlegi meistari Ís- lendinga hefur með þessari frammi- stöðu gulltryggt sæti sitt í liði Íslend- inga á ólympíuskákmótinu sem fram fer á Mallorca í haust. Stefán Krist- jánsson hafði staðið sig mjög vel framan af mótinu en missti síðan flug- ið og hafnaði í 57.–104. sæti með 5½ vinning. Hinn stigalági Björn Ívar Karlsson stóð sig með mikilli prýði og fékk fimm vinninga sem þýddi að hann lenti í 105.–162 sæti. Frammi- staða annarra Íslendinga í A-flokki var sem hér segir: 212.–279. Lenka Ptacnikova, Jón Viktor Gunnarsson, Guðmundur Kjartansson, Halldór Brynjar Hall- dórsson, Stefán Bergsson og Ingvar Þór Jóhannesson 4 v. 321.–348. Dagur Arngrímsson 3 v. Í B-flokki stóð Guðni Stefán Pét- ursson sig manna best með fimm og hálfan vinning af níu mögulegum en aðrir enduðu í eftirfarandi sætum: 152.–227. Ólafur Kjartansson 5 v. 318.–401. Davíð Ólafur Ingimars- son og Sigurður Eiríksson 4 v. 548. Óskar Haraldsson ½ v. (hætti keppni eftir fjórar umferðir). Umfjöllun um mótin á Netinu Meðan á öllum þessum mótum stóð voru fluttar fréttir á „heimasíðu“ skákmanna, http://www.ruv.is/skak, en ritstjóri síðunnar, Gunnar Björns- son, uppfærir hana af mikilli eljusemi. Það er mjög gagnlegt fyrir skák- áhugamenn að geta fylgst þannig með gangi mála og oftar en ekki hafa þeir þá heilmikið til málanna að leggja á Skákhorni skákmanna en vefslóð þess er http://skak.hornid.com/. Torfi Hjaltalín Stefánsson, fyrrverandi prestur með meiru, hefur látið af ósið- um sínum á Skákhorninu og sýnir skákum Íslendinga mikinn áhuga með því að skýra eina slíka á nánast hverjum degi. Hann nýtur dyggrar aðstoðar tölvuheila en það skemmir ekki fyrir enda falla inn á milli gull- korn af vörum guðsmannsins fyrrver- andi. Ánægjulegast við Skákhornið er hins vegar þegar skákmennirnir á staðnum senda frá sér pistla og gefa þannig skarpari innsýn í gang mála. Þó að á ýmsu hafi gengið með notkun Skákhornsins hefur umsjónarmanni þess, Daða Erni Jónssyni, tekist að halda því gangandi og er sérstaklega ánægjulegt þegar riturum hornsins tekst að halda sér á siðlegum nótum eins og verið hefur hin síðustu miss- eri. Sumaruppskera íslenskra skákmanna SKÁK Evrópa SUMARSKÁKMÓT Júlí–ágúst 2004 Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Sigurbjörn J. Björnsson Arnar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.