Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 33 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Por túgal 38.370 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.955 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Sol Dorio og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 7. og 14. september LANGBESTA útvarpsrás landsins er Ríkisútvarpið Rás 1. Þar er fjöl- breyttasta efnið, bestu frétta- tímarnir og þar er töluð besta ís- lenskan. Tónlistin hefðbundin, svolítið gamaldags en alltaf sígild. Þar heyrum við dægurtónlist sem er tuttugu árum á eftir tímanum, klassíska tónlist, harmonikkujuð og annað í þeim dúr. Sem sagt allt gott um það að segja. Þægileg stöð fyrir þá sem vilja hlusta á alvöru útvarp. Þrátt fyrir þetta er einn hópur sem hefur verið skilinn eftir út und- an í alltof mörg ár. Jazzunnendur, þrátt fyrir að greiða afnotagjöld sín samviskusamlega, heyra lítið sem ekkert af sinni tónlist á rásinni, fyr- ir utan þegar Ásta Ragnheiður laumar stöku lagi inn á milli auglýs- inga og hafi hún þökk fyrir. Að vísu er einhver þáttur í gangi síðdegis sem umsjónarmaður titlar jazzþátt, en þar virðist stjórnandi fastur í leiðinlegasta tímabili tón- listarsögunnar, fyrirbæri sem nefn- ist „fusion“ og getur tæplegast flokkast undir jazzmúsík. Hver þátturinn af öðrum uppfullur af Mil- es Davies á sínu daprasta tímabili ásamt hinum og þessum raftónlist- armönnum sem ekkert eiga skylt við jazz. Aldrei heyrist frá mestu snillingum jazzsögunnar, eins og þeir séu á bannlista. Benny Carter lést í fyrra háaldraður. Snillingur sem hafði lifað alla jazzsöguna og spilað með öllum hinum snilling- unum. Aldrei var á hann minnst í umræddum þætti. Það þykir yf- irleitt kurteisi í jazzþáttum á er- lendum stöðvum að minnast snill- inganna þegar þeir deyja og tileinka þeim svo sem einn þátt. Þetta hefði Jón Múli örugglega gert og senni- lega tekið fleiri þætti í umfjöllun um snillinginn. Eins og allir vita byrjaði jazzinn að deyja út 1955, við dauða Charlie Parkers, þó að enn séu nokkrir sem halda blysinu á lofti og geta enda- laust haldið áfram að prédika nýjar hugmyndir á gömlum stefjum, en þessir kappar eru að eldast og það versta er að engir eru í sjónmáli til að taka við kyndlinum. En hvað skyldi maður heyra á jazztónleikum á Íslandi í dag? Í besta falli snýr maður við í dyrunum þegar maður heyrir fyrstu tónana eða í versta falli lætur maður sig hafa það að sitja undir leiðindunum fyrir kurt- eisissakir. Á sviðinu standa ungir vatns- greiddir menn, hámentaðir úr tón- listarskólum, kunna alla skala aftur- ábak og áfram, gjörþekkja hljóðfæri sín en eru gjörsamlega steingeldir í túlkun sinni á jazzmúsík. Allt skal vera frumsamið. Sígildir standardar sem alvörujazzleikarar hafa leikið sér með í 80 ár virðast ekki í náð- inni. Blásarar virðast varla ná ein- um kórus í sóló án þess að sleppa sér í skalahlaup. Ekki furða þótt leiðindin séu yfirþyrmandi, enda held ég að alvörujazzunnendur láti sig yfirleitt vanta á þessar uppá- komur. Þess vegna væri það ákaflega upplífgandi fyrir okkur sem enn hlustum á jazz frá þeim tíma er hann stóð undir nafni að fá okkar þátt á Rás 1, við erum lítillát, hálf- tími á viku mundi örugglega gera okkur hamingjusöm ef við fengjum okkar skammt af Fletcher Hend- erson bandinu, Count Basie, Clif- ford Brown, Kenny Clarke, Oscar Pettiford, Tadd Dameron, Bud Po- well, Charlie Parker og öllum hin- um óteljandi hetjum jazzsögunnar sem hafa gert okkur lífið bærilegra í gegnum tíðina. Ef verið er að horfa í kostnað af fyrirtækinu af hálfu RÚV, þá er undirritaður tilbú- inn að sjá um þáttinn fyrir ekki neitt. Megi rás 1, Ríkisútvarpsins lifa sem lengst. HARALDUR P. SIGURÐSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík. „Erum við gleymd?“ Frá Haraldi P. Sigurðssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Örnólfur Thorlacius, fyrr-verandi rektor, telur aðorðasambandið gangaerinda e-s sé oft rang- lega notað í nútímamáli. Hann segir að Magnús heitinn Finn- bogason, íslenskukennari, hafi talið að menn gætu aðeins gengið erinda sinna en ekki annarra. Umsjónarmaður er fyllilega sam- mála Örnólfi og telur að Magnús Finnbogason hafi haft rétt fyrir sér. Orðasamböndin ganga erinda sinna og ganga örna sinna (örna, ef.flt. af erindi) eru gömul í ís- lensku og vísa þau til þess er menn hægja sér til baksins. Orðasambandið reka erindi e-s er einnig gamalt í íslensku. Í Ís- lensku hómilíubókinni (frá um 1200) er t.d. að finna dæmið reka erindi Guðs og Jón biskup Vídalín talar um að reka erindi andskotans. Þá munu margir kannast við málsháttinn Úlfur rekur/(etur) annars erindi ‘hver er sjálfum sér næstur’ en hann er að finna í Flærðarsennu Hall- gríms Péturssonar, Laxdæla sögu og víðar. Það er því í alla staði eðlilegt að tala um að einhver reki erindi tiltekins fyrirtækis í merkingunni ‘vinni að hags- munum þess’ en notkun orða- sambandsins ?ganga erinda e-s (annarra, stórveldis, tiltekins fyr- irtækis …) er nýmæli frá miðri 20. öld sem styðst ekki við mál- venju. Hér er augljóslega um það að ræða að menn rugla saman tveimur orðasamböndum, ganga erinda/örna sinna og reka erindi e-s. Ruglingur þessi er afkáraleg- ur þar sem merking orða- sambandanna tveggja er gjörólík. Magnús heitinn Finnbogason hafði á réttu að standa; menn skyldu láta sér nægja að ganga erinda sinna í hefðbundinni merkingu en þeir sem það kjósa reka erindi einhvers/annarra. Auglýsendur hafa gaman af að leika sér að merkingu orða en tekst það misvel eins og við er að búast. Umsjónarmaður man vel eftir auglýsingu sem hljóðaði svo: Ikea – fyrir alla muni. Þetta þyk- ir umsjónarmanni snjallt. Orða- sambandið fyrir alla muni merkir venjulega ‘umfram allt’ en í bók- staflegri merkingu má skilja það ‘til að fá/kaupa alla hluti’. Annað dæmi um eftirminnilega auglýs- ingu var áletrun sem lesa mátti á sorpbílum Reykvíkinga: Láttu þitt ekki eftir liggja. Þetta má auðvitað skilja með tvennum hætti: ‘Leggðu þitt af mörkum til að halda borginni hreinni’ og ‘láttu ekki rusl liggja eftir þig’. Að undanförnu hafa Landflutn- ingar, Samskip auglýst talsvert í blöðum og sjónvarpi. Auglýsingin hljóðar svo: Allur matur / á að fara / ... [...] / ... upp í munn / og ofan í maga! Undir þetta er síðan ritað: Tökum það með trukki. Meginhluti auglýsingarinnar virð- ist vera í bundnu mál en óhætt mun að segja að hér sé ekki dýrt kveðið. Um efni boðskaparins eða innihald er best að hver dæmi fyrir sig en auðvitað er ágætt að fá að vita hvert allur matur á að fara. Í undirskriftinni felst orða- leikur, stofnorðið í fsl. með trukki getur hvort sem er verið þgf.et. af karlkyns no. trukkur (< e. truck < truckle wheel) eða hvor- ugkyns nafn- orðinu trukk (< d. tryk). Orðasambandið taka e-ð með trukki er að vísu talmáls- kennt og því ekki til fyr- irmyndar en umsjónarmanni virðist þó að orðaleikurinn kunni að réttlæta notkun þess í þessu samhengi. Einhvers staðar sá umsjón- armaður mynd af brotinni flösku og neðst á myndinni var skrifað: Flaskaðu ekki á þessu. Vísanin var sú að menn skyldu ganga vel um (landið) og skilja hvorki eftir sig flöskur né annað rusl. Ófróð- ur lesandi gæti freistast til að tengja saman kvenkyns nafnorðið flaska og orðasambandið flaska á e-u ‘steyta/stranda á e-u’ > ‘verða á mistök; skjátlast’, t.d.: flaska á spurningu ‘geta ekki svarað spurningu’. Þessi tvö orð eiga þó ekkert sameiginlegt nema það að þeim svipar hvoru til ann- ars að búningi. Uppruni sagn- arinnar flaska er ekki augljós. Prófessor Halldór heitinn Hall- dórsson taldi að flaska merkti hér ‘klofna’, sbr. flaska á skeri ‘klofna’ og Ásgeir Blöndal Magn- ússon tilgreinir merkinguna ‘klofna úr’. — Í íslensku eru orð og orðasambönd mun gagnsærri og auðskildari en í flestum ná- grannatungunum. Þetta einkenni er eitt af mörgu sem eflir tengsl nútímans við söguna og er til þess fallið að efla málkennd og málskilning. Umsjónarmaður tel- ur orka tvímælis að leika sér að orðum á röngum forsendum eins og gert er þegar no. flaska og sagnorðið flaska eru spyrt saman. Eitt þeirra nýmæla sem nýtur vinsælda á Íslandi um þessar mundir er nafnorðið pakki (töku- orð úr dönsku, 17. öld). Það er notað í ýmsum samböndum í mis- munandi merkingu og með óljósri vísan að því er umsjónarmanni virðist. Þannig er vinsælt að bjóða upp á allan pakkann, t.d. um nám eða ferðalög. Í viðtali við ungan mann sem hafði lent á ref- ilstigum eiturlyfja komst hann svo að orði að hann hefði tekið allan pakkann, þ.e. neytt allra tegunda fíkniefna, og Landssím- inn auglýsir: Allur pakkinn, hvað sem það nú er. Sumum kann að þykja heppilegt að geta gripið til orðs sem getur merkt nánast hvað sem er en aðrir munu halda því fram að slíkt leiði til óskýr- leika. Þetta nýmæli, öllu heldur merkingin, á rætur sínar í ensku þar sem talað er um in full pac- kage deal ‘a set of proposals or items offered or agreed to as a whole’, sbr. enn fremur pakka- ferðir ‘package tour’. Íslenska breytist vitaskuld og stöðugt bætast við ný orð, orða- sambönd og merkingar. Orða- sambandið allur pakkinn verður ekki talið rangt en ofnotkun get- ur verið fremur hvimleið og einn- ig beinar þýðingar. Aðalatriðið er þó trúlega að nýmæli falli vel að málkerfinu. Enn fremur telur umsjónarmaður mikilvægt að sem flestum málnotendum sé ljóst hver uppruni nýjunga er. Því er hér vakin athygli á nýmæl- inu allur pakkinn. Úr handraðanum Í Eyrbyggja sögu (4. k.) segir frá því að svo mikil helgi hafi verið á Þórsnesi að Þórólfur Mostrarskegg hafi með engu móti viljað láta saurga völlinn „hvorki í heiftarblóði, og eigi skyldi þar álfrek ganga (‘ganga örna sinna’), og var haft til þess sker eitt, er Dritsker var kallað“ (stafsetningu breytt til nútíma- máls). Í 9. kafla segir: „Það var eitt vor á Þórsnessþingi, að þeir mágar, Þorgrímur Kjallaksson og Ásgeir á Eyri, gerðu orð á, að þeir myndi eigi leggja drag undir (‘ýta undir’) ofmetnað Þórsnes- inga, og það, að þeir myndi ganga þar örna sinna sem annars staðar á mannfundum á grasi, þótt þeir væri svo stols (‘stoltir’), að þeir gerði lönd sín helgari en aðrar jarðir í Breiðafirði; lýstu þeir þá yfir því, að þeir myndi eigi troða skó til að ganga þar í útsker til álfreka“. Sá ágrein- ingur er hér er lýst leiddi til bar- daga og mannfalls eins og lesa má í sögunni. Lesendur þurfa ekki að velkjast í vafa um merk- ingu orðatiltækjanna ganga örna sinna og ganga álfrek (nafnorðið álfrek er dregið af nafnorðinu álf- ur og sögninni reka, þ.e. menn hafa trúað að það að ganga örna sinna hafi fælt álfa og land- vættir). Í íslensku eru orð og orða- sambönd mun gagnsærri og auðskildari en í flestum nágranna- tungunum. jonf@hi ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 33. þáttur www.thumalina.is AUGLÝSINGADEILDnetfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 NÚ á sumarmánuðum birtast fleiri fréttir af umferðarslysum en á öðrum árstímum. Oftar en ekki, sem betur fer, fáum við að heyra að þrátt fyrir að slysið hafi litið alvarlega út í fyrstu hafi engin eða lít- il meiðsl orðið á fólki – þrátt fyrir að draga hafi þurft viðkomandi öku- tæki burt með kranabíl. Þegar skyggnst er á bak við þessar fréttir er staðreyndin því miður allt of oft önnur. Það kom kona til mín um daginn eftir innanbæj- arákeyrslu. Hún sýndi mér úrklippu úr Morg- unblaðinu þar sem sagt var frá viðkomandi slysi. Draga þurfti öku- tækin af slysstað en engin meiðsl urðu á fólki. Einkennin sem hún er með eru m.a. stöðugir höfuðverkir, jafnvægisleysi, sjóntruflanir, ógleði, dofi og kraftleysi í handleggjum sem m.a. veldur því að hún missir gjarnan létta hluti úr hönd- unum á sér. Við þetta bætist einbeit- ingarskortur, minnisleysi og svefn- truflanir. Annar einstaklingur kom til mín um svipað leyti vegna hálsbrots þar sem fimmti hálshryggjarliður hafði að hluta til fallið saman. Í frétt um þetta slys kom fram að viðkomandi hefði hálsbrotnað. Hann kvartaði ein- göngu um stífleika í hálsi sem truflaði hann ekki mikið. Hann hafði engin önnur einkenni og er í fullri vinnu. Í fyrra dæminu sást ekkert á mynd- greiningu en í seinna til- vikinu sást að fimmti hálshryggjarliður var að hluta til fallinn saman. Samkvæmt ofan- greindum fréttaflutningi voru engin alvarleg meiðsl hjá konunni en hinn einstaklingurinn var með alvarleg meiðsl þar sem sást að einn hryggjarliður hafði fallið saman. Þetta er bara eitt dæmi af mýmörgum þar sem fréttaflutningur af afleiðingum umferð- arslysa gefur alls ekki rétta mynd af ástandi fólksins sem lendir í þessum slysum. Mér finnst að þessi frétta- flutningur stuðli ekki að því að fólk fari varlega í umferðinni. Það birtast myndir t.d. í sjónvarpi þar sem bílarnir eru gjör- ónýtir eftir ákeyrslur en engin meiðsl urðu á fólki. Hvaða skilaboð færir þetta ungum ökumönnum? Spurn- ingin er: Hvernig er þessi fréttaflutn- ingur tilkominn? Hvað teljast alvar- leg umferðarslys? Eyþór Kristjánsson fjallar um fréttir af umferðarslysum Eyþór Kristjánsson ’Hvernig erþessi frétta- flutningur til- kominn?‘ Höfundur er sérfræðingur í stoð- og hreyfikerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.