Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HARÐIR bardagar urðu í mörgum borgum í Írak í gær milli fjölþjóð- legu bandalagsherjanna og upp- reisnarmanna sjíta sem hliðhollir eru klerkinum Moqtada al-Sadr. Um 300 uppreisnarmenn hafa fallið í bar- dögum undanfarinna tveggja daga í Najaf, að því er talsmaður Banda- ríkjahers segir, og er það eitthvert mesta mannfall sem orðið hefur í einstökum bardaga í Írak frá því inn- rásinni lauk í fyrra. Bardagarnir hófust í fyrradag í Najaf og breiddust þaðan út til ann- arra svæða sjíta í landinu. Banda- rískar herþyrlur létu skotum rigna yfir uppreisnarmenn sem leituðu skjóls í kirkjugarði Najaf í gær og eldar brunnu víða við vegi borgar- innar. Spítali í Najaf sagði 13 óbreytta borgara hafa dáið í átök- unum og 58 særst. Carrie Batson, talsmaður banda- rískra landgönguliða í Írak, sagði þrjá Bandaríkjamenn hafa fallið og 12 særst í Najaf. Taldi hún 300 hafa fallið úr liði al-Sadr en héraðsstjóri Najaf sagði þá 400 og fleiri en 1000 hafa verið handtekna. Í Sadr-borg féllu 19 og 111 særðust skv. heil- brigðisráðuneyti landsins og 15 bandarískir hermenn særðust í Bagdad. Talsmaður al-Sadr í Bagdad bað bráðabirgðastjórn landsins um að skerast í leikinn og koma aftur á vopnahléi. George Sada, talsmaður forsætisráðherrans Iyad Allawi, sagði uppreisnarmennina „glæpa- og hryðjuverkahópa sem ekki yrði þyrmt heldur barist við“. Hundruð íraskra uppreisnar- manna sögð hafa fallið í Najaf Reuters Særður sjíti leitar skjóls undir húsvegg í Najaf í gær, skammt þar frá sem bardagar geisuðu. Bagdad. AP. DONALD H. Rums- feld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem í eina tíð var svo vinsæll sem talsmað- ur hernaðarins í Írak, lætur nú lítið fyrir sér fara. Ástæðan er einföld: Íraksstríðið er ekki lengur fjöður í hatti „stríðsforset- ans“ Bush, heldur getur það hugsanlega orðið honum að falli í forsetakosningunum í haust. Andstæðingar Rumsfelds eru ekkert að leyna ánægju sinni með þetta nýja hlutverk hans og stuðnings- menn hans hafa líka ýmislegt til málanna að leggja þótt ekki séu þeir jafnánægðir. „Hann er stjarnan okkar,“ sagði háttsettur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Það ætti að heyrast meira í honum.“ Þegar sem mest gekk á í og eftir Íraksinnrásina var Rumsfeld með daglegan fréttamannafund í varnarmálaráðuneytinu en frá því í maí á þessu ári hafa þeir aðeins ver- ið tveir. Þá hefur Hvíta húsið, sem ræður því hvaða talsmenn stjórnar- innar koma fram í viðræðuþáttum stóru sjónvarps- stöðvanna á sunnu- dögum, ekki gefið færi á Rumsfeld í marga mánuði. Þar með er ekki verið að segja, að Rumsfeld sé sestur í helgan stein. Hann heldur enn ræður hér og þar og heilsar oft upp á gesti og gangandi þegar hann á erindi í þinghúsið í Washington. Mörgum fyrirhuguðum fundum verið aflýst Frá því í maí hefur hann 13 sinnum svarað spurningum frétta- manna, tvisvar sinnum komið fyr- ir þingnefnd og eitthvað hefur verið um viðtöl í sjónvarpi og út- varpi. Þau hafa þó langflest verið við litla fjölmiðla og þá, sem eru hallir undir ríkisstjórn George W. Bush. Rumsfeld er hins vegar horfinn af stóra sviðinu og hefur aflýst mörgum áður ákveðnum fundum og ræðuhöldum. Sem dæmi um það má nefna, að eftir að hvatt var til, að hann segði af sér vegna pyntingahneykslisins í Írak, hætti hann við að koma fram hjá Phila- delphia World Affairs Council. Lét hann aðstoðarmann sinn, Paul D. Wolfowitz, sjá um það. Fyrst eftir Íraksinnrásina naut Rumsfeld mikils stuðnings sem varnarmálaráðherra, 71% kjós- enda, en í maí í vor var hann kominn niður í 46%. „Hann er engin stjarna lengur,“ sagði hátt- settur repúblikani, sem ekki vildi láta nafnið fylgja. Talsmenn varnarmálaráðuneyt- isins þvertaka samt fyrir, að Rumsfeld sé í felum til að komast hjá gagnrýni og segja, að rík- isstjórninni sé bara umhugað um að beina kastljósinu að hinum nýju leiðtogum Íraks og fullveldi ríkisins. Meðvituð stefna Rumsfeld hefur farið til ann- arra ríkja, oft til Íraks og Afgan- istans, rætt við leiðtoga banda- lagsríkjanna og svarað spurningum erlendra frétta- manna. Fréttaskýrendur segja hins vegar, að lítið hlutverk Rumsfelds sé liður í þeirri stefnu Bandaríkjastjórnar að tala um eitthvað annað en Írak. Það hafi líka tekist að nokkru leyti. „Lítum bara á forsíður blað- anna. Íraksstríðið er þar ekki lengur efst á blaði. Að því var líka stefnt og um það snerust valda- skiptin í landinu,“ sagði Ivo Daal- der, fræðimaður við Brookings- stofnunina, sem mikið hefur ritað um Írak. „Kjarninn í stefnu stjórnarinn- ar, allt frá því í nóvember, hefur verið að beina athyglinni frá Íraksstríðinu svo það flækist ekki fyrir í kosningunum.“ Donald Rumsfeld settur út í horn Donald Rumsfeld Íraksstríðið ekki lengur vinsælt og gæti spillt fyrir Bush í kosningunum ’Lítum bara á forsíðurdagblaðanna. Íraks- stríðið er þar ekki lengur efst á blaði.‘ Washington. Los Angeles Times. FJÓRIR karlmenn týndu lífi í gær þegar lítil einkaflugvél hrapaði í Eyrarsund í nágrenni Kaupmanna- hafnar. Vélin fór í sjóinn um kl. 12:30 að staðartíma, um 200 metra undan ströndinni nærri Köge, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Tugir manna, sem voru staddir á strönd í nágrenninu, sáu vélina hrapa í sjóinn. Sjónarvottar sögðu í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 að vélin hefði verið lágt á lofti. Hún hefði tekið að hallast en skyndi- lega hefði annar vængur hennar snert hafflötinn og rifnað af. Sex sjúkrabílar fóru í skyndi á slysstaðinn. Kafarar náðu líkunum úr flaki vélarinnar, en björgunar- þyrla sveimaði yfir svæðinu á meðan. Vélin var í eigu danska fyrirtæk- isins Air Taxa og var á leið frá Hró- arskeldu þegar hún hrapaði. Þeir sem fórust voru allir frá Sjá- landi og voru á milli þrítugs og fer- tugs. Fjórir farast í Danmörku NORSKU síamstvíburarnir, sem komu í heiminn síðastliðinn þriðju- dag, létust í gær á ríkissjúkrahúsinu í Ósló. Að sögn lækna voru tvíburarnir, stúlkur, með eitt og sama hjartað og kom í ljós við rannsóknir, að það var alvarlega gallað. Þá var öndunarveg- ur stúlknanna einnig samtengdur að því er fram kom í Aftenposten. Stúlkurnar fæddust á sjúkrahús- inu í Friðriksstað á Austfold og voru strax fluttar til Óslóar. Vissu foreldr- arnir ekki fyrirfram hvernig ástatt var með þær en sjúkrahúsyfirvöld vilja ekki upplýsa hvort móðir þeirra hafi komið í reglulegt eftirlit á 17. til 19. viku meðgöngunnar. Síamství- burar látnir MATVÆLAAÐSTOÐ Sameinuðu þjóðanna (WFP) fór í fyrradag fram á 82 milljóna dollara aðstoð fyrir 2,3 milljónir Kenýabúa. Ástandið er einnig slæmt í öðru Afríkuríki, Líberíu, en þar hefur WFP aðeins fengið helming þess fjárstuðnings sem erlend ríki hétu til aðstoðar. Forseti Kenýa, Mwai Kibaki, bað um matvælaaðstoð í júlí og sagði þörf vera á 150 þúsundum tonna af mat næstu sex mánuði. Talsmaður WFP sagði hættu á því að fjöldi þeirra sem þyrftu matvælaaðstoð myndi aukast um milljón ef þurrkar eyðilegðu uppskeru enn frekar í landinu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) bað um átta milljónir dollara á þriðjudag og sagði börnin þjást mest vegna mat- arskortsins. Á vesturströnd Afríku hefur WFP aðeins fengið 40 milljónir dollara af þeim 82 sem heitið var til matvælaaðstoðar Líberíu, Gíneu og Sierra Leone. Ástæðan mun vera óstöðugt stjórnmálaástand Líberíu og segir talsmaður Sameinuðu þjóð- anna þar, Jaques Klein, að stuðn- ingsríkin treysti því ekki að pening- arnir skili sér til réttra aðila. Stuðningsríkin, undir forystu Bandaríkjanna, hétu því að veita 560 milljónum dollara á tveimur ár- um til uppbyggingar Líberíu en borgarastyrjöld geisaði þar um fjórtán ára skeið. Vestrænir embættismenn sem starfa í Líberíu segja spillingar gæta innan bráðabirgðastjórnarinn- ar þar og átök hafi brotist út milli stríðandi fylkinga í Monróvíu, höf- uðborg landsins. Segir Klein þetta halda aftur af fjárstuðningi við landið. Kenýa og Líbería óska eftir aðstoð Óttast að þurrkar ógni afkomu tveggja milljóna manna í Kenýa Nairobi, Monrovia. AFP. BANDARÍSKI herinn hefur leyft fréttamönnum að fylgjast með yfirheyrslum yfir föngum sem eru í haldi í herstöð Banda- ríkjamanna við Guantanamo- flóa á Kúbu. Þar eru mörg hundruð fangar sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda eða tal- íbanahreyfingunni sem sat að völdum í Afganistan. Yfirheyrslunum er ætlað að skera úr um hvort ástæða sé til að halda föngunum lengur sem „óvinahermönnum“, að því er bandaríski herinn sagði. Hófust yfirheyrslurnar í síðustu viku, en fréttamönnum var leyft að fylgjast með í gær og fyrradag. Varla óhlutdrægir Þetta er fyrsta tækifærið sem fangarnir fá til að tala máli sínu frá því farið var að flytja þá til Guantanamo í ársbyrjun 2002. Mannréttindalögfræðing- ar segja yfirheyrslurnar skrípaleik og benda á, að föng- unum sé ekki leyft að leita ráða hjá lögmönnum og að hermenn- irnir sem yfirheyri fangana geti varla talist óhlutdrægir. Á fimmtudaginn voru yfir- heyrðir tveir afganskir fangar sem kváðust báðir hafa verið í talíbanahreyfingunni, en aldrei hafa barist gegn bandarískum hermönnum. Segja yfir- heyrslur skrípaleik Guantanamo. AP. Guantanamo ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.