Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNA FLÓÐ Í JÖKLU Vatnavextir í Jöklu í gær voru ekki nándar nærri jafnmiklir og í fyrrakvöld, þegar yfirborð árinnar hækkaði um nálægt 10 metra og var vatnsrennslið áætlað 740 til 760 rúm- metrar á sekúndu. Lést í Bláa lóninu 14 ára drengur lést í Bláa lóninu í gær. Ekki er vitað hvað olli slysinu en vitað er að drengurinn hafi verið flogaveikur að sögn Önnu G. Sverr- isdóttur, aðstoðarframkvæmda- stjóra Bláa lónsins. Sjávarhiti að aukast Mælingar á sjávarhita um gervi- hnött á Norður-Atlantshafinu benda til þess að hitastig sjávar sé jafnt og þétt að aukast á svæðinu, einkum fyrir norðan land og allt norður í Barentshaf. Óska eftir aðstoð Yfirvöld í Máritaníu hafa óskað eftir aðstoð erlendra ríkja og al- þjóðastofnana í baráttunni við engi- sprettufaraldur sem nú hefur breiðst til vestanverðrar Afríku. Stórir engi- sprettusveimar hafa undanfarna daga leikið nyrstu ríki Afríku, Mar- okkó, Alsír, Líbýu og Túnis, grátt. Samið um Thule-stöðina Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, skrifuðu í gær undir nýtt samkomu- lag um starfsemi bandarísku ratsjár- stöðvarinnar í Thule á Grænlandi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Úr Vesturheimi 34 Viðskipti 12 Messur 35 Erlent 16/17 Skák 35 Minn staður 20 Minningar 36/42 Höfuðborgin 21 Myndasögur 46 Akureyri 24 Dagbók 46 Árborg 24 Listir 49/53 Landið 25 Leikhús 52 Daglegt líf 26/27 Fólk 54/57 Ferðalög 28 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Viðhorf 32 Veður 59 Bréf 33 Staksteinar 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Kanarí“ frá Úrvali-Útsýn og auglýsingablaðið „Kanarí“ frá Plúsferðum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #     $         %&' ( )***                 HENRÝ Þór Reynisson er 24 ára bakari sem starfar við kökugerð í ensku stórversluninni Harrods í London, sem er í eigu egypska auð- jöfursins Mohamed al-Fayed. Að sögn Henrýs hefur hann unnið þar í fimm mánuði, en sem stendur vinnur hann við kökugerð í bakaríi föður síns, Reynis bakara á Dalvegi í Kópavogi. „Unnusta mín var búin að búa þarna úti í nokkur ár, og mig langaði alltaf að fara út og læra meira í sambandi við bakstur, en ég var að vinna sem bakari hér. Mig langaði að læra meira í sambandi við „konditor“ og þess háttar. Þannig að ég fór til Danmerkur og tók grunn- inn þar,“ segir Henrý en bætir því við að hon- um hafi ekki litist á bakaríin í Danmörku, og því hafi hann ákveðið að drífa sig til London og sækja um starf sem bakari í ýmsum flottum bakaríum, m.a. hjá Harrods. Hann segist ein- faldlega hafa hringt og athugað með starf þar og fengið svar. Eftir ítarlega læknisskoðun hafi hann svo fengið starfið og sér ekki eftir því. Hann segist vera eini Íslendingurinn sem vinni við kökugerðina en starfsliðið í kringum hann komi frá öllum heimshornum, allt frá Frakklandi til Mongólíu. Hann segir vinnuna jafnan vera mikla, t.d. hafi verið útsala fyrir skömmu í versluninni og þá hafi verið í nógu að snúast. „Þá var þetta mikil vinna,“ og hann bætir við að hann hafi séð um veitingar fyrir efnamikið fólk og hafi dagurinn verið 17 tímar í það heila með einni hálftíma pásu. Hann segir að ekkert sé sparað í hráefni eða þvíumlíkt. „Ef eitthvað klikkar þá er bara keypt ný græja.“ Hann segist stefna á að geta boðið fólki upp á fallegar brúðartertur, sem meiri vinna og betra hráefni fari í, þegar hann snýr aftur til London í haust. „Þannig að við getum boðið viðskiptavinum bæði upp á ódýrar, fallegar tertur og eins líka dýrar og fallegri.“ Henrý neitar því ekki að vinnan hjá Harrods sé skemmtileg. „Þetta er mjög skemmtilegt, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Reglu- lega er verið að breyta uppskriftum og búa til nýjar þannig að ávallt er verið að takast á við ný verkefni að sögn Henrýs. „Þeir eru alltaf að reyna að vera með eitthvað nýtt sem hefur ekki sést annars staðar, og láta sérsmíða fyrir sig vélar til að búa til eitthvert skraut. Það eru alls konar nýjungar sem maður hefur aldrei séð áð- ur.“ Hann segir stefnuna að taka samninginn sinn hjá Harrods en koma svo heim til þess að klára bakaranámið og vinna við bakaríið með föður sínum og bróður. Henrý Þór Reynisson starfar við kökugerð í stórversluninni Harrods Bakar fyrir auðjöfra í London Morgunblaðið/Árni Torfason Henrý Þór bakar glæsilegar tertur fyrir Harrods-verslunina í London. EINAR Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur, sem hefur kynnt sér ræki- lega veðurfar á svæðinu kringum Kárahnjúkavirkjun og fylgst með hegðun Jökulsár á Dal, segir að flóðið í ánni eigi eftir að verða enn meira. Veðurútlitið næstu daga svipi mjög til þeirra aðstæðna sem voru síðsumars 1977 þegar mesta vatnsrennsli mældist í Jöklu, vel ríflega 1.000 rúmmetrar á sekúndu. „Það mun ekki koma mér á óvart ef rennslið fer í þúsund rúmmetra á sunnudag, mánudag eða þriðju- dag,“ segir Einar, sem telur veð- urspána vera mjög óhagstæða fyrir þá sem voni að Jökla láti minna fyr- ir sér fara. Eitthvað geti þó sjatnað í ánni í dag en á morgun og næstu daga megi gera ráð fyrir meiri flóð- um. Bráðnun í Brúarjökli Vatnavextirnir í Jöklu síðustu daga stafa af bráðnun í Brúarjökli í norðanverðum Vatnajökli, sem áin á upptök sín í. Einar segir einkum þrjá þætti hafa valdið þessari bráðnun. Í fyrsta lagi hafi almenn hlýindi verið á svæðinu og lofthiti yfir landinu verið hár. Í öðru lagi hafi geislar sólar- innar náð að bræða ís á jökl- inum. Fyrri part sumars liggi hvít- ur snjór síðasta vetrar yfir öllu. Þegar líða taki á sumarið bráðni þessi snjór og í ljós komi skítugur snjór frá fyrri vetrum. Skíturinn í þeim ís gleypi í sig geisla sólarinnar og bræði frá sér, á meðan hvíti snjórinn endur- kasti mestu af sólarljósinu burtu. Einar segir að í þriðja lagi hafi það mikil áhrif ef rigni mikið áveð- urs sunnan á Vatnajökli, í A-Skafta- fellssýslu, samfara suðaustanátt. Þá losni úr læðingi í loftinu svonefndur dulvarmi. Þegar loftið komi niður á jöklinum norðanverðum bræði dul- varminn mikinn ís. Þegar þessir þrír þættir fara saman í nokkra daga, líkt og hafi verið á Kára- hnjúkasvæðinu, eigi sér stað miklar leysingar, bæði í Jökulsá á Dal og einnig í Jökulsá á Fjöllum. Einar Sveinbjörnsson spáir hlýju veðri og rigningu á Austurlandi næstu daga Geislar sólarinnar bræða skítugan jökulinn Einar Sveinbjörnsson STJÓRN SÁÁ telur óviðunandi að heilbrigðisyfirvöld og fjárveitingar- valdið taki engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum eins og mor- fíni og heróíni og sækja sér meðferð á göngudeild við Sjúkrahúsið Vog. Í ályktun stjórnarinnar er vakin athygli á því að þau taka engan þátt í kostnaði nýrra lyfja sem notuð eru til að lækna ungt fólk sem glímir við þennan vanda. Stjórnin lýsir furðu sinni á því að ungum mikið veikum sjúklingum skuli mismunað með þessum hætti og skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu. „Meðferðin sem um ræðir er við- haldsmeðferð með samsettu lyfi sem í eru lyfin buprenorphine og nalox- one. Auk þessa fá sjúklingarnir fé- lagslega og geðræna endurhæfingu. Fjöldi vísindarannsókna sýnir svo ekki verður um villst að árangur slíkrar meðferðar er mjög góður og tíðkast þessi meðferð nú í nær öllum Evrópulöndum, Kanada og Banda- ríkjunum,“ segir í ályktun stjórnar- innar. 40 einstaklingar í meðferð SÁÁ hóf þessa meðferð á göngu- deildinni við Sjúkrahúsið Vog í sept- ember 1999. Nú sækja yfir 40 ein- staklingar slíka meðferð. Þeir koma reglulega í læknaviðtöl og fá lyf af- hent á Vogi. Sumir sækja lyfin dag- lega, aðrir einu sinni til tvisvar í viku. Á ársgrundvelli eru áætlaðar komur til hjúkrunarfræðinga vegna lyfja- meðferðarinnar um 4.400 og fjöldi viðtala við lækna er áætlaður 600. Þjónusta er aðeins veitt á Vogi og stjórnvöld hafa fram til þessa ekki tekið neinn þátt í kostnaði hennar. SÁÁ bendir jafnframt á að þetta unga fólk sé engan veginn í stakk bú- ið til að greiða þennan lyfjakostnað sjálft. SÁÁ gagnrýnir afstöðu stjórnvalda til vanda ungra sprautufíkla á Vogi sem háðir eru ópíumefnum Meðferð ungra sprautu- fíkla verði niðurgreidd ÞRÍR skákmenn eru efstir og jafnireftir fyrri dag alþjóðlega atskák- mótsins sem fram fer í bænum Tas- iilaq á austurströnd Grænlands. Þetta eru þeir Jóhann Hjartarson, Róbert Harðarson og danski stór- meistarinn Henrik Danielsen, sem fengu fjóra vinninga í jafn mörgum umferðum. Fimm umferðir verða svo leiknar í dag, teflt er til þrautar og engin jafntefli í boði. Sjö skákmenn koma næstir með þrjá vinninga, þ.á m. Hjörtur Jó- hannsson Hjartarsonar, 18 ára son- ur stórmeistarans íslenska. Aðrir jafnir honum eru Hrafn Jökulsson, Regína Pokorna, Gunnlaugur Karls- son, Tómas Björnsson, heimamaður- inn Jon Rassmussen og Páll Gunn- arsson. Þrír efstir og jafnir á Grænlandi Tasiilaq. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.