Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 37
á gátt. Það eitt hlýtur að hafa ein- hverja merkingu eins og öll ljóðin sem þú lést okkur bisa við að skilja í menntaskólanum. Þú kenndir okkur ekki aðeins málfræði og bókmenntir heldur einnig það hvernig á að hegða sér í menntaskóla, en við höfum það á milli okkar og voru það okkar fyrstu kynni. Mikill metnaður var lagður í verkefnavinnuna því það skipti miklu máli að fá hrós frá þér. Einum tug og þremur börnum seinna urðum við grannar. Í fyrrasumar ætlaði Ívar Andri að flytja yfir. „Það er svo notalegt þar og rólegt,“ sagði hann. Eldsnemma marga morgna í röð stökk hann í stígvélin sín og hljóp yfir og sagðist ætla að spjalla við Finn. Alltaf varstu tilbúinn að taka á móti honum, jafn- vel nývaknaður. Hann gerði sig held- ur betur heimakominn þar sem hann settist við matarborðið og beið eftir að Rannveig gæfi honum í gogginn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Rannveig og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu. Ykkar missir er sár en minningarnar lifa. Bjarni Þór, Elva Rún, Inga Lind, Ívar Andri og Hildur Vaka. Kynni mín af frænda mínum Finni Karlssyni urðu fyrst að marki vet- urinn 1996. Þá var auglýst staða hér- aðsskjalavarðar við Héraðsskjala- safnið á Egilsstöðum, ég ákvað að sækja um þessa stöðu og fékk hana. Finnur var þá formaður stjórnar safnsins og tilkynnti mér afgreiðslu stjórnarinnar og að ég hefði fengið stöðuna. Ég vil að þú vitir það frá mér milliliðalaust að ég studdi ekki ráðningu þína bætti Finnur við. Þessa hreinskilni mat ég, og varð þess fullviss að honum gæti ég treyst. Um svipað leyti kom til minna kasta og annarra sem sæti áttu í rit- nefnd Múlaþings að ráða til starfa nýja ritstjóra. Við leituðum til Finns og Skarphéðins Þórissonar og undir ritstjórn þeirra óx Múlaþingi ásmeg- in og hefur staðist þá hörðu sam- keppni sem ríkir á þeim markaði sem Múlaþing keppir á. Finnur átti sæti í stjórn Héraðs- skjalasafns Austfirðinga frá 1992 til hausts 2003, þar af var hann formað- ur stjórnar frá 1995. Það kom í hlut hans að leiða til lykta húsnæðismál safnsins sem höfðu verið í brenni- depli um árabil, og hóf það starfsemi í nýju húsnæði 17. apríl 1996. Finnur hafði góða yfirsýn yfir rekstur Hér- aðsskjalasafnsins og ríkan skilning á hlutverki og velferð þess. Á sama hátt lagði hann sig fram um að Múlaþing væri rit sem samein- aði faglegan metnað og áhugaverða framsetningu á menningararfi Aust- firðinga. Meginstarfsvettvangur Finns var kennsla í Menntaskólanum á Egils- stöðum, hann var afburða kennari og minnisstæður nemendum sínum. Það var öllum ljóst sem þekktu til að Finnur háði stranga glímu við erf- iðan sjúkdóm, enginn mun þó hafa búist við að þeirri glímu lyki svo snögglega. Að leiðarlokum þakka ég Finni Karlssyni gott samstarf, skarð hans verður vandfyllt. Fjölskyldu Finns sendi ég samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng mun lifa. Hrafnkell A. Jónsson, héraðsskjalavörður Egilsstöðum.  Fleiri minningargreinar um Finn N. Karlsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Rannveig Þórhalls- dóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 37 ✝ Valborg Guð-mundsdóttir fæddist í Súðavík í Álftafirði 1. ágúst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur aðfaranótt þriðjudagsins 3. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Jóhanna Guðmunds- dóttir og Guðmundur Gísli Guðmundsson. Valborg var næst yngst 6 systkina. Lát- in er Ágústa og bræðurnir Hjalti og Guðbjartur, eftirlifandi eru þær systurnar Margrét og Guðrún, en móðir þeirra lést við fæðingu Guðrúnar. Valborg var látin í fóstur til hjónanna Magnúsar og Herdísar Eiríksdóttur í Súðavík og var hjá þeim til 8 ára aldurs að hún fór í fóstur til fjölskyldu í Mosdal við Önundarfjörð og er þar til ársins 1929 að fjölskyldan flytur til Ísafjarðar. Valborg giftist Eggerti Karvel Har- aldssyni frá Bolung- arvík 26. ágúst 1935, d. 28. janúar 2002. Þau eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi, Hulda Margrét, maki Þorkell Sig- mundsson, þau eiga 5 börn, Herdís Ágústa, maki Ólafur Kristjánsson, börn þeirra eru 3, Kon- ráð, maki Anna Guð- mundsdóttir, börn þeirra eru 4, Hreinn, maki Hildur Hávarðar- dóttir, börn þeirra eru 2, Ingi- björg Hugrún, fráskilin og á hún 4 börn. Þau Eggert og Valborg bjuggu öll sín hjúskaparár í Bolungarvík. Valborg verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hár aldur og illvígur sjúkdómur lagði elskulega tengdamóður mína Valborgu Guðmundsdóttur (Boggu) að velli aðfaranótt þriðjudagsins 3. ágúst, sl., tveimur dögum eftir níræð- isafmæli hennar. Síðustu lífdagarnir voru henni erf- iðir og hún eflaust því fegin að verða „leyst þrautunum frá“. Ung að árum varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína, sem leiddi til þess að faðir hennar Guð- mundur Gísli Guðmundsson var til- neyddur að leysa upp heimilið og koma henni í fóstur hjá góðu fólki, fyrst í Súðavík og síðar í Mosdal við Önundarfjörð. Í viðræðum við hana kom oft í ljós að fráfall móðurinnar, Margrétar Jó- hönnu Guðmundsdóttur, og viðskiln- aðurinn við systkinin og föður voru henni mikið áfall og hafði mótandi áhrif á lífssýn hennar og tilfinningar til þeirra sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Eflaust er mörgum í fersku minni fyrstu kynni af væntalegum tengda- foreldrum og sá kvíði sem því fylgir. En ótti minn var ástæðulaus enda mikið gæfuspor að kynnst þeim elskulegu hjónum Valborgu og Egg- erti Haraldssyni, en við áttum síðar eftir að eiga saman margar góðar og skemmtilegar stundir, og upplifðum atburði sem aldrei gleymast. Þau ár sem við áttum heima í Reykjavík dvaldi fjölskylda mín mörg sumur hjá þeim Boggu og Eggerti í litla húsinu þeirra við Skólastíg og síðar í Völusteinsstræti 11 í Bolung- arvík og nutum við ríkulega hlýju þeirra og velvildar. Enn er talað um það af hálfu barna okkar hversu gam- an var að dvelja hjá afa og ömmu. Sumardvölin í Bolungarvík var og verður ávallt ævintýri í hugum þeirra. Eftir á að hyggja tel ég að fá hjón hafi verið samrýndari en tengdaforeldrar mínir og voru þau þannig fyrirmynd góðs og hamingjuríks hjónabands. Enginn í heiminum bakaði betri vöfflur en Bogga amma, og var oft fjölmargt við eldhúsborð hennar að njóta veitinga og taka þá í þjóðmála- umræðunni. Síðustu 3 árin árin gátum við Lillý endurgoldið tengdamömmu alla þá hlýju sem hún hafði sýnt okkur, en hún bjó á neðri hæð húss okkar þar til hún lagðist inn á Sjúkrahús Bolung- arvíkur í október 2003. Það var okkur hjónum ávallt mikið tilhlökkunarefni að spá í hvað tengda- mamma hefði í matinn þegar við brugðum okkur af bæ og komið var heim eftir bæði langar og stuttar ferð- ir, en glæsilegt matarborð var ávallt til staðar hjá henni, enda matgerðar- kona góð, sem veitti vel gestum og gangandi. Skólaganga tengdamömmu var ekki löng, enda þurfti hún fljótlega að fara að vinna fyrir sér og leggja hönd á plóginn. Það var því lífsins skóli sem kenndi henni það sem til þurfti og er ég nokkuð viss um að fáir, leikir sem lærðir, fylgdust eins vel með þjóðmál- um og atburðarás alheimsins og hún. Hún las mikið og var oft gaman að fylgjast með henni þegar hún hlustaði á umræður í fjölmiðlum og líkaði ekki svör eða skoðanir þátttakenda. Þeir sem voru á annarri skoðun en hún máttu þakka fyrir að heyra ekki til hennar og meðtaka hnitmiðaðar at- hugasemdir hennar. Þó svo að skoðanir okkar færu ekki ávallt saman mat ég mikils hennar einlægni og sannfæringu við það sem hún taldi best og vænlegast fyrir sam- félagið. Tengdamamma var nokkuð stjórn- söm – svona eins og tengdamæður eiga að vera – en við nánari íhugun er mér ljóst að stjórnsemin byggðist frekar á velferð fyrir nánustu ætting- um og vinum heldur en að um raun- verulegt ráðríki væri að ræða. Öll hennar störf auðkenndust af einstakri reglu- og útsjónarsemi og var til þess tekið hversu snyrtilega hún var ávallt til fara, útlitið unglegt, og hressilegar hreyfingar fram til þess síðasta vöktu athygli samborg- aranna. Ef mín barnatrú er rétt, er ég þess fullviss að broshýr góðviljaður maður með mikið liðað hár tekur á móti Boggu sinni og fagnar henni vel á nýj- um slóðum. Hennar fyrsta verk verður að skoða tóbaksklútinn – svo fremi að al- mættið leyfir þann munað að hafa tóbak um hönd – og hreinn skal klút- urinn vera um alla eilífð. Það er vissulega söknuður sem fylgir fráfalli jafn náins aðila og tengdamóður, en minningarnar lifa og er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir þá góðvild og hlýhug sem hún ávallt sýndi mér og börnum okkar Lillýjar. Eiginkona mín, Lillý, hefur ekki aðeins misst móður, heldur einnig mikinn og góðan vin, en þær mæðgur voru alla tíð sérstaklega samrýmdar. Ég bið Valborgu tengdamóður minni Guðs blessunar og endurtek þakklæti til hennar fyrir langa og far- sæla samveru og þá góðu konu sem hún gaf mér og börnum mínum og barnabörnum. Öllum aðstandum nær og fjær sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Elsku tengdamamma, hvíl þú í friði og bestu kveðjur til tengdapabba, þessa ljúfa, góða manns, sem öllum vildi vel. Ólafur Kristjánsson. Elskuleg amman mín er látin en hún varð 90 ára hinn 1. ágúst sl. Amma er eflaust hvíldinni fegnust því síðustu mánuðir voru henni erfiðir í baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Að baki er löng ævi þar sem m.a. þurfti í æsku að takast á við móðurmissi og yngstu systkinunum var komið í fóst- ur á mismunandi stöðum. En síðar tók við langt og farsælt hjónaband með einum ljúfasta manni sem til hef- ur verið á þessu landi. Amma og afi áttu fimm börn sem öll eru á lífi. Fjöldi afkomenda er mikill og báru þau mikla umhyggju fyrir sínum af- komendum. Amma var næst yngst í hópi 6 systkina en móðir hennar lést eftir fæðingu yngsta barnsins. Um 2ja ára aldur var henni komið í fóstur til hjónanna Herdísar og Magnúsar í Súðavík. Amma talaði ávallt sérstak- lega hlýlega um fóstru sína sem reyndist henni vel í alla staði en sök- um fátæktar varð að finna henni ann- að heimili. Faðir hennar fór þá með hana í Mosdal er hún var um 8 ára gömul. Amma var send út að leika við aðra krakka og er hún kom inn aftur var faðir hennar farinn án þess að hafa gert þessari litlu móðurlausu stúlku grein fyrir þeirri stöðu sem þau voru í. Þetta atvik, að skilja hana eftir á viðkvæmum barnsaldri, á óþekktum stað meðal ókunnugra, markaði skiljanlega djúp spor í henn- ar líf og virtist amma því oft vera með harðari skel en raunin var. En amma var dugnaðarforkur og tókst henni að berjast áfram þótt á móti hafi blásið. Þegar fósturforeldr- ar hennar fluttu frá Mosdal fór amma til Reykjavíkur um 15 ára gömul en hélt síðar til Ísafjarðar og vann þar á sjúkrahúsinu. Þar var hún svo lánsöm að kynnast afa, Eggerti Haraldssyni, sem á þeim tíma lá á sjúkrahúsinu. Afi náði aftur heilsu og hófu þau fljót- lega búskap í Bolungarvík, þar sem þau bjuggu æ síðan og undu sér vel alla tíð. Ekki man ég annað en amma hafi trúað því að þeirra samband hafi verið fyrirfram ákveðið en þau voru lífsförunautar í alls 67 ár. Amma veiktist er hún var um fimmtugt og taka varð af henni annað brjóstið. En henni tókst að vinna bug á þeirri meinsemd og ná aftur fullri heilsu. Hún var alla tíð sérlega dugleg að hreyfa sig, stunda gönguferðir og iðka hvers konar líkamsrækt. Þar til amma veiktist, fyrir um ári síðan, var hún líkamlega vel sig komin og kvik- ari í hreyfingum en almennt gerist um fólk á hennar aldri. Amma og afi bjuggu áratugum saman við Völusteinsstræti en þar áð- ur við Skólastíg. Þess má geta að und- irritaður kom í heiminn uppi á lofti í litla gamla húsinu þeirra við Skóla- stíg. Í nokkur ár bjuggu foreldrar mínir í Reykjavík á vetrum en í Bol- ungarvík á sumrum. Þá var alltaf búið hjá ömmu og afa þótt húsakostur væri þröngur, margir í heimili og hús- ið sjálft minna en flestir nútíma sum- arbústaðir. Við bræðurnir vorum þá búnir að pakka niður í tösku mörgum dögum áður en keyrt var vestur, svo mikil var tilhlökkunin að komast vest- ur í Vík til ömmu og afa. Á þeim tíma var tveggja daga ferð „gömlu“ leiðina vestur og eftirminnilegast var er gamli grái „Sjervólettinn“ flutti okk- ur yfir vegleysur, sér í lagi yfir gömlu Þingmannaheiðina, og oft þurfti að gæta sjávarfalla í Gilsfirði. Ekki brást að við komuna til Bolungarvíkur beið amma ávallt eftir okkur með rjúkandi heitan mat. Þá var ekki brunað á milli landshluta á um 5 tímum eins og nú er gert eða hringt út í eitt úr GSM sím- um. Eftir að fjölskyldan fluttist alfarið vestur aftur voru þær ófáar ferðirnar sem farnar voru til ömmu og afa, einkum til þess að spila og hlusta á út- varpssöguna enda var sjónvarpið ekki komið til sögunnar. Amma og afi voru bæði sérlega áhugasöm um spila- mennsku og ekki hvað síst áhugasöm að spila við barnabörnin og síðan barnabarnabörnin. Þá var amma ein- staklega viljug að hafa standandi kaffi, súkkulaði, vöfflur og annað meðlæti alla sunnudaga eða oftar. Amma og afi höfðu aldrei mikla peninga milli handanna og ekki gerðu þau miklar kröfur til flestra þeirra lífsgæða sem líf margra snýst um í dag. Fjölmargar sendiferðirnar fór ég fyrir ömmu til að kaupa mjólk og mat og var þá ávallt talið úr buddunni að sendiferð lokinni. Það varð hreinlega að passa upp á hverja krónu hjá þeim eins og hjá svo mörgum öðrum á þeim tíma. En amma lagði sérstakan metnað í snyrtimennsku og hreinleika og að hafa krakkana hreina og fína. Þannig var eftir því tekið hversu vel til hafðar systurnar Hulda og Lillý voru á unga aldri þótt efnin væru lítil. Amma hafði það örugglega að markmiði að hennar börn þyrftu ekki að ganga í gengum þá tilfinningalegu erfiðleika sem hún sjálf þurfti að upplifa. Amma var sérstaklega pólitísk og krati fram í fingurgóma. Hennar póli- tíska sýn var að jafna bæri lífskjör fólks án þess þó að gengið væri að ein- staklingsfrelsinu til athafna. Amma hafði auk þess skoðun á flestu milli himins og jarðar og var að mér fannst alloft nokkuð ráðrík. Þetta kom sér eflaust vel fyrir afa sem var rólegur og heimakær og fannst eflaust ágætt að láta hana Boggu sína sjá um að stýra heimilishaldinu. Oft var tekist á í skoðanaskiptum en það hafði aldrei nein eftirmál. En amma var góð kona sem vildi okkur vel og þótti okkur mjög vænt um hana. Margt fleira mætti segja um hana ömmu. En með þessum orðum kveð ég elskulega ömmu mína með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Guð blessi þig amma mín. Jóhanna og dæturnar Ingibjörg og Herdís kveðja þig með sama hætti og biðja guð að varðveita þig. Kristján Bjarnar Ólafsson. VALBORG GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku Svava. Það er erfitt að hugsa til þess að lífsgöngu þinni er lokið eftir 38 ár. Margar minningar koma upp í hugann eftir þau 25 ár sem við áttum saman og mun ég ætíð varðveita þær. Unglingsárin sem við stigum saman. Fyrstu skrefin okkar SVAVA INGÓLFSDÓTTIR ✝ Svava Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1966. Hún lést á Hospis, líknardeild Háskólasjúkrahúss- ins í Lundi í Svíþjóð, hinn 5. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Foss- vogskirkju 13. júlí. út í alvöru lífsins því al- varan kom. Bæði í gleði og sorg gat ég alltaf leitað til þín. Þú varst alltaf tilbú- in með hjálparhönd, styðja mig og styrkja þrátt fyrir að berjast sjálf við þennan hræði- lega sjúkdóm. Og alltaf var stutt í brosið þitt og jákvæða hugarfar. Það er margt sem þú hefur kennt mér á þess- um árum og mun ég halda áfram að nýta mér það. Elsku Svava, þú munt búa í hjarta mínu um ókomin ár. Hvíl í friði. Þín vinkona, Kristín. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari uppl.). Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.