Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 17 ÁÆTLANIR þýskra stjórnvalda um að eigna- tengja atvinnuleysisbætur hafa valdið miklu uppnámi í landinu, þótt langt sé í að þær komi til framkvæmda, að því er fréttavefur breska ríkis- útvarpsins, BBC, greinir frá. Einkum hafa komið fram hörð mótmæli við fyrirhuguðum niðurskurði á bótum til fjöl- skyldna þar sem börn undir 15 ára aldri eiga yfir 750 evrur í sparifé, eða sem svarar rúmum 65 þúsund krónum. Hafa þýsk dagblöð farið háðug- legum orðum um áætlanir stjórnvalda. Bild, stærsta blaðið í Þýskalandi, birti sam- setta mynd af fjármálaráðherranum, Hans Eichel, með fangið fullt af barnaleikföngum. „Takið krumlurnar af sparigrísum barnanna,“ hafa verið viðbrögð bæði fjölmiðla og stjórnar- andstöðunnar. En yfirvöld segja þessar ráðstaf- anir nauðsynlegar til að stemma stigu við mis- notkun á velferðarkerfinu og fækka þeim 4,5 milljónum sem eru á atvinnuleysisskrá í Þýska- landi. Aðrar fyrirhugaðar ráðstafanir sem gagn- rýndar hafa verið eru að þeir sem sækja um at- vinnuleysisbætur munu þurfa að fylla út 16 eyðublöð, sem sögð eru með öllu óskiljanleg. Þúsundir manna hafa komið saman til mót- mælafunda vegna málsins í austurhluta Þýska- lands, þar sem atvinnuleysið er mest. Enn eru nokkrir mánuðir þar til þessar breytingar eiga að koma til framkvæmda, en málið hefur nú þeg- ar valdið ríkisstjórn Gerhards Schröders mikl- um óþægindum. „Burt með krumlurnar“ Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. 74 ÁRA gamall maður, sem þjáðist af krabbameini, lifrarbólgu, lungnaþembu og elliglöpum, var tekinn af lífi í Alabama í Bandaríkj- unum á fimmtudag. Dómstóll synj- aði beiðni um að lífi mannsins, James Barney Hubbard, yrði þyrmt vegna veikinda. Hubbard beið af- töku sinnar á dauðadeildinni sk. í 27 ár. Hubbard var dæmdur til dauða árið 1977 eftir að hafa myrt öðru sinni, þá nýlaus úr fangelsi fyrir fyrra morðið. Hubbard neitaði því til dauða- dags að hafa myrt seinna fórn- arlambið, Lillian Montgomery. Vill afsala sér ríkisborgararétti SKÁKMEISTARINN Bobby Fisch- er hringdi í sendiráð Bandaríkj- anna í Tókýó í fyrradag og til- kynnti embættismönnum að hann vildi afsala sér bandarískum rík- isborgararétti sínum. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, greindi frá þessu á blaða- mannfundi í gær. Suzuki kom áleið- is skrifaðri yfirlýsingu frá Fischer. „Ég kæri mig ekki lengur um að vera bandarískur ríkisborgari. Nú er nóg komið,“ stóð þar skrifað. Suzuki sagði Fischer ættjarð- arlausan og því myndi hann sækjast eftir því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu hann sem flóttamann. Lögfræðingur hans og stuðnings- menn leita nú hælis fyrir hann í öðrum löndum en Japan. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, sagði í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins í gær að ekki hefði verið óskað eftir því við ís- lensk stjórnvöld að Fischer fái hæli á Íslandi. Vara við Creutz- feldt-Jakob BRESKIR vísindamenn vöruðu við því í gær að mun fleiri gætu smitast af Creutzfeldt-Jakob (vCJD) sjúk- dóminum en áður var talið. Smit- efni vCJD er prótein, ólíkt því sem gengur og gerist með flesta sjúk- dóma. Við rannsókn á breskum manni smituðum af sjúkdóminum kom í ljós að arfgerð hans var tölu- vert ólík arfgerð fyrri sjúklinga. Segja vísindamennirnir þær nið- urstöður geta þýtt að fleiri séu næmir fyrir sýkingu en áður var talið. Mögluleiki geti verið á faraldri þar sem meðgöngutími sjúkdóms- ins hafi verið í styttra lagi hjá þeim sem þegar hafa greinst með sjúk- dóminn. Meðgöngutíminn geti ver- ið tugir ára og því erfitt að segja til um hversu margir séu smitaðir. Sólkerfi okkar einstakt? STJÖRNUFRÆÐINGAR telja ólík- legt að til sé reikistjarna svipuð jörðinni og þ.a.l. geti sólkerfi okkar verið einstakt, þó svo vitað sé um 120 önnur sólkerfi í alheiminum. Mario Livio, stjarnfræðingur við geimrannsóknarstofnun í Balti- more, segir sporbauga reikistjarna okkar sólkerfis hringlaga en spor- bauga reikistjarna annarra sól- kerfa sporöskjulaga. „Sé sporbaug- ur mjög sporöskjulaga er líklegt að reikistjarnan fari afar nærri sól- stjörnu sinni á ákveðnu tímabili sem er ekki mjög lífvænlegt.“ Livio segir þó erfitt að koma auga á reikistjörnur jafnsmáar jörðinni í öðrum sólkerfum. Fársjúkur mað- ur tekinn af lífi AP Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.