Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn Landsvirkj-unar og ítalska verktaka-fyrirtækisins Impregilosegja að ekkert sé að ótt- ast þrátt fyrir mikla vatnavexti í Jökulsá á Dal. Enginn hafi verið né sé í hættu og sama máli gegni um tækjabúnað, þótt brúin yfir Jöklu hafi eitthvað skemmst. Guðmundur Pétursson, verkefn- isstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, fylgdi Morgunblaðs- mönnum um svæðið í gær og út- skýrði aðstæður. Hvarvetna eru þungavinnuvélar, stórvirkir grjót- flutningabílar á iði, sömuleiðis app- elsínugulklæddir verkamenn, með hjálma, að störfum, eins og litlir maurar, í þessu stórbrotna lands- lagi, þar sem jafnvel risavaxinn trukkur virkar rétt eins og kræki- ber í helvíti. Guðmundur útskýrir: „Aðal- áherslan nú er lögð á að hækka varastífluvegginn. Hann var hækk- aður um fimm metra í gær og í dag verður hann hækkaður um aðra fimm. Þetta gengur allt samkvæmt áætlun, enda leggjast allir á eitt. Við viljum vera viðbúnir því að það hækki jafnmikið í Jöklu í kvöld og gerði í gær, þegar vatnsyfirborð ár- innar hækkaði um 10 metra, þannig að brúin yfir Jöklu var á bólakafi, sennilega voru einir tveir metrar niður á brúargóflið, þegar mest var.“ Menn og tæki aldrei í neinni hættu Þegar aðrennslisgöngin voru hönnuð var miðað við að hámarks- rennsli Jökulsár gæti orðið 1.050 rúmmetrar á sekúndu, að sögn Guð- mundar. Rennslið í hámarki í fyrra- kvöld hafi verið vel innan þeirra marka, eða rúmir 900 rúmmetrar á sekúndu, en ekki hafi verið hægt að skýra hversvegna önnur göngin hafi ekki afkastað meiru en raun bar vitni. Það muni koma á daginn þeg- ar sjatnar aftur í ánni og hægt verð- ur að fara inn í göngin og kanna hvað hafi gerst. Árið 1991 hafi rennslið mælst í hámarki rúmir 800 rúmmetrar á sekúndu og árið 1977 hafi Jökla í hámarki mælst með 930 rúmmetra á sekúndu, sem sé það mesta sem mælst hefur, frá því mælingar hófust fyrir fjörutíu árum eða svo. Aðspurður hvort raunverulegt hættuástand hafi myndast á fimmtudagskvöld, þegar Jökla hafði hækkað eins og raun bar vitni, segir Guðmundur: „Það eina sem hefur verið spursmál um, er brúin yfir Jöklu, en eins og þú sérð, þá hefur hún staðið þetta af sér og við vonum að það sama verði upp á teningnum í kvöld. Hún er auðvitað eitthvað löskuð, en við leggjum ekki endan- legt mat á ástand hennar, fyrr en þetta er afstaðið. Þannig að þótt rætt hafi verið um hættuástand, þá var það aldrei svo, að menn og tæki væru í neinni hættu, aldrei.“ – Nú hlýtur að hafa borist gríð- arlegt magn af aur og leir yfir ein- hvern hluta vinnusvæðis ykkar. Þýðir þetta ekki að þið verðið að ráðast í miklar hreinsunaraðgerðir, áður en raunverulegum fram- kvæmdum verður haldið áfram? „Nei, alls ekki. Vinnan við að- alstífluna fer öll fram neðan við var- astíflugarðinn og þar er bara um það að ræða að lítilsháttar leki hefur orðið í gegnum varastíflugarðinn, en ekkert sem skiptir sköpum, og þeg- ar hefur verið brugðist við þeim leka. Það hefur því ekki orðið nein truflun á framkvæmdum við aðal- stífluna.“ Ekki hægt að segja á þessu stigi hvað þetta þýðir Giovanni Matta er yfirmaður stíflugerðar ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo í Kára- hnjúkum. Hann er fyrst spurður hvort rennslisaukningin í Jöklu hafi skapað fyrirtækinu mikla örðug- leika. „Við höfum aðeins þurft að horf- ast í augu við þetta vandamál í örfáa daga. Við reynum eftir megni að veita Landsvirkjun, viðskiptavini okkar, þann stuðning og aðstoð sem við höfum tök á, til þess að lág- marka það tjón sem verður. Við vit- um ekki nákvæmlega enn hver stað- an er, því enn skortir á upplýsingar, eins og það hvað gerðist í öðrum göngunum. Það kemur ekki á dag- inn fyrr en sjatnað hefur í ánni á nýjan leik. Það eru horfur á því að brúin yfir Jöklu muni standa þetta af sér, sem er vel. Nú bíðum við fyrirmæla frá Landsvirkjun um það hver eigi að verða okkar næstu skref.“ Matta var spurður hvort hann telji að vatnavextir í Jöklu komi til með að seinka framkvæmdinni að einhverju ráði. „Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um það hvort og þá hversu mikið þetta kemur til með að tefja okkur. Við erum engir sérfræðingar í íslensku veðurfari og hegðun jökla á þessu landi. Auðvitað fylgjumst við eins grannt með stöðunni og okkur er unnt og að átta okkur á því hvernig sé rétt að bregðast við. En slíkar ákvarðanir eru auðvitað tekn- ar í samráði við og að undirlagi við- skiptavinar okkar, Landsvirkjunar.“ Matta segir jafnframt að aldrei hafi komið upp einhver hræðsla starfsmanna á svæðinu vegna rennslisaukningarinnar í Jöklu. Vandamálið sé alls ekki þeirrar gerðar og sömuleiðis hafi þeir ekki haft neinar áhyggjur af tækjum og tólum þeim sem eru á svæðinu. Matti var að lokum spurður hvort þessi aukning vatnsmagns í Jöklu komi til með að auka kostnað við framkvæmdirnar og þá hversu mik- ið. „Það er engin leið að gera sér grein fyrir því á þessu stigi, því við vitum ekki í dag hversu mikið við tefjumst vegna þessa. Kostnaður er ekki bara mældur í tíma, heldur einnig í tækjabúnaði, mannahaldi og fleiru. Þetta verður allt skoðað, metið og reiknað út, þegar heildarupplýs- ingar liggja fyrir. Þetta eru hlutir sem við hugsum ekki um í dag og höfum ekki áhyggjur af. Við veitum Landsvirkjun allan þann stuðning og aðstoð sem við getum og sjáum svo til með framhaldið.“ Áhersla á að hækka stífluna Miklar framkvæmdir starfsmanna Lands- virkjunar og Impreg- ilo hafa staðið yfir dag og nótt í Kára- hnjúkum frá því Jökla með aðstoð jökla ákvað að sletta úr klaufunum og yggla sig svo um munaði. Agnes Bragadóttir og Sverrir Vilhelmsson heimsóttu virkj- unarsvæðið í gær. Morgunblaðið/Sverrir Unnið hefur verið nótt og nýtan dag við að hækka varastíflugarðinn. Í fyrradag var hann hækkaður um fimm metra og um aðra fimm í gær. Giovanni Matta, yfirmaður stíflugerðar Impregilo að Kárahnjúkum, segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar tafir verða á framkvæmdum, eða hvort og þá hversu mikinn kostnað tafirnar hafi í för með sér. Guðmundur Pétursson, verkefnisstjóri Kárahnjúka- virkjunar hjá Landsvirkjun, segir að menn og tæki séu ekki og hafi ekki verið í neinni hættu, þrátt fyrir að rennsli í Jöklu hafi aukist mikið. Jorge, öryggisvörður hjá Impregilo, stendur vörð um það hverjir fá að koma inn á framkvæmdasvæðið og hverjir ekki. Hann er æði veðurbarinn og segist kunna mun betur við portúgalska veðráttu en veðrið við Kárahnjúka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.