Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 47
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 47 Ekki missa af flessu! Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opi› virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 04 Lyftistólar fyrir betri heilsu Lyftistóll le›urklæddur me› fjarst‡ringu. Á›ur kr. 223.193,- Tilbo› til eldri borgara a›eins kr. 167.900,- Me› tauáklæ›i á›ur kr. 180.709,- Tilbo› til eldri borgara kr. 136.900,- Amerískir hægindastólar á ver›i fyrir flig. Tauáklæ›i á›ur kr. 72.900,- Ver› nú 59.900,- Le›ur á›ur kr. 85.900,- Ver› nú 69.900,- Horft á sjónvarp Jasper rúm me› stillanlegum botni og heilsud‡nu, fáanlegt í kirsuberi e›a eik. Stær›ir 90x200 cm e›a 90x210 cm. Me› Apple heilsud‡nu kr. 99.800,- Me› heilsud‡nu kr. 119.900,- Loksins komin aftur Tilbo› til eldri borgara Íslensku menntasamtökin ses og Council forGlobal Education standa fyrir ráðstefnu íReykjavík sem hefst á morgun. Ráðstefnanber yfirskriftina Innihaldsrík menntun á 21. öld og er þetta sú fjórða sem Íslensku mennta- samtökin halda. Jákvæður agi og fjölgreindakenn- ing dr. Howards Gardners eru viðfangsefni ráð- stefnunnar að þessu sinni. Bill Scott er einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar og mun hann fjalla um jákvæðan aga. Hvað felur hugtakið jákvæður agi í sér? „Jákvæður agi er byggður á kenningum Alfreds Adlers og Rudolfs Dreikurs. Jákvæður agi er hegð- unarstjórnunarkerfi, sem er byggt á góðvild, virð- ingu, ákveðni og hvatningu. Foreldrar og kennarar sem sýna skilning og samúð kalla fram samvinnu, góða hegðun og hæfileika til að takast á við vanda- mál hjá ungu fólki. Þetta kerfi laðar fram færni sem er nauðsynleg bæði núna og síðar í lífinu.“ Hvernig er jákvæður agi nýttur? „Það þarf að kenna og sýna fram á þessi grunn- atriði, virðingu, samvinnu og hæfileika til að takast á við vandamál. Það er trú mín að ef ætlast er til að barn læri aðferðir í stærðfræði þurfi að kenna og sýna því hvernig fara á að og nemandinn þurfi tíma til að æfa sig. Það sama á við um jákvæðan aga. Nemendur verða að fá tækifæri til að æfa nýja færni í öruggu umhverfi. Við trúum því að flest hegðunarvandamál megi útloka þegar foreldrar og kennarar læra árangurs- ríkari aðferðir við að hjálpa börnum að mynda sér heilbrigðar skoðanir og færni.“ Hvert er mikilvægasta ráðið sem þú gefur uppal- endum? „Þjálfun tekur tíma! Við búum í heimi þar sem við erum orðin vön umsvifalausum árangri og um- svifalausum viðbrögðum. Þetta eru afleiðingar há- tækninnar. En við verðum að muna að breytingar á fólki taka tíma. Ef einhver kæmi til mín sem full- orðins einstaklings og segði að ég yrði að breyta þremur hlutum í sambandi við sjálfan mig væri ekki nóg að segja það. Ég yrði sjálfur að ákveða hvort ég væri því sammála, til þess að breyting- arnar gætu átt sér stað. Síðan þyrfti ég að ákveða hvort og hvenær ég myndi framkvæma þær. En með stuðningi og hvatningu eru allar breytingar mögulegar. Jákvæðum árangri má oft ná með bekkjar- eða fjölskyldufundum. Fullorðnir bera þá ábyrgð að hjálpa börnum og þróa með sér skapgerð- areinkenni sem lætur þau lifa hamingjusömu og innihaldsríku lífi. Jákvæður agi snýst ekki um full- komnun, frekar um framfarir.“ Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.ims.is. Ráðstefna | Íslensku menntasamtökin um innihaldsríka menntun Jákvæður agi  Bill Scott er skóla- stjóri Chalker-grunn- skólans í Kennesaw í Georgíu í Bandaríkj- unum. Hann er sér- fræðingur á sviði já- kvæðs aga og persónuleikakennslu og hefur hlotið margvísleg verðlaun sem kennari, þar á meðal var hann tilnefndur besti skóla- stjóri ársins í Georgíuríki árið 2002. Umgengni í borginni VÍKVERJI kvartaði um daginn yfir rusli út um allt og að enginn hirti um að ganga frá eftir sig Ég vil endilega sjá átak aftur, á borð við „Hrein torg – fögur borg“ sem var fyrir nokkrum árum. Er ekki kominn tími til að grípa til að- gerða á ný og vekja fólk til meðvit- undar? Ég hef tröllatrú á að Þórólfur borgarstjóri geti lagt verkefninu lið og orðið forgöngumaður í nýju átaki til að gera Reykjavíkurborg snyrti- lega. Svona átak ætti að fara fram á jákvæðan hátt, t.d. með því að á ruslatunnum séu skilaboð til vegfar- enda á borð við: „Settu drasl í mag- ann minn!“ Einnig vil ég benda á að við meg- um gjarnan hjálpast að við þetta. Það er okkur öllum til góðs þótt við þurfum stundum að taka upp drasl eftir aðra. Reykjavík verður 218 ára átjánda ágúst. Viljum við ekki fagna afmæl- inu með snyrtilegu afmælisbarni? Eldri borgari. Sex kettlingar fást gefins KASSAVANIR og mjög blíðir. Í öll- um litum, sumir eru Europe Short- hair. Upplýsingar fást hjá Heiðu í síma 847 7222. Mána er enn saknað HANN Máni okkar hefur ekki kom- ið heim síðan 31. júlí sl. Hann býr í Víðihlíð 36, 105 Reykjavík (Suð- urhlíðar). Máni er persneskur kött- ur, steingrár og loðinn með koparlit augu. Hann er merktur með hálsól með stáltunnu. Ef einhver hefur orð- ið hans var þá vinsamlega látið okk- ur vita. Hugsanlegt er að hann hafi lokast inni í bílskúr eða kjallara. Steingrímur s. 825 7902, Katrín s. 698 6837, heimasími 553 2470 – vidi- hlid@simnet.is Týndur persi PERSNERSKUR köttur, golden, eyrnamerktur, týndist í Rimahverfi 4. ágúst sl. Ef einhver hefur orðið hans var má viðkomandi endilega hafa samband í síma 567 3304 eða 865 2208. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. b3 g6 16. Bb2 Db6 17. c4 Rh5 18. b4 Bg7 19. c5 Dc7 20. cxd6 Dxd6 21. dxe5 Dxb4 22. Ba3 Dc3 23. Bd6 Rxe5 24. Ha3 Db2 25. Hb3 Da2 26. Rxe5 Bxe5 27. Bxe5 Hxe5 Staðan kom upp í ofurskákmótinu í Biel sem lauk fyrir skömmu. Alexand- er Morozevich (2743) hafði hvítt gegn Krishnan Sasikiran (2666). 28. Rc4! He7? Svartur tapar drottningunni við þetta. Betra hefði verið 28... bxc4 29. Bxc4 Dxa4 30. Bxf7+ Kh8! og svartur getur haldið taflinu gangandi. 29. Ha3 bxc4 30. Hxa2 Hd8 31. Hd2 Hed7 32. Df3 Hxd3 33. Hxd3 Hxd3 34. He3 Hd7 35. De2 og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Alexander Morozevich (2743) 7½ vinning af 10 mögulegum. 2. Krishnan Sasikiran (2666) 6 v. 3.-5. Ruslan Ponomarjov (2722), Yannick Pelletier (2597) og Etienne Bacrot (2712) 4½ v. 6. Luke McShane (2643) 3 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik Á NÆSTSÍÐUSTU tónleikahelgi þessa sumars í Hallgrímskirkju mun bandaríski orgelleikarinn Stephen Tharp koma fram á vegum Sumarkvölds við orgelið. Tharp flytur fjölbreyttar efnisskrár á hádeg- istónleikum í dag kl. 12 og á kvöld- tónleikum annað kvöld kl. 20. Efnisskrár Stephens spanna allt frá bar- okki til nútímans. Í dag leikur hann umrit- un sína á Tónlist fyrir hina konunglegu flugelda sem Georg Friedrich Händel skrifaði 1748 og tvö verk eftir franska organistann og tónskáldið Louis Vierne. Efnisskrá sunnudagstónleikanna hefst einnig á konunglegu flugeldatónlistinni en þar á eftir leikur Stephen Tharp tvo sálm- forleiki Bachs við sálminn Jesus Christus, unser Heiland. Þá er báða að finna meðal hinna 18 Leipzig-sálmforleikja Bachs sem hafa verið rauði þráður tónleikarað- arinnar í sumar. Þá leikur hann Sónötu nr. 2 í c-moll eftir Felix Mendelssohn og Me- ditation eftir Louis Vierne, en tónleik- unum lýkur svo með annarri umritun eftir Stephen Tharp, The Fair, sem er úr Pet- rushka eftir Igor Stravinsky. Stephen Tharp var organisti og tón- leikastjóri Kirkju heilags Patreks í New York en helgar tíma sinn núna tónleikum, kennslu og hljóðritunum. Fyrir utan tón- leika, sem einleikari eða með öðrum, er hann eftirsóttur kennari og fastur gesta- kennari við Yale-háskóla en hann býr bæði í New York og í Þýskalandi. Bandarískur orgelleikari í Hallgrímskirkju Stephen Tharp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.