Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Smári Ársælssonfæddist á Bjargi á Seltjarnarnesi 11. febrúar 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 27. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Smára voru hjónin Ársæll Jóhannsson, f. á Innri-Skelja- brekku í Andakíl í Borgarfjarðarsýslu 29. janúar 1912, d. í Reykjavík 20. nóv- ember 1981 og Hólmfríður Jóhann- esdóttir, f. í Enn- iskoti í Víðidal í Vestur-Húna- vatnssýslu 7. mars 1912, d. 6. maí 1986. Bróðir Smára er Reynir, f. á Kiðafelli í Kjós 19. desember 1944. Hann fór ungur til Dan- merkur til náms í mjólkuriðnaði, tók upp eftirnafnið Johannsson og kvæntist Jytte Jo- hannsson, þau slitu samvistir. Sonur þeirra er John Stig Johannsson, f. 1966. Smári ólst upp með foreldrum sín- um og bróður á Bjargi á Seltjarnar- nesi til vors 1944, er þau hófu búskap á Kiðafelli í Kjós, þar sem þau bjuggu til 1950, síðan á Efra- Velli í Gaulverjabæj- arhreppi til 1959 og í Jórvík í Sandvíkurhreppi til 1966 og síð- ustu árin á Selfossi. Smári verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Smári var efnilegur sem barn og tók eðlilegum framförum en um þriggja ára aldur varð hann fyrir því að fá heilahimnubólgu, hann náði ekki fullum þroska upp frá því, var alla tíð að sumu leyti sem barn. Hann vissi talsverð deili á fólki vítt um land, sérstaklega frændfólki og hafði mikinn hug á að rækta frændsemi við fólk, skylt og vandalaust, með heimsóknum og símtölum. Eftir að foreldrar hans dóu varð hann fastagestur hjá okkar fjöl- skyldu um hver jól og einnig á haust- in um réttaleytið þar sem hann fylgdist með fénu koma af fjalli til Oddstaðaréttar. Voru það miklar há- tíðastundir í hans huga. Var hann þá jafnan með myndavél sína með og tók ljósmyndir, sérstaklega í réttun- um. Fyrr á árum hafði hann gaman af að bregða á leik með yngra frænd- fólki sínu og minnist það Smára og leikja við hann með hlýju. Hann var minnugur á bílnúmer áður en þessi nýju komu, þekkti þau víða bæði í Árnessýslu og Borgar- firði og vissi hverjir eigendur bif- reiðanna voru. Nokkru áður en móðir hans lést hafði hún komið málum svo fyrir að Smái fengi einstaklingsíbúð í Sigtún- um 33a á vegum félagsmálastofnun- ar á Selfossi, þar sem hann hefur bú- ið síðustu tvo áratugi og unað hag sínum vel. Við Hanna og fjölskyldur okkar þökkum Smára vinsemd og tryggð og við munum sakna þess að hann verður ekki með okkur lengur um jól og réttir. Við eigum góðar minningar um hann. Við viljum þakka því fólki, skyldu og vandalausu, sem tók á móti honum, greiddi götu hans og sýndi honum hlýtt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Blessuð sé minning hans með þakklæti fyrir margar góðar stundir á liðnum áratugum. Þinn föðurbróðir Ragnar Sveinn Olgeirsson. Elsku Smári. Í dag kveðjum við þig, vinnufélag- arnir á vinnustofunni. Þín verður sárt saknað en við eigum góðar minningar um þig sem við komum til með að geyma með okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við þökkum þér fyrir öll árin sem við fengum að eiga með þér. Guð blessi og veri með þínum nánustu. Allir á vinnustofunni á Selfossi. Það var mér harmafregn þegar ég frétti lát vinar míns Smára Ársæls- sonar. Okkar fyrstu kynni voru árið 1965 en þá flutti Smári í hverfið þar sem ég bjó. Við tókum tal saman og mikið var talað um músík. Á henni hafði hann brennandi áhuga og það leiddi til þess að Smári hóf harmonikunám í Tónlistarskóla Árnesinga. Skóla- stjóri skólans var þá Ásgeir Sigurðs- son og tók hann Smára mjög vel. Ég var svo kennari hans þar til yfir lauk. Það voru margar ánægjustundirnar sem við Smári áttum í spilatímunum. Hann kom alltaf brosandi og glaður og lagði sig allan fram við námið. Oft fengum við okkur smá hressingu á eftir og uppáhaldið var sneið af súkkulaðitertu. Við fórum stöku sinnum á kaffihús til að fá okkur þetta góðgæti. Smári var ljúfmenni og vildi öllum gott. Þegar ég heim- sótti hann hlustuðum við oft á geisla- diska með harmonikutónlist og átti hann dágott safn af henni. Fallinn er frá ljúfur og elskulegur vinur og mun ég alla tíð muna þenn- an ljúfa mann. Guð blessi sálu hans í æðri heimum og veiti þeim líkn sem lifa. Sigfús Ólafsson. Elsku Smári. Við þökkum þér allar góðu stund- irnar sem við höfum fengið að eiga með þér frá fyrstu tíð. Þær hafa auðgað líf okkar. Þú hefur ávallt skipað sérstakan sess hjá okkur öll- um. Þökk fyrir að vera þú sjálfur, drengurinn góði, sannur og tryggur. Minningin um þig mun verma hjörtu okkar um ókomin ár. Við viljum koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra sem hafa stutt Smára í gegnum tíðina. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Sigurveig Jóhannsdóttir, Þuríður, Guðríður og fjölskyldur. Við kveðjum heimilisvin okkar Smára Ársælsson hinstu kveðju. Hann var traustur vinur og hafði þau áhrif með nærveru sinni að manni þótti vænt um hann. Smári hafði fyrir sið að hringja alltaf á undan sér, athuga hvort væru gestir, hvað það þýddi hjá honum held ég að hann hafi verið að sýna til- litssemi. Smári vissi að hann var allt- af velkominn til okkar. Hann gat ver- ið spaugsamur og glettinn, en alltaf kurteis. Smári var barngóður og ef börn sýndu honum vinsemd var hann ánægður. Viku fyrir andlát sitt kom Smári til okkar og var mjög ánægður með or- lof sitt að Laugarvatni í sumar, það var síðasta heimsókn hans til okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Smára að vin. Smári var þakklátur öllum vinum og vandamönnum, hann sýndi það þegar hann varð fimmtugur og sex- tugur, þá hélt hann frændfólki og vinum stórveislur, sem hann gat ver- ið stoltur af. Við þökkum lífsgöngu með Smára, hann var sannur vinur. Ingibjörg (Didda) og Gunnar. Smári var einstakur, með sitt fal- lega bros og sérstakt blik í augum. Hann æfði íþróttir, einkum boccia, með íþróttafélaginu Suðra á Selfossi, samviskusamur og ákveðinn. Lét vita ef hann komst ekki á æfingu og ef eitthvað sérstakt stóð til hringdi hann alltaf til að fá staðfestingu á dagsetningu og tíma til að hann missti örugglega ekki af neinu. Við árlega jólakortasölu félagsins naut hann sín vel. Hann tók alltaf sama hverfið og kæmi hann að tómu húsi fór hann aftur og aftur þangað til einhver svaraði bjöllunni. Smári var svo sannarlega litríkur persónuleiki og vakti athygli þar sem hann fór með sólgleraugun, mittis- töskuna og plastpokann. Svo var það reyndar líka tóbaksdósin en hana bar hann ekki utan á sér. Aldrei kom til greina að skilja þessa hluti við sig hvort sem hann var á æfingu, íþróttamóti eða balli. Að vera snöggur var hugtak sem ekki var til í orðabók Smára. Hver minnsta hreyfing var sérstök athöfn og gat það tekið á taugarnar að bíða eftir honum en það var ekki hægt að ergja sig yfir því – þetta var bara Smári. Eitt sinn á bocciamóti var hann búinn að bíða lengi eftir sínum leik, stóð við völlinn alveg tilbúinn í slag- inn. Þegar leikurinn átti svo að hefj- ast var Smári horfinn, leitað var um allt hús og kom í ljós að hann hafði þurft að skreppa „afsíðis“. Það var aðeins eitt í stöðunni, tala við dóm- arann og biðja hann að seinka leikn- um því þetta gæti orðið töluverð bið. Dómarinn tók vel í það og andstæð- ingurinn líka. Eftir dágóða stund gekk Smári í rólegheitum inn á völl- inn með gleraugun á sínum stað, mittistöskuna utan yfir Suðrajakk- ann og plastpokann í hendinni. Leik- urinn gat hafist. Smára verður sárt saknað er æf- ingar hefjast aftur í haust. Við erum rík að hafa fengið að kynnast þessum einstaka manni og þökkum fyrir það. Blessuð sé minning Smára Ár- sælssonar. Fyrir hönd íþróttafélagsins Suðra Svanur Ingvarsson, for- maður, Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir, þjálfari. SMÁRI ÁRSÆLSSON ✝ Jón Sigmundssonfæddist að Ein- fætingsgili í Bitru- firði 22. nóvember 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur 30. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sig- mundur Lýðsson frá Skriðinsenni, f. 8. júlí 1880, d. 8. júní 1960, og Jóhanna Sig- mundsdóttir Knudsen frá Hvolsseli í Svína- dal, f. 23. ágúst 1886, d. 13. júní 1969. Systkini Jóns eru Lýður, f. 17. apríl 1911, d. 19. júní 1994, kvæntur Vigdísi Matthíasdóttur; Signý, f. 30. ágúst 1912, d. 29. maí 2004, var gift Jóni Matthíassyni, þau skildu, maki Sigurður Franklínsson; og Indriði, f. 26. ágúst 1922, kvæntur Guðfinnu Magnúsdóttur. Jón kvæntist 31. okt. 1953, Elínu Gunnarsdóttur, f. 15. mars 1933, frá Gilsfjarðarmúla í Gilsfirði. Móð- ir hennar var Sólrún Guðjónsdóttir, f. 24. febr. 1899, d. 21. jan. 1985 og faðir Gunnar Jónsson, f. 18. maí 1896, d. 25. febr. 1979. Börn Jóns og Elínar eru: 1) Sigmundur, f. 24. jan. 1957, maki Inga Þórunn Sæmunds- dóttir, f. 17. nóv. 1946. Dætur hans og Guðnýjar Þorgilsdóttur eru Jó- hanna Mjöll, f. 17. okt. 1979, og Elínrós, f. 16. ág. 1989. 2) Guðjón Friðbjörn, f. 16. júní 1958, maki Margrét Vagnsdóttir, f. 26. júní 1962, dóttir þeirra Ágústa Halla, f. 4. jan. 2001. 3) Gunnar, f. 4. des. 1959, maki Ragn- heiður Sveinsdóttir, f. 29. apríl 1961, börn þeirra eru Guðjón Ingi, f. 17. maí 1992, og Sólrún Ásdís, f. 26. júlí 1995. 4) Sólrún, f. 17. júlí 1961, maki Ingimundur Jóhannsson, f. 29. apríl 1962, börn þeirra eru Jón, f. 19. febr. 1986, Unnur, f. 27. apríl 1988, og Elín, 2. nóv. 1990. 5) Lýð- ur, f. 29. jan. 1967. Kvæntist Rósu Þorleifsdóttur, f. 30. mars 1966, þau skildu. Dóttir þeirra Magða- lena Sif, f. 3. ágúst 1995. 6) Jóhann Lárus, f. 28. ágúst 1969, maki Kol- brún Þorsteinsdóttir, f. 29. janúar 1970, börn þeirra eru Sara, f. 22. júní 1996; Íris, f. 28. júlí 1999, og Lárus, f. 3. mars 2003. Jón fæddist að Einfætingsgili, ólst þar upp og bjó síðan. Útför Jóns fer fram frá Hólma- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Óspakseyrarkirkjugarði. Mér er alltaf mikils virði mega geyma fagran sjóð. Björt er sól í Bitrufirði bjart er yfir æskuslóð. Lífið var mér létt í spori ljúfu æskuárin góð. Allt varð þá að einu vori ættjörð þér ég syng mín ljóð. Lék ég mér sem lítill strákur labbað var þá upp á brún. Eða líkt og fimur fákur frjáls ég hljóp um fjöll og tún. Minningar sem gleði geyma gleðja augað tindar skörð. Þar sem ljúfar lindir streyma og líða hljótt í Bitrufjörð. (Haraldur Haraldsson.) Guð geymi þig, hafðu þökk fyrir allt. Ástarkveðja, eiginkona, börn og fjölskyldur. JÓN SIGMUNDSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd barnabarna, langömmubarna og langalangömmubarns, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hjörleifur Magnússon, Anna Hlín Guðmundsdóttir, Guðmundur Björnsson, Kristín Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Olga Guðmundsdóttir, Jóhann Halldórsson, Víglundur Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Lilja Pálsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Teitur Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför stjúpmóður okkar, BERGÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR (Gógó) frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir frábæra umhyggju og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Lárusdóttir, Ársæll Lárusson, Ágústa Lárusdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og góðar kveðjur við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, PÁLMA KARLSSONAR, Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Seli, sem með ljúfu viðmóti og alúð önnuðust vel um Pálma meðan hann dvaldi þar. Kærar kveðjur, Elsa Halldórsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, HANSÍNA JÓNSDÓTTIR, Fellsmúla 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 5. ágúst. Ragnar Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.