Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI DJASSTRÍÓIÐ Cold Front hljóðrit- aði fyrsta disk sinn í Winnipeg í Kan- ada í vikunni og er gert ráð fyrir að hann komi út vestra og á Íslandi á næsta ári. Tríóið vakti mikla athygli á Íslendingadagshátíðinni í Gimli en það skipa Björn Thoroddsen, gít- arleikari, Richard Gillis, tromp- etleikari, og Steve Kirby, bassaleik- ari. Björn Thoroddsen hefur verið tíð- ur gestur í Norður-Ameríku und- anfarin ár og fengið sérstaklega góða dóma, bæði á tónleikum og ekki síður í fjölmiðlum. Richard Gill- is hefur spilað með honum og Guitar Islancio í fjögur ár en samstarf þeirra við Steve Kirby hófst í byrjun árs, þegar þremenningarnir héldu 10 tónleika í Manitoba. Það gekk reyndar svo vel að þeir ákváðu að stofna tríóið Cold Front, gefa út samnefndan disk og gera út á djasshátíðir. ,,Við tókum upp efni eftir okkur sjálfa og auk þess þekkta ameríska húsganga,“ sagði Björn eftir að tök- um lauk í hljóðveri Manitobaháskóla í Winnipeg. ,,Við höfum náð mjög vel saman og höfum ákveðið að halda þessu samstarfi áfram með því að gera út á djasshátíðir og spila hér og þar,“ bætti hann við. Að sögn Björns ætla þremenning- arnir fyrst og fremst að horfa til há- tíða og annarra viðburða í Norður- Ameríku en ýmislegt annað er reyndar í deiglunni. ,,Við komum fram á djasshátíð Reykjavíkur í lok september og förum þaðan til Winni- peg þar sem við tökum þátt í Íslands- kynningu Iceland Naturally 3. til 10. október,“ segir Björn. ,,Við erum með nokkur tilboð í gangi og það eru spennandi tímar framundan.“ Þekktir tónlistarmenn Richard Gillis er af íslenskum ætt- um í Saskatchewan, en hann er pró- fessor við tónlistarskóla Manitoba- háskóla og einn af stofnendum djassstórsveitar Winnipeg. Steve Kirby er einn af þekktustu djassleikurum Norður-Ameríku. Hann er frá St. Louis í Missouri og kenndi þar lengi, en síðan í fyrra- haust hefur hann verið yfirmaður djassdeildar Manitobaháskóla eftir að hafa starfað lengi í New York. Hann hefur verið í eldlínunni í ald- arfjórðung og meðal annars leikið með Elvin Jones í tvö ár, Cyrus Chestnut Trio í fjögur ár, Kathleen Battle, Abbey Lincoln, Steve Turre, Jacky Terrason, Joe Lovano, Eddie Henderson, Benny Green og Winard Harper. ,,Það hefur alltaf verið draum- urinn að stíga þetta skref, að spila með þeim bestu,“ segir Björn, en auk þess að leika með Cold Front spilaði hann á tónleikum með djass- stórsveit Winnipeg eins og fyrr á árinu. ,,Steve Kirby er einn af fremstu djassleikurum í Norður- Ameríku og það er frábært að fá tækifæri til að vera í þessum fé- lagsskap. Það að hafa þegar hljóð- ritað disk treystir mjög sambandið og þetta er mikil lyftistöng fyrir mig. Ég er kominn í ákveðna úrvals- deild.“ Björn Thoroddsen og félagar í Cold Front hljóðrituðu disk ,,Kominn í ákveðna úrvals- deild“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Steve Kirby, Björn Thoroddsen og Richard Gillis í Cold Front vöktu mikla athygli á Íslendingadagshátíðinni í Gimli og hljóðrituðu disk. KRISTJÁN Guðmundsson, ferða- nefndarmaður rótarífélaga í Kópa- vogi, segir að gerð verði 40 mínútna löng heimildarmynd um ferð félag- anna um Vesturheim á nýliðnum dögum en hópurinn kemur til Ís- lands á morgun. Rótaríklúbbur Kópavogs og Rót- aríklúbburinn Borgir í Kópavogi ákváðu fyrir einu og hálfu ári að fara í ferð til Vesturheims. ,,Við miðuðum við 90 manna hóp úr báðum félögun- um og vorum nærri lagi því 88 manns voru í hópnum,“ segir Krist- ján. Þjóðræknisfélag Íslendinga skipulagði ferðina og var komið víða við á Íslendingaslóðum í Minnesota, Wisconsin, Norður-Dakóta og Mani- toba. Félagsmenn gáfu meðal annars um 700 dollara í söfnunarsjóð vegna fyrirhugaðs minnismerkis um Þing- vallakirkju í Norður-Dakóta, sem brann til kaldra kola í fyrrasumar og þökkuðu Magnúsi Olafson í Norður- Dakóta og Stefáni Stefanson í Gimli fyrir ákveðið brautryðjendastarf í samskiptum við Ísland með bóka- gjöfum. Klúbbarnir héldu sameiginlegan félagsfund í Gimli og buðu rótarí- félögum á staðnum á fundinn. Marg- ir hittu fjarskylda ættingja í fyrsta sinn og aðrir rifjuðu upp gömul kynni. ,,Við hittumst síðast á Íslandi fyrir 20 árum,“ sagði Emma Eyþórs- dóttir, þegar hún sá Svövu Sæmund- son frá Árborg. Gera heimildar- mynd um ferðina Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Emma Eyþórsdóttir og Svava Sæmundson hittust fyrir tuttugu árum í Reykjavík og síðan aftur í Manitoba í Kanada í vikunni. Margir íslenskir kórarhafa heimsótt Vest-urheim á nýliðnum ár-um, en fullyrða má að Skagfirska söngsveitin sé í hópi þeirra bestu. Henni var enda mjög vel tekið víðsvegar í Manitoba, í Mountain í Bandaríkjunum og í Wynyard í Saskatchewan. „Við höfum reynt að fara í tón- leikaferðir til útlanda um það bil þriðja hvert ár,“ segir Björgvin Þ. Valdimarsson, sem hefur verið stjórnandi kórsins síðan 1983. Áður stjórnaði Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir kórnum í 13 ár. „Skag- firska söngsveitin kom hingað árið 1981 og síðan hefur verið áhugi á að koma aftur,“ bætir hann við og segir að ferð vestur hafi legið lengi í loftinu. „Það sem gerði útslagið var að Baldvin Júlíusson kom inn í kórinn eftir að hafa búið í Kanada í um aldarfjórðung. Hann var sjálf- kjörinn í ferðanefndina og var mjög mikilvægur í allri skipulagn- ingu enda þekkir hann marga hérna.“ Margir tónleikar Kórinn bjó á hóteli í Winnipeg og fór þaðan í nágrannabyggðir. Hann kom tvisvar fram í Winnipeg, fjórum sinnum á Íslendingadagshá- tíðinni í Gimli, tvisvar á Íslend- ingahátíðinni í Mountain og svo einu sinni í Lundar, Riverton og Wynyard. „Móttökurnar hafa í einu orði sagt verið stórkostlegar,“ seg- ir Björgvin. „Þetta hefur verið eitt allsherjar ævintýri,“ bætir hann við og segir að sérstaklega hafi verið gaman að heimsækja Einar og Ro- salind Vigfusson í Árborg. „Það er gaman að sjá hvað hún hefur gert mikið fyrir unga fólkið,“ segir hann en Rosalind er stofnandi og stjórn- andi ungmennakórs Nýja Íslands. „Tónleikarnir heppnuðust alls stað- ar vel og ekki síst í Riverton. Það sem var einna ánægjulegast við þá þar var hvað mikið af ungu fólki kom til að hlusta á okkur.“ Tónleikarnir í Mountain voru sérstakir að því leyti að kórinn söng undir beru lofti og í úrkomu að hluta til í seinna skiptið. „Um- hverfið var mjög fallegt en við er- um ekki vön að syngja við svona aðstæður. Engu að síður var það mjög skemmtilegt. Síðan fór að rigna eins og heima á Íslandi en við efldumst eftir því sem meira rigndi og enduðum með því að syngja Öxar við ána þrisvar. Þá kom sólin aftur.“ Félagar í Skagfirðingafélaginu í Reykjavík stofnuðu Skagfirsku söngsveitina á haustdögum 1970. Hún hefur gefið út fimm vín- ylplötur og tvo diska. Að sögn Björgvins er sá fyrri, Kveðja heiman að, ófáanlegur, og lítið eftir af hinum, Nú ljómar vorsins ljós. Um 70 manns eru í kórnum og auk þess hefur hann fengið ein- söngvara til liðs við sig. Raddþjálf- ari kórsins er Kristín R. Sigurð- ardóttir og var hún einsöngvari í ferðinni. Dagný Björgvinsdóttir er undirleikari kórsins og er þetta fyrsta starfsár hennar með honum. Vetrarstarfið hefst venjulega um miðjan september og stendur yfir fram í apríllok. „Sumardaginn fyrsta höldum við aðaltónleikana okkar fyrir styrktarfélaga og aðra gesti, tvenna tónleika í Langholts- kirkju og alltaf fyrir fullu húsi,“ segir Björgvin. „Það er mikill kraftur í þessu hjá okkur og starfið hefur verið gríðarlega öflugt í gegnum tíðina.“ Engu líkt Síðan 1979 hefur Skagfirska söngsveitin meðal annars farið í tónleikaferðir til Skotlands, Þýska- lands, Ítalíu, Spánar, Írlands, Tékklands og tvisvar til Kanada. Aðspurður segir Björgvin að það sé engu líkt að heimsækja Íslend- ingaslóðir í Norður-Ameríku. „Þetta snertir mann mjög djúpt og það sem kemur mest á óvart er hvað margir skilja og tala ís- lensku,“ segir Björgvin, sem meðal annars hitti frændfólk sitt í Lundar í fyrsta sinn. Skagfirsku söng- sveitinni mjög vel tekið vestra Skagfirska söngsveitin í Reykjavík hefur kom- ið fram víða í Vesturheimi undanfarna daga og alls staðar fengið mjög góða dóma. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með sveitinni og ræddi við Björgvin Þ. Valdimarsson stjórnanda. steg@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Björgvin Þ. Valdimarsson, stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar, gefur tóninn í Mountain í Norður-Dakóta. Skagfirska söngsveitin lét ekki ,,íslenska“ rigningu stöðva sig í Mountain.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.