Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Finnur NikulásKarlsson fædd- ist á Gunnlaugs- stöðum á Völlum 30. nóvember 1956. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut laugar- daginn 31. júlí síð- astliðinn. Finnur var yngsta barn bændahjónanna Önnu Bjargar Sig- urðardóttur, f. 11. nóvember 1920, d. 13. febrúar 2003, og Karls Nikulássonar, f. 17. september 1908, d. 16. október 1982. Systkini Finns eru; Guðrún, f. 1944, gift Trausta Gunnarssyni, Pálína, f. 1945, gift Jóni Gunnlaugssyni, Sigurður, f. 1947, kvæntur Maríu Pétursdótt- ur, Valgerður, f. 1949, gift Ein- ari Jónssyni, og Gunnlaugur, f. 1955, d. 1976. Hinn 31. desember 1979 Miroslaw Luczynski, og Anna Berglind, f. 1985. Finnur ólst upp á Gunnlaugs- stöðum og var í Barnaskólanum á Hallormsstað. Hann varð stúd- ent frá Kennaraskóla Íslands 1977 og stundaði síðan nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi í íslensku og prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Á skólaárunum vann hann hjá Skógrækt ríkisins á Hallorms- stað og við Orðabók Háskólans. Að loknu stúdentsprófi kenndi Finnur einn vetur við grunnskól- ann á Borgarfirði eystra. Hann hóf kennslu við Menntaskólann á Egilsstöðum 1984 og var þar ís- lenskukennari til dauðadags. Finnur gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum, hann sat m.a. nokk- ur ár í hreppsnefnd Vallahrepps og var formaður skólanefndar Hallormsstaðaskóla í tólf ár. Hann var formaður stjórnar Hér- aðsskjalasafns Austurlands til nokkurra ára og síðastliðin átta ár var hann ásamt Skarphéðni Þórissyni ritstjóri Múlaþings. Finni verður sungin sálumessa í Egilsstaðakirkju í dag og hefst hún klukkan 14. Jarðsett verður í Vallaneskirkjugarði. kvæntist Finnur Rannveigu Árnadótt- ur, f. 1958. Rannveig er dóttir Árna B. Halldórssonar hæsta- réttarlögmanns, f. 17. október 1922, d. 31. mars 2000, og Kristínar G. Gissur- ardóttur hjúkrunar- konu á Egilsstöðum, f. 15. mars 1921. Systkini Rannveigar eru Gissur Þór, f. 1948, kvæntur Stef- aníu Steinþórsdóttur, Halldór, f. 1950, kvæntur Þórunni Einarsdóttur, Þórhallur, f. 1952, kvæntur Guð- laugu Bachmann, Gunnar, f. 1955, kona hans var Jóhanna Pálmadóttir, þau skildu, Anna Guðný, f. 1956, maður hennar var Sigurður Grétarsson, þau skildu. Dætur Finns og Rannveigar eru; Gunnhildur, f. 1977, gift Leiðir okkar Finns lágu fyrst sam- an þegar Rannveig systir mín bjó hjá okkur Tótu í Reykjavík. Hann hóf þá að venja komur sínar til hennar, eftir að þau höfðu kynnst sumarið áður við vinnu í Hallormsstaðarskógi. Þau voru bæði að afla sér menntunar í höfuðborginni. Hann lét ekki mikið fyrir sér fara, okkur Tótu fannst hann stundum of hlédrægur. Smám saman kynntumst við honum, fræða- áhuga hans og þeirri yfirgripsmiklu þekkingu sem hann aflaði sér á bók- menntum og íslenskum fræðum. Bak við hlédrægnina bjó glettinn húmor og ríkt skap, en þar bjó líka umhyggja fyrir öðru fólki, ekki síst börnum. Ég trúi því að þessir kostir Finns hafi nýst honum vel í kennslu og við að uppfræða ungt fólk, en það valdi hann sér að ævistarfi. Ég fann fyrir þessum kostum hans gagnvart mínum börnum. Finnur var í senn heimsmaður og Héraðsmaður. Hann vildi helst vera á Héraði, jafnvel svo að lækni hans á Landspítalanum þótti nóg um. Á Héraði ólst hann upp, starfaði og þar bjuggu þau Rannveig sér afar fallegt og hlýlegt menningarheimili. Bækur huldu flesta veggi, sem skapaði kunnuglegt og þægilegt andrúmsloft fyrir okkur sem alin erum upp innan- um bækur. Menntun Finns og hugs- un gerðu hann að heimsmanni. Finnur og Rannveig voru ólík um margt, en þó voru þau eins og sköpuð hvort fyrir annað. Bæði voru þau skapmikil, Finnur þó rólegri en Rannveig örari og opinskárri. Sam- búð þeirra var ekki alltaf dans á rós- um og svo fór að þau slitu um tíma samvistum. Það var þeirra gæfa að ná saman á ný og samband þeirra var orðið innilegra og sterkara en nokkru sinni fyrr, þegar Finnur greindist með nýrnabilun. Ég hygg að þær raunir sem þau gengu í gegn- um saman hafi styrkt samband þeirra og vináttu enn frekar. Þegar við systkinin stóðum tvö yfir dánar- beði Finns sagði hún við mig: „Það er svo gott til þess að hugsa, núna þegar hann er farinn, að við vorum búin að ræða öll okkar mál, það var ekkert óuppgert.“ Rannveig tekst nú á við djúpa sorg, sem er það gjald sem hún þarf að greiða fyrir að hafa elskað. Finnur var trúaður og sneri sér til kaþólsks siðar fyrir nokkrum árum. Að ósk Finns, hefur Rannveig undirbúið sálumessu og útför að kaþólskum venjum, sem um sumt er okkur fram- andi þó annað sé kunnuglegt. Þar gefst okkur sem eftir lifum kostur á að syrgja mann sem við elskuðum og virtum. Í mínum huga er jarðarför fyrir þá sem eftir lifa frekar en þann sem er dáinn. Hannes Pétursson hefur orðað þetta svo vel. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Við kveðjum góðan dreng, sem var sannur vinur vina sinna og hafði vak- andi auga fyrir velferð dætra sinna. Við Tóta, Gunnar bróðir minn og börnin okkar biðjum guð að varð- veita og styrkja Rannveigu og dætur þeirra tvær, Önnu Berglindi og Gunnhildi og Mirek eiginmann Gunnhildar í sorg þeirra. Finnur lifir í hjarta og minni okkar er hans sakna. Halldór Árnason. Finnur N. Karlsson hóf að kenna íslensku við Menntaskólann á Egils- stöðum haustið 1984 og hafði því starfað við skólann um 20 ára skeið. Lengi vel var hann einnig deild- arstjóri í íslensku og haustið 1990 tók hann að sér umsjón með utanskóla- nemendum auk þess sem hann sá um kvöldskóla og skipulagningu fjar- kennslu. Umfang stjórnunarstarfa Finns hefur mjög aukist hin síðari ár enda oft um 100–150 nemendur í kvöld- skóla- og utanskólanámi. Í kvöldskól- anum átti Finnur mikinn þátt í að halda utan um námsbrautir sem ME hefur boðið upp á í samstarfi við aðra framhaldsskóla á Austurlandi, má þar nefna skrifstofutækni, leiðsögu- mannanám og almennt nám til stúd- entsprófs. Annasamt hefur oft verið að halda kvöldskólanámi gangandi þar sem þar hefur oftast verið stuðst við fjarfundatækni og oft þurft að bregðast við óvæntum tæknilegum vandamálum. Finnur rækti sín störf af mikilli al- úð og natni svo að engar áhyggjur þurfti af þeim verkefnum að hafa sem hann tók að sér. Finnur var ekki margorður um störf sín en lét verkin tala. Vinnudagurinn var oft langur en aldrei var kvartað eða hengdur haus yfir því að hugsanlega gæti verið um að ræða ógreidda yfirvinnu. Erfið veikindi undanfarin ár komu lítt niður á starfinu því Finnur gaf sér rétt tíma til að liggja á sjúkra- húsum með lífhimnubólgu í jóla- og páskafríum og spratt ávallt upp aftur til að sinna sínum störfum fyrir skól- ann. Ekki var nokkur leið að fá hann til að fara sér hægar en samstarfs- mönnum þótti nóg um vinnuhörkuna. Eftir erfiðan síðastliðinn vetur virtist allt horfa til betri vegar með von um nýtt nýra í október. Andlát Finns kom því öllum í opna skjöldu. Menntaskólinn á Egilsstöðum hef- ur misst einn sinn öflugasta starfs- mann og verður skarð hans vandfyllt en þó er missir hans nánustu ætt- ingja meiri og sárari. Um leið og þökkuð eru farsæl störf Finns N. Karlssonar við ME færi ég aðstandendum hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum. Æskuvinur minn, Finnur Karls- son, er látinn. Það er alltaf erfitt að missa þá sem manni þykir vænt um, ekki síst ef um er að ræða einstakling sem er á órjúfanlegan hátt samtvinn- aður flestum minningum frá bernsku- og uppvaxtarárum manns sjálfs. Þannig er því háttað núna. Við Finnur ólumst upp í sömu sveit, vorum jafnaldrar og herberg- isfélagar í heimavist á Hallormsstað, saman í Eiðaskóla og unnum saman í Skógræktinni á sumrin. Við vorum yfirleitt nefndir í sömu andránni, skammaðir fyrir sömu prakkara- strikin og vorum oftar en ekki sam- taka í því sem verið var að bralla. Við vorum ungir og kappsfullir þegar verið var að planta í ákvæðisvinnu og þá voru slegin met í gróðursetningu, sem lengi stóðu óhögguð. Kímnin var aldrei langt undan og mörg smáatvik urðu tilefni sagna sem sagðar voru aftur og aftur og bötnuðu í hvert skipti. Sögur af kynlegum kvistum, skondnum atvikum og undarlegum tilsvörum, enduðu sem nokkur smá- kver, Skógarmannasögur, sem Finn- ur skráði og sendi okkur vinum sín- um sem jólakveðju, nokkur ár í röð. Orðabók skógarmanna var einnig verk Finns, en sú bók inniheldur ým- is sérkennileg orðatiltæki og nýyrði sem voru daglegt mál okkar sem þá unnum hjá Skógræktinni á Hall- ormsstað. Finnur var alla tíð sá okkar sem hneigðist meira til bókarinnar, enda valdi hann sér síðar menntun og starf í þeim geira. Samvistum okkar fækk- aði þegar hann hélt til náms í Reykja- vík, en á sumrin var þráðurinn tekinn upp að nýju í Mörkinni á Hallorms- stað. Þrátt fyrir að leiðir okkar lægju í sitt hvora áttina hvað starfsvettvang varðaði, höfum við, eins og gerist með æskuvini, haldið okkar sam- bandi, vitað af hvor öðrum, fylgst með fjölskyldum hvors annars og getað leitað hvor til annars ef á hefur þurft að halda. Nú er þessari sam- fylgd lokið og um leið og ég kveð minn kæra vin, sendum við Tóta og synir okkar Rannveigu, dætrunum Gunnhildi og Önnu Berglindi, systk- inum hans, tengdafólki og ættingjum öllum innilegar samúðarkveðjur. Kveðja úr skóginum, Skúli Björnsson. Finnur N. Karlsson var margbrot- inn persónuleiki, maður sem tekið var eftir og setti mark sitt á sam- félagið. Hann gerði líf okkar, sam- starfsmanna sinna í Menntaskólan- um á Egilsstöðum, fjölskrúðugra með tilsvörum sínum og orðheppni. Hnyttið orðaval og rík frásagnargáfa blandaðist svo vel launfyndni hans og gáfu á stundum nýja vídd í umræður á kaffistofunni. Þrátt fyrir þetta var Finnur orðvar maður, sagði ekkert óhugsað og fannst oft fara betur á því að sitja og hlusta. Þegar vel lá á hon- um var hann hrókur alls fagnaðar, gerði óspart grín að sjálfum sér og öðrum, sagði skemmtisögur, fór með gamanvísur eða stuttar tölur. Und- antekningarlítið voru þetta hans eig- in ritsmíðar. Mörgum okkar er eft- irminnilegt fertugsafmæli Finns þar sem hann lék á als oddi. Þar voru m.a. lesin brot úr textum hans sem voru svo vel sett saman og fyndin að gestirnir hreinlega veltust um af hlátri. Sjálfur var Finnur fróður um margt og víðlesinn maður, hann unni góðum ritsmíðum bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann hafði næmt auga fyrir fegurð í textagerð, listum og náttúrunni sjálfri. Oft hreif hann fólk með sér í umræður um bók- menntir og önnur hugðarefni. Í reynd lét hann sig allt varða, hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig málum skyldi háttað í samfélaginu. Hann var rökfastur og fylginn sér. Í störfum sínum var hann samvisku- samur og ósérhlífinn. Það var lærdómsríkt að þekkja Finn, fá að vinna með þessum eft- irminnilega einstaklingi, sem var maður innihalds en ekki umgjarðar. Um leið og við þökkum honum samfylgdina sendum við Rannveigu, Önnu Berglindi, Gunnhildi, Miroslaw og öðrum ættingjum hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk við Mennta- skólann á Egilsstöðum. Finnur okkar horfinn, dáinn, að- eins 47 ára gamall! Örlög hljóta að ráða. Síðustu þrjú árin var hann al- varlega veikur en átti nú góða von um bata. Við söknum hans nú þegar enda missirinn mikill. Finnur var kjölfest- an í íslenskudeildinni, lengi vel deild- arstjóri og alltaf sá sem hægt var að leita til um nánast hvað sem var; fjöl- fróður og forvitinn um heiminn, framúrskarandi íslenskumaður. Hann gekk oftast um svartklædd- ur í klossum, virtist stundum eldri en hann var en undir jakkanum leyndist líka strákur sem gat tekið þátt í skrípalátum. Hann var ákaflega fjöl- þættur maður, sennilega var þó kímnigáfan mest áberandi, hún brást aldrei. Hann var bæði orðheppinn og drepfyndinn á þennan kalda sérís- lenska hátt og feikigóður sagnamað- ur. Hann var ætíð fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar eins og þegar samkennari kom inn á kaffistofuna og sagðist vera orðinn þreyttur á þessum eilífu vandamálum. „Þú ættir að kenna dönsku,“ sagði Finnur, „kennslubókin heitir nefnilega DANSK UDEN PROBLEMER.“ Þó bjó í honum einhver tregi, þung undiralda, hann hefði því sómt sér vel sem skáld á 19. öld. Finnur stundaði fræðimennsku og ritstörf af kappi og kom mörgu í verk. Það er skaði hve mikill hafsjór fróðleiks hverfur með honum um menn og málefni á Austurlandi, að ógleymdri þekkingu á íslenskum bókmenntum sem voru honum afar hugleiknar. Þó að margt hverfi með Finni lifir einnig talsvert í hugum nemenda hans því hann þótti frum- legur, góður og skemmtilegur kenn- ari og miðlaði fróðleik sínum af áhuga. Við ræddum stundum um dauðann og rómantískar hugmyndir um „að deyja ungur“ en einhvern veginn er það öðruvísi þegar dauðinn er orðinn bláköld staðreynd. Við, samkennarar í íslenskudeild Menntaskólans á Eg- ilsstöðum, þökkum góðum félaga samfylgdina. Rannveigu, Önnu Berglindi, Gunnhildi, Miroslaw og öðrum ættingjum Finns sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórey, Jóney, Stefanía Ósk og Stefanía V. Þó nokkuð sé um liðið síðan Finnur Karlsson flutti af Völlunum, þá mun minning hans ætíð verða tengd því samfélagi, skóginum og ýmsum störfum sem hann vann fyrir Valla- menn. Það var margt sem rifjaðist upp í huga manns þegar fréttir bárust af fráfalli Finns langt fyrir aldur fram. Maður minnist skógarverkamanns- ins Finns sem skemmtilegs sam- verkamanns. Manns sem sá skondn- ar hliðar á hversdagslegum hlutum og gerði vinnunna í skóginum að sér- stakri upplifun. Hann safnaði sögum úr skóginum í kver sem hann nefndi skógarmannasögur, auk þess skráði hann orðabók yfir hin ýmsu nýyrði úr skógarmannasamfélaginu. Einnig minnist maður sveitar- stjórnarmannsins Finns en hann sinnti margvíslegum trúnaðarstörf- um fyrir hönd sveitunga sinna. Auk almennra starfa í sveitarstjórn, þá sá hann um bókhald hreppsins ásamt bókhaldi Hallormsstaðaskóla en hann var formaður skólanefndar Hallormsstaðaskóla til langs tíma. Á þeim árum þróaðist Hallormsstaða- skóli í öflugan skóla með góðu fag- fólki við stjórn og störf. Honum var skólinn mjög kær, en auk þessara starfa við skólann skráði hann sögu hans. Einnig eru kærar minningar um annálsritarann Finn. En Finnur sá um annálinn á þorrablótum hjá Norður-Vallamönnum. Mér er ógleymanlegt fyrsta blótið sem ég fór á árið 1985. Þá þekkti ég mjög lít- ið til á Völlunum en húmorinn hjá Finni var slíkur að það fangaði alla í hlátri. Þegar við Gísli fluttum hingað austur, þá bjuggu Rannveig og Finn- ur á Strönd. Þar áttum við góða að, ekki bara góða frænku í Rannveigu en líka góða vini í þeim báðum. Eftir að þau fluttu af Völlunum, þá rofnaði sambandið og við fylgdumst með lífi þeirra meira úr fjarlægð. Það hefur oft verið erfitt hjá þeim síðustu árin en ótrúlegt að fylgjast með styrk þeirra og jákvæðri lífssýn í gegnum erfið veikindi Finns. Nú er sú barátta á enda og við Gísli kveðjum góðan vin með þakklæti. Við vottum systkinum Finns samúð okkar og elsku Rann- veig, Gunnhildur og Anna Berglind, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa. Katrín. Kæri Finnur, ég þakka þér fyrir mikinn og góðan vinskap á síðustu fimmtán árum. Alltaf tókst þú og eig- inkona þín, Rannveig Árnadóttir, á móti mér með mikilli velvild og hlýju þegar ég kom inn á heimili ykkar. Á vissan hátt varstu velgjörðar- maður minn á listabrautinni og því mun ég aldrei gleyma. Megi Guðs blessun fylgja þér alltaf og ævinlega. Í sígrænum trjálundi stendur minnismerki höggvið út úr hvítum marmara. Og þeir sem ganga fram á minnismerkið segja í undrun: „Sjáðu legsteininn!“ En það er engin gröf og enginn er dáinn – ég veit að þú lifir í öðru húsi og annarri borg þar sem stjörnur lýsa í stað rafljósa. Og ég sé þig fyrir mér á gangi í björtu stjörnuskini líta upp í undrun er einhver grætur og nefnir nafn þitt í borginni sem þú gistir áður. Þá veistu hve við söknum þín. Þinn vinur, Sveinn Snorri. Okkar kæri vinur og nágranni. Við viljum þakka þér þær góðu stundir sem við höfum átt sem ná- grannar síðastliðin tvö ár. Mikið óskaplega hefur verið gott að hafa ykkur Rannveigu hér við hliðina. Aldrei fór svo að okkar títtræddu ná- grannaerjur hæfust heldur fór te- og kaffistundunum fjölgandi á sólpöll- unum. Okkar síðasta spjall saman er okkur minnisstætt. Við sátum lengi í sólinni eftir að hafa dregið þig frá málningarvinnunni og þú sagðir okk- ur sögur af þér og félögum þínum og við hlógum mikið. Daginn eftir fórstu suður og skildir útidyrnar opnar upp FINNUR NIKULÁS KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.