Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir sjö árum tók Al-þjóðaólympíu-nefndin þá um- deildu ákvörðun að samþykkja umsókn Aþenu um að halda Ólympíuleik- ana árið 2004. Umdeildu, vegna þess að allt frá þeim tíma hafa verið uppi miklar efasemdir um að Aþena og Grikkland ráði við þennan stærsta íþróttaviðburð sem haldinn er í heiminum fjórða hvert ár. Það voru ekki síst tilfinningarnar sem réðu ferðinni í þessari ákvörðun – það voru Grikkir sem héldu Ólymp- íuleikana til forna, stofn- uðu til þeirra fyrir 2.780 ár- um og héldu þá í 1.169 ár – og í Aþenu voru Ólympíuleikar nú- tímans endurvaktir árið 1896. Á föstudagskvöldið 13. ágúst rennur stóra stundin upp, þá verða leik- arnir settir og í kjölfarið verða Grikkir dæmdir af verkum sínum. Þá verða fulltrúar flestra þjóða heims mættir til Aþenu, þar á með- al 50 manna hópur Íslendinga, þar af 26 keppendur í fimm íþrótta- greinum. Það er allt annað og meira fyr- irtæki að halda Ólympíuleika árið 2004 en það var fyrir 108 árum, hvað þá á tímum Forn-Grikkja. Bygging íþróttamannvirkja er að- eins hluti undirbúningsins, og sá þáttur virtist þó ætla að vefjast fyr- ir Grikkjum allt fram á síðustu stundu. Fyrir sex mánuðum var út- litið ekki bjart í mannvirkjagerð- inni en með því að leggja nótt við dag hefur Grikkjum tekist að koma öllum keppnisstöðum í sómasam- legt horf og þeir bíða þess nú með öndina í hálsinum að þeir fyllist af fólki. Hafi einhverjir efast um að íþróttavellir og hús yrðu tilbúin voru efasemdirnar öllu meiri um allt sem snýr að samgöngum í Aþenu. Og einmitt þar er reiknað með helstu vandamálunum í kring- um leikana. Það eigi eftir að verða þrautin þyngri fyrir íþróttamenn, áhorfendur og fréttamenn að kom- ast á milli staða. Grikkir telja sig þó hafa bætt samgöngukerfið verulega og hafa á síðustu vikum tekið í notkun þrjú ný sporvagna- kerfi sem eiga að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar. Undanfarna áratugi hafa keppn- isborgirnar þurft að kosta miklu til að halda Ólympíuleikana. Að þessu sinni slær kostnaðurinn öll met, enda er um fyrstu leikana að ræða frá því heimsbyggðinni var ógnað með hryðjuverkunum í New York í september 2001. Nú er það öryggið sem allt snýst um og Grikkir hafa eytt ríflega 100 milljörðum króna í magnaðasta öryggis- og varnarnet sem nokkurn tíma hefur verið sett upp í kringum íþróttaviðburð. Rúmlega 100 þúsund hermenn og lögreglumenn munu gæta kepp- enda, fylgjast með járnbrautar- stöðvum, flugvöllum og landamær- um. Um 1.300 eftirlitsmyndavélar verða á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, tengdar full- komnu eftirlitskerfi, herskip sigla fram og aftur meðfram ströndum landsins, þyrlur verða stöðugt á sveimi auk þúsunda farartækja á jörðu niðri. Gæslan er svo mikil að mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að farið verði yfir strikið, og þegar hafa mexíkóskir sjónvarpstökumenn orðið fyrir barðinu á taugatrekktum laganna vörðum sem gengu í skrokk á þeim þegar þeir mynduðu sprengjuleit í höfninni í Pireus. Heildarkostnaður borgarinnar við leikana er kominn yfir 430 milljarða króna og spáð er að hann geti farið allt upp í 700 milljarða. Það gæti tekið gríska skattgreið- endur allt að áratug að borga reikninginn. „Við erum mjög ánægðir með að stjórnvöld í Grikklandi hafa gert leikana eins örugga og nokkur möguleiki er. Aþena er tilbúin til að halda heillandi leika og hefur alla burði til að gera þá einstaka í sinni röð, og öll þessi mikla öryggis- gæsla mun ekki á nokkurn hátt hafa slæm áhrif á framkvæmd leik- anna,“ segir Jacques Rogge, for- seti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Lykillinn að vel heppnuðum Ól- ympíuleikum er að þeir séu vel sóttir af almenningi, og af þeim þætti hafa áhyggjur farið vaxandi undanfarnar vikur. Ljóst er að ferðamannastraumur til Grikk- lands vegna leikanna verður ekki sá sem heimamenn töldu. Hótel eru alls ekki uppbókuð eins og reiknað hafði verið með og er upp- sprengdu verði á gistingu helst kennt um, ásamt óttanum um hryðjuverk og miklum hita í Grikk- landi á þessum árstíma. Miðasala hefur verið mjög róleg, samtals eru 5,2 milljónir aðgöngumiða á við- burði leikanna í boði en síðasta þriðjudag, tíu dögum fyrir setn- ingu þeirra, höfðu aðeins 2,2 millj- ónir miða selst. Framkvæmdastjóri leikanna er þó bjartsýnn og segir að söluaukn- ingin undanfarna daga sé gífurleg og hann hafi engar áhyggjur. Upp- selt er á setningarhátíðina og loka- athöfnina en nægir miðar eru á flesta viðburðina og hafa Grikkir skorið upp herör til að hvetja al- menning til að þyrpast á staðina til að gefa leikunum og Grikklandi verðuga ímynd. Fréttaskýring |Grikkir bíða spenntir eftir Ólympíuleikum Kostnaðurinn slær öll met Hiti, verðlag og ótti við hryðjuverk draga úr straumi ferðamanna Grískur hermaður á vakt við Ólympíuleikvanginn í Aþenu. Myndavélar á mögulegum og ómögulegum stöðum  Rúmlega 100 þúsund hermenn og lögreglumenn munu gæta keppenda á Ólympíuleikunum í Aþenu, fylgjast með járnbraut- arstöðvum, flugvöllum og landa- mærum. Um 1.300 eftirlits- myndavélar verða á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, tengdar fullkomnu eft- irlitskerfi, herskip sigla fram og aftur meðfram ströndum lands- ins, þyrlur verða stöðugt á sveimi auk þúsunda farartækja á jörðu niðri. vs@mbl.is KRAKKAR úr leikskólanum í Tasiilaq á Grænlandi brugðu sér í göngutúr í góða veðrinu í vikunni. Þau minnstu voru höfð í kerru, en hin eldri gengu glöð í bragði til móts við sólskinið. Seint á 19. öld var byggð á Austur-Grænlandi að leggjast af. Í manntali, sem gert var árið 1892, kom í ljós að íbúar á Ammassalik-svæðinu voru aðeins 294. Fólki hafði fækkað um helming á hverjum áratug um langa hríð. Bærinn Tasiilaq var stofnaður árið 1894 og snerist þróunin þá við. Árið 1992 voru íbúarnir orðnir 2920 í sýslunni og þar af um 1.800 í bænum Tasiilaq. Morgunblaðið/Ómar Börnin í Tasiilaq skoða heiminn Í FYRRINÓTT sprengdu sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar í loft upp 25 kíló af sprengiefni nærri þjóðveginum á Tjörnesi. Lögreglan á Þórshöfn óskaði eftir aðstoð sprengjusér- fræðinganna eftir að sprengiefni, hugsanlega með hvellhettum, fannst í hamri nærri þjóðveginum. Talið er að sprengiefnið hafi gleymst í hamrinum eftir vega- framkvæmdir á þessu svæði í fyrra. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, flaug með sérfræðingana á staðinn og var nokkur hundruð metra kafla á veginum lokað í báð- ar áttir á meðan sprengjusérfræð- ingarnir athöfnuðu sig. Í frétta- tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni segir að sprengiefnið hafi verið í plastslöngum ásamt tund- urþræði. Það hafi verið í góðu ásig- komulagi, en hafi að hluta til að- skilist, sem varð til þess að sprengifimur vökvi lak út úr slöng- unum og storknaði. Sprengiefnið fannst í sex borhol- um á 30 metra svæði í berginu. Sumt var sjáanlegt, en annað var mismunandi langt inni í berginu. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið mögulegt að fjarlægja sprengiefnið úr borholunum, þar sem óttast var að það hefði aðskil- ist að hluta til vegna efnabreytinga sem gæti valdið sprengingu ef hreyft væri við því. Einnig var hætta á sprengingu ef tundur- þræðirnir yrðu fyrir hnjaski, en þeir innihéldu sprengiefnið Pentrit, sem er mjög viðkvæmt og öflugt. Ákveðið var að eyða öllum sprengjuhleðslunum með því að setja aukasprengiefni í allar hol- urnar og sprengja það samtímis. Þannig var tryggt að allt sprengi- efnið, sem sett hafði verið í bergið, eyddist. Talið er að sprengiefnið hafi verið sett inn í bergið vegna vegaframkvæmda á síðasta ári og það hafi ekki sprungið af einhverj- um ástæðum, jafnvel hafi gleymst að tengja það. Sprengiefnið var í plastslöngum og hafði aðskilist að hluta til, þannig að sprengifimur vökvi lak út úr slöngunum og storknaði. 25 kg af sprengi- efni gleymdust á Tjörnesi Landhelgis- gæslan sprengdi efnið í fyrrinótt LANDHELGISGÆSLAN er þátt- takandi í hinu svokallaða IMPAST- verkefni sem rekið er af Evrópu- sambandinu og stjórnað í rann- sóknarstofnun þess á Ítalíu. Verkefnið hófst árið 2002 og lýkur á þessu ári en því er nú lokið á haf- svæðinu umhverfis Ísland. Verk- efnið byggist á notkun lágfleygra ratsjárgervihnatta og samanburði á upplýsingum frá þeim við upplýs- ingar frá fjareftirlitskerfum ásamt upplýsingum frá varðskipum og gæsluflugvélum um skipaferðir. Eitt af markmiðum verkefnisins er að greina nákvæmlega ratsjárend- urvörp frá skipum og reyna að þekkja þau aftur af endurvarpinu eingöngu. Fylgst með skipum með ratsjár- gervihnöttum LANDSVIRKJUN hefur gert samn- ing við ítalska fyrirtækið ATB Riva Calzoni S.p.A um útvegun og upp- setningu lokubúnaðar í Kára- hnjúkavirkjun. Fyrirtækið átti lægsta tilboð, 717 milljónir króna, sem var 25% yfir kostnaðaráætlun upp á 570 milljónir króna. Fimm til- boð bárust á sínum tíma, öll að ut- an. Verkið felst í deilihönnun, efni, framleiðslu, flutningi, uppsetningu og prófun á inntaksristum, loku- búnaði og stálhurðum með tilheyr- andi afl- og stjórnbúnaði, sam- kvæmt því sem fram kemur á vef Landsvirkjunar. Samið við ítalskt fyrirtæki um lokubúnað ÍSLENSKIR leiðangursmenn, sem eru að róa á kajak með fram aust- urströnd Grænlands, hafa nú lagt að baki 140 km vegalengd en leið- angurinn hófst 30. júlí. Um er að ræða tvo blinda kajakræðara og tvo aðstoðarmenn þeirra sem ætla að róa samtals um 1000 km og vekja með því athygli á því hverju blindir og sjónskertir geti áorkað, fái þeir tækifæri til. Það sem af er hefur ferðin gengið vel. Leiðangursmennirnir eru fjórir; bræðurnir Friðgeir Þráinn Jóhann- esson og Reynir Jóhannesson, Hall- dór Sævar Guðbergsson og Baldvin Kristjánsson, sem er fararstjóri. Þeir Friðgeir og Halldór eru blind- ir. Hafa róið 140 km með Grænlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.