Morgunblaðið - 07.08.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 07.08.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir sjö árum tók Al-þjóðaólympíu-nefndin þá um- deildu ákvörðun að samþykkja umsókn Aþenu um að halda Ólympíuleik- ana árið 2004. Umdeildu, vegna þess að allt frá þeim tíma hafa verið uppi miklar efasemdir um að Aþena og Grikkland ráði við þennan stærsta íþróttaviðburð sem haldinn er í heiminum fjórða hvert ár. Það voru ekki síst tilfinningarnar sem réðu ferðinni í þessari ákvörðun – það voru Grikkir sem héldu Ólymp- íuleikana til forna, stofn- uðu til þeirra fyrir 2.780 ár- um og héldu þá í 1.169 ár – og í Aþenu voru Ólympíuleikar nú- tímans endurvaktir árið 1896. Á föstudagskvöldið 13. ágúst rennur stóra stundin upp, þá verða leik- arnir settir og í kjölfarið verða Grikkir dæmdir af verkum sínum. Þá verða fulltrúar flestra þjóða heims mættir til Aþenu, þar á með- al 50 manna hópur Íslendinga, þar af 26 keppendur í fimm íþrótta- greinum. Það er allt annað og meira fyr- irtæki að halda Ólympíuleika árið 2004 en það var fyrir 108 árum, hvað þá á tímum Forn-Grikkja. Bygging íþróttamannvirkja er að- eins hluti undirbúningsins, og sá þáttur virtist þó ætla að vefjast fyr- ir Grikkjum allt fram á síðustu stundu. Fyrir sex mánuðum var út- litið ekki bjart í mannvirkjagerð- inni en með því að leggja nótt við dag hefur Grikkjum tekist að koma öllum keppnisstöðum í sómasam- legt horf og þeir bíða þess nú með öndina í hálsinum að þeir fyllist af fólki. Hafi einhverjir efast um að íþróttavellir og hús yrðu tilbúin voru efasemdirnar öllu meiri um allt sem snýr að samgöngum í Aþenu. Og einmitt þar er reiknað með helstu vandamálunum í kring- um leikana. Það eigi eftir að verða þrautin þyngri fyrir íþróttamenn, áhorfendur og fréttamenn að kom- ast á milli staða. Grikkir telja sig þó hafa bætt samgöngukerfið verulega og hafa á síðustu vikum tekið í notkun þrjú ný sporvagna- kerfi sem eiga að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar. Undanfarna áratugi hafa keppn- isborgirnar þurft að kosta miklu til að halda Ólympíuleikana. Að þessu sinni slær kostnaðurinn öll met, enda er um fyrstu leikana að ræða frá því heimsbyggðinni var ógnað með hryðjuverkunum í New York í september 2001. Nú er það öryggið sem allt snýst um og Grikkir hafa eytt ríflega 100 milljörðum króna í magnaðasta öryggis- og varnarnet sem nokkurn tíma hefur verið sett upp í kringum íþróttaviðburð. Rúmlega 100 þúsund hermenn og lögreglumenn munu gæta kepp- enda, fylgjast með járnbrautar- stöðvum, flugvöllum og landamær- um. Um 1.300 eftirlitsmyndavélar verða á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, tengdar full- komnu eftirlitskerfi, herskip sigla fram og aftur meðfram ströndum landsins, þyrlur verða stöðugt á sveimi auk þúsunda farartækja á jörðu niðri. Gæslan er svo mikil að mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því að farið verði yfir strikið, og þegar hafa mexíkóskir sjónvarpstökumenn orðið fyrir barðinu á taugatrekktum laganna vörðum sem gengu í skrokk á þeim þegar þeir mynduðu sprengjuleit í höfninni í Pireus. Heildarkostnaður borgarinnar við leikana er kominn yfir 430 milljarða króna og spáð er að hann geti farið allt upp í 700 milljarða. Það gæti tekið gríska skattgreið- endur allt að áratug að borga reikninginn. „Við erum mjög ánægðir með að stjórnvöld í Grikklandi hafa gert leikana eins örugga og nokkur möguleiki er. Aþena er tilbúin til að halda heillandi leika og hefur alla burði til að gera þá einstaka í sinni röð, og öll þessi mikla öryggis- gæsla mun ekki á nokkurn hátt hafa slæm áhrif á framkvæmd leik- anna,“ segir Jacques Rogge, for- seti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Lykillinn að vel heppnuðum Ól- ympíuleikum er að þeir séu vel sóttir af almenningi, og af þeim þætti hafa áhyggjur farið vaxandi undanfarnar vikur. Ljóst er að ferðamannastraumur til Grikk- lands vegna leikanna verður ekki sá sem heimamenn töldu. Hótel eru alls ekki uppbókuð eins og reiknað hafði verið með og er upp- sprengdu verði á gistingu helst kennt um, ásamt óttanum um hryðjuverk og miklum hita í Grikk- landi á þessum árstíma. Miðasala hefur verið mjög róleg, samtals eru 5,2 milljónir aðgöngumiða á við- burði leikanna í boði en síðasta þriðjudag, tíu dögum fyrir setn- ingu þeirra, höfðu aðeins 2,2 millj- ónir miða selst. Framkvæmdastjóri leikanna er þó bjartsýnn og segir að söluaukn- ingin undanfarna daga sé gífurleg og hann hafi engar áhyggjur. Upp- selt er á setningarhátíðina og loka- athöfnina en nægir miðar eru á flesta viðburðina og hafa Grikkir skorið upp herör til að hvetja al- menning til að þyrpast á staðina til að gefa leikunum og Grikklandi verðuga ímynd. Fréttaskýring |Grikkir bíða spenntir eftir Ólympíuleikum Kostnaðurinn slær öll met Hiti, verðlag og ótti við hryðjuverk draga úr straumi ferðamanna Grískur hermaður á vakt við Ólympíuleikvanginn í Aþenu. Myndavélar á mögulegum og ómögulegum stöðum  Rúmlega 100 þúsund hermenn og lögreglumenn munu gæta keppenda á Ólympíuleikunum í Aþenu, fylgjast með járnbraut- arstöðvum, flugvöllum og landa- mærum. Um 1.300 eftirlits- myndavélar verða á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, tengdar fullkomnu eft- irlitskerfi, herskip sigla fram og aftur meðfram ströndum lands- ins, þyrlur verða stöðugt á sveimi auk þúsunda farartækja á jörðu niðri. vs@mbl.is KRAKKAR úr leikskólanum í Tasiilaq á Grænlandi brugðu sér í göngutúr í góða veðrinu í vikunni. Þau minnstu voru höfð í kerru, en hin eldri gengu glöð í bragði til móts við sólskinið. Seint á 19. öld var byggð á Austur-Grænlandi að leggjast af. Í manntali, sem gert var árið 1892, kom í ljós að íbúar á Ammassalik-svæðinu voru aðeins 294. Fólki hafði fækkað um helming á hverjum áratug um langa hríð. Bærinn Tasiilaq var stofnaður árið 1894 og snerist þróunin þá við. Árið 1992 voru íbúarnir orðnir 2920 í sýslunni og þar af um 1.800 í bænum Tasiilaq. Morgunblaðið/Ómar Börnin í Tasiilaq skoða heiminn Í FYRRINÓTT sprengdu sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar í loft upp 25 kíló af sprengiefni nærri þjóðveginum á Tjörnesi. Lögreglan á Þórshöfn óskaði eftir aðstoð sprengjusér- fræðinganna eftir að sprengiefni, hugsanlega með hvellhettum, fannst í hamri nærri þjóðveginum. Talið er að sprengiefnið hafi gleymst í hamrinum eftir vega- framkvæmdir á þessu svæði í fyrra. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, flaug með sérfræðingana á staðinn og var nokkur hundruð metra kafla á veginum lokað í báð- ar áttir á meðan sprengjusérfræð- ingarnir athöfnuðu sig. Í frétta- tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni segir að sprengiefnið hafi verið í plastslöngum ásamt tund- urþræði. Það hafi verið í góðu ásig- komulagi, en hafi að hluta til að- skilist, sem varð til þess að sprengifimur vökvi lak út úr slöng- unum og storknaði. Sprengiefnið fannst í sex borhol- um á 30 metra svæði í berginu. Sumt var sjáanlegt, en annað var mismunandi langt inni í berginu. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið mögulegt að fjarlægja sprengiefnið úr borholunum, þar sem óttast var að það hefði aðskil- ist að hluta til vegna efnabreytinga sem gæti valdið sprengingu ef hreyft væri við því. Einnig var hætta á sprengingu ef tundur- þræðirnir yrðu fyrir hnjaski, en þeir innihéldu sprengiefnið Pentrit, sem er mjög viðkvæmt og öflugt. Ákveðið var að eyða öllum sprengjuhleðslunum með því að setja aukasprengiefni í allar hol- urnar og sprengja það samtímis. Þannig var tryggt að allt sprengi- efnið, sem sett hafði verið í bergið, eyddist. Talið er að sprengiefnið hafi verið sett inn í bergið vegna vegaframkvæmda á síðasta ári og það hafi ekki sprungið af einhverj- um ástæðum, jafnvel hafi gleymst að tengja það. Sprengiefnið var í plastslöngum og hafði aðskilist að hluta til, þannig að sprengifimur vökvi lak út úr slöngunum og storknaði. 25 kg af sprengi- efni gleymdust á Tjörnesi Landhelgis- gæslan sprengdi efnið í fyrrinótt LANDHELGISGÆSLAN er þátt- takandi í hinu svokallaða IMPAST- verkefni sem rekið er af Evrópu- sambandinu og stjórnað í rann- sóknarstofnun þess á Ítalíu. Verkefnið hófst árið 2002 og lýkur á þessu ári en því er nú lokið á haf- svæðinu umhverfis Ísland. Verk- efnið byggist á notkun lágfleygra ratsjárgervihnatta og samanburði á upplýsingum frá þeim við upplýs- ingar frá fjareftirlitskerfum ásamt upplýsingum frá varðskipum og gæsluflugvélum um skipaferðir. Eitt af markmiðum verkefnisins er að greina nákvæmlega ratsjárend- urvörp frá skipum og reyna að þekkja þau aftur af endurvarpinu eingöngu. Fylgst með skipum með ratsjár- gervihnöttum LANDSVIRKJUN hefur gert samn- ing við ítalska fyrirtækið ATB Riva Calzoni S.p.A um útvegun og upp- setningu lokubúnaðar í Kára- hnjúkavirkjun. Fyrirtækið átti lægsta tilboð, 717 milljónir króna, sem var 25% yfir kostnaðaráætlun upp á 570 milljónir króna. Fimm til- boð bárust á sínum tíma, öll að ut- an. Verkið felst í deilihönnun, efni, framleiðslu, flutningi, uppsetningu og prófun á inntaksristum, loku- búnaði og stálhurðum með tilheyr- andi afl- og stjórnbúnaði, sam- kvæmt því sem fram kemur á vef Landsvirkjunar. Samið við ítalskt fyrirtæki um lokubúnað ÍSLENSKIR leiðangursmenn, sem eru að róa á kajak með fram aust- urströnd Grænlands, hafa nú lagt að baki 140 km vegalengd en leið- angurinn hófst 30. júlí. Um er að ræða tvo blinda kajakræðara og tvo aðstoðarmenn þeirra sem ætla að róa samtals um 1000 km og vekja með því athygli á því hverju blindir og sjónskertir geti áorkað, fái þeir tækifæri til. Það sem af er hefur ferðin gengið vel. Leiðangursmennirnir eru fjórir; bræðurnir Friðgeir Þráinn Jóhann- esson og Reynir Jóhannesson, Hall- dór Sævar Guðbergsson og Baldvin Kristjánsson, sem er fararstjóri. Þeir Friðgeir og Halldór eru blind- ir. Hafa róið 140 km með Grænlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.