Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. BANASLYS varð í Bláa lóninu í gær þegar fjórtán ára gamall piltur lést. Voru lögregla og sjúkrabíll kölluð út á þriðja tímanum í gær. Drengurinn, sem er frá Sviss og var hér á ferða- lagi ásamt fósturforeldrum sínum, var fluttur í skyndi á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Anna G. Sverrisdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Bláa lónsins, seg- ir að maður hafi orðið drengsins var og kallað eftir aðstoð öryggisvarða sem hófu þegar í stað lífgunartil- raunir á drengnum. Vitað er að drengurinn var flogaveikur en ekki hefur verið staðfest hvort það hafi valdið því að drengurinn drukknaði, að sögn Önnu. Starfsmönnum Bláa lónsins bauðst áfallahjálp í gær. Banaslys í Bláa lóninu GUÐMUNDUR Pétursson, verkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að starfs- menn Landsvirkjunar og ítalska verktakafyr- irtækisins Impregilo miðuðu nú framkvæmdir sínar við það að eftir helgi gæti flæði Jöklu far- ið yfir eitt þúsund rúmmetra á sekúndu, ef veð- urspár um aukin hlýindi gangi eftir. Vatnavextir í Jöklu í gær voru ekki nándar nærri jafnmiklir og í fyrrakvöld, þegar yfirborð árinnar hækkaði um nálægt 10 metra og var vatnsrennslið áætlað 740 til 760 rúmmetrar á sekúndu. Hafði áin náð hámarkshæð um kl. 20.20 í gærkvöld, og náði vatnsflaumurinn þá næstum að brúargólfinu en í fyrrakvöld voru tæpir tveir metrar niður á brúargólf frá yf- irborði árinnar. Unnið er af fullum krafti við að koma upp möstrum beggja vegna árinnar, sem í á að hengja rafstrenginn, sem enn er tengdur brúnni. Guðmundur segir að lokið verði við framkvæmdir við uppsetningu á síðara mastr- inu í dag og að því búnu verði þegar ráðist í að flytja rafstrenginn, þannig að hann verði strengdur mastranna á milli yfir Jökulsá á Brú. Morgunblaðið/Sverrir Rennsli Jöklu í gær náði hámarki laust eftir kl. 20, en reyndist þá mun minna en í fyrrakvöld, eða um 760 rúmmetrar á sekúndu í samanburði við um 900 rúmmetra á sekúndu í fyrrakvöld. Leó Sigurðsson, öryggis- og umhverfisstjóri ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, kynnti sér aðstæður við brúna í gærkvöld, þegar vatnsrennsli var í hámarki. Í baksýn má sjá mastrið sem reist var í gær og á að halda uppi rafstrengnum yfir Jöklu. Kárahnjúkum. Morgunblaðið. Búast við enn stærra flóði strax eftir helgi  Áhersla á/4 MAÐUR brenndist alvarlega þeg- ar kviknaði í bíl hans skammt frá Svartsengi í gærmorgun. Starfs- menn Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi komu að manninum en bíllinn var þá alelda. Þeir sýndu mikið snarræði með því að aka með hinn slasaða til móts við sjúkrabifreiðina. Maðurinn var fluttur á Landspítala – háskóla- sjúkrahús við Hringbraut og ligg- ur hann nú á gjörgæslu. Að sögn læknis er líðan hans eftir atvikum en hann er töluvert brenndur á höndum og andliti. Bíllinn er gjör- ónýtur. Ekki er ljóst hvað olli því að kviknaði í bílnum. Á gjörgæslu eftir bílbruna SKATTTEKJUR Norður-Héraðs miðað við álagningu fyrir árið 2003 eru þrefalt meiri en árið á undan. Bjarni Björgvinsson héraðsdóms- lögmaður segir ástæðuna vera að staðgreiðsla frá starfsmönnum Imp- regilo á svæðinu sé farin að skila sér. „Fyrir er hreppurinn landbún- aðarsveitarfélag með frekar lág laun, þannig að þetta er mikil inn- spýting. Mér sýnist að heildartekj- urnar hækki úr 42 milljónum í 127 milljónir,“ segir Bjarni en bendir á að þetta séu álagningartölur og þær kunni að taka breytingum. „Staðgreiðsluskil [Impregilo] hafa verið að batna á hverjum tíma. Í álagningu fyrir 2003 er veruleg hækkun sem segir okkur að það er búið að leggja á tekjur sem við sáum ekki inni í staðgreiðslunni á síðasta ári. Þetta ætti þá að skila sér í framhaldinu.“ Bjarni segir að í ljós eigi eftir að koma hvort álagningin sé raunhæf og hvort hún byggist á miklum áætlunum. „Ég held þó að þetta byggist á staðgreiðsluskilum að verulegu leyti,“ segir hann. 500 erlendir starfsmenn komnir inn í N-Hérað Impregilo og íslensk yfirvöld hafa deilt um það hvort erlendir starfs- menn fyrirtækisins í Kárahnjúkum séu skattskyldir hér á landi, eða í heimalandi sínu. „Þetta kom t.d. inn á lengd dvalartíma hér á landi, hvort þeir væru frá starfsmanna- leigum og annað slíkt. Ríkisskatt- stjóri var hins vegar búinn að gefa út ákvarðandi bréf um að þeir starfsmenn sem hér væru væru skattskyldir hér og eftir þeirri for- sendu hefur síðan verið unnið,“ seg- ir Bjarni. „Þetta voru ákveðnir byrjunar- örðugleikar í svona stóru verki, en þarna eru nú komnir á skrá yfir 500 erlendir menn sem eru komnir inn í Norður-Hérað, sem eru þarna í vinnubúðunum með sitt heimili með- an þeir vinna hér og staðgreiðsla frá þeim er væntanlega farin að skila sér nokkuð,“ segir Bjarni. Staðgreiðsla frá starfsmönnum Impregilo farin að berast Skatttekjur Norður-Hér- aðs þrefaldast milli ára Tekjurnar fara úr 42 milljónum í 127 milljónir HITASTIG sjávar í kringum Ís- land hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin, ekki síst fyrir norðan landið. Gervihnattamæl- ingar og mælingar Veðurstofunnar hafa gefið þetta til kynna og að sögn Steingríms Jónssonar, pró- fessors í haffræði við Háskólann á Akureyri, er þessi þróun mjög já- kvæð fyrir lífríki sjávar og mun að öllum líkindum skila sér síðar í aukinni fiskgengd. Hitinn hafi í för með sér aukna útbreiðslu ákveð- inna fiskistofna og laði jafnvel til sín nýja stofna sem ekki hafi verið veiddir fyrir norðan land að ein- hverju ráði. Steingrímur, sem jafnframt er starfsmaður Hafrannsóknastofn- unar, segir að hlýnun sjávar á N- Atlantshafi í ár sé álíka mikil og á síðasta ári. Hlýr Atlantssjór komi sunnan úr hafi og aukin útbreiðsla hans valdi m.a. hlýnun, auk fleiri þátta í umhverfinu. „Atlantssjór er heitari en aðrar sjávartegundir og er að dekka meira svæði og lengra til vesturs og norður. Til viðbótar þessari þró- un hefur lofthiti verið að hækka al- mennt og jöklar að bráðna,“ segir Steingrímur en minnir á að orsaka- samhengi í þessum efnum sé ekki einfalt. Erfitt sé að skýra nákvæm- lega hvað valdi hlýnuninni en gróð- urhúsaáhrif hafi vissulega verið nefnd sem ein skýringin. Um áhrif hlýrri sjávar á íslensk- an sjávarútveg segir Steingrímur þau ótvírætt vera jákvæð. Meiri framleiðni sé hjá lífverum og vaxt- arskilyrði betri fyrir þörunga. Það eigi að skila sér síðar í aukinni fisk- gengd. Hlýrri sjór skilar meiri fiskgengd  Ætti að skila/6 EKIÐ var á hjólreiðamann í Birki- grund í Kópavogi í gær. Drengurinn, sem er fæddur árið 1988, slasaðist talsvert á fæti og höfði. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala – háskólasjúkrahús, að sögn lögregl- unnar í Kópavogi. Ekið á hjól- reiðamann í Kópavogi ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.