Morgunblaðið - 07.08.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.08.2004, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 17 ÁÆTLANIR þýskra stjórnvalda um að eigna- tengja atvinnuleysisbætur hafa valdið miklu uppnámi í landinu, þótt langt sé í að þær komi til framkvæmda, að því er fréttavefur breska ríkis- útvarpsins, BBC, greinir frá. Einkum hafa komið fram hörð mótmæli við fyrirhuguðum niðurskurði á bótum til fjöl- skyldna þar sem börn undir 15 ára aldri eiga yfir 750 evrur í sparifé, eða sem svarar rúmum 65 þúsund krónum. Hafa þýsk dagblöð farið háðug- legum orðum um áætlanir stjórnvalda. Bild, stærsta blaðið í Þýskalandi, birti sam- setta mynd af fjármálaráðherranum, Hans Eichel, með fangið fullt af barnaleikföngum. „Takið krumlurnar af sparigrísum barnanna,“ hafa verið viðbrögð bæði fjölmiðla og stjórnar- andstöðunnar. En yfirvöld segja þessar ráðstaf- anir nauðsynlegar til að stemma stigu við mis- notkun á velferðarkerfinu og fækka þeim 4,5 milljónum sem eru á atvinnuleysisskrá í Þýska- landi. Aðrar fyrirhugaðar ráðstafanir sem gagn- rýndar hafa verið eru að þeir sem sækja um at- vinnuleysisbætur munu þurfa að fylla út 16 eyðublöð, sem sögð eru með öllu óskiljanleg. Þúsundir manna hafa komið saman til mót- mælafunda vegna málsins í austurhluta Þýska- lands, þar sem atvinnuleysið er mest. Enn eru nokkrir mánuðir þar til þessar breytingar eiga að koma til framkvæmda, en málið hefur nú þeg- ar valdið ríkisstjórn Gerhards Schröders mikl- um óþægindum. „Burt með krumlurnar“ Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. 74 ÁRA gamall maður, sem þjáðist af krabbameini, lifrarbólgu, lungnaþembu og elliglöpum, var tekinn af lífi í Alabama í Bandaríkj- unum á fimmtudag. Dómstóll synj- aði beiðni um að lífi mannsins, James Barney Hubbard, yrði þyrmt vegna veikinda. Hubbard beið af- töku sinnar á dauðadeildinni sk. í 27 ár. Hubbard var dæmdur til dauða árið 1977 eftir að hafa myrt öðru sinni, þá nýlaus úr fangelsi fyrir fyrra morðið. Hubbard neitaði því til dauða- dags að hafa myrt seinna fórn- arlambið, Lillian Montgomery. Vill afsala sér ríkisborgararétti SKÁKMEISTARINN Bobby Fisch- er hringdi í sendiráð Bandaríkj- anna í Tókýó í fyrradag og til- kynnti embættismönnum að hann vildi afsala sér bandarískum rík- isborgararétti sínum. Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki, greindi frá þessu á blaða- mannfundi í gær. Suzuki kom áleið- is skrifaðri yfirlýsingu frá Fischer. „Ég kæri mig ekki lengur um að vera bandarískur ríkisborgari. Nú er nóg komið,“ stóð þar skrifað. Suzuki sagði Fischer ættjarð- arlausan og því myndi hann sækjast eftir því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu hann sem flóttamann. Lögfræðingur hans og stuðnings- menn leita nú hælis fyrir hann í öðrum löndum en Japan. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, sagði í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins í gær að ekki hefði verið óskað eftir því við ís- lensk stjórnvöld að Fischer fái hæli á Íslandi. Vara við Creutz- feldt-Jakob BRESKIR vísindamenn vöruðu við því í gær að mun fleiri gætu smitast af Creutzfeldt-Jakob (vCJD) sjúk- dóminum en áður var talið. Smit- efni vCJD er prótein, ólíkt því sem gengur og gerist með flesta sjúk- dóma. Við rannsókn á breskum manni smituðum af sjúkdóminum kom í ljós að arfgerð hans var tölu- vert ólík arfgerð fyrri sjúklinga. Segja vísindamennirnir þær nið- urstöður geta þýtt að fleiri séu næmir fyrir sýkingu en áður var talið. Mögluleiki geti verið á faraldri þar sem meðgöngutími sjúkdóms- ins hafi verið í styttra lagi hjá þeim sem þegar hafa greinst með sjúk- dóminn. Meðgöngutíminn geti ver- ið tugir ára og því erfitt að segja til um hversu margir séu smitaðir. Sólkerfi okkar einstakt? STJÖRNUFRÆÐINGAR telja ólík- legt að til sé reikistjarna svipuð jörðinni og þ.a.l. geti sólkerfi okkar verið einstakt, þó svo vitað sé um 120 önnur sólkerfi í alheiminum. Mario Livio, stjarnfræðingur við geimrannsóknarstofnun í Balti- more, segir sporbauga reikistjarna okkar sólkerfis hringlaga en spor- bauga reikistjarna annarra sól- kerfa sporöskjulaga. „Sé sporbaug- ur mjög sporöskjulaga er líklegt að reikistjarnan fari afar nærri sól- stjörnu sinni á ákveðnu tímabili sem er ekki mjög lífvænlegt.“ Livio segir þó erfitt að koma auga á reikistjörnur jafnsmáar jörðinni í öðrum sólkerfum. Fársjúkur mað- ur tekinn af lífi AP Lögfræðingur Fischers, Masako Suzuki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.