Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Súpersól til Salou
9. september
og 16. september
frá kr. 39.995
Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni,
einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og
fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður
Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega
kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér
Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú
gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl.
Verð kr. 49.890 á mann
M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug,
gisting og flugvallarskattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann.
Verð kr. 39.995 á mann
M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð.
Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann.
Bjartsýni skal viðhöfð ogbannað er að láta í ljós nei-kvæðar skoðanir,“ sagði íboðsbréfi frá landbún-
aðarráðuneytinu vegna uppskeruhá-
tíðar í Selárdal í Arnarfirði sem hald-
in var á föstudag. Það var svo sem
engin sérstök ástæða til svartsýni því
verið var að fagna viðgerðum á hús-
um og listaverkum Samúels Jóns-
sonar en verk hans hafa legið undir
skemmdum um áratugaskeið. Fleiri
framfaramál eru á döfinni í dalnum.
Selárdalur er afskekktur og þang-
að liggur grófur malarvegur en samt
koma þangað sífellt fleiri til að skoða
hinn sérstæða listaverkaheim Sam-
úels, listamannsins með barns-
hjartað. Er talið að 3–4.000 manns
hafi komið þangað í sumar.
Þar er líka nóg að sjá. Ljónagos-
brunnur, álft með tvo unga á baki og
sækýr eru meðal þeirra furðudýra
sem eru á ferli.
Af miklum stórhug reisti Samúel
listasafn yfir önnur verk sín og heila
kirkju yfir altaristöflu sem sókn-
arnefndin vildi ekki í sóknarkirkjuna,
enda var þar fyrir 200 ára gömul tafla
og merkileg.
Frá því Samúel lést árið 1969 hafa
verk hans og hús smám saman grotn-
að niður og mörg verka hans eru
reyndar að eilífu glötuð. Hefði Ólafur
Gíslason, í Neðribæ í Selárdal, ekki
haldið húsunum við eftir mætti og
fyrir sinn eigin reikning, væri enn
minna til en raun ber vitni. Þá var ár-
ið 1998 stofnað áhugamannafélag um
endurreisn listaverka Samúels Jóns-
sonar og undir forystu Ólafs Hanni-
balssonar tókst að safna nokkru fé til
viðgerða. Mun félagið áfram sjá um
viðhald á listaverkum Samúels.
„Ótrúlegir arkitekta-
hæfileikar“
Eftir tiltölulega stuttan undirbún-
ingstíma, alls ekki lengri en tvö ár,
ákvað landbúnaðarráðuneytið að
leggja fé til verkefnisins og í sum-
arbyrjun var hafist handa.
Á uppskeruhátíðinni sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra að
ráðuneytið hefði beinlínis talið sér
skylt að bæta úr málum. „Hér var
listamaðurinn með barnshjartað,
hann Samúel sem hafði ótrúlega arki-
tektahæfileika eins og við sjáum. Og
hér höfum við minningar eftir hann
sem engir hafa treyst sér til að laga
fyrr en nú,“ sagði Guðni.
Sett var þak, nýir gluggar, gólf og
hurðir á listasafnið. Þak á kirkjunni
var endurnýjað, gert við steypu-
skemmdir, kirkjuturninn endurnýj-
aður og steyptur í trefjaplast og sett
kirkjuloft. Þá var brotajárn og annað
rusl hreinsað úr dalnum. Ekki er búið
að ákveða hvort íbúðarhús Samúels
verður gert upp.
Áætlað er að viðgerðir á húsum
hafi kostað um þrjár milljónir,
hreinsun á brotajárni og jarðvinna
um tvær milljónir en alls muni verk-
efnið ekki kosta meira en sjö millj-
ónir.
Ástæðan fyrir því að landbúnaðar-
ráðuneytið tók upp á því að gera við
hús í Selárdal er sú að Brautarholt,
bær Samúels, stendur á ríkisjörð og
húsin því á forræði ráðuneytisins.
Sigurður Þráinsson, yfirmaður
jarðadeildar í ráðuneytinu, benti á að
staðan í Selárdal væri ekkert eins-
dæmi. Víða um land stæðu yfirgefin
hús á jörðum, m.a. á ríkisjörðum, og
þá hlytu að vakna spurningar um
hvort eða hvernig ætti að varðveita
þau. Ákvörðun ráðherra um að láta
taka til hendinni í dalnum væri sann-
kallað tilraunaverkefni.
Markmiðið væri að gerðir væru
samningar um að fólk, helst með ræt-
ur í dalnum, leigði þar jarðir og end-
urreisti jafnvel gömul hús. Nokkrar
lóðir, 1–2 hektarar að stærð, hafa ver-
ið afmarkaðar og í Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri er unnið að
því að deiliskipuleggja svæðið í sam-
ráði við Vesturbyggð. Ætlunin er að
úthlutun á lóðum geti hafist næsta
sumar.
Næst í Flatey á Skjálfanda
Þar með lýkur verkefnum ráðu-
neytisins í dalnum. Þá vonast ráðu-
neytismenn eftir því að Ferða-
málaráð taki að sér að reisa
salernisaðstöðu í dalnum enda
straumur ferðamanna sífellt að
aukast.
Sigurður segir að lukkist verkefnið
í Selárdalnum sé hugsanlegt að hægt
verðiað beita sömu aðferðum annars
staðar. „Raunar hefur landbún-
aðarráðherra nú þegar velt fyrir sér
hvort ráðast skuli í hliðstætt verkefni
í Flatey á Skjálfanda,“ sagði hann en
þar á ríkið nokkur mannvirki í lélegu
ásigkomulagi.
Safn um Gísla á Uppsölum
Brautarholt og bærinn Selárdalur
eru ekki einu þjóðþekktu bæirnir í
Selárdal því þar er líka bærinn Upp-
salir sem einbúinn Gísli Gíslason var
kenndur við. Íbúðarhúsið mun vera í
ágætu ástandi og lítið þarf til að gera
það heimsóknarhæft. Hugmyndir eru
uppi um að gera við húsið og útbúa
þar lítið safn um Gísla.
Væri þar komin enn ein ástæðan til
að heimsækja dalinn.
Viðgerðum lokið á listasafni og kirkju Samúels Jónssonar í Selárdal
Listaverkaheimur Samúels laðar að
Listasafnið fékk nýtt þak og sömuleiðis kirkjan. Ljónagosbrunnurinn er
næstum eins og nýr og Leifur heppni sem fyrr keikur á stalli.
Morgunblaðið/Rúnar Pálmason„Hér var listamaðurinn með barns-
hjartað, hann Samúel sem hafði
ótrúlega arkitektahæfileika eins og
við sjáum,“ sagði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra.
FYRIRMYNDINA að ljónagos-
brunninum í Selárdal er að finna í
hinni frægu virkisborg Mára, Al-
hambra á Spáni. Þar eru ljónin
reyndar tólf en í Selárdalnum lét
Samúel Jónsson duga að reisa sex.
Þýski myndhöggvarinn Gerhard
König, sem hefur unnið að við-
gerðum á gosbrunninum telur hugs-
anlegt að ástæðan fyrir því að ljóna-
hópurinn í Selárdalnum er ekki
stærri sé sú að Samúel sá aðeins
spænska ljónagosbrunninn á póst-
kortum. Þar sem gosbrunnurinn er
kringlóttur hafi aðeins um helm-
ingur ljónanna sést. Þess vegna hafi
Samúel aðeins haft sex ljón við sinn
gosbrunn. „Ég veit þetta auðvitað
ekki. Þetta er leyndarmál Samúels,“
sagði hann.
Gerhard er myndhöggvari og
listakennari frá Svartaskógi í
Þýskalandi. Hann kom til Íslands ár-
ið 1997 og eftir að hafa séð myndir
af verkum Samúels gerði hann sér
ferð í Selárdalinn. „Þegar ég sá í
hvers kyns hörmungarástandi verk-
in hans voru ákvað ég að ég yrði að
gera eitthvað,“ sagði hann. Gerhard
náði sambandi við Ólaf Hannibals-
son sem fer fyrir áhugamannafélagi
um endurreisn listaverka Samúels
og það varð úr að næsta sumar kom
Gerhard aftur til landsins og gerði
við fyrsta ljónið.
Gosbrunnurinn var þá í afleitu
ástandi. Þrjú ljónanna höfðu fallið
um koll og sum týnt eyrum, fótleggj-
um eða loppum. Líkt og mörg önnur
verk listamannsins var gosbrunn-
urinn nefnilega unninn af meiri vilja
en verkþekkingu og kannski var
listamaðurinn einnig í tímahraki.
Ljónin voru því illa varin fyrir tímans
tönn. Það rennir stoðum undir kenn-
inguna um tímahrakið að Gerhard
segir augljóst að Samúel hafi nostrað
mest við ljónið sem hann gerði fyrst
því það hefur bæði dugað best og er
auk þess það svipfegursta. Þarfnast
það minnstrar viðgerðar.
Slakar undirstöður
Viðgerðir Gerhards virðast fag-
mannlega unnar en til þess að verkið
yrði sem best úr garði gert gerði
hann ítarlegar teikningar af ástandi
verkanna og hvernig gert var við
þau. Hann segir að helsta meinsemd
gosbrunnsins hafi verið slakar und-
irstöður sem urðu til þess að ljónin
tóku að síga og skekkjast og því
mynduðust sprungur í bol og fótum.
Ekki dugði því annað en að lyfta ljón-
unum upp og styrkja grunninn. Var
það ærið verk enda vegur hvert ljón
um 500 kíló. Gerhard bætti við járn-
bindingu og endurnýjaði múrhúðina.
Tók verkið þrjár vikur og mátti þýski
myndhöggvarinn hafa sig allan við.
„Mér finnst áhrifaríkt að hugsa til
þess að Samúel byrjaði á þessum
verkum þegar hann var 65 ára.
Hugsaðu þér bara hverju gamall
maður getur komið í verk,“ sagði
Gerhard.
Hann hefur dyttað að fleiri verk-
um Samúels, m.a. sett nýjan haus á
álftarunga sem hvílir sig á baki móð-
ur sinnar og gert við litlu ferköntuðu
tjörnina sem hún svamlar í. Hann
stefnir að því að fara aftur í Selárdal-
inn næsta sumar og klára verkið.
Næsta sumar verður því vænt-
anlega hægt að láta vatnið streyma
aftur um ljónagosbrunninn. Til þess
þarf ekki flókinn búnað. Til að láta
vatn streyma út um gin ljónanna jós
Samúel vatni með fötu upp í brunn-
inn og fyrir það rukkaði hann gesti
um nokkrar krónur, stundum tvær
krónur og fimmtíu.
Hugsanlega er hér komin kjörin
fjáröflunarleið fyrir áhugamanna-
félagið um endurreisn listaverka
Samúels Jónssonar.
„Leyndarmál Samúels“
„Hugsaðu þér bara hverju gamall maður getur komið í verk,“ sagði Ger-
hard König og átti þar við Samúel en ekki sjálfan sig.