Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 9 Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík Fjöldi lita og gerða Marley þakrennur Sjáum einnig um uppsetningu Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið ANNA Lísa Guðmundsdóttir var rekstrarstjóri í sauðfjársmölun eða svokallaður fjallkóngur Reykvíkinga árið 1995 og er því með fyrstu konum sem sinnt hafa því starfi á landinu. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var greint frá því að Lilja Loftsdóttir, bóndi á Brúnum í Gnúpverjahreppi, verður í haust fjallkóngur þar í sveit en hingað til hafa karlmenn sinnt þessu starfi nær eingöngu. Afrétturinn sem Anna Lísa hafði umsjón með er sameiginlegur með Kópavogsbúum og nær yfir neðri hluta Hellisheiðar. „Ég átti kindur í mörg ár eða frá því ég var sjö ára og var búin að smala síðan ég var krakki,“ segir Anna Lísa spurð um ástæður þess að henni var falið starf fjallkóngs á sínum tíma. „Ég leysti síðan fjallkónginn, sem hafði sinnt starfinu, af eitt árið.“ En hvernig gekk smölunin haustið 1995 þegar Anna Lísa var fjallkóng- ur? „Þetta gekk eiginlega ekkert svakalega vel,“ rifjar Anna Lísa hlæjandi upp. „Það var brjálað veður og ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins. Það var svo sem ekki mikið mál að skipuleggja [leitina] en öðru máli gegndi um að halda utan um fólkið og týna því ekki. Það skiluðu sér þó allir niður, en blautir. Það var mikil rigning og við sáum ekki neitt.“ Blautir smala- menn í brjál- uðu veðri Anna Lísa Guðmundsdóttir Kona fjallkóngur í Reykjavík árið 1995 „HVAÐA áhrif hefur fækkun banda- rískra hermanna á öryggismál Evr- ópu?“ heitir fyrirlestur sem Hans- Ulrich Klose, þingmaður þýska Jafn- aðarmannaflokksins (SPD) á Bundestag í Berlín, flytur á sameig- inlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, mið- vikudaginn 1. september kl. 17.15, í Skála á Hótel Sögu. Hans-Ulrich Klose hefur setið í ut- anríkismálanefnd þingsins um árabil m.a. sem formaður árin 1998–2002. Hann er fæddur 1937 í Breslau og hefur verið virkur þátttakandi í þýskum stjórnmálum síðan 1964. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um varnar- og öryggismál sem snerta heill Norður-Evrópu. Áhrif fækkunar bandarískra hermanna Öryggismál Evrópu ♦♦♦ ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.