Morgunblaðið - 29.08.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 29.08.2004, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ó hætt er að segja að óhug hafi slegið á almenning eftir að fréttist að móðir væri grunuð um að hafa veitt 11 ára dóttur sinni banasár í vesturbæ Reykjavíkur í vor. Konan bjó ein með tveimur börnum sínum í íbúð við Hagamel og hafði átt við geð- röskun að stríða um árabil. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur hún verið vistuð á Réttargeð- deildinni á Sogni. Voðaverkið í vesturbænum beinir sjónum manna að því við hvaða að- stæður fólki í geðrænum vanda í sjálfstæðri búsetu búi. Hvers konar stuðningur því standi til boða. Hvað sé hægt að gera til að stuðla að því að jafn hörmulegir atburðir og í vesturbænum endurtaki sig ekki. Víða brotalamir Erfitt er að segja til með fullri vissu hversu margt fólk með geð- rænan vanda er í sjálfstæðri búsetu hér á landi. Tölur Tryggingastofn- unar um örorku vegna geðraskana gefa þó nokkra hugmynd um fjöldann. Samkvæmt þeim höfðu 2.237 konur verið metnar til 75% örorku vegna geðraskana (höfðu geðröskun sem fyrstu eða megin- sjúkdómsgreiningu) þann 1. desem- ber árið 2003. Á sama tíma var sama tala fyrir karla samtals 1.943 karlar. Fjöldi þeirra sem eru með 75% örorku vegna geðraskana hefur nær tvöfaldast á undanförnum 8 ár- um, þ.e. alls höfðu 1.214 konur og 931 karl verið metin til 75% örorku vegna geðraskana 1. desember árið 1996. Hlutfall þeirra sem metnir höfðu verið til 75% örorku vegna geðraskana hækkaði hjá konum úr 28% í 33% á tímabilinu og hjá körl- um úr 31% í 42% þeirra sem metnir höfðu verið til 75% örorku. Á sama tíma jókst fjöldi nýrra 75% öryrkja vegna geðraskana hjá konum úr 68 árið 1996 í 182 árið 2003 og hjá körlum úr 51 árið 1996 í 134 árið 2003. Frekari tölur um örorku vegna geðraskana er að finna í grein eftir Sigurð Thorlacius, sér- fræðing í heila- og taugasjúkdóm- um, og Sigurjón B. Stefánsson, sér- fræðing í geðlækningum og klínískri taugalífeðlisfræði, í nýjasta hefti Læknablaðsins. Þess bera að geta að fjöldi fólks með geðraskanir í sjálfstæðri bú- setu hefur ekki verið metinn til 75% örorku, þ.e. telst ekki til áðurnefnds hóps. Sigursteinn Másson, formað- ur Geðhjálpar, segir að fjöldi fólks með geðraskanir sé stór og fari vaxandi. „Aftur á móti hef ég ekki undir höndum nákvæmar tölur um hvað við erum að tala um marga eins og er í dag. Við þurfum einmitt að gera verulegt átak í því að ná utan um þennan hóp til að geta nálgast hann og boðið upp á þjónustu.“ Sigursteinn segir samfélagið þurfa að standa sig mun betur gagnvart fólki með geðraskanir. „Oft er eins og voðaatburði eins og þann í vesturbænum þurfi til að al- menningur og ráðamenn fari að velta málefnum geðsjúkra fyrir sér. Þessir atburðir virðast þó ekki nægja til að stjórnvöld vakni til lífs- ins og sýni vilja sinn til úrbóta í verki.“ Hann segir að horfa verði á þjón- ustu við geðsjúka heildrænt, þ.e. þjónustu hjá læknum, inni á deild- um, heimilum og úti í samfélaginu. „Brotalamir er því miður víða. Eitt af því er að læknar gefa sér ekki alltaf nægan tíma til að greina vandann og þörfina fyrir lyfjagjöf. Afleiðingin af því er að stór hópur fólks er beinlínis á röngum lyfjum með tilheyrandi vanlíðan. Sumir taka inn alltof margar tegundir af lyfjum því sífellt er verið að reyna að koma í veg fyrir aukaverkanir einstakra lyfja. Þessi viðbótarlyf auka oft aðeins á vanlíðan viðkom- andi.“ Reglulegt eftirlit ákjósanlegt Langflestum einstaklingum með geðrænan vanda í sjálfstæðri bú- setu gengur vel að lifa eðlilegu lífi með sínum nánustu. „Eins og hjá öðrum skiptir mestu máli að grund- vallarþörfum þessa fólks sé mætt, þ.e. fólkið eigi raunverulegt heimili – og hafi í sig og á,“ segir Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður þjónustuíbúða við Sléttuveg, og minnir á að fjölmargir geðsjúkir búi enn inni á stofnunum. „Geðfatlaðir eru langt á eftir öðrum hópum hvað varðar ýmiss konar þjónustu, t.d. er langt í land með að tilfærslunni frá stofnunum yfir á sambýli ljúki hjá þessum hópi. Ég get nefnt að enn býr stór hópur geðfatlaðra á geðdeildum Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, t.d. í Arn- arholti, og bíður þess að eignast sitt eigið heimili með tilheyrandi lífs- gæðum.“ Guðrún segir að tryggja verði að einstaklingar með geðrænan vanda og í sjálfstæðri búsetu taki lyfin sín eins og læknar hafi sagt fyrir um. „Ef fólk gleymir að taka lyfin sín fer yfirleitt fljótlega að bera á ein- hvers konar afbrigðilegri hegðun, t.d. ranghugmyndum eða ofskynj- unum. Sumir taka upp á ólíklegustu hegðun í því skyni að verja sig og sína nánustu gagnvart ímynduðum ógnunum.“ Stundum neyðast ættingjar til að fara fram á að viðkomandi séu sviptir sjálfræði. „Algengast er að fólk sé svipt sjálfræði í tvo sólar- hringa. Að þeim tíma liðnum er reynt að koma viðkomandi sjúklingi aftur í raunveruleikatengsl með að- stoð lyfja,“ segir Guðrún og bætir við að ferlið taki mislangan tíma eftir einstaklingum en oft tvær til þrjár vikur. „Eftir að meðferð inni á stofnun er lokið ræðst framhaldið aðallega að tvennu, þ.e. því hvort viðkomandi býr einn eða með ein- hverjum sem getur komið auga á einkenni þess að viðkomandi sé aft- ur að fara út af sporinu og því hvort hann er tilbúinn til að þiggja frek- ari stuðning. Erfiðast er þegar fólk býr eitt og afþakkar alla aðstoð eins og það er í fullum rétti til að gera. Svo ekki sé talað um fólk sem er auk þess í neyslu.“ – Hvað er hægt að gera til að tryggja að þessi hópur fari ekki aft- ur út af sporinu? „Að mínu mati ætti fólk með geð- rænan vanda í sjálfstæðri búsetu að vera undir stöðugu eftirliti, t.d. með því að hitta fagaðila á heilsugæslu- stöðinni í hverfinu eða á göngu- deildum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss reglulega. Í slíkum heimsóknum gæfist þessum fag- aðila tækifæri til að fylgjast með viðkomandi með því að spyrjast fyr- ir um líðan, hugsanir og tilfinn- ingar. Auk þess væri haldið uppi einhvers konar eftirliti með lyfja- inntöku. Ég veit að fjöldi manns fer í sprautur og sækir reglulega lyfin Samfélagið þarf að standa betur gagnvart geðsjúkum Meðal þeirrar þjónustu sem geðsjúkum stendur til boða:  Athvörf Rauða krossins fyrir geðfatlaða eru Vin á Hverf- isgötu www.redcross.is/vin, Dvöl í Reynihvammi www.redc- ross.is/dvol, Lækur á Hörðuvöll- um laekur@redcross.is, Laut Þingvallastræti á Akureyri laut@ simnet.is. Gestir njóta félagsskapar og stuðnings.  Klúbburinn Geysir www.kgeys- ir.is í Skipholti byggir á þátt- töku félagsmanna og starfs- manna. Opinn daglega frá kl. 9 til 16.  Hringsjá www.hringsja.is í Há- túni býður upp á náms- og starfsendurhæfingu fyrir 18 ára og eldri.  Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717 býður upp á ókeypis þjón- ustu og ráðgjöf allan sólarhring- inn fyrir þá sem eiga við and- lega örðugleika að stríða eða eru í sjálfsvígshugleiðingum.  Geðhjálp www.gedhjalp.is eru hagsmunasamtök geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Félagið rekur m.a. félagsmiðstöð og mötuneyti við Túngötu alla daga.  Hugarafl www.hugarafl.is í Drápuhlíð er hópur ein- staklinga sem á við geðræn vandamál að stríða en er á bata- vegi og vill deila því með öðrum sem hafa áhuga á málefninu.  Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja fólk. Auk þess má benda á: Bráða- móttöku geðsviðs geðdeildar Landspítala við Hringbraut, Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, geðsvið Reykjalundar, Fjölmennt, Sjónarhól, Iðju- þjálfunina-Geðheilsu, trún- aðarmann fatlaðra, atvinnu- miðlun fatlaðra, atvinnu með stuðningi, Geðrækt, Spegilinn (fræðsla og forvarnarstarf um átröskunarsjúkdóma), Múla- lund, Samhjálp, Janus- End- urhæfingu ehf. og Geðvernd- arfélag Íslands. (Upplýsingarnar eru fengnar úr bæklingi Hugarafls um þjón- ustu við geðsjúka.) Þjónusta við geðsjúka ’Fjöldi þeirra sem eru með 75% örorkuvegna geðraskana hefur nær tvöfaldast á undanförnum 8 árum.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.