Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2004, Blaðsíða 20
Ég get ekki sagt þér hvenærveikindin fóru að há mér þvíað ég man ekki eftir méröðruvísi en með þessa af- brigðilegu hegðun – alveg frá því að ég var pínupons,“ segir Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, 31 árs gömul ein- stæð móðir með þrjú ung börn. Birna hefur þjáðst af persónuleika- röskun, þunglyndi, þráhyggju og ár- áttu auk einkenna átröskunar allt frá barnsaldri. Hún hefur sýnt greinileg batamerki eftir að hún fór að þiggja þjónustu geðteymis heimahjúkrunar snemma í vor. „Á meðan ég var lítil var hegðun mín einfaldlega skilgreind sem frekja. Sumir hafa reyndar enn ekki áttað sig á því hvað ég hef gengið í gegnum og halla sér að þeirri skil- greiningu enn þann dag í dag. Ég man að mér leið oft ömurlega í æsku. Pabbi og mamma skildu þeg- ar ég var 10 ára. Ég var ekki nema 12 ára þegar ég neitaði að fara í af- mæli af því að ég væri með svo stór- an rass. Ég var lögð í einelti þegar ég var unglingur og áfram mætti telja.“ Á bólakafi í þrjú ár Hvernig brást þú við? „Sem unglingur brást ég við með því að fara að æfa sund. Eiginlega má segja að ég hafi verið á bólakafi í orðsins fyllstu merkingu frá því að ég var 14 ára þangað til að ég varð 17 ára. Sundið bjargaði mér þó ekki al- veg. Ég fór í ofbeldissambúð þegar ég var 16 ára og byrjaði að drekka með sambýlismanni mínum ári seinna. Eftir að hafa slitið mig lausa úr sambúðinni fór ég au-pair til Bandaríkjanna 22 ára gömul. Ég var hjá fjölskyldu í bænum Flower- Town í um 20 mínútna akstursfjar- lægð frá Fíladelfíu og leið mjög vel. Hjónin báru virðingu fyrir mér sem manneskju og sterk tengsl mynduð- ust á milli mín og barnanna þeirra.“ Eftir dvölina í Flower-Town hélt Birna heim til Íslands. „Ég hélst ekki við nema 10 daga á Íslandi áður en ég var aftur farin sem au-pair til annarrar fjölskyldu í Bandaríkjun- um. Ég dvaldi þar í tæpt ár í þetta sinn. Eftir að ég kom aftur heim fór ég í Fjölbrautaskólann við Ármúla, kynntist manni og varð ólétt. Ég hélt einmitt sameiginlega útskriftar- og skírnarveislu eftir að elsta dóttir mín fæddist haustið 1997.“ Ský dregur fyrir andlit Birnu þegar hún rifjar upp að hún hafi ver- ið orðin mikið veik á þessum tíma. „Veikindin höfðu mikil áhrif á sam- band mitt og barnsföður míns. Við eignuðumst þó annað barn fjórtán mánuðum síðar. Yngri dóttir okkar var ekki nema 10 mánaða þegar við skildum. Innan skamms var kominn annar maður í líf mitt. Ég vissi ekki hvað ég vildi – var í stöðugri leit.“ Líkamlegur sársauki skárri en andlegur „Mér leið ömurlega,“ heldur hún áfram og bætir við að greinileg merki sjúkdómsins hafi komið fram hjá henni á meðgöngu yngsta barnsins árið 2000. Birna og seinni sambýlis- maður hennar slitu sambúð sinni fyr- ir ári. Síðan þá hefur Birna búið ein með dætrum sínum þremur. Hún er beðin um að lýsa sjúk- dómnum. „Þegar sjúkdómurinn er sem verstur er líðan mín hreint út sagt ömurleg. Eins og ég sé með krabbamein í sálinni,“ segir hún og hikar, „og krabbameinið sé að éta mig upp til agna. Ég reyni að vera á stöðugri hreyfingu til að deyfa sárs- aukann. Ég þríf íbúðina og bílinn eins og brjálæðingur á hverjum degi. Ég hef tekið upp á því að þrífa svalirnar klukkan fjögur að nóttu. Ef ég sest niður til að hvíla mig líður aldrei á löngu þar til ég finn sársauk- ann færast nær. Þörfin fyrir að skaða sjálfa mig með líkamlegum hætti hellist yfir mig – líkamlegur sársauki er skárri en andlegur. Sjáðu, hvernig ég hef skorið mig í handlegginn,“ segir Birna og dregur upp hægri peysuermina svo margir skurðir koma í ljós. „Ég hef slitið lokka úr hárinu, lamið hausnum í veggi og áfram mætti telja.“ „Tiltektaráráttan skemmir ótrú- lega fyrir mér í daglega lífinu,“ við- urkennir Birna og nefnir dæmi. „Segjum svo að ég sitji hérna í stóln- um og sé að horfa á bíómynd í sjón- varpinu þegar ég kem skyndilega auga á lítinn bíl á gólfinu fyrir fram- an sjónvarpið. Þá grípur bíllinn svo athygli mína að ég bókstaflega „verð“ að taka hann upp. Ef ég ákveð að reyna að láta sjúkdóminn ekki stjórna mér og halda áfram að horfa á myndina heldur hann áfram að stjórna mér því að ég hugsa svo stíft um að ég ætli ekki að taka bílinn upp af gólfinu að ég missi algjörlega af myndinni.“ - Kemur þessi þrifnaðarárátta þín ekki niður á stelpunum? „Nei,“ svarar Birna ákveðin. „Einu sinni, löngu áður en ég eign- aðist sjálf börn, heyrði ég konu segja eftir að hafa séð skítugt barn að leik: „Ég vildi að barnið mitt gæti skitið sig svona út.“ Hún átti sjálf barn í hjólastól sem auðvitað varð aldrei óhreint eftir leik. Þessi orð konunn- ar snertu mig svo að ég hef aldrei skammað stelpurnar fyrir að vera skítugar. Þær hafa alltaf mátt vera eins skítugar og þær hafa viljað. Aft- ur á móti verð ég að viðurkenna að ég hef reynt að fá þær til að tileinka sér snyrtilega umgengni, t.d. að fleygja skónum sínum inn í skóskáp þegar þær koma inn og ganga frá leikföngum eftir að þær hafa leikið sér o.s.frv. Ég held þó að þetta sé allt innan eðlilegra marka,“ segir Birna og brosir. „Ég hef alltaf reynt að hlífa stúlkunum eins og ég hef getað við afleiðingum sjúkdómsins.“ Tvær sjálfsvígstilraunir Birna verður aftur alvarleg á svip- inn þegar hún heldur áfram að út- skýra eðli sjúkdómsins. „Ofan á hræðilega vanlíðan bætist að fæstir hafa skilning á því hvað maður er að ganga í gegnum – að maður sé raun- verulega veikur,“ segir hún og tekur fram að hennar nánustu séu þó flest- ir farnir að átta sig á því við hvað hún eigi að stríða. „Mamma hefur reynst mér rosalega vel. Ég get nefnt sem dæmi að einu sinni hringdi ég í hana og spurði hvort hún gæti komið til mín að norðan sama dag. Hún vissi strax að eitt- hvað alvarlegt amaði að – sagði já og kom með næstu vél.“ Birna hefur gert tvær alvarlegar sjálfsvígstilraunir með lyfjum og skipulagt ítarlega margar tilraunir til að enda líf sitt m.a. með útblæstri úr pústi. „Ég hef oft legið stíf af kvíða, vanlíðan og löngun til að deyja í rúminu á nóttunni. Ég hef þurft að skipta daglega á rúminu mínu af því að ég hef svitnað svo mikið á nótt- unni. Ég er í lyfjaskömmtun í apó- tekinu til að ég misnoti ekki lyfja- skammtinn minn,“ segir Birna og játar því að einkenni átröskunarinn- ar hafi oft og tíðum verið mjög alvar- leg. „Ég hef oft svelt mig af því að mér hefur fundist ég vera svo feit – síðast um jólin. Stundum þegar ég fór út í búð hafði ég svo miklar áhyggjur af því að konurnar á köss- unum væru að hugsa hvað ég keypti mikið af fitandi mat að ég fór á kassa þar sem karlmaður var að afgreiða.“ Er það bakið? „Ég segi stundum kunningjum mínum frá því að ég sé með heima- hjúkrun. „Er það bakið?“ spyrja þá flestir. „Nei, eiginlega hausinn,“ svara ég þá og bendi á höfuðið og viðkomandi er yfirleitt fljótur að kveðja,“ segir Birna með ofurlítinn prakkarasvip á andlitinu. Hún segist hafa byrjað að þiggja þjónustu geðteymisins eftir að hafa legið í 6 vikur á geðdeild Landspít- alans í vor. „Ég komst upp með að liggja þarna á deildinni án þess raunverulega að taka á mínum mál- um að einhverju marki. Á endanum var ég útskrifuð með þeim skila- boðum að sjúkrahúslega gæti reynst mér óholl,“ segir Birna greinilega ósátt við lyktir mála í vor. „Eftir að ég kom heim af sjúkra- húsinu fór Elín Hanna, hjúkrunar- fræðingur úr geðteymi heimahjúkr- unarinnar, að koma til mín. Ef mig misminnir ekki kom hún fyrst 3. maí í vor. Ég reyndi auðvitað fyrst að leika leik sem ég hef svo oft leikið áð- ur, þ.e. að telja henni trú um að ekk- ert amaði að mér. Elín Hanna var fljót að sjá í gegnum þessa blekk- ingu. Hún hefur ekki aðeins haldið í mér lífinu heldur gefið mér lífsvon með heimsóknum sínum frá því í vor,“ segir Birna og er spurð að því hvað farið hafi fram í heimsóknun- um. „Þegar Elín Hanna byrjaði að koma var lyfjainntakan komin í al- gjört rugl. Hún kom reglu á þau mál og kom lengi vel á hverjum degi til að tryggja að ekkert færi úrskeiðis. Við gerðum með okkur munnlegan samning um að ég mætti ekki fyr- irfara mér – sjáðu ég skrifaði hann hérna niður,“ segir Birna og sýnir blaðamanninum þéttskrifaða stíla- bók. „Svona samningar virka veru- lega vel á mig af því að ég hef aldrei getað hugsað mér að brjóta loforð. Svo höfum við auðvitað talað mikið saman og að minni beiðni hefur Elín Hanna litið á stelpurnar til að ganga úr skugga um að þær væru örugg- lega eðlileg börn. Elín Hanna hefur farið með mig í heimsóknir bæði í Dvöl í Kópavogi og Vin á Hverfis- götunni svo dæmi séu nefnd. Heim- sóknirnar í athvörfin voru mér mik- ils virði því að þá fór ég að átta mig betur en áður á því hversu margir eru í sömu sporum og ég sjálf. “ Birna segir að Elín Hanna hafi hjálpað sér að gera umgengnis- samning við föður eldri stelpnanna. „Pabbi stelpnanna og konan hans eru búin að festa kaup á íbúð í hverf- inu. Núna er Elín Hanna búin að hjálpa mér að gera umgengnissamn- ing við hann þannig að stelpurnar verða hjá honum aðra hverja viku á móti mér. Ég er mjög ánægð með þennan samning og öll samskipti mín við pabba stelpnanna og konuna hans. Þau eru alveg yndisleg og hafa reynst mér ótrúlega vel í veikindum mínum,“ segir Birna og tekur fram að með hjálp Elínar Hönnu hafi hún skráð sig á 10 vikna tölvunámskeið hjá Hringrás með haustinu. Umsóknin týndist Bati Birnu hefur ekki verið sam- felldur því að í sumarleyfum stelpn- anna með feðrum sínum fyrr í sumar „datt hún niður“ og var lögð inn á geðdeild Landspítalans í tvær vikur. „Við Elín Hanna vorum búnar að átta okkur á því að tíminn meðan stelpurnar yrðu hjá feðrum sínum yrði mér erfiður og alveg sérstak- lega af því að Elín Hanna var í sum- arfríi á sama tíma. Við ákváðum því að sækja um fyrir mig á Reykjalundi þennan tíma. Hvað heldur þú að hafi gerst? Jú, umsóknin mín týndist í kerfinu með þeim afleiðingum að vonin um að komast að varð að engu. Eftir að stelpurnar fóru til feðra sinna jukust einkenni sjúkdómsins. Ég var aftur lögð inn á geðdeildina og gerði sérstakan samning við einn læknanna um að fá að liggja inni í tvær vikur. Það hjálpaði mér mjög mikið að þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af því að vera útskrifuð einn dag- inn. Ég ákvað að nota tímann vel og taka á mínum málum. Í kjölfarið var lyfjaskammtinum breytt og ég fór að finna fyrir áframhaldandi bata. Hann hefur svo haldið áfram með aðstoð Elínar Hönnu frá því að ég útskrifaðist hinn 9. júní.“ - Hvaða draum átt þú um framtíð- ina? „Eins og er kemst ekkert annað að en draumur minn um að ná fullri heilsu. Mér hefur ekki liðið jafn vel í 10 ár. Ef ég sé beran nagla í vegg er ekki lengur mín fyrsta hugsun hvernig ég geti borað naglanum hérna inn í hauskúpuna,“ segir Birna og kímir, „heldur hvað væri hægt að hengja skemmtilegt á hann. Mig langar til að halda áfram að vakna til að hlakka til að gera eitt- hvað skemmtilegt með stelpunum mínum. Ekki til að hugsa um hvern- ig ég geti drepið sjálfa mig í dag eins og ég gerði svo oft áður. En veistu – það er fullt af svoleiðis fólki þarna úti!“ Krabbamein í sálinni Morgunblaðið/Jim Smart „Ég hef alltaf reynt að hlífa stúlkunum eins og ég hef getað við afleiðingum sjúkdómsins,“ segir Birna Hrönn. ’„Mig langar til að halda áfram að vaknatil að hlakka til að gera eitthvað skemmti- legt með stelpunum mínum. Ekki til að hugsa um hvernig ég geti drepið sjálfa mig í dag eins og ég gerði svo oft áður.“‘ 20 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ að vera sýnilegt og í reglulegum samskiptum við þessa aðila.“ – Hvers konar þjónustu fær fólk í þessum heimsóknum? „Þjónustan ræðst af þörfum og óskum skjólstæðingsins. Sem dæmi á má nefna að stundum kemur í okkar hlut að tryggja að viðkom- andi taki lyfin sín. Við höfum farið tvisvar sinnum á dag til eins skjól- stæðingsins í þessum erindagjörð- um. Ef fólk er á sprautumeðferð getum við sprautað. Algengara er að við fylgjum fólki eftir í sprautur á göngudeild. Ef fólk er lagt inn á geðdeildir höldum við sambandi og bíðum eftir að það útskrifist til að geta haldið áfram að veita þjón- ustuna heima,“ segir Sigríður og tekur fram að dágóður tími fari í samtöl og stuðning. „Við metum þörf fólks fyrir ákveðna þjónustu og kynnum því stuðning bæði innan og utan stofnana, t.d. heimsókn- arvini Rauða krossins og athvörfin í borginni og á Akureyri. Við skoðum þjónustu við viðkomandi með tilliti til þess hvort hann þurfi meiri þjón- ustu og þá frá hverjum, t.d. aukna þjónustu frá félagsþjónustunni eða heimahjúkrun. Okkar hlutverk get- ur líka verið að styðja og fræða það starfsfólk sem er að þjónusta ein- staklinginn svo að hann fái betri og markvissari þjónustu. Samþætting þjónustunnar er mjög mikilvægur þáttur en verið er að vinna að því að samræma betur þjónustu á veg- um félagsþjónustu Reykjavíkur og heimahjúkrunar. Miðað er við að hver einstakling- ur sé ekki lengur en 6 mánuði í okkar umsjón, þ.e. til að fleiri kom- ist að. Hins vegar leggjum við ríka áherslu á að eitthvað komi í staðinn þegar við förum út. Við reynum að hjálpa fólki að finna rétta stuðning- inn og halda áfram að fóta sig úti í samfélaginu.“ Þörf á neyðarteymi „Já, við höfum gert það,“ svarar Sigríður þegar hún er spurð að því hvort hugað sé að samskiptum við- komandi og hans nánustu í heim- sóknunum. „Núna vill svo til að margir okkar skjólstæðinga eru inni á sambýlum. Þá horfir málið dálítið öðruvísi við. Við höfum reyndar fengið leyfi til að hringja í aðstandendur. Ef fólk er með börn metum við í samráði við viðkomandi hvort við komum þegar þau eru heima eða ekki.“ Sigríður segir að reynslan af starfi geðteymisins hafi hingað til verið mjög góð. „Einu vandkvæðin tengjast í rauninni því að stundum hafa meðferðaraðilar óskað eftir að- stoð við einhvern ákveðinn en við- komandi hefur sjálfur ekki haft jafn mikinn áhuga að nýta sér þjónustu okkar. Þá getum við lítið annað gert en að bjóða honum að hafa samband ef honum snýst hugur eða betur stendur á síðar. En það er auðvitað mjög mikilvægt,“ segir hún og tekur fram að þó lítil reynsla sé komin á þörfina velkist hún ekki í vafa um að hún sé mikil. „Ég er líka þeirrar skoðunar að full þörf sé á öðru teymi, þ.e. eins kon- ar bráða- eða neyðarteymi. Með því þyrfti að starfa læknir, hjúkrunar- fræðingur og reyndur sjúkraliði til að tilganginum væri náð.“ Að lokum skal þess getið að í áð- urnefndri grein í Læknablaðinu kemur fram að geðraskanir hafi farið vaxandi á Íslandi. Þörf sé á að sporna við þeirri þróun með aukinni áherslu á starfsendurhæfingu sem miðist sérstaklega við þarfir fólks með geðraskanir og aukinni áherslu á að greina og meðhöndla alvar- legar geðraskanir snemma. ago@mbl.is ’Geðfatlaðir erulangt á eftir öðrum hópum varðandi ýmiss konar þjón- ustu, t.d. er langt í land með að tilfærsl- unni frá stofnunum yfir á sambýli ljúki.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.