Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 21

Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 21 FYRST í stað er maður frekar ró- legur, reynir að finna góðan veiði- stað og byrjar að kasta. Svo verður maður var við fisk og þá eykst spennan. Allt í einu er hann á, adr- enalínið æðir um líkamann, fæturn- ir byrja að titra og glíman við fyrsta lax ævinnar er hafin. Þrátt fyrir reynsluleysið tekst að landa um 6 punda fallegum nýgengum laxi með aðstoð konunnar. Gleðin er mikil, en bragðið af veiðiugganum er ekki eins gott. Fiskurinn reynist algjört lostæti með bræddu sméri um kvöldið. Þetta ævintýri upplifði Hjörtur Gíslason ásamt konu sinni Helgu Þórarinsdóttur nýlega, en þau voru þá að veiðum í Selá í Álftafirði eystra, ásamt Maríu Gísladóttur, Ara Þorsteinssyni, Fanneyju Þór- hallsdóttur og Axel Jónssyni. Selá er sennilega eitt bezt varð- veitta laxveiðileyndarmál landsins. Hún hefur ekki verið í skipulegri útleigu, en jarðeigendur hafa eitt- hvað nýtt sér hana, og engum seið- um hefur verið sleppt í hana. Nú hefur veiðifélagið Sporðtak tekið ána á leigu til 10 ára, en að því standa þeir Hornfirðingarnir Birkir Birgisson, Guðjón Pétur Jónsson og Ólafur Vilhjálmsson. Selá er dragá sem rennur um Starmýrardal og út í Álftafjörð, rétt austan við Þvottárskriður, á mörk- um Austur-Skaftafellssýslu og Suð- ur-Múlasýslu. Áin lætur lítið yfir sér þegar ekið er yfir hana á þjóð- vegi eitt, en litlu ofar rennur hún í afar fögru umhverfi. Hún er um það bil 18 kílómetra löng, en fiskigeng um 9 kílómetra og eru í henni 20 þokkalegir veiðistaðir. Selá er fyrst og fremst laxveiðiá, en sjóbirtingur veiðist í einhverjum mæli á ósa- svæðinu á haustin. 50 laxar Selá er síðsumarsá og eins og aðrar dragár mikið háð úrkomu. Ekkert veiðihús er við ána og þarf jeppa eða fjórhjóladrifna bíla til að komast að henni. Eingöngu er leyft að veiða á flugu og eru stangir tvær. Drepa má tvo laxa á stöng á dag. Þurrkarnir í sumar hafa komið niður á ánni. Þess vegna hefur ekki mikið verið sótt í ána, en engu að síður hafa veiðzt ríflega 50 laxar og 35 verið sleppt aftur. Fyrrnefndur hópur var við veiðar í ánni sjötta og sjöunda ágúst. Þá hafði rignt nokkuð áður og var mik- ið af fiski í ánni. Á föstudeginum fengust tveir fallegir nýgengnir lax- ar, fimm til sex pund. En um miðj- an daginn opnuðust himnarnir og úrfellið var slíkt að áin bólgnaði upp á ótrúlega skömmum tíma, um 20 sentímetra eða meira. Daginn eftir var rjómablíða, logn og sólskin, en mikið vatn í ánni og mikið af fiski. Þrír laxar fengust þá og var sá stærsti um 14 pund og þurfti Hjörtur að glíma lengi við hann áður en hann náði að draga flikkið á land, enda einn og háflaus. Það er greinilega óhætt að leggja leið sína í Selá. Hópurinn naut beggja daganna til fulls, þó Helga missti maríulaxinn sinn við bakk- ann, þegar aðstoðarmennirnir voru of seinir á vettvang með háfinn. Umhverfið er mjög fallegt og víða góðir veiðistaðir, meðal annars í mjög fallegu gljúfri efst í ánni og flúðum og hyljum nokkru neðar. Það eru í raun þrjú aðalsvæði í ánni og þarf að keyra á milli þeirra. Nú, þegar þetta leyndarmál hefur verið afhjúpað, má búast við töluverðri sókn í ána. Leyndarmál afhjúpað fyrir austan ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Hjörtur Helga Þórarinsdóttir og Fanney Þórhalldsóttir hampa hér fallegum 14 punda fiski sem veiddist í Selá í Álftafirði eystra ekki alls fyrir löngu. Morgunblaðið/Helga Veiðiugginn bitinn af maríulax- inum. Hirti fannst laxinn betri soð- inn með bræddu sméri. Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur 1. október 2004 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknarfresti 1. október 2004 Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs frá 18. desember 2003 er lögð áhersla á að Rannsóknasjóður styðji í auknum mæli stærri verkefni og stuðli að myndun fjölmennari rannsóknarhópa og þekkingarklasa. Ráðið leggur sömuleiðis áherslu á að sjóðurinn veiti ungum vísindamönnum tækifæri til að hasla sér völl á Íslandi og taka þátt í frekari uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. Umsóknarfrestur nýrra umsókna í Rannsóknasjóð er til 1. október 2004. Þrjár tegundir styrkja bjóðast: a) Öndvegisstyrkir b) Verkefnisstyrkir c) Rannsóknarstöðustyrkir Ítarlegri upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Athygli er vakin á því að styrkþegar með framhaldsverkefni hafa frest til 1. nóvember að skila áfangaskýrslum. Hugrækt og slökun. Fyrir þá sem vilja ná betri stjórn á streitu og álagi. Fyrirlestrar, verkefni, léttar streitulosandi æfingar, öndunartækni, slökun, líkamsbeiting, mataræði og lífsgæði. Fimmtudaga kl. 20.00 námskeiðið hefst 16. september Byrjendanámskeið í jóga. Undirstöður jógaiðkunar, öndun, stöður og slökun. Mán./fim. kl. 18.30 hefst 6.sept Framhaldsjóga. Fyrir þá sem lokið hafa byrjendanámskeiði. Mán/fim kl. 17.25 Skráning á joga@joga.is og í síma 544-2104 jafnvægi, einbeiting og styrkur Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. www.joga.is SvalaHalldóra Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Starcraft pallhús Eigum nú nokkur glæný ríkulega útbúin Starcraft pallhús á ameríska bíla. Eigum einnig Sportstar pallhús á tilboðsverði, aðeins 840.000 kr. (fyrir minni pallbíla).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.