Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 26

Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 26
26 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ H afði ekki látið mér koma til hugar að til væri Þjóð- listasafn kvenna, staðsett í Washington, nánar tiltekið „National Museum of Women in the Arts“ (NMWA). Var síðast á þessum slóðum er ég heim- sótti frænda minn í Maryland fyrir 39 árum og fór í dagsferðir til höf- uðborgarinnar. Hafi ég rekist á söfn eða drög að þeim tileinkuð konum á utanlandsferðum mínum, voru þau eitthvað til hliðar með áherslu á hlutverk og stöðu kvenna og kvenréttindi almennt. Slíku síð- ur til að dreifa í þessu tilviki, um alvörusafn að ræða með listrænt mat í öndvegi en hitt látið eiga sig, fyrir vikið er þetta til muna öflugri grunnur og málsvari kvenréttinda. Hér ekki nóg að vera í framvarð- sveit, eða meintur píslarvottur karl- rembu, heldur ræður listrænt mat vali verk- anna, eng- inn heim- ilisiðnaður á ferð né samkeppni við hvunn- daginn eða einhverja afmarkaða listastefnu og þema, því síður stjórnmál. Við skoðun safnsins innprentast hlutlæg stefnumörkin hverjum og einum af sjálfu sér, niðurstaðan verður að konur eru ekki síður gæddar hæfileikum til myndsköp- unar en karlar. Hafa sannað það allt tímaskeiðið sem safneignin spannar, tók að blómstra fyrir al- vöru með vaxandi kvenréttindum og metnaði á síðustu öld, loks á breiðum grunni er líða tók á hana. Mál helst, að allt fram á öldina önd- verða var listsköpun öðru fremur talin karlkyns athöfn, ekki síst myndlist, til að mynda þótti högg- myndalist með öllu sínu líkamlega erfiði, gifs og steinryki, ekki bein- línis við hæfi kvenna, ei heldur þrykklist, grafík. Eðlilega er það glíman við tví- víðan flöt, pentskúfinn, olíu- og vatnsliti, ásamt rissinu sem markar helstar heimildir um athafnir kvenna í listgeiranum í aldanna rás. Oftar en ekki hneigðust þær til list- sköpunar vegna þess að þær voru í fjölskyldu málara, giftar þeim, dæt- ur, ást- eða hjákonur, og eða fyr- irsætur. Hér voru það þannig að- stæðurnar og andrýmið sem vörðuðu veginn nákvæmlega eins og í dag, ef skilyrðin eru ekki á hagstæðu nótunum komast viðkom- andi skammt, listgeirinn sjálfur hins vegar stikkfrír. Hið einstæða kvenna-listasafn í Washingtonopnaði dyr sínar að1250 New York Avenue vorið 1987, umbúðirnar stór- glæsileg bygging í endurreisnarstíl. En söfnun myndverka eftir konur frá öllum heimshornum átti sér að sjálfsögðu mun lengri sögu, þar kemur fyrirækið Philip Morris mjög við sögu síðustu fjörutíu árin ásamt ýmsum einstaklingum. Helstu frumkvöðlar að stofnun safnsins voru þó hjónin Wilhelmina Cole Holladay og Wallace Holladay, sem gáfu viðamikið einkasafn sitt á myndlist kvenna allt frá manier- isma (yfirgangi frá síðendurreisn til barokks) til nútímans. Hér komið enn eitt dæmi þess hve ótrúlega fljótir Bandaríkjamenn voru að byggja upp listveldi sitt og hve mikill ástríðueldur liggur þar að baki, tilgangurinn öðru fremur að miðla þekkingu á skapandi athöfn- um til almennings, efla samkennd og þjóðarvitund. Þannig var Metro- politan-safnið við fimmtu tröð, nú eitt stærsta og merkasta lista- sögusafn heims, ekki stofnað fyrr en 1880, en þá tóku hlutirnir að gerast hratt. Nútímalistasafnið, fyrsta og einnig eitt hið merkasta í heimi hér, var stofnað 1927, vel að merkja voru þrjár konur auðmanna að baki framkvæmdinni. Tók Bandaríkin þannig einungis tæp fimmtíu ár að snúa blaðinu við og taka forystuna um uppbyggingu listasafna, varðveislu þjóðlegra og alþjóðlegra geymda í sjónmenntum, veita um leið nýjum og ferskum hugmyndum brautargengi. Hélst í hendur við gríðarlegt uppbygg- ingar- og framfaraskeið, var þýð- ingarmikill hlekkur í framrás þjóð- menningar sem gerði Bandaríkin að stórveldi í list og mennt, jafn- framt um að ræða grunneiningar vestrænnar menningar. Nú fóru þjóðir Evrópu að draga dám af Bandaríkjamönnum, en það var þó ekki fyrr en tuttugu árum seinna eða 1947 að Nútímalistasafnið í París tók til starfa, gerðist nokkuð seint og að því óhjákvæmilega kom að Bandaríkjamenn hrifsuðu frum- kvæðið af París sem miðja og suðu- pottur listhræringa. Hugmyndin að Metropolitan mun sótt til Louvre í París, salir hallarinnar opnir al- menningi 1793, þar áður hafði safn- eign konungs og þjóðarinnar ein- ungis verið tilgengileg aðlinum. Markmiðið var að mennta þjóðina, miðla heims- og hámenningu út til alþýðunnar, listin skyldi sameign allra, sömuleiðis leiðarstefið í upp- byggingu safna vestan hafs. Svo komið hlykkjast keðja heims- þekktra listasafna um alla austur- ströndina, síðan norðvestur til Síkagó og allt til San Fransískó, Los Angeles og Malibu á vest- urströndinni. Engin stöðnun í upp- byggingu safnanna, endurnýjun og viðbótum, um að ræða púls og blóð- flæði virks og metnaðarfulls sam- félags. Með tilliti til þess hveÞjóðlistasafn kvennaer ungt, einungis 17 árfrá opnun þess, undr- ast maður hina víðfeðmu safneign. Spannar frá Laviniu Fontana (1552–1614), sem ólst upp í lista- mannaumhverfi í Bolognu á Ítalíu og er talin fyrsta konan sem gerði málaralist að atvinnu sinni. Hún var af ætt vinsælla málara og gift- ist 24 ára gömul félaga sínum mál- aranum Gian Paolo Zappi, sem var af aðalsættum. Spúsinn gerðist með tímanum aðstoðarmaður konu sinn- ar, sá um húshald og barnauppeldi, hér nóg að starfa því ellefu börn komu í heiminn en einungis þrjú af þeim lifðu móðurina. Lavinia var að því leyti einstök meðal kynsystra sinna sem fengust nær einvörðungu við andlitsmyndamálun í hjáverk- um, að myndefni hennar spönnuðu sama svið og karlmanna voru einn- ig trúarlegs og goðsögulegs eðlis ásamt því að hún málaði nektar- myndir. Þó var hún öðru fremur víðþekkt sem snjall portrettmálari og náði svo langt á því sviði að verða hirðmálari Páls V páfa 1604. Af sautjándu aldar málurum má nefna hina svissnesku Angeliku Kaufmann (1741–1807) sem var einn af stofnendum konunglegu bresku akademíunnar. Einn eftir- sóttasti portrettmálari í London, þarnæst eða um og eftir 1787 vin- sælasti málari Rómarborgar. Einn- egin undrabarnið franska, Par- ísarmálarann Élisabeth-Louise Viegée-Lebrun (1755–1842), sem fimmtán ára hafði portrettmálun að lifibrauði, sá um leið fyrir ekkjunni móður sinni og yngri bróður. Er tímar liðu var hún um áratugaskeið aðalmálari Mariu Antoniettu drottningar, eftirsótt meðal evr- ópsku hástéttarinnar, leikara og rithöfunda og kjörin meðlimur listakademía í tíu borgum. Faðir hennar var hinn skammlífi portrett- málari Louis Viegée, prófessor við akademíu St. Luke í París, en eig- inmaður Jean-Baptiste-Pierre Le- brun sem hún giftist 21 árs í senn málari og listhöndlari. Frægt að þegar Élisabeth-Louise var 24 ára málaði hún portrett af drottning- unni án þess að hátignin sæti fyrir og rataði skiliríið í Þjóðlistasafnið í Versölum. Um tólf ára skeið neydd- ist hún til að búa erlendis vegna frönsku byltingarinnar, málaði þá háaðalinn í Róm, Vínarborg, Pét- ursborg, Moskvu og Berlín, og eftir að hafa búið við mikla virðingu í Sviss og Englandi sneri hún aftur alkomin til Frakklands 1809. Sagt að Élisabeth-Louise hafi málað meira en sexhundruð myndir um sína daga, þá hafa endurminningar hennar sem út komu á árunum 1835–37 margsinnis verið endur- prentaðar. Átjánda öldin frambar loks myndhöggvara í heimsklassa sem var Camille Claudel (1864–1943), sem lifði í skugga Auguste Rodins, sem var allt í senn kennari hennar, vildarmaður og elskhugi. Og fyrsti impressjónistinn í röðum kvenna mun hafa verið Berthe Morisot (1841–1891), gift Eugéne Manet, bróður málarans Edouard Manet. Loks má nefna að konur eignuðust grafíklistakonu á heimsmælikvarða með Käthe (Scmidt) Kollwitz (1867–1945), sem var af miðstétt- arfólki í Köningsberg, nú Kal- iningrad, en fátt segir af listafólki í kringum hana, eiginmaður hennar efnafræðingurinn Karl Kollwitz. Tuttugasta öldin frambarfjöldann allan af fjölhæf-um og framúrskarandilistakonum, sumar í gildri og gifturíkri samvinnu við eig- inmenn sína, brautryðjendur í sam- tímalistum. Nefna skal sérstaklega Soniu Terk Delaunay (1885–1979), gift Robert Delaunay föður orph- ismans, Sophiu Taeuber-Arp (1889– 1949), gift Jean Arp einum af frum- kvöðlum dada og Doretheu Tanning (f. 1912), á tímabili gift súrreal- istanum Max Ernst. Málverk hinna fyrrnefndu, upprunnar í Úkraníu og Sviss en t́eljast til Parísarskól- ans, eru finnanleg í safneigninni, en þótt undarlegt megi virðast ekki eftir hina amerísku Tanning sem þó er einn nafnkenndasti súrrealistinn í röðum kvenna. Annars er meg- inhluti landsliðsins þar samankom- inn auk helstu meistara heimslist- arinnar, mest Evrópu. Áherslan öllu öðru fremur lögð á skilvirkt og gagnsætt yfirlit myndlistar, þar á meðal ljósmyndir og bókverk. Hin viðamikla listaverkaeign rúmast eðlilega ekki öll í sölum safnsins og því síður þegar í gangi eru sérsýningar sem taka heila hæð líkt og norræna hönnunarsýningin „Nordic Cool: Hot Women Design- ers“ sem staðið hefur yfir í allt sumar og lýkur 12. september. Eins og ég hef áður greint frá er stórvel að henni staðið og til efs að fram til þessa hafi íslenzk, jafnvel norræn hönnun kvenna, tekið sig ámóta vel út á sýningu erlendis, betur mark- aðssett né vakið meiri athygli. Þjóðlistasafn kvenna Þjóðlistasafn kvenna í Washington. Lavinia Fontana: Portrett af hefð- arkonu, sirka 1580, olía á léreft, 114,9x89,5 sm. Gjöf Wallace og Wil- helmina Halladay. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Helen Frankenthaler, amerísk (f. 1926): Andatrúarmaður 1971, akríl á léreft, 182,9x152,4 sm. Gjöf Wall- ace og Wilhelmina Halladay.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.