Morgunblaðið - 29.08.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 29
mundi ef Íbúðalánasjóður veitti bönkunum
ekki lengur það aðhald, sem hann greinilega er
nú.
Það á eftir að koma í ljós, hvernig sú þróun
verður en enginn vafi leikur á því að við erum á
réttri braut í húsnæðismálum. Með því, sem
gerzt hefur að undanförnu, hefur þessum
tveimur grunnþáttum nútímasamfélags, hús-
næðismálum og lífeyrismálum, verið komið í
svo gott horf að betur verður tæpast gert nema
með enn lækkandi vöxtum.
Umbætur í vel-
ferðarkerfinu
Lífeyriskerfið sem
slíkt er ekki lengur
mikið í almennri um-
ræðu. Ástæðan er sú,
að það virkar. Hins vegar er fyrirkomulag
stjórna lífeyrissjóðanna enn umdeilt. Það er
arfur liðinnar tíðar og tímabært að breyta því.
Peningarnir, sem eru í sjóðunum eru eign sjóð-
félaga og þeir eiga sjálfir að kjósa fulltrúa í
stjórnir lífeyrissjóðanna eins og Morgunblaðið
hefur áður bent á.
Líklegt má telja, að eftir þær breytingar,
sem orðnar eru í húsnæðislánakerfinu verði
húsnæðismál minna til umræðu en verið hefur
vegna þess einfaldlega að fólk líti svo á, að þau
máli hafi verið leyst. Það kann þó að breytast
ef vaxtabreytingar til hækkunar á alþjóðlegum
fjármagnsmörkuðum leiða til verulegrar hækk-
unar á vöxtum á ný.
En eitt leiðir af öðru. Um leið og friður er að
skapazt um þessa tvo meginþætti í samfélagi
okkar, húsnæðismál og lífeyrismál, eykst
þrýstingur á að leysa önnur mál og það á sér-
staklega við um heilbrigðiskerfið og velferð-
arkerfið.
Heilbrigðiskerfinu hefur verið veitt gríðar-
lega sterkt kostnaðaraðhald á undanförnum ár-
um og sjálfsagt hefur ekki veitt af . Eftir sem
áður er sú spurning áleitin, hvort of langt hafi
verið gengið.
Það þarf engar skoðanakannanir til þess að
fullyrða, að fólk vilji eiga aðgang að góðri heil-
brigðisþjónustu ef á þarf að halda. Og í meg-
inatriðum er sú góða þjónusta til staðar. Hins
vegar er stöðugur ófriður í kringum heilbrigð-
iskerfið til skaða og mikilvægt að finna leið til
þess, að Landspítali – háskólasjúkrahús sé
ekki í stöðugum fréttum vegna þess, að spít-
alinn haldi sig ekki innan marka fjárveitinga,
hvort sem það er vegna of lágra fjárveitinga
eða af öðrum ástæðum. Það þarf að leita leiða
til þess að ná fram sambærilegri byltingu í
rekstri heilbrigðiskerfisins og tekizt hefur á
vettvangi húsnæðismála.
Þegar á heildina er litið er velferðarkerfið í
viðunandi horfi. Þó eru í því göt, sem þarf að
fylla upp í eins og sjá má af blaðagreinum fólks
úr hópi aldraðra, sem birtast m.a. hér í Morg-
unblaðinu. Í því sambandi má ekki gleyma því,
að þótt lífeyriskerfið sé í góðum farvegi er það
fólk, sem nú er á áttræðisaldri að fá greiðslur
úr lífeyrissjóðum, sem að einhverju leyti mark-
ast af því, að óðaverðbólgan brenndi á báli líf-
eyrissparnað fyrir 1980. Þess vegna er þessi
kynslóð líklega sú síðasta, sem býr við mjög
skertar lífeyrisgreiðslur miðað við það, sem
framtíðarkynslóðir geta búizt við. Viss málefni
aldraðra eru augljóslega óleyst.
Hið sama á við um öryrkja. Þótt margt hafi
áunnizt í málefnum öryrkja á undanförnum ár-
um er þó margt sem betur mætti fara. Að-
stæður öryrkja eru mjög mismunandi. Senni-
lega ræður aðstaða í húsnæðismálum úrslitum.
En það er tímabært að fara rækilega ofan í
málefni öryrkja og leita leiða til þess að laga
það, sem mestri óánægju veldur í þeirra röð-
um.
Einstæðir foreldrar, sem eru fyrst og fremst
einstæðar mæður, eru þjóðfélagshópur, sem
gefa þarf meiri gaum. Það eitt að leikskóla-
ganga verði ókeypis eins og önnur skólaganga
fram að háskólastigi mundi breyta miklu um
lífskjör og aðstæður einstæðra foreldra. Það
eru ekki lengur nokkur rök fyrir því, að fólk
greiði umtalsverðar greiðslur fyrir veru barna
sinna í leikskólum. Þessu á að breyta.
Umræður um fátækt á Íslandi hafa stundum
farið í sérkennilegan farveg sennilega vegna
þess hversu afstætt fátæktarhugtakið er. Í
samanburði við fátækt í Afríkulöndum er ekki
fátækt á Íslandi. En þegar lífskjör fólks hér
heima fyrir eru borin saman er ljóst að ákveð-
inn hópur fólks, sem m.a. kemur úr þeim þjóð-
félagshópum aldraðra, öryrkja og einstæðra
foreldra, sem hér hafa verið gerðir að umtals-
efni býr við svo lítil efni og erfiðar aðstæður að
kalla má fátækt á íslenzka vísu. Við höfum efni
á að útrýma þeirri fátækt.
Áherzla undanfarinna ára í þjóðfélagsum-
ræðum hefur verið á viðskipta- og atvinnulífi,
breytingar í fjármálakerfi, einkavæðingu
o.s.frv. Á þessum sviðum hefur orðið gjör-
breyting, sem treyst hefur afkomugrundvöll
þjóðarbúsins. Nú er tímabært að breyta þess-
um áherzlum.
Við þurfum að gera átak í þeim þáttum heil-
brigðisþjónustu og velferðarkerfis, sem hér
hafa verið gerð að umtalsefni. Jafnframt er
kominn tími til að ræða hvernig hægt er að
fjármagna það grózkumikla menningarlíf, sem
hér hefur vaxið úr grasi en byggist enn að of
miklu leyti á snöpum listamannanna sjálfra,
sem ganga með hatt í hönd á milli stórfyr-
irtækja og leita eftir fjárhagslegum stuðningi.
Það má merkja þreytu í hópi þeirra, sem hafa
haldið þessari starfsemi uppi.
Ekki er ástæða til að ætla, að þessi verkefni
þurfi að kalla á pólitísk átök. Á milli stjórn-
málaflokkanna er enginn grundvallarmunur í
afstöðu til þess hvernig byggja á upp heilbrigð-
iskerfið og velferðarkerfið. Ágreiningur getur
verið um útfærslu en tæplega um grundvöllinn
sjálfan eins og var í eina tíð. Það er jafnvel að
skapast meiri skilningur á því, að innan heil-
brigðiskerfisins er vel hægt að gera ráð fyrir
einkareknum valkostum í einhverjum mæli.
Sá mikli árangur, sem við höfum náð í upp-
byggingu lífeyriskerfis og húsnæðismála á að
verða okkur hvatning til þess að taka til hendi
á þeim sviðum, sem hér hafa verið nefnd.
Morgunblaðið/Ómar
Stykkishólmshöfn.
Við Íslendingar
erum nú að nálgast
húsnæðislánakerfi,
sem lengi hefur ver-
ið við lýði í nálægum
löndum. Það er ein-
hver mesta bylting í
þjóðfélagsmálum á
Íslandi frá lýðveld-
isstofnun.
Laugardagur 28. ágúst