Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 32

Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 32
UMRÆÐAN 32 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÉG vil lýsa ánægju minni með aukna áherslu stjórn- valda á verkfræði- menntun á Íslandi enda sýna dæmin að þær þjóðir sem leggja áherslu á tækni- menntun skara fram úr í lífsgæðum þegna sinna. Það er líka ánægju- legt að stjórnvöld geri sér grein fyrir því að smæð íslenskra há- skóla hefur að sumu leyti staðið þeim fyrir þrifum og efling náms felst ekki í að dreifa kröftunum. Íslenskir háskólar keppa ekki að- eins á íslenskum, heldur einnig á alþjóðlegum markaði um rann- sóknarfé, kennara og nemendur. Það er því hagur skólanna að sam- eina kraftana til frekari uppbygg- ingar. Verkfræðinám á Íslandi í fremstu röð Ég verð hins vegar að leiðrétta Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykja- vík, sem heldur því fram í Morg- unblaðinu 24. ágúst að verkfræðinám á Íslandi standi námi í nágrannalöndum okkar langt að baki og þá sérstaklega námi í Finn- landi. Vissulega er það rétt að finnsk stjórnvöld hafa markvisst byggt upp rannsóknir og rann- sóknasjóði þar í landi undanfarin ár. Hins vegar eru gæði verk- fræðináms á Íslandi fyllilega sam- bærileg því besta sem gerist á Norðurlöndum. Í Finnlandi fara um 6% hvers árgangs í verkfræðinám, 9% í Sví- þjóð og 7% hér á landi. Fjórum sinnum fleiri sækja um tækni- fræðinám í Finnlandi eða um 24% árgangs, en helmingi færri í Sví- þjóð, u.þ.b. 14% árgangs. Nem- endum í verkfræði hefur fjölgað á Íslandi og í Finnlandi. Annars staðar á Norðurlöndum, sem og víðast í Evrópu, hefur áhugi ungs fólks á verkfræði og raunvísindum dvínað. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu og samráðs- fundi rektora norrænna tæknihá- skóla, Nordtek 2004 sem haldinn var hér á landi í júní síðastliðnum. Í þágu íslensks atvinnulífs Verkfræðideild Háskóla Íslands hefur menntað verkfræðinga fyrir íslenskt atvinnulíf síðastliðin 30 ár, eða frá því að fyrstu verkfræð- ingarnir brautskráðust frá Há- skóla Íslands, 1974. Þeir ein- staklingar sem deildin hefur Verkfræðinám sem stenst alþjóðlegan samanburð Sigurður Brynjólfsson fjallar um verkfræðinám ’Verkfræðideild Há-skóla Íslands mun halda áfram að mennta verk- fræðinga sem standast alþjóðlegar kröfur …‘ Sigurður Brynjólfsson ÉG skrifaði grein í Morgunblaðið 9. ágúst 2004 þar sem ég er að setja út á fyrirtækið Kynnisferðir. Þráinn Vigfússon, sem er titl- aður framkvæmda- stjóri Kynnisferða, svarar grein minni 26. ágúst sl. og segir að ég fari ekki með rétt mál. Ég vil taka það fram að ég stend við allt sem kemur fram í grein minni 9 ágúst 2004. Ég get fært rök fyrir því Kynnisferðir hafa fengið niðurfellingar á opinberum gjöldum, sem kallast styrkur í dag. Það er skondið að framkvæmda- stjóri Kynnisferða skuli ekki vita hve miklir peningar streyma inn í fyrirtækið, og það hafi farið framhjá honum í mörg ár, sem bendir til að það sé eitthvað mikið að í þessu fyr- irtæki. Þráinn, til að upplýsa þig betur geturðu farið á http://althingi.is/ altext/128/s/1147.html og fengið all- ar upplýsingar um þessi mál. Þetta var fyrirspurn frá þing- mönnunum Kristjáni Möller og Jóhanni Ár- sælssyni til samgöngu- ráðherra um sérleyfi til fólksflutninga á 128. löggjafarþingi árið 2002–2003 og 125 lög- gjafarþingi 1999–2000. Í svari við þessari fyr- irspurn koma fram greiðslur árið 1999, 2001 og 2002 til sérleyf- ishafa. Kynnisferðir fá: 2001: 7.198.497 kr. 2002: 5.886.731 kr. 1999: 5.825.000 kr. Samtals eru þetta 18.910.228 kr. Fyrirtæki sem Kynnisferðir er hluthafi í, Austurleið- SBS hf., fékk 2001: 29.096.020 kr. SBK hf. 2.626.033 kr. 2002 fá Kynnisferðir Austurleið- SBS hf. 57.000.000 kr. SBK hf. 7.786.383 kr. Samtals eru þetta 96.508.436 kr. Alls fá Kynnisferðir beint eða óbeint 115.418.664 kr. árin 1999, 2001 og 2002. Ég vil benda á að það vantar árin 2000 og 2003 sem hækkar þetta enn meira. Kynnisferðir eiga ekki rétt á þessum styrkjum, ekki samkvæmt samkeppnislögum. Kynnisferðir nota þennan styrk til að bæta sam- keppnisstöðu sína gegn sínum sam- keppnisaðilum, en getur það réttlætt einkarétt og einokun Kynnisferða á farþegaflutningum til og frá Leifs- stöð? Eða á milli hótela? Nei, ég vil Kynnisferðir og einokun – einka- réttur á farþegaflutningum Jón Stefánsson fjallar um farþegaflutninga ’Málið snýst um heið-arleika og að menn standi jafnir að þeirri vinnu sem er í boði hverju sinni.‘ Jón Stefánsson Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fast- eignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuð- borgarsvæðinu. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verðbilinu frá 20.000.000 - 2.000.000.000 til greina. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rúnar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson, lögfræðingur Sverri Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ HJALLABRAUT - HF. - ELDRI BORGARAR Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 2ja herbergja 63 fm íbúð á efstu hæð í vinsælu þjónustuhúsi, húsvörður, mötuneyti, suðvestursvalir, útsýni, parket. Laus strax. Verð 13,5 millj. HJALLABRAUT - HF. - ELDRI BORGARAR Nýkomin í einkas. sérl. falleg 70,7 fm (ca 80 fm gólfflötur). Íbúð á 4. hæð í lyftublokk í þjón- ustuhúsi aldraðra v. Hjallabraut Hf. Mötuneyti á staðnum svo og öll þjónusta. Frábært útsýni. Verð 14,5 millj. 104220 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-17 Eyrarskógur 59 - Hvalfjstrandarhr. Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Ca 50,3 fm sumarbúst. ásamt svefn- lofti. Húsið skiptist þannig: Tvö svefnherbergi auk svefnlofts, stofa, baðherbergi og eldhús. Húsið er kynnt með rafmagnsk., kalt vatn. Ásett verð er kr. 7,0 m. Óskað er eftir tilboði í eignina. Opið hús verður í dag, sunnudag, frá kl. 13-17. Nánari upplýsingar veita Linda í s. 866 7773 eða Jonní í s. 865 4857 Áratuga reynsla tryggir fagleg vinnubrögð! Höfum traustan kaupanda að 3ja herbergja íbúð á 104 svæðinu. Eignin má vera á verðbilinu 13,5–15 millj. og þarf að vera stærri en 90 fm. Nánari uppl. veitir Sigurður Karl í s. 866 9958. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Erum með kaupanda að einbýlishúsi í Lindahverfi. Eignin þarf að vera stærri en 240 fm. Rúmur afhendingartími og staðgreiðsla. Nánari uppl. veitir Sigurður Karl í s. 866 9958. LINDAHVERFI REYKJAVÍK 104 Höfum traustan kaupanda að nýlegu einbýlishúsi eða húsi í bygg- ingu. Eignin má kosta frá 25-30 millj. í byggingu, gegn stað- greiðslu. Eignin þarf að vera yfir 250 fm að stærð. Nánari uppl. veitir Sigurður Karl í s. 866 9958. GARÐABÆR - ÁSLAND Erum með kaupanda að 3ja til 4ra herbergja íbúð á 107 svæðinu. Íbúðin má þarfnast lagfæringa og má kosta frá 10-12 millj. Nán- ari uppl. veitir Sigurður Karl í s. 866 9958. REYKJAVÍK 107 Ef þú ert að leita, skráðu þig á heimasíðu okkar www.midborg.is og fáðu sendar upplýsingar um eignir sem henta þér, um leið og þær koma í sölu til okkar. EFRA-SEL Allar upplýsingar á fasteignasölunni Bakka, sími 482 4000 Jörðin Efra-Sel í Árborg er til sölu. Þetta er mjög skemmtilega staðsett 160 ha. jörð rétt fyrir utan Stokkseyri. Landið er mjög grasgefið og á eigninni er mikið endurnýjað íbúðarhús. Þar er líka að finna gott 20 hesta hesthús með hlöðu og gerði, minkahús sem hægt er að nýta í eitthvað annað og stórt geymsluhús. Stutt er í alla þjónustu. Þetta er tilvalin eign fyrir þann sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu, en vill komast úr amstri borgarinnar að vinnu lokinni, slappa af í náttúrunni og njóta sveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.