Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 36

Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 36
HUGVEKJA 36 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfbirgingsháttur ogdrambsemi er nokkuðsem ekki ber mikið ádagsdaglega á Íslandi,sem betur fer, því all- flestir landsmenn virðast kunna sig bærilega, eflaust vegna langvarandi áhrifa kristindóms- ins á þjóðlífið allt. Undantekn- ingar rekst maður þó á annað slagið og hrekkur þá ósjálfrátt við, undrandi og hissa á að þetta skuli enn við lýði, og það jafnvel hjá fólki sem vaxið er upp í nánd við kirkjuna, jafnvel í skjóli hennar, og ætti því að vita betur. Kirgískur málsháttur segir: „Belgdu þig ekki upp eins og æxli – þá springurðu.“ Og á is- ixhosa-máli í Suður-Afríku finnst þessi: „Enginn verður mikill af að hreykja sér.“ Þeir íslensku eru á svipuðum nótum. Á www.persona.is ritar Gylfi Ásmundsson sálfræðingur pistil, sem ber yfirskiftina Hvað er of- læti? Og þar segir hann m.a.: Í Orðabók Menningarsjóðs er oflæti skilgreint sem dramb, steigurlæti, hroki, mikillæti í fasi og klæðaburði. Oflátungur er í samræmi við það yf- irlætisfullur, steigurlátur maður, maður sem er mikill á lofti, spjátr- ungur. Slíkir einstaklingar hafa því uppblásið sjálfsálit og eru ekki lík- legir til að finna sök hjá sjálfum sér … Oflátungar hafa yfirleitt lítið innsæi í sjálfa sig og veikleika sína. Þeir túlka veruleikann eins og hentar þeim best. Að þessu leyti er oflæti varnarháttur sem bæði kemur í veg fyrir rétt mat á kringumstæðum og eigin persónu. Oflæti er einkenni, sem getur verið ríkur þáttur í sjálfmiðuðum persónu- leika, jafnvel í svo miklum mæli að um persónuleikatruflun geti verið að ræða. Slíkum einstaklingum finnst þeir vera mjög mikilvægir og merki- legir, dreymir um frægð og frama, blanda helst geði við fræga og valda- mikla fólkið, þ.e. sína líka, þarfnast stöðugrar aðdáunar annarra, en sýna þó öðru fólki gjarnan hroka og yf- irlæti, jafnvel mannfyrirlitningu. Biblían varar eindregið við slíku; dramb er falli næst. Eða eins og segir í Orðskviðunum, 15. kafla, 25. versi: „Drottinn rífur niður hús dramblátra …“ og í 16. kafla, 18. versi: „Drambsemi er undanfari tor- tímingar og oflæti veit á fall.“ Og í næsta versi á eftir: „Betra er að vera lítillátur með auð- mjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.“ Og í 21. kafla, versi 24: „Sá sem er hrokafullur, dramblátur, hann heitir spottari, sá sem gjörir allt af taumlausum hroka.“ Í Jakobsbréfi 4:6 og Fyrra Pét- ursbréfi 5:5 segir aukinheldur: „… Guð stendur í gegn dramb- látum, en auðmjúkum veitir hann náð“. Þessu skylt er líka orð Galatabréfisins, 6:3: „Sá sem þykist vera nokkuð, en er þó ekkert, dregur sjálfan sig á tálar.“ Og á mörgum öðrum stöðum í bæði Gamla og Nýja testamentinu er þetta á sömu lund. Kunnust er þar eflaust dæmisagan um faríseann og tollheimtumanninn. Goðsagan um engilinn Lús- ífer, sem reiddist Guði og hóf uppreisn, af því að manneskjan var tekin fram yfir hann, er einnig af þessum meiði. Honum var steypt af himnum ofan í refsingarskyni, eins og kunnugt er, og breytti þá jafnframt um nafn, bar upp frá því heitið Sat- an. Í 1. eða 2. aldar ritinu Did- ache eða Kenningu postulanna, segir m.a.: Haltu ekki á lofti eigin kostum og lát ekki hroka stjórna hegðun þinni. Leggðu þig ekki fram við að um- gangast þá sem njóta frægðar heldur veldu félagsskap þess fólks sem er heiðarlegt og auðmjúkt. Og litlu síðar er þetta: Leið dauðans er sem hér segir: Til að byrja með er hún af hinu illa og er á allan hátt þrungin bölvun. Hún er morð, hórdómur, losti, saurlifn- aður, þjófnaður, skurðgoðadýrkun, töfrabrögð, galdrar, rán, ljúgvitni, hræsni, tvöfeldni, sviksemi, dramb- semi, illmennska, þrásemi, græðgi, blótsyrði, afbrýði, óskammfeilni, hroki og sjálfsánægja. Hér höfum við þá sem ofsækja góða menn; þá sem hafa andstyggð á sannleikanum og eru ósannindi kærust; þá sem þekkja ekki afrakstur ráðvendni og hvorki ástunda það sem gott er né beita réttlátri dómgreind; þá sem liggja andvaka við að ráðgera fólskuverk frekar en góðverk. Mildi og lang- lyndi rúmast ekki í hugum þeirra; þeim er ekki annt um neitt sem gott er og gagnlegt; þeir eru einungis staðráðnir í að mata krókinn … Ef við færum okkur nær í tíma lætur Hallgrímur Pét- ursson Krist segja við Pílatus landstjóra í 26. Passíusálmi, 7. erindi: varastu drambsemi ljóta, róg og rangindin ill. Önnur dæmi eru legíó. Af þessu öllu má nokkuð ljóst vera, að hinn kristni ein- staklingur forðast þennan títt- nefnda löst, og ber sig fremur eftir höfuðdyggðunum, jafn mörgum, en þær eru: viska, stilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur. Af því að gor- geir, dreiss, mikillæti og remb- ingur á ekki samleið með hon- um, ef allt er með felldu. Enda sagði meistarinn: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ Oflæti sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fyrst í röð hinna sjö kristnu dauðasynda var og er hrokinn, þetta mjög svo ill- skiljanlega og hvim- leiða fyrirbæri mannlegs samfélags. Sigurður Ægisson er á þeim miðum í dag, enda nauðsynlegt til áminningar að skoða téðan löst annað veifið. MINNINGAR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Dalrós Sigur-geirsdóttir fædd- ist í Bási í Hörgárdal 15. janúar 1918. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 12. mars síðastliðinn. Dalrós var dóttir hjónanna Nönnu Soffíu Guðmunds- dóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar sem þá bjuggu í Bási. Syst- kini Dalrósar sem komust á legg eru: 1) Geirdís, f. 1912, látin. Hún átti einn son, Hermund. 2) Sigmundur, f. 1913, ókvæntur, bjó í Ásgerðarstaða- seli. 3) Gerður, f. 1920, látin. Sam- býlismaður hennar var Halldór Guðmundsson á Ásgerðarstöðum. Dóttir þeirra er Helga. 4) Bragi, f. 1922, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur, þau skildu. Dóttir þeirra er Stefanía Björk. 5) Geir- fríður, f. 1928, gift Baldri Árna- syni. Dóttir þeirra er Heiðdís. Fyrir átti Geirfríður soninn Sig- mund. Systkinin sem eftir lifa eru því Sigmundur, Bragi og Geirfríð- ur, öll til heimilis á Akureyri. Dalrós var ógift og barnlaus. Sem barn fór hún í fóstur til Sum- arrósar Guðmunds- dóttur móðursystur sinnar og móður- ömmu sinnar Sigur- laugar Guðmunds- dóttur. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu fór hún að vinna fyrir sér, fyrst í vist hjá fjölskyldum við að passa börn og síðan almenna verkakvennavinnu. Hún starfaði lengst- um á Elliheimilinu Skjaldarvík og lauk þar starfsævi sinni um sjötugt. Þá flutti hún til frænku sinnar Birnu B. Friðbjarn- ardóttur þar sem hún bjó í 14 ár. Birna er dóttir Sumarrósar Guð- mundsdóttur móðursystur henn- ar. Hún á dótturina Sumarrósu Sigurðardóttur. Maður hennar er Gísli Torfason og sonur þeirra Torfi Sigurbjörn. Fyrir einu og hálfu ári veiktist Dalrós og bjó upp frá því á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði. Dalrós var jarðsungin í kyrr- þey, að eigin ósk, frá Lögmanns- hlíðarkirkju mánudaginn 22. mars og hvílir hún í Lögmanns- hlíðarkirkjugarði. Dalla frænka mín hefur lokið þessari jarðvist. Þegar hugurinn reikar tilbaka er margs að minnast og margt að þakka: Minningin um litla trítlu sem fylgir frænku sinni í rútuna til Reykjavíkur þar sem Dalla ætlaði að dvelja í viku og eftirvæntingin vegna komu hennar til baka vitandi að hún hefði óskagjöfina meðferðis, dýrindis dúkkurúm, sem litla trítl- an, allmörgum árum eldri í dag, á enn og geymir. Minningin um ferðirnar á sam- komurnar hjá Hjálpræðishernum, þar sem Bína og Niels stjórnuðu fjörugum söng Drottni til dýrðar og samkomurnar hjá hvítasunnu- mönnum, þegar lítil hendi smeygði sér í hlýjan lófa Döllu og bað hana að koma heim þegar fólkið fór að hljóða við bænir sínar í lok sam- komunnar. Sex ára telpuhnokki skildi þetta ekki en Dalla skildi hana. Minningin um umhyggjuna á uppvaxtarárunum og hve hún gladdist yfir sigrum telpuhnokkans á menntabrautinni og þroska henn- ar. Minningin um tryggðina og ást- úðina við mig og fjölskyldu mína alla. Minningin um kærleikann til mömmu alla tíð. Dalla frænka mín var mér miklu meira en venjuleg frænka. Hún bar mig á höndum sér þegar ég var lítil, gladdist með mér þegar ég óx úr grasi. Sársaukinn nísti hana þegar mér eða einhverjum í fjölskyldunni leið illa. Ég er viss um að ef hægt er að segja um nokkra manneskju, að hún hafi gefið meira en hún þáði, þá á það við um hana Döllu. Hún var rík í andanum, sálin hennar var viðkvæm og falleg. Hún var næm á hvað fólk hugsaði og þurfti ekki langan tíma til að meta hvort fólk væri gott eða ekki, hvort hana langaði yfirleitt nokkuð að hafa samskipti við það. Hún var dul að mörgu leyti og ég hygg að hún hafi búið yfir sársauka sem hún hélt fyrir sig og vildi ekki angra aðra með eða tala um. Ýmis sárauki úr æsku bjó alla tíð með henni. Aðskilnaður við for- eldra og systkini á unga aldri settu ör á sálina. Fátækt í uppvexti og harka þeirra ára höfðu djúp áhrif á hana þó svo að ástrík móðuramma hennar, Sigurlaug, og Rósa, móð- ursystir hennar og amma mín, hafi veitt henni af því sem til taks var. Á uppvaxtarárum Döllu voru ekki allir óskabörn átthaganna sinna. Fátæktin gerði fólk hart. Harkan var brynja sem á þurfti að halda til að komast af. Harkan og fátæktin voru þó bærilegri, því allir virtust búa við svipuð kjör. Fólk þakkaði það að hafa í sig og á. Það kunni að gleðjast yfir litlu og í hjartanu öfugt við það sem er í dag á tímum allsnægta. Dalla var alla tíð mikil dama. Hún var fríð sýnum, smávaxin og fíngerð. Hún hafði yndi af fallegum fötum og naut þess að klæðast þeim. Hún hafði fyrir venju að skoða mann frá toppi til táar og meta klæðnaðinn. Hún sagði fátt ef henni leist ekkert á en var óspör á hrósið þegar henni líkaði. Hún var skapmikil og tilfinningarík og var tryggur vinur vina sinna. Starfsævi Döllu var löng og ströng. Ung að árum réð hún sig í vist til fólks, fjölskyldna sem áttu æ síðan stað í hjarta hennar. Lengst- an hluta starfsævi sinnar vann hún á Elliheimilinu Skjaldarvík, fyrst í eldhúsi og síðar við þrif. Rétt fyrir sjötugt greindist hún með Parkinsonssjúkdóminn. Góð lyf héldu sjúkdómnum í skefjum lengi vel en þau ágerðust hratt hin síðustu misseri og ollu henni bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan. Það er því þreyttur líkami sem hef- ur fengið hvíld frá þrautum. Dalla hefur í marga ættliði verið órjúfanlegur hluti af minni fjöl- skyldu. Þegar hún hætti að vinna, flutti hún til móður minnar sem þá bjó ein í fjögurra herbergja íbúð. Þær deildu síðan með sér húshaldi í tæp 14 ár. Fyrir tæpum tveimur ár- um veiktist Dalla illa og kenndi sér hjartabilunar. Hún dvaldi á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri um rúmlega 3ja mánaða skeið. Hún beið þess með óþreyju að komast suður til okkar þegar mamma var líka flutt suður. Síðustu misserin dvaldi hún svo á Hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi í Garði, þar sem hún naut ástríkis og umönnunar starfsfólks þar. Aðstandendur þakka starfsfólki Garðvangs af alhug ástúð alla og kærleika við hana. Þegar aldnir fá hvíld er auðveld- ara að líta á dauðann sem upphaf einhvers nýs og betra, en þegar yngra fólk hverfur á braut. Ég lít svo á að Dalla frænka mín sé laus úr viðjum þjakaðs líkama. Hún var falleg í kistunni sinni, sannkölluð ,,lady“ eins og hún var alla tíð. Það var ró yfir andlitinu hennar, hún var laus við allar þjáningarnar. Fallega sálin hennar lifir. Ég er viss um að himnaríki hefur verið upplokið fyrir henni þegar hún kvaddi dyra og sé fyrir mér endur- fundi við horfna ástvini og mikla gleði. Hún kvaddi fallega. Ég vona að hún hafi skynjað væntumþykju mína og þakklæti á dánarstundu, er ég hélt í hönd hennar. Það er mér ómetanlegt að hafa verið hjá henni síðasta sólarhringinn í lífi hennar. Ég veit að ef hún hefði mátt velja þá hefði hún óskað sér dauðastund- ina svona. Það var friður yfir henni. Hún var sátt og södd lífdaga. Ég vil þakka öllum eftirlifandi vinum hennar tryggðina við hana, sérstaklega vinum hennar á Akur- eyri: Gígju, Vilborgu, Árdísi, Sig- urlaugu (Lillu), Áslaugu, Vilhjálmi Inga, svo og eftirlifandi systkinum hennar og sendi þeim mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Síðast en ekki síst vil ég þakka móður minni ástúðina við hana alla tíð. Dalla var búin að segja okkur að hún vildi láta jarða sig í kyrrþey, en hún lét þess ógetið hvar hún vildi hvíla. Við tókum þá ákvörðun að hún skyldi jarðsungin í gömlu fermingarkirkjunni sinni í Lögmannshlíð og hvíla í kirkju- garðinum þar í námunda við gröf Sigurlaugar ömmu sinnar og Rósu móðursystur sinnar. Ég vona að hún sé sátt við ákvörðun okkar. Ég sé hana í anda sitja í Lögmannshlíðarbrekkunni horfa yfir heimahagana sem hún unni svo heitt, Bændagerðistúnið sem nú hefur öðlast nýtt líf og Akureyri, bæinn sinn þar sem hún varði bestu árum ævi sinnar. Ég bið góðan Guð að geyma hana og varðveita. Elsku Dalla mín. Hjartans þökk fyrir allt sem þú varst mér og fjöl- skyldu minni. Rósin þín Rósa. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. … Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Dalla mín. Vertu Guði fal- in. Hjartans þökk fyrir allt. Þín Birna. DALRÓS SIGUR- GEIRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.