Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.08.2004, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 37 Eftir langa og stranga glímu við óvæginn sjúkdóm er starfsbróðir okkar þingmanna, Árni Ragnar Árnason, allur. Hann tókst á við veikindi sín af miklum dugn- aði og á opinskáan hátt og vann þar marga sigra þótt hann hlyti að tapa úrslitaorustunni eins og allt var í pottinn búið. Hugur okkar sem með honum störfuðum á Alþingi nokkuð á annan áratug er nú hjá hans nánustu og eftir stendur minningin um góðan dreng. Leiðir okkar Árna lágu saman þegar hann var kjörinn þingmaður Reykjaneskjördæmis 1991 og við tókum m.a. sæti í sömu þingnefnd, sjávarútvegsnefnd, og stundum reyndar saman í fleiri en einni. Um tíma vorum við hlið við hlið í for- ustu sjávarútvegsnefndar, ég for- maður en stjórnarandstæðingur og hann varaformaður, forustumaður stjórnarliða og helsti tengiliður við flokksbróður sinn ráðherrann. Þessar aðstæður og ýmis verkefni sem leysa þurfti leiddu sjálfkrafa til þess að við höfðum talsvert sam- an að sælda og urðum ágætlega kunnugir. Er aðeins gott eitt af þeim kynnum og samskiptum öll- um að segja. Árni Ragnar var sér- lega traustur samstarfsmaður, áhugasamur um þau mál sem glímt var við hverju sinni og allt stóð ÁRNI RAGNAR ÁRNASON ✝ Árni RagnarÁrnason alþing- ismaður fæddist á Ísafirði 4. ágúst 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 25. ágúst. eins og stafur á bók sem samið var um. Árni var vel að sér um málefni sjávarútvegs- ins og var enda í eðli sínu fróðleiksfús og vildi kynna sér hlut- ina. Þetta kom ekki síst vel í ljós í ýmsum vettvangsferðum og heimsóknum sem við skipulögðum saman og fórum í sem nefnd- armenn í sjávarút- vegsnefnd. Árni var einnig áhugasamur um al- þjóðamál og er mér sérstaklega minnistætt hve vel hann hafði sett sig inn í málefni Palestínu og þá yf- irveguðu afstöðu sem hann hafði til deilumálanna þar. Við vorum einn- ig lengi saman í utanríkismála- nefnd og fjarri því að vera oft sam- mála en ekki minnist ég annars en okkur hafi tekist sæmilega að bera virðingu hvor fyrir annars skoð- unum. Ég vil að leiðarlokum þakka þessum gengna starfsbróður fyrir kynnin og samstarfið. Ég votta eft- irlifandi eiginkonu hans og að- standendum öllum samúð mína og fjölskyldu minnar um leið og ég kem á framfæri samúðarkveðjum okkar allra í þingflokki Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. Árni Ragnar móðurbróðir minn var hluti samheldinnar og góðrar fjölskyldu. Það var stutt á milli heimila hans og systranna og við krakkarnir vorum sem heima á hverju þeirra. Nokkur atriði eru mér efst í huga nú við brotthvarf frænda míns. Í einu áhugamála hans áttum við okkar tíma saman. Hann fékk mig ungan sem kylfusvein með sér á golfvöllinn. Ég naut þess mjög að vera með honum í heimi sem þá var mér framandi. Síðar kom í ljós að þetta var mér gott veganesti, ekki síður varðandi umgengni og hátta- lag en íþróttina sjálfa. Um tíma áttum við frændi sam- eiginlegt hagsmunamál. Ég var ný- kominn með bílpróf og átti ekki bíl. Hann átti bíl en hafði ekki sérstaka ánægju af að þrífa bíla. Þetta var auðvelt; ég þreif og bónaði og fékk bílinn lánaðan í staðinn. E.t.v. voru þrifin ekki aðalatriðið eftir á að hyggja, heldur það að frændi treysti mér alltaf fyrir bílunum sín- um. Eftir að frændi settist á þing var gaman að fylgjast með honum og ræða þau mál er honum voru hug- leiknust. Á seinni árum áttum við stórt sameiginlegt áhugamál; orku- mál. Hann sinnti þeim málaflokki af áhuga á þingi auk þess sem hann sat lengi í stjórn Hitaveitu Suð- urnesja. Á þessum sama tíma hef ég starfað við orkumál og við höfð- um því ætíð um nóg að tala er við hittumst. Hann var að öðrum ólöst- uðum sinna kollega hvað best að sér á þessu sviði og var óhemju duglegur að setja sig inn í málin. Elsku Gulla, Guðrún, Hildur, Björn, Árni, tengdabörn og barna- börn; Guð veri með ykkur á þess- um tímum trega og sorgar. Ég vil þakka þér frændi fyrir samveruna í rúma fjóra áratugi og þakka þér fyrir þær leiðbeiningar og fræðslu sem þú veittir mér á yngri árum. Ég sakna samverunn- ar og umræðu um sameiginleg hugðarefni. Enn meira sakna ég þeirrar framtíðar sem við ætluðum að feta saman, en nú skilur leiðir um sinn. Við finnum áreiðanlega stað og stund til að taka upp þráð- inn aftur þar sem nú er frá horfið. Vertu sæll, frændi, far þú í friði. Ásgeir Margeirsson. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN BERGUR SVEINSSON fyrrv. heilbrigðisfulltrúi, Þverholti 7, Keflavík, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 24. ágúst, verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 1. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724, og Þroskahjálp á Suðurnesjum. Júlía Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Svanur Jóhannsson, Guðfinna Bryndís Jóhannsdóttir, Kristinn Edgar Jóhannsson, Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, Jóhann Davíð Albertsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, frú FJÓLA VALDÍS BJARNADÓTTIR húsmóðir, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánu- daginn 30. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Freyja Sverrisdóttir, Helgi Eiríksson, Kristín Valdís Sigurðardóttir, Bjarni Þór Guðmundsson, Bjarni Sigurðsson, Kristín Bessa Harðardóttir, Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, Sveinbjörn Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVAVARS KARLSSONAR, Esjuvöllum 10, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Unnur Jónsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Haukur Hannesson, Sigrún Svavarsdóttir, Jóhann Þórðarson, Viðar Svavarsson, Fjóla Ásgeirsdóttir, Jón Karl Svavarsson, Helga Sesselja Ásgeirsdóttir, Jökull Freyr Svavarsson, barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, MARGRÉT ÞORGRÍMSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður til heimilis í Drápuhlíð 43, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 31. ágúst kl. 13.30. Guðrún Þóroddsdóttir, Sigrún Þóroddsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURGEIR EIRÍKSSON, Furugrund 36, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 18. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Gunnarsdóttir, Þórdís Sigurgeirsdóttir, Jónas Kristjánsson, Vermundur Arnar Sigurgeirsson, Gunnar Sigurgeirsson, Arnar Geir Jónasson, Hanna Rún Jónasdóttir. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.