Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 39

Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 39
„Ég fer víst ekki á lundapysjuveið- ar með afa,“ sagði Gabríel grátandi þegar hann hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Stuttu áður hafði ég átt erfiðasta símtal sem ég man eftir við hann, þegar ég vissi að eitthvað alvarlegt var að þér en við mamma hans vildum ekki segja Gabríel neitt fyrr en við fengjum nánari fréttir. Gabríel ætlaði að koma til okkar Lóu á sunnudeginum, og hann talaði um hvað hann hlakk- aði mikið til að fara á lundapysju- veiðar með afa sínum. Þú og hann, eins og þú kallaðir Gabríel oftast, voruð alla tíð nánir og brölluðuð ým- islegt saman, bryggjurúntinn fóruð þið oft, og ekki leiddist ykkur að fara á Gusti eða Kára og kíkja útí kví, eða bara smá túr, jafnvel sjóstöng. Vinir Gabríels og stjúpsystkin fengu líka að njóta góðs af návist þinni og æv- intýrum ykkar. Ósjaldan lagðist þú á gólfið hjá litlu afastrákunum þínum, Gabríel, Ísak og Tómasi Tinna, tal- aðir og lékst þér löngum stundum við þá, og oft var erfitt að segja til um hver ykkar skemmti sér best. Það veit ég að Guð hefur fengið góðan lið- styrk við að passa litlu börnin sem hjá honum eru. Aldrei var heldur lognmolla í kringum þig, hlutirnir drifnir áfram og ekkert hálfkák í því. Hláturs þíns og olnbogaskota yfir leikjum í sjónvarpinu verður sárt saknað ásamt svo ótal mörgu öðru. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og ekki vildi hann leyfa þér að njóta þess lengi að vera loksins kominn með nýjan og stærri Andvara eins og þig hafði svo lengi dreymt um og rættist í vor. Ég á eftir að sakna þín mikið, því hér í Vestmannaeyjum varst þú mér nánast sem faðir. Alltaf gat ég leitað til þín ef mig vantaði að- stoð með eitthvað, því ávallt varstu boðinn og búinn að aðstoða mig og aðra. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki hallað mér aftur í skrif- stofustólnum og rætt við þig um út- gerðina og önnur mál. Missir Lillu og fjölskyldunnar er mikill, meiri en orð fá lýst. Elsku Lilla, Gabríel og öll hin á Höfðaveginum, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og gefa ykkur kraft til að takast á við missinn. Kári Hrafn Hrafnkelsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 39 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR fyrrv. lögreglustjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala. Sigríður Kjaran, Soffía Sigurjónsdóttir, Stefán J. Helgason, Sigurður Sigurjónsson, Hanna Hjördís Jónsdóttir, Magnús Kjaran Sigurjónsson, Þórunn Benjamínsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Ingileif Jónsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Helga Bragadóttir, Árni Sigurjónsson, Ásta Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, bróður og mágs, ÞORVALDAR NIKULÁSSONAR (fyrrv.) tæknifulltrúa Pósts og síma, Melateigi 17, Akureyri. Kolbrún M. Kristjánsdóttir, Kristján Ásgeir Þorvaldsson, Astrid Strøm, Anna Sigríður Þorvaldsdóttir, Stefan Berg, Smári Þorvaldsson, Maríanne Berg, Árni Þorvaldsson, Ásgerður Arnardóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Kristján Kristjánsson, Magnús Már Þorvaldsson, Dagný Sigríður Sigurjónsdóttir, Helga Gunnur Þorvaldsdóttir, Þorleifur Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn, Magnús, Margrét, Guðmundur og Ásgeir Nikulásbörn og eiginkonur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SESSELJU KRISTÍNAR KRISTJÓNSDÓTTUR, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Jón Rúnar Oddgeirsson, Ásta Karlsdóttir, Bára Björg Oddgeirsdóttir, Gunnar G. Þorsteinsson, ömmubörn og langömmubörn. Ástarþakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur hlýhug með kveðjum og samúð við fráfall LÝÐS ÞRASTARSONAR. Guð blessi ykkur öll. Sólon Alexander Lýðsson, Klara Sigurðardóttir, Þröstur Lýðsson, Berglind Þrastardóttir, Agnes Þrastardóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Lýður Björnsson, Sigríður Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR, Hrafnistu í Reykjavík, áður Freyvangi 10, Hellu. Katrín Jónasdóttir, Fannar Jónasson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Birkir Snær Fannarsson, Kara Borg Fannarsdóttir, Rakel Hrund Fannarsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar Elsku mamma okkar, THELMA GÍGJA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést föstudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju miðviku- daginn 1. september kl. 13.30. Unnar Freyr Jónsson, Elís Andri Hróarsson, Jón Ísak Hróarsson, Sigurást Perla Hróarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HAUKUR NÍELSSON bóndi, Helgafelli, andaðist á Landspítala Fossvogi föstudaginn 27. ágúst. Níels Hauksson og fjölskyldur, Marta Hauksdóttir og fjölskyldur, Helgi Sigurðsson og fjölskylda. Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og sonar, BJÖRGVINS ÁRNASONAR, Depluhólum 8, Reykjavík. Guð veri með ykkur öllum. Rakel Björg Ragnarsdóttir, Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Árni Stefánsson. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Mig langar með nokkrum orðum að minnast afa míns sem nú hefur fengið hvíld eftir langa og erfiða veikindabaráttu. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég rifja upp allar stundirnar sem við áttum saman og þær ylja mér um hjarta- rætur á þessum erfiðu tímum. Síðasta skiptið sem ég hitti afa var fyrir nokkrum dögum þegar ég FRIÐFINNUR JÚL- ÍUS GUÐJÓNSSON ✝ Friðfinnur JúlíusGuðjónsson fæddist í Byggðar- holti á Búðum í Fá- skrúðsfirði 7. maí 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði fimmtudaginn 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 27. ágúst. heimsótti þau ömmu á Hrafnistu. Þá var hann orðinn mjög mikið veikur en lagði samt metnað sinn í að klæða sig upp og líta vel út enda snyrti- menni fram í fingur- góma. Alltaf tók hann líka eftir því hvernig maður var klæddur og hafði orð á því þegar honum fannst vel tak- ast til. Þrátt fyrir að vera orðinn svona veikur var samt stutt í brosið og glettnina en þá vildi ég varla trúa því að hann ætti eftir að lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúk- dómi. Elsku amma, ég bið góðan Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Minningin um góðan afa á eftir að lifa í hjarta mér um ókomna tíð. Margrét Valdimarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargreinun- um. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.