Morgunblaðið - 29.08.2004, Side 43
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 43
Stafræn myndavél týndist
STAFRÆN myndavél, Finepix
Fujicolor Designed by Porche, týnd-
ist þriðjudaginn 24. ágúst kl. 15.30
við Dettifoss, austanmegin. Mynda-
vélarinnar er sárt saknað. Skilvís
finnandi hafi samband við Hólmfríði
í síma 844 1056.
Trefill týndist
BLÁR Benetton-trefill týndist fyrir
viku , líklega við Ánanaust eða JL-
húsið. Skilvís finnandi hafi samband
í síma 562 2018.
Of mikið um hraðahindranir?
MÉR finnst það alveg út í hött að
vera að setja upp hraðahindranir í
Drápuhlíðinni. Hér hefur hrað-
akstur ekki verið vandamál.
Þetta er bara óþarfa eyðsla á
skattpeningum okkar. Það er enginn
tilgangur með þessum hraðahindr-
unum nema þá kannski að lækka
íbúðaverð hér í hverfinu. Hver
ákveður hvar skal setja hraðahindr-
anir? Hver á að borga þegar við
þurfum að skipta um dempara undir
bílunum hjá okkur mun oftar heldur
en þörf væri á ef við hefðum ekki all-
ar þessar hraðahindranir?
Þið megið alveg koma hér í götuna
aftur og fjarlægja þessa hóla af göt-
unni okkar, okkur fannst þetta í fínu
lagi eins og þetta var. Hvað með að
eyða þessum peningum í meiri lög-
gæslu í staðinn?
Íbúi í Drápuhlíð.
Lyklakippa týndist
LYKLAKIPPA týndist 19. ágúst sl.
í Elliðaárdal. Á kippunni er Honda
bíllykill og fjarstýring ásamt 2 hús-
lyklum. Finnandi vinsamlega hringi
í síma 898 3720.
Kvenúr týndist
GYLLT og silfrað Rotary-kvenúr
týndist laugardagskvöldið 21. ágúst
á Laugaveginum. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 820 5816. Fund-
arlaun.
Páfagaukur í óskilum
HVÍTUR og grár gári fannst í
Lindasmára í Kópavogi 14. ágúst sl.
Upplýsingar í síma 895 5170.
Páfagaukur í óskilum
GRÆNN og gulur gári er í óskilum í
Seljahverfi síðan á mánudag. Upp-
lýsingar í síma 894 1792.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
YOGA •YOGA • YOGA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is
- RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir
hugann.
- LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva,
liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás.
- RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
- RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
- JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að
verkefnum dagsins strax að morgni.
NÝJUNG - ASTANGA YOGA
-KRÖFTUGAR YOGAÆFINGAR
Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar.
Sértímar fyrir byrjendur
og barnshafandi
www.yogaheilsa.is
„Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið“
Stefán
Jóhannsson,
fjölskyldu-
ráðgjafi.
Jóhanna
Guðrún
Jónsdóttir,
fjölskyldu-
ráðgjafi.
Meðvirkni
Fyrirlestrar um meðvirkni, sam-
skipti, tjáskipti og tilfinningar verða
haldnir föstudagskvöldið 3. sept-
ember kl. 20.00-22.00 og fram-
haldið laugardaginn 4. september
kl. 9.30–16.00 í Kórkjallara
Hallgrímskirkju.
Föstudagskvöld 3. sept. kl. 20.00–22.00
• Hvað er meðvirkni? Jákvætt og neikvætt.
• Kvikmyndin „Mirror of a Child“ um meðvirka fjölskyldu.
Laugardagur 4. sept. kl. 9.30–16.00
• Tilfinningar. Ef þú stjórnar ekki tilfinningum þínum,
þá stjórna þær þér.
• Frá væntingum til veruleika.
• Tjáskipti. Tölum við sama tungumálið?
• Samskipti. Er þetta ég og þú, eða VIÐ?
• Hvað er ofbeldi?
Skránin fer fram í síma 553 8800.
Jóga
í Garðabæ
Byrjar í Kirkjuhvoli 6. september
Framhaldstímar mánud. og miðvikud. kl. 18.00–19.15
Byrjendatímar mánud. og miðvikud. kl. 19.30–20.45
Kennari er Anna Ingólfsdóttir,
Kripalu jógakennari.
Uppl. og skráning í símum
565 9722 og 893 9723. Anna Ingólfsdóttir
MT-stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma
í æfingasal stofunnar.
Einstaklingsmiðuð þjálfun.
Fáir í hverjum tíma.
Sértæk styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika mjóbaks.
Fyrir langvarandi bakvandamál s.s.:
Fyrir viðkvæm ofhreyfanleg bök (instabilitet).
Eftir tognanir.
Eftir brjósklosaðgerðir.
Eftir brjósklos- eða brjóskþófaröskun.
Við slitgigt.
7 vikna þjálfun. Hádegis- og eftirmiðdagstímar.
Æft tvisvar sinnum í viku - möguleiki á fleiri skiptum.
Skráning hefst í næstu viku.
Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í
greiningu og meðferð á hrygg.
Upplýsingar og skráning á MT-stofunni í símum 568 3660 og 568 3748.
Netfang: mtstofan@mmedia.is
Bakþjálfun
Þjálfun stöðugleika mjóbaks
Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur,
sölustjóri fyrirtækja.
Salómon Jónsson,
löggiltur fasteignasali.
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Glæsileg ísbúð, myndbandaleiga og grill á einstaklega góðum stað í
austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð.
Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum
búið, í eigin húsnæði á góðum stað.
Big Ben Sportbar. Flottur bar í Seljahverfi með nýjum innréttingum og
tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði.
Sérverslun - heildverslun með 300 m. kr. ársveltu.
Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ársvelta 70 m. kr.
Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd.
Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.
Lítið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með öryggisvörur. Tilvalið til
sameiningar.
Rótgróinn skyndibitastaður - söluturn í atvinnuhverfi. Arðbær rekstur fyr-
ir duglegt fólk. Verð 12 m. kr.
Gömul og þekkt sérverslun með 150 m. kr. ársveltu. Eigin innflutn-
ingur.
Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill
komast í eigin rekstur.
Kaffi Amokka, Borgartúni. Stórglæsilegt kaffihús á besta stað í helsta
atvinnuhverfi borgarinnar.
Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eiginn innflutning-
ur að stórum hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir tvær smekklegar konur eða
sem viðbót við annan rekstur.
Deild úr heildverslun með 8 m. kr. framlegð á ári. Örugg viðskipti og lítill
lager.
Stór og þekkt bílasala á besta stað. Eigið húsnæði.
Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.
Falleg lítil blómabúð í miðbænum.
Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Einstakt tæki-
færi fyrir duglegt fólk. Leiga möguleg fyrir réttan aðila.
Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.
Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.
Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.
Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup.
Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verk-
efni og góð afkoma.
Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið
sem viðbót við vélsmiðju eða skyldan rekstur.
Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.
Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu.
Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
Kæru nemendur og kórfélagar.
Ég hef ákveðið að taka mér frí frá kennslu í vetur.
Mig langar til að þakka þeim fjölmörgu sem til mín
hafa leitað síðastliðin 15 ár.
Esther Helga
Námskeið í indverskri grænmetismatargerð
Fæða fyrir sál og líkama
Skemmtilegt eitt kvöld, grunnnámskeið
mán. 6. sept., mán. 13. sept. og mið. 15.
sept. frá kl. 18–22.30 með
Shabönu, símar 581 1465 og 659 3045.
Indversk matargerð í eldhúsinu þínu.
Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn
og sé um matinn.
Skemmtileg gjafabréf fyrir þá, sem ætla að
gefa skemmtilega gjöf.
ATVINNA mbl.is