Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 51

Morgunblaðið - 29.08.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 51 SPELLBOUND er óvænt og skemmtileg tilbreyting úr heimild- armyndageiranum, en hún fjallar um keppni bandarískra unglinga í að stafa erfið orð. Við fylgjumst með því hvernig gáfnaljósin litlu eru þef- uð uppi í skólakerfinu vítt og breitt um landið og úr öllum stéttum þjóð- félagsins. Í upphafi eru um 10 millj- ón þáttakendur sem búið er að skera niður í tæp 300 þegar á hólminn er komið. Að lokum er þeim smalað saman í landskeppni í höfuðborginni og það liggur ótrúleg spenna í loftinu sem skilar sér til áhorfenda. Til að gera viðfangsefnið áhugaverðara er búið að kynna okkur fyrir tæpum tug ólíkra þáttakenda og enn sundurleit- ari foreldrum þeirra. Kvikmyndagerðarmönnunum tekst að skapa slík tengsl að áhorf- andinn verður meðvirkur og sárast að einungis einn á síðasta orðið. Krakkarnir eru vitaskuld fluggáfuð og vel að sér í ólíklegustu málaflokk- um. Fjallbrött og hörð af sér og vafalaust á þátttakan eftir að koma þeim að góðu gagni þegar komið er út í samkeppnina miklu sem við köll- um alvöru lífsins. 60 BRESKIR vísindamenn hafa val- ið Blade Runner, með Harrison Ford í aðalhlutverki, bestu mynd sem byggð er á vísindaskáldskap. Ford fer þar með hlutverk fyrrver- andi lögreglumanns sem eltir fjórar viðskotaillar manngerðar „mann- verur“. Í öðru sæti varð höfuðverk Stanleys Kubricks, 2001: A Space Odyssey, og í því þriðja urðu Star Wars-myndir eitt og tvö, Star Wars og The Empire Strikes Back. Könnunina gerði breska blaðið The Guardian. Í umsögnum vísinda- mannanna kom m.a. fram að Blade Runner hefði verið „langt á undan sinni samtíð“ og einn gekk svo langt að segja að myndin væri sú besta sem gerð hefði verið. Umfjöllunar- efni myndarinnar, um uppruna mannsins og hvað skilgreini hann, séu sígildar spurningar sem spurt hafi verið á einstæðan hátt. Kvikmyndir | Vísindamenn velja bestu vísindaskáldsögurnar Harrison Ford í hlutverki sínu í Blade Runner. Blade Runner best 1. Blade Runner (1982) 2. 2001: A Space Odyssey (1968) 3. Star Wars (1977)/The Empire Strikes Back (1980) 4. Alien (1979) 5. Solaris (1972) 6. The Terminator (1984)/T2: Judgement Day (1991) 7. The Day the Earth Stood Still (1951) 8. War of the Worlds (1953) 9. The Matrix (1999) 10. Close Encounters of the Third Kind (1977) Tíu bestu myndirnar KVIKMYNDIR byggðar á leik- ritum standa og falla öðrum fremur með texta og leik, engar brellur né áhugaverðir tökustaðir til hjálpar. Myndmálið skiptir miklu máli í slíkum kvikmyndagerðum en töku- vélunum er ekki beitt á eft- irminnilegan hátt í The Shape of Things. Leikararnir eru fjórir og henta vel í hlutverkin en leikurinn, líkt og textinn, ber of mikinn keim af sviðinu. Weisz leikur Evelyn, glæsilega og lokkandi stúlku, nýútskrifaða úr listaháskóla. Hún kynnist Adam (Rudd), hlédrægum nemanda sem gengur ámóta hægt að feta sig áfram menntaveginn og í kvenna- málum. Hann kynnist Evelyn á listasafni þar sem hann starfar til að drýgja námsstyrkinn og tekur hún piltinn með leiftursókn. Byrjar samstundis á að breyta honum með megrunaraðgerðum, lýtalækn- ingum og tískufatnaði úr ófram- færnum larfaláka í töffara. Bestu vinum hans, Phillip (Weller) og verðandi eiginkonu hans Jenny (Mol), líst ekki á blikuna. Mest mæðir á Weisz sem hin ákveðna byltingarkona sem tekur yfir líf og limi Adams, útsmogin, mælsk og leikur greinilega tveim skjöldum frá upphafi. Tilgangurinn í afar málglöðu verki er skemmti- lega andstyggilegur, þó kemur ekki mjög á óvart hvað vakir fyrir kerlu. Phillip er hinn póllinn í verkinu, ömurleg karlremba sem Weller af- greiðir óaðfinnanlega en bæði hann og Mols fást við mun ver mótaðar persónur frá hendi LaBute. Rudd er miðjumoðið, sakleysinginn sem lætur gabbast og situr uppi með sárt ennið og tvöfalt skipbrot. Rudd skilar honum ágætlega og gerir öðrum fremur losaralega sat- íru um eilíft stríðið milli kynjanna, áhugaverða. Umskipt- ingar KVIKMYNDIR Háskólabíó – Bandarískir indí bíódagar Leikstjóri: Neil LaBute. Aðalleikendur: Rachel Weisz, Frederick Weller, Gret- chen Mol, Paul Rudd. 95 mínútur. Banda- ríkin. 2004. YFIRBORÐIÐ (THE SHAPE OF THINGS)  Heimildarmynd. Leikstjóri: Jeff Blitz. 95 mínútur. Bandaríkin. 2002. SPELLBOUND  Sæbjörn Valdimarsson Spellbound er óvænt heimildar- mynd um pressuna sem sett er á fluggáfuð börn. AUÐUR KRIPALU ÁSTA KRIPALU ÁSTA A KRIPALU ÁSLAUG KRIPALU INGIBJÖRG ASHTANGA ÆGIR NLP PLÚS www.kramhusid.is kramhusid@kramhusid.is YOGA Í KRAMHÚSINU 14 YOGATÍMAR Í VIKU HVERRI HJÁ KENNURUM MEÐ MIKLA REYNSLU MORGUNTÍMAR - HÁDEGISTÍMAR - SÍÐDEGISTÍMAR Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 4. m/ísl.tali. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Yfir 40 þúsund gestir Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Enskt tal.  SV MBL  ÓÖH DV Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Yfir 20.000 gestir! Yfir 20.000 gestir! Ein besta ástarsaga allra tíma. FRUMSÝNING FRUMSÝNING Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL CHRISTOPHER WALKEN BETTE MIDLER FATHE HILL CLENN CLOSE NICOLE KINDMAN MATTHEW BRODERICK „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV S.K., Skonrokk Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Þeir hefðu átt að láta hann í friði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.