Morgunblaðið - 29.08.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 29.08.2004, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. SIV Friðleifsdóttir, sem lætur af embætti umhverfisráðherra 15. september, segir mikilvægt að Framsóknarflokkurinn nýti sér þau tækifæri sem felist í að taka við for- ystu í ríkisstjórn. Hún segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að þó hún hefði viljað að niðurstaðan varðandi ráðherravalið yrði önnur, þá muni hún hlíta henni. Framsóknarmenn eigi að gera allt sem þeir geta til að snúa bökum saman og efla Fram- sóknarflokkinn við þessar aðstæð- ur. Siv segir að bakslag hafi orðið í jafnréttisbaráttunni og að ólgan meðal framsóknarkvenna risti mjög djúpt í flokknum. „Konur vilja snúa þessari atburðarás í að efla Fram- sóknarflokkinn og starf kvenna inn- an hans. Við viljum snúa bökum saman, konur og karlar, til að styrkja flokkinn. Það er mjög mik- ilvægt að það ríki eining í flokknum um það verkefni,“ segir hún. Segist hún fagna ummælum Halldórs Ás- grímssonar, formanns flokksins, um að efla þurfi starf kvenna í flokknum. Siv segir í viðtalinu að tillaga for- manns flokksins um að henni yrði gert að víkja úr ríkisstjórn hafi ekki komið sér í opna skjöldu en hún hafi komið hennar nánustu sam- herjum á óvart. Hún segist ætla að snúa sér af fullum krafti að störfum á Alþingi og að flokksstarfinu eftir að hún lætur af embætti ráðherra. Mikilvægt sé að efla Framsóknar- flokkinn og fylgja fram þeirri stefnu sem hann standi fyrir. Auðvelt að vinna með öðrum forystumönnum af heilindum „Á þessari braut vil ég vinna ásamt öðrum forystumönnum flokksins og mun eiga auðvelt með að gera það af fullum heilindum sem fyrr,“ segir Siv. Spurð hvort hún muni sækjast eftir ráðherra- embætti þegar næst verði stokkað upp í ráðherrahópnum segist Siv vera í stjórnmálum til að hafa áhrif. „Að sjálfsögðu hljóta mínir kraftar sem annarra í þingflokknum að koma til greina við næstu upp- stokkun. Aðalatriðið er að skipa sem öflugasta sveit. Ég finn að fjöldi flokksmanna telur að við þurfum að viðhalda breiddinni. Það er hins vegar alveg óljóst í dag hvernig þetta verður,“ segir hún. Siv Friðleifsdóttir segir ólgu meðal framsóknarkvenna rista djúpt Mikilvægt að framsóknar- menn snúi bökum saman  Ég mun/10–11 ÁHEYRNARPRÓF fyrir Idol-stjörnuleit hóf- ust á Hótel Loftleiðum í gærmorgun og strax um níuleytið hafði myndarleg biðröð mynd- ast fyrir utan hótelið. Keppendur lentu í hvassviðri og rigningu og höfðu nokkrir vaskir skátar tekið að sér að hella upp á kakó og gefa keppendum sem stóðu úti í kuldanum. Að sögn eins þeirra skiptu kakóbollarnir sem gefnir höfðu verið hundruðum fljótlega eftir að húsið var opnað og ljóst að tilvonandi poppstjörnur þjóð- arinnar tóku ekki áhættuna að láta sér verða kalt og missa röddina. Alls bárust um 1.200 skráningar í Reykja- vík í ár og 400 skráningar af landsbyggðinni, að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur, markaðs- fulltrúa hjá Stöð 2, auk þess sem talsvert er um að fólk skrái sig til leiks á staðnum. Vigdís segir aðstandendur keppninnar bú- ast við sterkari keppendum í ár en í fyrra, enda hafi landsmenn nú fylgst með Idolinu einu sinni og séð hve mikill metnaður er lagður í keppnina. Áheyrnarpróf fyrir Idol verða haldin í Vestmannaeyjum, á Ísafirði, Akureyri og Eg- ilsstöðum og gefst því fleiri landsmönnum færi á að spreyta sig en í fyrra. Röðin fyrir utan Loftleiðahótelið í gær var fjölskrúðug og ljóst að einhverjir höfðu kom- ið beint af næturlífi borgarinnar og voru hvergi bangnir við sönginn. Aðrir keppendur sem Morgunblaðið ræddi við voru þó flestir nývaknaðir og höfðu verið að æfa sig, sumir kvöldið áður, en aðrir í bílnum á leiðinni. Búast við sterkari keppendum en í fyrra Keppendur æfðu sig í salnum á Hótel Loftleiðum áður en þeir fóru fyrir dómnefndina. Morgunblaðið/Jim Smart Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson EINU gildir fyrir leikhúsáhuga- manneskjuna Ólöfu Ingu Halldórs- dóttur þótt uppselt sé á frumsýn- ingar, sem hún kappkostar að sjá. Öfugt við flesta aðra hefur hún sitt eigið sæti og er hæstánægð með að hjólastóllinn er henni í þessu tilliti engin fyrirstaða, nema síður sé. „Það er ekkert mál fyrir mig að fá miða á frumsýningar því ég tek með mér sætið. Ég tylli mér bara við endann á bekknum eða hvar sem er,“ segir hún í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Ólöf Inga hefur verið hreyfihöml- uð frá fæðingu; með Cerebral Palsy eða CP, sem útleggst sem heilalöm- un á íslensku, og er bundin við hjóla- stól. Hún lætur ekki hindranir stöðva sig og útskrifaðist með glæsi- brag frá Kennaraháskóla Íslands á liðnu vori. Í náminu sat hún við sama borð og aðrir, en viðurkennir að hafa þurft að yfirstíga margar hindranir og kannski farið aðrar leiðir að settu marki. Hún hóf kennslu í Rimaskóla í haust og stefnir á lögfræði í fram- tíðinni. Hún elskar ljóðlist, er eldheit leikhúsáhugamanneskja og finnst gott að fara ein á sýningar. „Þetta er besta leiðin fyrir mig til að ná al- gjörri afslöppun,“ segir hún. Tekur með sér sæti á frumsýningar FRÆGÐARSÓL Dísar, sem Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir kynntu til sögunnar í sam- nefndri bók árið 2000, á eftir að rísa næsta föstudag þegar hún birtist í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu í Laugarásbíói, Regnboganum og Smárabíói. Þessa geðþekku, en á stundum ráðvilltu Reykjavíkurmær, leikur Álfrún Helga Örnólfsdóttir undir leikstjórn Silju, sem ásamt Birnu Önnu og Oddnýju er jafn- framt höfundur handrits. Verkefnið fékk vilyrði fyrir styrkveitingu frá Kvikmyndasjóði árið 2002 og segir Silja þær stöllur hafa endurskrifað handritið svona tíu til fimmtán sinnum á tveimur árum. Tökur hófust svo fyrir tæpu ári og lauk þeim á sex vikum. Framleiðandi myndarinnar er Baltas- ar Kormákur og fyrirtæki hans, Sögn. Þetta er í fyrsta skipti sem Silja leikstýrir kvikmynd og í Tímariti Morgunblaðsins í dag segir hún það hafa hjálpað sér að hafa gengið með söguna svona lengi í maganum. Silja og Álfrún Helga hafa báðar reynslu af kvik- myndaleik, en Silja lék í Draumadísum og Fíaskó og Álfrún Helga í Svo á jörðu sem á himni þegar hún var aðeins tíu ára og nokkr- um öðrum síðan. Nett tilvistarkreppa Myndin fjallar um leit Dísar að sjálfri sér – eða netta tilvistarkreppu eins og Silja segir: „Það er ákveðin leit í henni og hún er að kljást við að skilgreina sjálfa sig á eigin for- sendum, ekki út frá öðrum heldur sjálfri sér, og ekki út frá því hvernig maður ímyndar sér að aðrir sjái mann.“ Leikstjórinn og leik- konan eru sammála um að svolítil Dís leynist með okkur flestum og að það sé hverri mann- eskju hollt að taka sjálfa sig reglulega til end- urskoðunar. „Þrátt fyrir að ég sé nú orðin fimm árum eldri en Dís er ég ennþá að ganga í gegnum svona skeið eins og hún er að gera í myndinni, og kem örugglega til með að gera alla ævi. En það er líka bara fínt, því þá veit maður alla- vega að maður stendur ekki í stað,“ segir Silja, sem kveðst ekki sjá fyrir sér Dís 2. Hins vegar langi sig til að gera aðra bíómynd. Löng meðganga hjálpaði leikstjóranum Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona og Silja Hauksdóttir, leikstjóri myndarinnar um Dís. ♦♦♦ ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í ræðu sinni á ársþingi Sambands sveitarfélaga á Norður- landi vestra á föstudag að vegna auk- inna skatttekna hins opinbera mætti vænta þess að hagur sveitarfélag- anna muni vænkast frá því sem verið hefur. „Nú er ljóst að skatttekjur hins opinbera eru að aukast, einkum vegna mikilla framkvæmda á Aust- urlandi. Af þeim sökum má vænta þess að hagur sveitarfélagnna vænk- ist einnig frá því sem verið hefur,“ sagði Árni. Hagur sveitar- félaga batnar  Framlög/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.