Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Forustunni er ekki alls varnað, hún ratar að minnsta kost heim. Allir viðskiptabank-arnir, SPRON ogSparisjóður vél- stjóra lækkuðu vexti sína á íbúðalánum á þriðju- daginn um tuttugu punkta eða niður í 4,2% og eru þannig komnir nið- ur fyrir Íbúðalánasjóð en vextir á peningalánum hans bera nú 4,35% vexti. Áhrif hræringanna og lækkunar vaxta á íbúða- lánamarkaðinum eru að vísu ekki enn komin fram og erfitt að spá hver framvindan verður. Bankarnir og sparisjóð- irnir eru að vísu þegar farnir að afgreiða lán en engar tölur liggja fyrir og ekki vitað hvert umfang þessara viðskipta verður. Þó hefur komið fram í könnun Viðskiptablaðsins að 30% íbúðareigenda á Akureyri og í Reykjavík segja mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir muni nýta sér íbúðalán bankanna til endur- fjármögnunar eldri lána. Húsbréf með 6% vöxtum voru gefin út á árunum 1991 til 1994 en það ár lækkuðu vextirnir í 5,1%. Húsbréf með 5,75% vöxtum voru aðeins gefin út í eitt ár eða árið 1990 en fyrir þann tíma voru veitt lán úr Byggingarsjóði rík- isins sem báru mun lægri vexti. Tæplega 11 þúsund greiða 5,75% eða 6% vexti Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánsjóði var fjöldi lána sem ber 5,75% vexti 1.168 í lok júlí í sumar en fjöldi lána sem bera 6% vexti voru á sama tíma 9.592 þannig að ætla má að þessi lán séu tiltölulega lágt hlutfall af heildarútlánum Íbúðalánasjóðs og því líklega engin veruleg hætta á ferðum fyrir sjóðinn þótt íbúðareigendur muni í einhverj- um mæli endurfjármagna þessi lán. Húsbréf með 5,1% vöxtum voru fyrst gefin út árið 1994 og giltu þeir vextir í nær áratug þannig að ætla má að þau séu stór hluti útlána Íbúðalánsjóðs. En hvatar til að endurfjár- magna geta verið fleiri eins og bent hefur verið á, menn geta losað sig við óhagstæð bankalán, yfirdrátt o.s.fr.v., lækkað greiðslubyrði og jafnvel losað um fé, t.d. til bifreiðakaupa með því að lengja lánstímann og hækka veðhlutfall. Og í raun má reikna með að lánstíminn lengist oftast við endurfjármögnun; einstak- lingur sem greiðir upp húsbréfa- lán með 6% sem tekið var 1994 og tekur nýtt íbúðalán til 25 ára hjá viðskiptabanka sínum hefur um leið lengt lánstímann um tíu ár. Allt eru þetta þó vangaveltur enn sem komið er og hafa bæði Íbúðalánasjóður og raunar bank- ar og sparisjóðir einnig hvatt fólk til þess að fara vandlega yfir mál- in áður en það tekur ákvörðun um að endurfjármagna eldri lán. Hins vegar er ljóst að Íbúðalána- sjóður hefur ekki nein meðöl til þess að koma í veg fyrir upp- greiðslu eldri lána, þar sem greiða má inn á þau eða greiða þau upp hvenær sem er án sér- staks kostnaðar. En hversu miklar breytingar á íbúðalánamarkaðinum erum við að horfa fram á? Um það eru vitaskuld skiptar skoðanir. Stjórnendur Íbúðalánasjóðs telja að til lengri tíma geti ekki aðrir veitt betri kjör í íbúðalánum en Íbúðalánasjóður, hann sé með besta lánshæfismatið sem hægt sé að fá og sama og íslenska rík- ið. Hann sé með mikla veltu og hafi lánað út um 500 milljarða og hann sé, öfugt við bankana, ekki rekinn með það að markmiði að skila hagnaði til eigenda sinna. „Við erum að reyna að veita fólki samkvæmt lögum bestu kjör sem það getur fengið til þess að eign- ast húsnæði eða leigja og við höldum áfram að vinna í þeim anda,“ segir Guðmundur Bjarna- son, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Pálmi Kristinsson, verkfræð- ingur, er á öndverðri skoðun. Hann er mikill áhugamaður um íbúðalánakerfið og sat m.a. í stjórn Húsnæðisstofnunar í sjö ár sem fulltrúi VSÍ og kom að uppbyggingu húsbréfakerfisins sem tók gildi 1989. „Það var bylt- ing þess tíma,“ segir Pálmi. „Nú er komin önnur bylting. Þegar húsbréfakerfið var sett á lagg- irnar á sínum tíma var það það yfirlýst stefna þáverandi stjórn- valda og okkar hjá VSÍ að þetta kerfi yrði frá upphafi rekið með ríkisábyrgð og yrði í ríkisvörslu en menn töluðu þá um svona 4–6 ára aðlögun og að síðan færi þetta út í bankakerfið en síðan liðu tíu ár til viðbótar. Þegar ég sá þessa frétt í Morgunblaðinu um íbúðalán bankanna með 4,4% vöxtum varð mér strax ljóst að þarna væri bylting á ferð! Þarna er komið sennilega stærsta skref í húsnæðislánakerfi landsmanna frá því Húsnæðisstofnun var sett laggirnir fyrir miðja síðustu öld. Ég skynjaði strax að þetta væru merk tímamót sem ættu eftir að hafa gríðarleg áhrif á allt sam- félagið, miklu, miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. Í raun má segja að hin illræmdu vaxta- landamæri sem þjóðin hefur búið við í margar kynslóðir hafi hrun- ið á einum degi. Þökk sé bönk- unum og útrás þeirra sem mun skila þjóðinni stórbættum lífs- kjörum í framtíðinni,“ segir Pálmi. Fréttaskýring | Íbúðalán bankanna Óvissutímar á lánamarkaði Hátt í tíu þúsund íbúðareigendur með húsbréfalán sem bera 6% vexti Skiptar skoðanir um fram- tíð ríkisrekins lánakerfis  Stjórnendur Íbúðalánasjóðs telja að til lengri tíma geti ekki aðrir veitt betri kjör í íbúða- lánum en Íbúðalánasjóður, hann sé með besta lánshæfismatið sem hægt sé að fá og ekki rekinn með hagnað að markmiði. „Í raun má segja að hin ill- ræmdu vaxtalandamæri sem þjóðin hefur búið við í margar kynslóðir hafi hrunið á einum degi,“ segir Pálmi Kristinsson verkfræðingur. arnorg@mbl.is KENNSLU- og prófadagar í 13 framhaldsskólum voru færri en 175 á seinasta skólaári en skv. reglugerð um starfstíma framhaldsskóla skulu kennslu- og prófadagar ekki vera færri en 175. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands um starfstíma í framhaldsskólum skóla- árið 2003–2004. Í lögum um framhaldsskóla er kveðið á um að árlegur starfstími nemenda skuli ekki vera skemmri en níu mánuðir; þar af skuli kennslu- dagar ekki vera færri en 145. Skv. upplýsingum skólanna var fjöldi reglulegra kennsludaga á seinasta skólaári á bilinu 140 til 160. Meðal- fjöldi reglulegra kennsludaga var 146 sem er degi meira en síðastliðin tvö skólaár. Fjöldi daga sem einungis var varið til prófa og námsmats voru frá 16 til 37, með einni undantekningu og að meðaltali 25 dagar. Kjarasamningar kennara gera ráð fyrir samtals 175 kennslu- og prófadögum á níu mán- aða starfstíma skóla og að auki fjór- um vinnudögum kennara utan árlegs starfstíma. Heildarfjöldi vinnudaga kennara á skólaárinu 2003–2004 reyndist vera á bilinu 172 til 188. Meðalfjöldi allra vinnudaga kennara var 181, óbreyttur frá fyrra ári. Kennslu- og prófadagar í 13 skólum færri en áskilið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.